Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 45

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 45 Giljagaurí Þjóðminjasafnið GILJAGAUR kemur í heimsókn á Þjóðminjasafnið í dag. Jóla- sveinarnir koma þangað einn af öðrum fram til jóla, ævinlega klukkan 11. Hafnarfjarðarkirkja: 30 tillögur að safnaðarheimili og tónlistarskóla ÞRJÁTIU tillögur bárust í samkeppni um safnaðarheimili og tón- listarskóla við Hafnarfjarðarkirkju. Fyrstu verðlaun, kr. 1.380 þús., hlutu þau Sigríður Magnúsdóttir arkitekt og Hans Olav Andersen arkitekt á Teiknistofunni Tröð hf., önnur verðlaun, kr. 830 þús., hlutu Baldur O. Svavarsson arkitekt og Pétur H. Ármannsson arki- tekt og þriðju verðlaun, kr. 550 þús., hlaut Inga Ðagfinnsdóttir arki- tekt. í keppnislýsingu segir: „Við- fangsefni þessarar samkeppni er hönnun safnaðarheimilis Hafnar- ijarðarkirkju og tónlistarskóla á keppnissvæðinu og skipulag alls svæðisins. Rík áhersla er lögð á að bygging(ar) og skipulagið í heild taki tillit til Hafnarfiarðarkirkju og FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 12. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 121,00 96,00 100,26 79,049 7.925.247 Þorskursmár 86,00 86,00 86,00 0,217 18.664 Ýsa 134,00 105,00 131,54 2,224 292.602 Ýsa smá 68,00 68,00 68,00 0,188 12.785 Ýsa (ósl.) 99,00 89,00 97,00 0,978 94.870 Karfi 43,00 43,00 43,00 0,140 6.020 Ufsi 36,00 36,00 36,00 0,005 198 Ufsi ósl. 36,00 36,00 36,00 0,029 1.044 Steinbítur 68,00 68,00 68,00 0,262 17.816 Steinbíturósl. 62,00 62,00 62,00 0,269 16.679 Langa 87,00 54,00 78,86 0,697 55.008 Langa ósl. 70,00 70,00 70,00 0,235 16.450 Lúða 425,00 355,00 411,74 0,390 160.783 Keila ósl. 42,00 42,00 42,00 0,836 35.133 Samtals 101,16 85,596 8.658.725 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 119,00 85,00 110,23 55,256 6.090.946 Þorskur(ósL) 109,00 78,00 98,15 8,518 836.014 Ýsa (sl.) 139,00 110,00 128,59 3,896 500.989 Ýsa (ósl.) 108;00 ' 78,00 97,00 8,656 841.387 Blandað 39,00 39,00 39,00 0,086 3.354 Karfi 53,00 53,00 53,00 1,530 81.090 Keila 41,00 41,00 41,00 1,308 53.628 Langa .83,00 76,00 81,58 4,903 400.020 Lúða 540,00 255,00 418,40 0,882 369.030 Lýsa 63,00 54,00 56,34 0,610 34.370 Steinbítur 70,00 67,00 67,80 0,113 7,661 Ufsi 57,00 41,00 54,30 6,945 377.145 Undirmál 89,00 67,00 80,72 1,066 86.052 Samtals 103,25 93,769 9.681.686 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur (sl.) 112,00 104,00 • 106,34 5,032 535.150 Þorskur (ósl.) 120,00 87,00 116,96 21,283 2.499.211 Ýsa (sl.) 141,00 123,00 133,53 1,089 145.413 Ýsa (ósl.) 132,00 75,00 118,21 0,697 82.391 Hlýri/Steinb. 69,00 69,00 69,00 0,115 7.935 Lúða 515,00 325,00 476,52 0,079 37.645 Karfi 15,00 15,00 15,00 0,010 150 Lýsa 39,00 39,00 39,00 0,255 9.945 Blandað 43,00 43,00 43,00 0,043 1.849 Langa 79,00 66,00 71,92 0,863 62.067 Keila 62,00 44,00 57,85 1,675 96.954 Ufsi 57,00 45,00 48,86 0,566 27.654 Samtals 110,27 31,708 3.496.364 Selt var úr Skarfi og Albert Ólafssyni. Á morgun verður selt úr Hauki GK. Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur, 2. okt. -11. des., dollarar hvert tonn BENSIN 5.0 12. 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D ÞOTU ELDSN E YTI 500 " 'JS :: \ r\ ] 375 V 325 250 307/ 303 5.0 12. 19. 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D að hún njóti sín eftir sem áður. Innangengt skal vera úr kirkju í safnaðarheimili. Vegna afnota tón- listarskólans af sal safnaðarheimil- isins skal vera innangengt með hljóðfæri milli skóla og salar.“ Fram kemur að heildarstærð safnaðarheimilisins miðast við 840 fermetra og stærð tónlistarskólans við 1.372 fermetra auk tengirýma. Þá segir að í mati dómnefndar vegi þungt tillitssemi við Hafnarfjarðar- kirkju og umhverfi hennar, form bygginganna frá sjónarmiði bygg- ingarlistar og skipulags, hvernig vistarverur gegna hlutverki sínu og byggingarkostnaður. I umsögn dómnefndar um verð- launatillöguna kemur fram að um þrjár afmarkaðar byggingar sé að ræða er tengjast þverskipi kirkjunn- ar með glergangi. Byggingarnar eru sunnan við kirkjuna með greið- um göngutengslum við Hamarinn. „Stærð og hlutföll bygginganna svo og’ efnis- og litaval gera það að verkum að þær mynda mjög sann- færandi heild ásamt kirkjunni sem nýtur sín afar vel.“ Þá segir og að skipulag safnaðarheimilisins og skólans sé vel af hendi leyst. Dómnefndin lagði til að þrjár til- lögur að auki yrðu keyptar fyrir Arkitektarnir Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen. Líkan að verðlaunatillögunni. kr. 175 þús. hver. Var það tillaga þeirra Elínar Kjartansdóttur arki- tekts, Haraldar Arnar Jónssonar arkitekts og Helgu Benediktsdóttur arkitekts, tillaga Gunnlaugs Stef- áns Baldurssonar arkitekts og til- laga þeirra Pálmars Kristmunds- sonar arkitekts og Bjöms Skapta- sonar arkitekts. Dómnefndina skipuðu Helgi Haf- Var Kasparov of fljót- ur að bjóða jafntefli? Skák Karl Þorsteins ANATOLY Karpov og Garrí Kasparov sömdu um jafntefli í 19. einvigisskákinni um heims- meistaratitilinn eftir 39 leiki í gær. Kasparov bauð jafnteflið sem Karpov þáði umsvifalaust. Jafnteflisboðið kom skáksér- fræðingum í Lyon í opna skjöldu, sem álitu stöðu heims- meistarans sigurvænlega eftir snjalla peðsfórn skömmu áður. Máske hefur Kasparov ekki viljað tefla í tvísýnu því með hverju jafntefli færist hann nær heimsmeistaratitlinum. Staðan í einvíginu er nú tíu vinningar gegn níu Kasparov i vil og hon- um nægir að halda jöfnu í ein- víginu, sem er tuttugu og fjórar skákir til þess að halda krún- unni. Karpov var í vígahug í viður- eigninni í gær. Hann stýrði hvítu mönnunum og tefldi byijunina hvassar en hans er vandi. Heims- meistarinn beitti kóngindverskri vörn og fyrstu sjö leikirnir í skák- inni hafa margsinnis áður sést í einvíginu. I framhaldinu teygði baráttan anga sína yfir allt skák- borðið. Miðborðspeðunum ýtti Karpov ótrauður áfram og hóf að því loknu sókn á drottningar- væng. Við það lét hann ekki stað- ar numið. Peðunum á kóngsvæng lék hann fram og skeytti engu um öryggi kóngsins sem stóð óhreyfður á upphafsreit. Heims- meistarinn kann vel til verka í .slíkum stöðum. Án þess að taka mikla áhættu, þá virkjaði hann liðsafla sinn á skemmtilegan hátt. Hann kom svartreita biskup sínum fyrir á ákjósanlegum reit áður en hann stöðvaði frekari framrás. Eftir tuttugu og fimm leiki var komin fremur sjaldséð sjón í viðureignum þeirra þar sem peðafylkingamar stóðu hvor and- spænis annarri. Með snjallri peðs- fórn sölsaði Kasparov undir sig frumkvæðið uns hann skyndilega bauð jafntefli í darraðardansinum fyrir tímamörkin. Karpov þarf nú 3,5 vinninga í síðustu fimm einvígisskákunum til þess að endurheimta heims- meistaratitilinn, sem hann glataði árið 1985. Tuttugasta einvígis- skákin verður tefld á laugardag- inn og þá stýrir Kasparov hvítu mönnunum. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Kóngindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. Rf3 - 0-0 6. Be2 - e5 7. Be3 - c6!? Kasparov er aldeilis ekki að glíma við afbrigðið í fyrsta skipti í einvíginu. Áður hefur hann leik- ið 7. - De7, 7. — Ra6 og 7. —' exd4 í þessari stöðu í einvíginu. Það er athyglisvert að hann hefur sneitt framhjá algengustu leikjun- um í stöðunni þ.e. 7. — Rg4 og 7. — h6 sem enski stórmeistarinn Nunn hefur dálæti á. Karpov vel- ur beittasta framhaldið. 8. d5 - Rg4 9. Bg5 - f6 10. Bh4 - Ra6 11. Rd2 - Rh6 12. a3 - Rf7 Gegn minni spámönnum hefði Kasparov vafalaust kosið að leika 12. - g5 13. Bg3 - f5 14. exf5 — Bxf5. Slík taflmennska er vart hentug gegn Karpov því hvítur hefur frumkvæðið eftir 15. Rde4! Þess í stað leitast hann við að virkja svartreita biskupinn. 13. f3 - Bh6 14. Bf2 - f5 15. Dc2 - Bd7 16. b4 - c5 17. Hbl - b6 18. Rfl - Bf4! Skemmtilegur leikur. Nú væri 18. Re3 svarað með 18. — Dg5 19. h4 — Dh6 með gríðarlega flók- inni stöðu. 19. g3 - Bh6 20. h4 - Rc7 Kasparov er því viðbúinn að sVara 21. Re3 með f4!. Hvítur kemst ekkert áleiðis á drottning- arvæng og því ákveður Karpov að leita færa á kóngsvæng. 21. g4!? - fxg4 22. fxg4 - Bf4! 23. Re3 - Re8 24. Rcdl Það kom til greina að ieika 24. g5!? með Rg4 í huga. Karpov er sjálfum sér samkvæmur þrátt fyr- ir eldmóðinn í upphafi taflsins. Hann kýs að hafa Iiðsmenn sína valdaða áður en hann ræðst til atlögu. Kasparov kemur í veg fyrir þettá með næsta leik sínum. 24. - h6! 25. h5 - g5 26. Hgl - Rf6 27. Hg2 - Dc8 28. Kfl - Rd8 Svartur hefur betri stöðu. Framganga hvítu peðanna hefur verið stöðvuð og.á meðan svartur getur bætt stöðu liðsmanna sinna er hlutskipti hvíts að veijast. 29. Kgl - Rb7 30. Khl - cxb4 31. axb4 - a5! 32. Rf5 - Bxf5 33. exf5 - axb4 34. Hxb4 - Rc5! 35. Hxb6 - Rce4 36. Hc6 - Db7 37. Bel - Hal 38. Bf3 - Rc5 39. Bc3 - Hcl Kasparov bauð jafntefli um ieið og hann lék þessum leik sem Karpov þáði að bragði. 1 Morgnnblaðið/Sverrir liðason arkitekt og Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt frá Arkitekta- félagi íslands, Sveinn Guðbjartsson forstjóri Sólvangs, formaður sókn- arnefndar Hafnarfjarðarkirkju, og fyrir bæjarstjóm Hafnarfjarðar voru Sigurður Einarsson arkitekt og Sigþór Jóhannesson verkfræð- ingur, formaður dómnefndar. Ritari var Þór Gíslason tæknifræðingur. éi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.