Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 41
: MXDRGUMBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUK 18! tÐESEMBBR' 1990 0r41 Yfirmaður KGB lof- ar að afstýra sundr- ungu Sovétríkjanna Varar við niðurrifsstarfsemi erlendra afla Moskvu. Reuter. VLADIMIR Krjútsjkov, yfirmaður sovésku öryggislögreglunnar, KGB, sagði í fyrrakvöld að sveitir hans myndu gera allt sem þær gætu til að koma í veg fyrir að róttækir umbótasinnar kæmust til valda og stuðluðu að sundrungu Sovétríkjanna. Hann sakaði þá um að hafa reynt að skapa ringulreið í landinu með aðstoð erlendra afla og þóttu orð hans minna mjög á orðaval harðlínukommúnista er kalda striðið stóð sem hæst. Vladímír Krjútsjkov Reuter Kijútsjkov sagði í áhrifamiklu sjónvarpsávarpi að öryggislögregl- an væri staðráðin í að stuðla að því að lýðræðisbreytingarnar í landinu Tiéldust en beijast gegn hvers konar niðurrifsstarfsemi. „Hættan á sundrungu Sovétríkjanna er orðin að veruleika, kynt hefur verið undir þjóðernisrembingi og komið hefur verið af stað fjöldaóeirðum. KGB hefur griþið til aðgerða gegn þess- um öflum, sem leitast við að skapa ringulreið í landinu, og mun gera svo áfram,“ sagði Ktjútsjkov og bætti við að hann flytti ávarpið að fyrirmælum Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna. Kijútsjkov sagði að öfgahópar hefðu myndast víða um landið og sumir þeirra nytu stuðnings er- lendra afla. „Starfsmenn KGB líta á það sem skyldu sína að beijast gegn afskiptum erlendra sérsveita og þeirra erlendu samtaka, sem með stuðningi þeirra, hafa háð leynilegt stríð gegn sovéska ríkinu í áratugi," sagði hann. Kijútsjkov sagði að almenningur í Sovétríkjunum vildi njóta leiðsagn- ar „Tsjekísta" og vísaði þar til fyrir- rennara KGB, NKVD, og ógnarald- arinnar í Rússlandi á þriðja ára- tugnum er Stalín var við völd. NKVD sendi þá hundruð þúsunda manna, „óvini alþýðunnar" og „skemmdarverkamenn", í fanga- búðir. Imynduð leynisamtök voru þá afhjúpuð og sögð tengjast vest- rænum hreyfingum andkommún- ista. Vassílíj Shakhnovskíj, róttækur Solzhenitsyn hafnar bók- menntaverð- launum umbótasinni í stjórn Moskvuborgar, kvaðst dolfallinn yfir ávarpi Kijútsj- kovs. „Þetta er einfaldlega aftur- hvart til gömlu aðferðanna, sem margir hafa næstum gleymt. Þeir eru að leitá að óvinum heima og erlendis til kenna þeim um mistök okkar,“ sagði hann. Oveður á Norðursjó: Sex menn taldir af Lundúnum. Reuter. SEX skoskir sjómenn, sem saknað var eftir að bát þeirra hvolfdi í óveðri er geisaði á Norðursjó í gær, eru taldir af. Meira en 100 menn voru fluttir af olíuborpöllum í land vegna veðurofsans. Björgunarþyrlur voru sendar til að leita áhafnar bátsins og eftir tals- verða leit voru þeir taldir af. Nokkur olíufélög létu flytja hluta starfsfólk af olíuborpöllum í lánd í gær. Fjórir menn slösuðust þegar brotsjór reið yfir olíuborpall í eigu Amoco olíufélagsins og hreif með sér þijá björgunarbáta. Talsmaður fé- lagsins sagði að 38 starfsmenn af 73 hefðu verið fluttir í land. Talsmaður breska olíufélagsins British Petroieum (BP) sagði að einn borpalla félagsins hefði slitnað upp og ræki nú undan vindi. 40 af 69 starfsmönnum pallsins voru fluttir í land í varúðarskyni. Danskan rannsóknapall með 56 manns innanborðs rak undan vestur- strönd Noregs í.gær en talsmenn norskra björgunaraðila sögðu að áhöfnin væri ekki í hættu. Norska olíufélagið Statoil tilkynnti að olíuframleiðsla gærdagsins á stærsta borpalli fyrirtækisins minnk- aði úr 775 þúsund tunnum í 420 þúsund tunnur vegna þess að ekki var hægt að skipa olíunni upp. Ekki þurfti að minnka framleiðslu á þeim borpöllum sem dæla olíunni um leiðslu til lands. New York og Moskvu. Reuter. ALEXANDER Solzhenitsyn, rússneski rithöfundurinn sem gerður var landrækur úr Sov- étríkjunum árið 1974 vegna skrifa sinna um harðstjórn Stalíns- tímans, hefur hafnað æðstu bók- menntaverðlaunum rússneska ríkisins, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem útgefendur hans í Bandaríkjunum hafa birt. Tilkynning ríkisstjórnar Rússlands um verðlaunaveitinguna birtist í dag- blaðinu Sovietskaya Rossiya á þriðju- dag. Þar var tekið fram að Solzhen- itsyn hlyti verðlaunin fyrir „Gulag- eyjaklasann“, sem er sagnfræðilegt bókmenntaverk í mörgum bindum og fjallar um fangabúðakerfið sem harðstjórinn Josef Stalin kom á fót í Sovétríkjunum. Gulag-eyjaklasinn var gefinn út á Vesturlöndum um miðjan áttunda áratuginn en í Sov- étríkjunum fyrst núna nýlega. í tilkynningu sinni þakkar Solz- henitsyn úthlutunarnefndinni, en segir að það væri bæði „rangt og óviðeigandi að þiggja ríkisbók- menntaverðlaun fyrir þessa bók“. Fyrr á þessu ári gaf Mikhaíl Gor- batsjov forseti út tilskipun, þar sem Solzhenitsyn er boðið að taka á nýjan leik við sovéskum ríkisborgararétti sem hann var sviptur þegar hann var gerður landrækur. Rithöfundurinn hefur ekki þekkst boðið. Hann af- þakkaði einnig boð um að heimsækja Rússland fyrr á þessu ári. VERTU ÓHÁÐUR SADDAM HUSSEIN Plast er unnið úr olíu og verð á því helst 1 hendur við olíuverð. Þrátt fyrir hina miklu olíuverðshækkun á heimsmarkaði vegna atburðanna við Persaflóa hefur okkur tekist að fá talsvert magn af TENO-plastfilmu á góðu verði. ’Þú getur því birgt þig upp með TENO-filmu fyrir sumarið, hvað sem Saddam Hussein gerir. Og ef þú kaupir fyrir áramót getur þú nýtt þér fjárfestinguna við skattframtalið. Þannig kemur JÖTUNN enn einu sinni til liðs við þig. 'V • ^ íslenskir bændur hafa sýnt að þeir treysta TENO-filmunni og hún hefur sýnt að hún er traustsins verð. er blásin einslags filma, og því sterkari en völsuð filma, hún er í 1800 metra rúllum, 50 sentimetra breið og 25 /jl á þykkt. I L M A IM er á plasthólkum, sem ekki blotna upp í vætu, hún er í 21 kílós rúllum og er sérpökkuð í plast og pappakassa með íslenskum leiðbeiningum. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.