Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 67

Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 67 sambandi má koma á framfæri leið- beiningum til aðstandenda," sagði Asta, „Allir vilja þeir barninu sínu aðeins hið besta, en ætla sér alls ekki að hindra það. Þegar viðkom- andi (nemandinn) er á flótta og getur ekki haft sig að verki, eru aðstandendur oft ósáttir og þeir segja e.t.v. sem svo: Þú sem ert að fara í próf, hvað ert þú eiginlega að gera? Síðan koma ásakanir sem eru eðlileg viðbrögð: Komdu þér inn í herbergi og hafðu þig að lestri. Þetta getur valdið því að viðkom- andi lokast jafnvel ennþá meira og á enn erfiðara með að heija lestur- inn. Fjöiskyldan þarf að gera sér grein fyrir því, að það eru streitu- einkenni að hafa sig ekki að verki. Vandamálið má nálgast á annan hátt, eins og að spyrja um líðanina og ræða við einstaklinginn um til- finningahlið kvíðans og stappa í hann stálinu á rólegum bjartsýnis- nótum,“ sagði Ásta. Kennarinn þarf að undirbúa nemendur undir prófin „Nauðsynlegt er einnig að kenn- arar séu vakandi og undirbúi nem- endur sína undir prófín," sagði Auður. „Það þarf að ketma nemend- um að taka próf og þau þarf að leggja fyrir nemendur jafnt og þétt á kennslutímabilinu. Ef námsefnið liggur ljóst fyrir frá upphafi kennslutímabilsins, verða prófin ekki einhver „fallgryfja", heldur verkefni sem nemendur geta leyst úr og svarað.“ Samskipti kennara og nemenda — Nú kemur fyrir að kennarar eiga það til að setja „gildrur“ í próf- in, með því að bregða inn óvæntri spurningu. Getur slíkt ekki valdið streitu hjá nemanda í prófi? „Jú,“ sagði Ásta. „í" gegnum tíðina virðast samskipti nemenda og kennara, sérstaklega á efri skólastigum, hafa þróast í það að nemandinn hefur farið að líta á kennarann sem einskonar „óvildar- mann“, ekki sem leiðbeinanda held- ur einhvern sem ætlar að „hanka“ hann“. Auður sagði að kennslufræði prófa væri mikilvæg í þessu sam- bandi. Samkvæmt kennslufræðun- um er mikil. áhersla lögð á að prófa í því sem á að mæla. Efni sem annaðhvort hefur verið farið yfir í fyrirlestrum eða sett fyrir, og áður en til próftöku kemur þá liggi fyrir hvaða efni nemandinn eigi að geta gert skil á. „Prófið á ekki að vera nemendum neitt óvænt,“ sagði hún. Viðbrögð við falli á prófi „í sambandi við viðbrögð fólks við faili á prófi tel ég ákaflega mikilvægt, og það getur varðað sálarheill einstaklings, að honum fínnist að gætt hafi verið réttlætis við úrlausn prófsins," sagði Ásta. „Að standast ekki próf er nokkuð sem fólk er sjaldnast sátt við. Þeg- ar einstaklingur hefur fallið á prófi, verður að vinna með þá óánægju, þannig að einstaklingurinn beri það ekki með sér alla ævi, að hann hafi verið ranglæti beittur. Við telj- um að stór þáttur til lausnar sé að nemendur geti séð úrlausnir prófs- ins og farið yfir þær með kennaran- um og heyrt frá honum hvað hann vildi fá fram og hvernig hann mat niðurstöðurnar. Við verðum vör við að kennarar eru mjög á varðbergi gagnvart þessum þætti.“ Stundum tekst ekki til að fá kennara til þess að ræða við nemendur um prófið, nemendur fá aðeins að líta á prófúr- lausnirnar án skýringa. Ásta sagði að þessi tregða kennara. stafaði ekki alltaf vinnuálagi þeirra, heldur væri það eflaust gagnrýnisþáttu rinn sem vægi þyngst. Ráð til nemenda með prófskjálfta — Hvaða ráð gefið þið nemend- um með prófskjálfta? „Það sem getur hjálpað nemend- um er að lesa prófið yfir, raða upp spurningunum og byija á að svara þeim spurningum sem þeir kunna best, þá er strax komin ákveðin von. Nemandinn lendir í tímahraki ef hann eyðir tíma í spurningar sem hann getur ekki svarað, og hefur svo engan tíma fyrir þær spurning- ar sem hann hefur svar við. En ef sú staða kemur upp að nemandinn lokast, þá er að beita þeim aðferðum sem hann telur sjálfur að veiti hon- um hugarró, með lærðri slökun, dreifingu hugans, fara frá prófinu augnablik, létta á kvíðanum með því að tjá sig um hann o.s.frv. Nemendur gera sitt besta á próf- um, meira er ekki hægt að krefj- ast, það eiga þeir sjálfir einnig að hafa í huga,“ sögðu námsráðgjaf- arnir Ásta og Auður að lokum. Viðtal M. Þorv. KX-T 2365 E - Kr. 10.849 stgr. Skjásími sem sýnir klukku, símanúmer sem valið er, tímalengd símtals. Handfrjáls notkun — 28 hraðvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja símanúmer í skamm- tíma endurvalsminni — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja símanúmer í minni á meðan talað er — Veggfesting. Jólatilboð KX-T 2386 BE - Kr. 9.980 stgr. Sími með símsvara — Ljós í takkaborði — Útfarandi skila- boð upp í Vi mín. — Hvert móttekið skilaboð getur verið upp í IVi mín. — Hátalari — Lesa má inn eigin minnis- atriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort símsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfesting. KX-T 2322 E / KX-T 2342 E Kr. 5.680 stgr. Kr. 7.400 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun — KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer í geymslu til endurhringingar, einnig er hægt að setja símanúmer í skammtíma minni á meðan talað er. — Tónval/púlsval - Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 still- ingar fyrir hringingu — Veggfesting. HF Laugavegi 170-174 Simi 695500 ■o X i M / TILEFNI af útgáfu íslensku alfræðiorðabókarinnar efndi Bókaútgáfan Örn og Örlygur til getraunar meðal blaðalesenda um væntanlegan útgáfudag bókarinn- ar. Alls tóku um 1000 manns þátt > getrauninni. Heitið var þrennum verðlaunum, þ.e.a.s. þrem settum af íslensku alfræðiorðabókinni; einu til hvers vinningshafa. Nú hefur verið dregið úr réttum svörum hjá Borgarfógetanum í Reykjavík og þesi nöfn voru dregin út: Ingi. R. Björnsson, Hörpugötu 10, Reykjavík. Sofie Markan, Geita- stekk 7, Reykjavík. Svanheiður Ingimarsdóttir, Miðtúni 22, Sel- fossi. ■ VINNUSTOFA Þóru hefur verið opnuð aftur eftir nokkurra mánaða lokun, á Austurgötu 47 í Hafnarfirði. Sem fyrr eru það handunnar gjafavörur sem Vinnu- stofa Þóru býður upp á, svo og er teiknað eftir ljósmyndum ásamt innrömmun í álramma. Nýjungar eru þær að nú er hægt að fá Biblíu- texta og bænir á gamaldags pappír. ■ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐIN Æs- ir mun standa fyrir þremur kvöld- vökum fyrir jól og verður sú fyrsta haldin í kvöld, fimmtudaginn 13. des., kl. 20.30 í Brautarholti 8. Fjöl- breyttur hópur fólks mun koma fram á kvöldvökunum og leiða gest- ina inn í andlegan reynsluheim sinn. UNGLINGABOKIN IAR! HALTU MÉR — SLEPPTU MÉR — pottþétt unglingabók eftir metsöluhöfundinn Eðvarð Ingólfsson Spennandi unglingabók um Eddu og Hemma, 16 og 17 ára. Þau kynnast af tilviljun. Það verður ást við fyrstu sýn — barn og sambúð... En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Þegar á reynir kemur í Ijós hve sam- bandið er sterkt. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. HALTU MÉR — SLEPPTU MÉR — bókin sem unglingarnir biðja um ! Bækur Eðvarðs Ingólfssonar hafa verið söluhæstu unglingabæk- urnar undanfarin ár. Bók hans, Sextán ára í sambúð. seldist best allra bóka 1985. Eðvarö hlaut verðlaun Skólamálaráðs Reykjavikur fyrir bestu frumsömdu barnabókina 1988. Meiriháttar i stefnumót

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.