Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 66

Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 66
NEYTENDMAL 66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 Próf og prófstreita Hvernig yfirvinna má prófkvíða Próf eru framundan í mörgum skólum víða um land. Prófum fylg- ir mikið álag fyrir nemendur, þeim er ætlað að geta staðið skil á námsefni því sem kennt hefur verið á kennslutímabilinu, á skömmum próftíma. Skólar leggja mikið upp úr þessum prófum, þó getur próf- gerð verið mjög misjöfn og virðist oft skorta þar samræmingu. Nemendur geta átt von á að fá krossapróf í einni námsgrein, sam- hangandi spurningar í annarri, eða eina spurningu með ótal óskil- greindum atriðum í þriðju námsgreininni o.s.frv. Otti við prófin og hið óvænta getur valdið mikilli streitu hjá nemendum. Hvernig er hægt að takast á við prófstreitu, yfírvinna hana eða hafa hemil á henni? Þessar spurningar og fleiri voru lagðar fyrir Astu Kr. Ragnarsdóttur og Auði Gunnars- dóttur námsráðgjafa við Háskóla íslands. Orsakir prófstreitu — Hveijar eru algengustu orsak- ir prófstreitu? „Prófstreita er oft fylgikvilli prófa,“ sagði Ásta. „Fólk vill ná sem bestum árangri, en óttast að geta ekki gert prófunum eins góð skil og það vildi. Óttinn við að mistak- ast getur valdið prófstreitu og leitt til prófkvíða." Ásta sagði að streita fylgdi einnig oft fólki sem hefði sig ekki í að sinna námi sínu og hefði dregist aftur úr. Þama gæti verið um að ræða streitu sem ekki tengd- ist náminu. Ástæður geta verið fjöl- margar; kerfið, heimilisástæður eða aðrar ástæður. Fyrir þessa nemend- ur er prófíð ógnun, þar sem þeir vissu að námið hefði ekki verið stundáð sem skyldi. Munur á prófstreitu og prófkvíða Auður sagði að nauðsynlegt væri að gera greinarmun á prófstreitu og prófkvíða. Lágmarks streita er nauðsynleg til að ná góðri einbeit- ingu og árangri. Aftur á móti hefur prófkvíði verulega truflandi áhrif í prófum og hamlar getu nemandans. „Prófkvíðnir nemendur eru þeir sem lokast í prófum, eða hræðast svo próf að þeir fresta þeim, ef þess er einhver kostur." sagði Auð- ur. „Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því hvenær þessi kvíði byijar, en hann á sér aðdraganda. Próf- kvíði hefst oft löngu áður en próftímabilið byijar. Helstu merki þess að um próf- kvíða sé að ræða eru t.d. miklir einbeitingarerfiðleikar, vanlíðan við lestur námsefnis og frestun verk- efna. Ástæður prófkvíða geta verið margvíslegar en venjulega hefur hann þróast smátt og smátt. Prófkvíðnir nemendur eru oft mjög duglegir nemendur sem gera kröfur en oft óraunhæfar, sem setur þá undir álag.“ Breyttar aðstæður geta valdið prófkvíða „Prófkvíði getur emnig komið vegna breytinga á aðstæðum, eins og við að fara á milli skólastiga, frá grunnskóla í menntaskóla, eða fjölbraut og menntaskóla í há- skóla,“ sagði Ásta. Námskröfur verða meiri á hærra skólastigi, sér- staklega ti! að byija með. Það skipt- ir máli að geta náð tökum á ástand- inu ef streitan er farin að hafa trufl- andi áhrif á námið. Nemendur þurfa gjaman að tileinka sér alveg ný vinnubrögð þegar komið er í há- skólanám. Skorpuvinna dugar illa í háskólanámi. Nemendur finna að þeir ráða varla við námið með slíkum vinnubrögðum, sem getur ýtt undir frekari streitu og leitt til prófkvíða. Þegar nemendur koma í einstaklingsráðgjöf eða á námskeið, þá er reynt að hjálpa þeim við að fínna út, hvað valdi streitunni. Slæm vinnubrögð eru einn þáttur- inn.“ Prófkvíði er kreppuástand „í prófKvíða koma fram einkenni sem líkjast einkennum streitu en eru viðvarandi," sagði Ásta. „Nem- andanum tekst ekki að ráða niður- lögum á þeim. Þetta eru m.a. ýmis líkamleg spennueinkenni; óþægindi í maga, ógleði, höfuðverkur o.fl.“ Auður sagði að viðvarandi ein- kenni kæmu einnig fram í hegðun og hugsun við prófkvíða. Nemand- inn víkur sér undan óþægilegum aðstæðum sem vekja vanlíðan svo sem próflestri eða prófum. „Hugsun er til allra hluta fyrst,“ sagði Auð- ur. „I kvíða þá bjagast hugsun manna. Við verðum einfaldari og sjálflægnari. Við eigum erfitt með að beita skynsemi okkar, dóm- greindin slævist. Fram koma hugs- anir sem eiga við lítil rök að styðj- ast, en hafa mikil áhrif á líðan og viðbrögð einstaklingsins. Hugsanir eins og ótti við að komast ekki yfír efnið verða áleitnar, efí um náms- hæfni, ótti við að falla o.s.frv. Þeg- ar við síðan könnum þessar hugsan- ir betur, eiga þær sjaldnast við mikil rök að styðjast, og það sem meira er, þær draga frekar úr nem- andanum og eru lítt uppbyggjandi." JODYNUR II BOKAFORLRGSBOy' Hestar og mannlíf í A ustur-Skaftafellssýslu Egill Jónsson bjó til prentunar Árið 1988 kom út fyrsta bindi að rit- verkinu Jódynur, sem hlaut mjög góðar viðtökur og staðfestir það hinn almenna áhuga fyrir meiri kynnum á þessum landshluta. Hestar, menn og svaðilfarir voru hluti af daglega lífinu og um það vllja menn fræðast. Sagt er frá Hólahestunum, ræktun homfirskra hrossa, Fornustekkahrossunum, hestum og fólki í Árnanesi, Mýra- WMM. Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður Gunnarsdóttir og Ásta Ragnarsdóttir námsráðgjafar. — Prófkvíði hefst oft löngu áður en próftímabilið hefst. Það skiptir sköpum að geta náð tökum á ástandinu áður en streitan er farin að hafa truflandi áhrif á námið. Ásta sagði að þessi hópur hefði einnig tilhneiginu til að líta á mis- tök sem síðasta tækifærið í lífínu. Heimurinn virðist beinlínis ætla að farast verði árangur ekki eins og stefnt er að, og ýti það enn frekar undir streituástand. Hvernig á nemandi, kvíðinn í prófí, að bregðast við? — Hvað gerir nemandi sem staddur er í prófi og fyllist kvíða? Hann sér spurningu fyrir framah sig sem hann veit að hann áður vissi svar við. Hann frýs, blóðrásin hægir á sér, blóðið virðist ekki ná til heilans. Hann getur ekki fram- kallað svarið. Hvað getur hann gert? Auður lagði áherslu á fyrirbyggj- andi aðgerðir: „Ef nemandi upplifír að fijósa í prófí, og hefur ekki tam- ið sér að vinna úr slíkum málum áður, getur verið erfítt fyrir hann að bregðast við slíkum aðstæðum. En viti hann hvemig bregðast 'a við á réttan hátt, getur ástandið varað skemur og hann nær fljótar tökum á ástandinu. Nemandinn þarf að kunna að slaka á, staldra við augnablik, og ná úr sér þessari spennu. Hann þarf að geta beitt vitsmunum sínum og dómgreind og náð tökum á hugsunum sínum á ný.“ Leiðbeiningar um fyrirbyggjandi aðgerðir „Við höfum leiðbeint nemendum okkar hér í sambandi við prófin,“ sagði Ásta. „Leiðbeiningarnar fel- ast í því að hjálpa þeim að fínna leið til siökunar t.d. með því æfa slökun eða líkamshreyfíngu sem kallar fram slökun, þannig að nem- endur þekki hvað það er að slaka á og geti yfírunnið líkamleg ein- kenni prófkvíða. Leiðbeiningar fel- ast einnig í andlegum æfíngum sem gerir nemandanum auðveldara að takast á við kvíðann. Námsráðgjafar við Háskólann hafa í gegnum árin getað brugðist við á próftíma, þegar um hefur verið að ræða prófkvíðna einstakl- inga sem ekki hafa náð tökum á ástandi sínu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ásta sagði að í þeim tilfell- um væri fengið leyfí hjá prófstjóra til að vera til staðar á ákveðnum tímum fyrir utan prófstofu. Það getur skipt sköpum fyrir nemanda að vita að hann getur farið úr próf- stofu stutta stund og tjáð sig um líðan sína. Það snertir þó ekki fag- lega þætti prófsins. Hér hafa allar deildir samþykkt slíkar beiðnir, en þær þurfa samþykki kennara og prófstjóra og er gengið frá slíkum beiðnum viku fyrir prófið. „Þetta fyrirkomulag hefur verið viður- kennt síðan námsráðgjöf var tekin upp hér við Háskólann," sagði Ásta. Fjölskyldan getur hjálpað Ásta sagði að komið hefði fram í umræðu um grunnskóla og fram- haldskóla, samskiptaörðugleikar próftaka og fjölskyldu hans. „í því Morgunblaðið/Þorkell Dagsbrúnarfélagar á barattufundinum á Hótel Borg á sunnudag. Mótframboðið í Dagsbrún: 50 manns á bar- áttufundinum BARÁTTUFUNDUR mótfram- boðsins innan Dagsbrúnar fór fram á Hótel Borg á sunnudag. Um 50 manns komu á fundinn og sagði Jóhannes Sigursveins- son, varaformaður framboðslist- ans, að sá fjöldi væri svipaður og kæmi yfirleitt á félagsfundi. Jóhannes sagði að á fundinum hefðu nokkrir gengið til liðs við framboðið sem fengur væri í. „Þeirra á meðal var Páll Valdimars- son, fyrverandi stjórnarmaður í Dagsbrún, sem mun taka sæti í tíu manna stjórn,“ sagði hann. Jóhannes sagði að lítið vantaði á að framboðshópnum tækist að safna 120 nöfnum á lista aðal- manna framboðsins, sem nauðsyn- legt væri samkvæmt lögum félags- ins, Sagði hann að frambjóðendur hefðu-undanfarið heimsótt vinnu- staði til að kynna framboðið. Þá væri brýnt að fá aðgang að félaga- skrá Dagsbrúnar til að bera saman við nöfn listans en stjórnendur Dagsbrúnar hafa ekki veitt heimild til þess enn. Dagsetning kosning- anna hefur ekki verið ákveðin en er búist við að þær fari fram í lok janúar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.