Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 53

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 53
MORGUNBLA0IÐ FIMMTUÐAGUR 18'. 0ESEMBER 1990 53co Upplýsingarit og ferða- handbók um Island eftir Jóhann Sigurjónsson Nýlega kom út hér í London bókin Iceland, the Travellers Gu- ide. Höfundur bókarinnaj' er Tony Escritt, sem er mörgum íslending- um kunnur, og er þetta önnur bók- in um ísland sem hann sendir frá sér. Sú fyrri kom út 1985 og var hún fyrst og fremst ætluð þeim fjölda breskra hópa er til íslands fara í rannsóknarferðir, sú bók er nú nánast uppseld. Þessi nýja bók er meira en tvö- falt stærri en sú eldri og hefur höfundur sennilega ætlað að slá tvær flugur í einu höggi; endur- skoða og endurútgefa fyrri bók sína, en jafnframt ná til stærri hóps þeirra ferðamanna sem hafa hug á íslandsferðum. Bókin er á fimmta hundrað síður og henni fylgir kort af íslandi frá Landmælingum íslands í kvarðan- um 1:1 000 000. Frú Vigdís Finn- bogadóttir skrifar formála að bók- inni. Allmargar myndir prýða bók- ina eru þær vel gerðar og raðað saman í þemu á sérlega skemmti- legan hátt. Mér þykir nokkuð ljóst af stað- arlýsingum og leiðarlýsingum að höfundur hefur farið þar um sjálf- ur og numið landið af tilfinningu, enda fara nú ferðir hans til íslands að nálgast hundraðið. Mjög mikil vinna er lögð í að teikna kort af öllum þéttbýlisstöð- um á íslandi. Kortin eru einföld og auðskilin og sýna leiðir að og frá viðkomandi stöðum og hvar helstu þjónustufyrirtæki og opin- berar stofnanir eru staðsettar. „ Að mínu mati er þarna á ferðinni eitt besta upplýsingarit og ferða- handbók um Island sem komið hefur út á seinni árum.“ Ótrúlega fáar auglýsingar eru í bókinni miðað vð stærð hennar og vekur það nokkra undrun að bók, sem ætlað er að koma út í 8.000 eintökum og verður mikið lesin, a.m.k. af breskum og öðrum en- skumælandi ferðalöngum til ís- lands, skuli ekki, sem auglýsinga- miðill, hofða meira til fyrirtækja í ferðaþjónustu, en vera má að ekki hafi verið leitað til þeirra. Á hinn bóginn er fjöldi þjónustufyrirtækja og gististaða nefndur í texta bók- arinnar og bæt.ir það að nokkru úr. Það sem helst má finna að þess- ari bók er annars vegar prentfræði- legar villur, þar sem t.d. vantar skýringartexta með kortum og hins vegar íslenski textinn. Nú á tímum tölvunnar, þar sem hægt er að setja og prenta nánast hvaða tungumál sem er, ætti að vera auðvelt að skrifa þ og ð. Einnig eru íslensk orð víða rangt rituð og rangbeygð, þó það komi sjaldan fyrir með staðarnöfn. Það verður líklega seint hægt að kenna útlend- ingum „ástkæra ylhýra“ til fulls. Að mínu mati er þarna á ferð- inni eitt besta upplýsingarit og ferðahandbók um Island sem kom- ið hefur út. á seinni árum og kjörin gjöf íslendinga til enskumælandi vina og kunningja. Iceland Review mun sjá um dreifíngu bókarinnar á íslandi og verður sjálfsagt hægt að fá hana keypta i flestum stærri bókaverslunum. Höfundur er menntaskólakennari. Fallegir hlutir gefa lífinu gildi Það á einnig við um penna. Sumir misskilja þá en við ætlumst til þess að skrifað sé með þeim. Parker Duofold kúlupenninn hér að neðan er vissulega fallegur, enda hefur ekkert verið til sparað. Hitt er þó mikilvægara að hann er mjög vandaður. Parker Duofold dansar um blaðið með jöfnu flæði af bleki. Það er hrein unun að skrifa með Parker Duofold. Parker Duofold fæst hjá eftirtöldum söluaðilum. Ý PARKER REYKJAVÍK Penninn, Hallarmúla Mál og menning, Síðumúla Eymundsson, Mjódd Penninn, Kringlunni Griffill, Síðumúla Mál og menning, Laugavegi Eymundsson, við Hlemm Penninn, Austurstræti KÓPAVOGUR Bókaverslunin Veda HAFNARFJÖRÐUR Bókabúð Olivers Steins KEFLAVÍK Bókabúð Keflavíkur ÍSAFJÖRÐUR Bókaverslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI Bókaverslun Jónasar Jóhannssonar Tölvutæki - Bókval KIMNI OG SKOP [ NÝJA TESTAMENTINU | Jakob Jónsson Kímnf og skop i Nýja testamentfnu Jakob Jónsson íslensk þýöing á doktorsriti. Könnuð ný viðhorf í túlkun og boðskap Krists. ÞÖGNIN ER EINS OG ÞANINN STRENGUR Páll Valsson STUDIA ISLANDICA pAll valsson ÞÖGNIN ER EINS OG ÞANINN STRENGUR BKYKJAVtK IM Þróun og samfella í skáldskap Snorra Hjartarsonar. Studia Islandica 48. SIÐASKIPTIN Durant WUI Durant SIÐASKIPTIN 2. bindi. Saga evrópskrar menningar | 1300-1564. Tímabil mikilla straumhvarfa. Þýðandi: Björn Jóns- son, skólastjóri. Bökaúfgófa /V1ENNING4RSJÓÐS) SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVlK SÍMI 6218 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.