Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
JOLATILBOÐ
Sterk, létt og þægileg húsgögn.
Barnakór Prestbakkakirkju syngur. Morgunblaðið/Hanna Hjartardottir
Aðventukvöld 1 kapellu
Jóns Steingrímssonar
Kirkjubæjarklaustri.
I SIÐUSTU viku var haldið að-
ventukvöld í kapellu Jóns Stein-
grímssonar á Kirkjubæjar-
klaustri, eins og tíðkast víða um
land. Þessi siður hefur verið
lengi á staðnum og óneitanlega
yrði jólafastan fábreyttari en
ella ef hann væri ekki.
Fjöldi manna, ungra og aldinna,
kom fram á aðventukvöldi, barna-
kór söng, lærðir og leikir fluttu
bundið og óbundið mál, kirkjukór-
inn söng, væntanleg fermingar-
börn aðstoðuðu við guðsþjón-
ustuna og síðan voru kaffiveiting-
ar við kertaljós og jólatónlist.
- HSH.
-----------
Bandaríkin:
Islandsbók
væntanleg í
Flórída
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
LÍKLEGT má telja að bók um
Island verði gefin út í Flórída
að vori í sambandi við væntan-
lega heimsókn Vigdísar Finn-
bogadóttur forseta Islan ds þang-
að, en hún verður kjörin heiðurs-
doktor við University of Miami í
maí. Ef af þessari útgáfu verður
verður hún á vegum bókaútgáfu-
fyrirtækisins Axelrod í Tampa í
Flórída.
Bragi Sveinsson forstjóri bóka-
útgáfunnar Lífs og sögu undirritaði
á fimmtudaginn var samning við
Axelrod í Tampa um samvinnu fyr-
irtækjanna varðandi útgáfu bókar-
innar. Er fréttaritari Morgunblaðs-
ins hitti hann á flugvellinum í Or-
lando sagði Bragi að hér væri um
rammasamning að ræða, en ekki
væri endanlega ráðið hvert fram-
haldið yrði. „Heimurinn er að
minnka með stóraukinni samvinnu
fyrirtækja í ýmsum löndum. Líf og
saga hefur víða leitað eftir slíkri
samvinnu og samningurinn við
Axelrod í Tampa er árangur af
þeirri viðleitni. Hvað endanlega
kemur út úr þeirri samvinnu er
óráðið, en við munum aðstoða þá
við þeirra útgáfu á bókum um ís-
lenskt efni og gagnkvæmt," sagði
Bragi.
----1-4-*---
Myndasýning
í Bólvirkinu
Á FIMMTUDAGINN 12. desember
kl. 17.00 segir Pétur Pétursson
þulur frá og sýnir skyggnur af
mannlífi og mannvirkjum fyrr á
öldinni í Bólvirkinu, sýningarsal á
annarri hæð í versluninni Geysi,
Vesturgötu 1. Allir eru velkomnir.
---------*-*-♦---
■ TREGASVEITIN kemur fram
í kvöld, fimmtudag, á Tveimur vin-
um og um helgina leikur hljómsveit-
in Loðin rotta.
■ EIGENDASKIPTI hafa orðið
á Hárgreiðslustofunni Safír,
Skipliolti 50C. Eigendur eru Sig-
ríður Karlsdóttir og Bryiija
Björk Rögnvaldsdóttir. Starfs-
maður er Ríkey Pétursdóttir.
Veitt er almenn hársnyrtiþjónusta.