Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 73

Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 73 IngveldurF. Olafs- dóttír - Minning Fædd 10. janúar 1915 Dáin 1. desember 1990 Með fáum orðum vil ég kveðja mágkonu mína Ingveldi Fjeldsted Ólafsdóttur. Inga, eins og hún var ávallt kölluð, fæddist 10. janúar 1915 á Snæfellsnesi. Hún ólst upp Irjá foreldrum sínum, Elísabetu og Olafi, á Hellissandi í litlu húsi sem hét Hvammur, ásamt systkinum sínum sem nú eru öll látin. Tvö þeirra dóu í bernsku. Systkinin voru: Inga, Sigríður, dáin 1975, tvíburarnir Oddur, dáinn 1980, og Eggert, dáinn 1943, Jóhann, dáinn 1981, var hann eiginmaður minn, og yngstur var Sigurður, dáinn 1985. Svo áttu þau einn hálfbróð- ur, Finnboga Pétursson, sem var elstur, dáinn 1974. Öllum systkinum sínum var Inga sem önnur móðir, sérstaklega var hún Jóhanni góð. Hann kom ungur til hennar og átti sitt heimili hjá henni þar til við giftum okkur árið 1945. Inga giftist Hannesi Sigur- jónssyni húsgagnabólstrara árið 1935 og áttu þau ávallt sitt heimili í Hafnarfirði og lengst af á Hellis- götu 18. Þau eignuðust fjögur börn, Elísabetu, Siguijón, Eggert-og Auð- björgu sem eru öll gift og eiga börn og barnabörn svo að hópurinn er orðinn stór. Hannes sinn missti Inga í sept- ember 1985 og var það henni stórt áfall og fannst mér hún aldrei ná sér eftir það. Hún seldi hús sitt og . flutti að Hjallabraut 33 og bjó þar eftir það. Það var. alveg sama hvar Inga bjó, heimili hennar var alltaf huggulegt og yfir henni sjálfri Var sérstakt yfirbragð og reisn. Ég á bágt með að sætta mig við að hitta ekki Ingu mína næst þegar ég kem heim til íslands því hún var mér svo sérstaklega kær. Alltaf gat ég leitað til Ingu og var hún mér eins og stóra systir, alltaf boðin og búin til að hjálpa og margt lærði ég af henni. Margt rennur í gegnum hugann þegar Inga er kvödd. Langar mig að nefna eitt dæmi um hjálpsemi hennar. Þann 10. janúar 1949 eign- uðumst við hjónin son sem hún sagði að væri afmælisgjöf sín. Dag þennan snjóaði mikið og allt var ófært, raímagnið fór af og allt var dimmt. Ekki lét Inga það á sig fá og þau Hannes komu með mat og kökur til okkar, hún átti jú afmæli og var búin að baka og elda áður en óveðrið skall á svo henni fannst að við ættum að njóta þess saman en það var löng leið frá Hellisgötu og suður á Suðurgötu þar sem við bjuggum. Þetta var bara eitt dæmi um hugulsemi hennar og þannig var hún, ef einhver átti bágt þá reyndi hún alltaf að hjálpa þeim eftir bestu getu. Inga var ekki hraust um ævina og var oft á spítala en alltaf náði hún sér upp aftur. Eftir að hún missti Hannes var eins og hún gæfist upp og hefði ekki kraft til að lifa eins og hún gjarnan vildi. Inga mín kom fjórum sinnum í heimsókn til okkar í Danmörku og fyrir hálfum mánuði talaði ég við hana í síma og sagði hún þá að hún mldi svo gjarnan koma til mín og sagði svo að lokum „ég kem í heim- sókn en hvernig og hvenær veit ég ekki“. En nú er hún Inga mín horf- in héðan úr þessum heimi og veit ég að vel er tekið á móti henni af öllum sem á undan henni eru farnir í annan heim. Bið ég góðan Guð að vera með Ingu og börnum hennar og þeirra stóra hóp og styrkja þau í þeirra sorg. Ég kveð mín kæru mágkonu og þakka henni fyrir allt sem hún hefur verið mér og mínum börnum. Soffía Valborg Björnsdóttir Broager, Danmörku. Þegar við fengum fréttina um lát ömmu, Ingveldar Fjeldsted Ólafs- dóttur, kom það eins og reiðarslag. Af hveiju núna? var spurningin sem kom upp í huga mér, þegar aðeins voru tvær vikur þar til að við mynd- um hitta hana eftir ársdvöl í Dan- mörku. Nú verður ekki hægt að banka upp á hjá ömmu og segja „hæ við erum komin“ og sjá brosið hennar þegar hún tæki á móti okkur. En vegir Guðs eru órannsakan- legir og rétti tíminn ekki til í huga okkar sem eftir sitjum og syrgjum. Amma missti mikið þegar afi, Hannes Siguijónsson, lést árið 1985. Þau voru samheldin og yndis- leg hjón sem alltaf var gott að vera hjá. Þegar við barnabörnin vorum lítil voru engin jól nema farið væri í boð til ömmu og afa á jóladag. Þar sat öll stórfjölskyldan saman, börn og barnabörn og voru það bestu stundirnar hjá okkur öllum. Það leið ekki svo sumar að þau færu ekki í ferðalög og margar veiðiferðir voru farnar og riijast upp minningarnar er við fórum með ömmu og afa í einhveija ferðina. Eftir lát afa fluttist amma að Hjallabraut 33 í Hafnarfirði. Amma var félagslynd kona og íbúar húss- ins, sem allir eru eftirlaunaþegar, hittust oft til að spila eða spjalla. Amma var komin í skemmtinefnd hjá íbúunum svo það var í miklu að stússast en þannig leið henni best. Hún var fljót að taka ákvarðanir og minnti á táningsstelpu þegar hún ákvað með tveggja daga fyrirvara að skella sér í fimm vikna ferð til Spánar í apríl 1989. Þetta var ferð sem amma fékk mikið útúr og varð hún dökkbrún að vanda og sælleg. Amma og afi eignuðust fjögur börn, fjórtán barnabörn og barna- barnabörnin eru nú orðin níu. Þótt flest þeirra séu ung að árum og kynnin við ömmu hafi því verið stutt er víst að við þau sem eldri erum höldum minningu ömmu og afa á lofti. Það situr ofarlega í huga mér að þegar ég tilkynnti ömmu að ég ætti von á barni sagði hún ,já, það gengur svona lífið“ og það er eins og það er því gangur lífsins er fæðing og dauði. Nú er röðin komin að ömmu að fara sína síðustu ferð og ég veit að afi tók á móti henni á miklu betri stað. Nú eru elsku amma og afi saman á ný. Þóra, Guðmundur og - Atli Freyr + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY BÖÐVARSDÓTTIR, Urðarholti 7, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. desember kl. 13.30. Guðmundur Björnsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS B. G. JÓNSSONAR, Blönduhlíð 5, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. desember kl. 10.30. Eva Kristjánsdóttir, Jón Gauti Kristjánsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Stefán Magnússon, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir, Óskar Karlsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Laugateig 14, lést í Landsspítalanum, 11. desember. Helga Gunnarsdóttir, Birna Eybjörg Gunnarsdóttir, Sigurgeir Steingrímsson, Jóhannes Reykdal, Steingrímur Sigurgeirsson, Helga Margrét Reykdal, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, Sigríður María Reykdal, Solveig Ýr Sigurgeirsdóttir, Jóhannes Reykdal, Embla Sigurgeirsdóttir, , Gunnar Þór Reykdal, Iðunn Arna Björgvinsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ODDS GUÐBJÖRNSSONAR bónda, Rauðsgili, Hálsasveit. Ingibjörg Jónsdóttir, Björn Oddsson, Steinunn Oddsdóttir, Sigurvin Jónsson, Jón Aðalsteinn Jónsson, Salóme Högnadóttir og barnabörn. Minning: Ove Abildgaard Fæddur 17. september 1917 Dáinn 11. október 1990 Ove fæddist í Lenvig á Jótlandi. Hann lagði ungur stund á lögfræði og bókmenntir við Kaupmanna- hafnarháskóla. Æviverk hans voru unnin á vettvahgi bókmennta og lista. Hann haslaði sér völl sem ljóð- skáld árið 1946 þegar hann gaf út kvæðabókina „Uglegylp". Hand- bragð snillingsins og fagurkerans á Ijóðunum vöktu þá þegar athygli og aðdáun. Og víst er það að ný ljóðmæli frá hans hendi þóttu ætíð bókmenntaviðburður hjá dönskum ljóðaunnendum. Ove Abildgaard voru veittar margvíslegar viðurkenningar um ævina fyrir ritstörf sín. Síðast fyrir tveimur árum hlaut hann „Holger Drachmanns Legat“. Skáldið náði ekki að sjá sína síðustu ljóðabók „Det Bli’r Hængende“ en hún kom út hjá Gyldendal nokkrum dögum eftir lát Ove. Ove Abildgaard kvæntist árið 1948 Unni Skúladóttur Thorodd- sen. Þau áttu mikilli heimilisham- ingju að fagna. Þar ríkti einhugur, samheldni og hjartahlýja. Barnalán hlotnaðist þeim, eignuðust þau þijú elskleg börn: Rúnu Kvaran, Claus og Ulver Skúla. Það er liðinn hartnær aldarfjórð- ungur síðan ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna á Friðriksbergi í Kaup- mannahöfn. Margar góðar stundir hef ég átt með þeim, notið gestrisni þeirra, velvildar og vinsemdar. Unnur og Ove voru veitandi í fleiri en einum skilningi. Hann var rneð afbrigðum málsnjall, allra manna skemmtilegastur, hnyttinn í orðum og kíminn og frásögn hans öll gædd lífi og lit. Röddin lág, djúp og viðfelldin. Unnur skáld augna- bliksins, fjöreggið hans Ove. Fáar konur hef ég þekkt sem eru eins rammíslenskar og hún. Þó hefur Unnur verið fjarri fóstuijörðinni í hálfa öld. Á sólbjörtum maídegi síðastljðið vor heimsótti ég þau hjónin. Vor- blærinn bar angan af nývöknuðum gróðri. Nú þegar skáldið er horfið sjónum okkar, hefur haustað að og blöð bjarkarinnar á Friðriksbergi eru fallin og sölnuð. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Bolli til Unnar og barnanna. Ragnhildur Helgadóttir Útför GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Hringbraut 102,, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. desember kl. 13.30. Óskar Lárusson, Þórhalla Guðnadóttir, Lárus Ýmir Óskarsson, Heiga Guðrún Óskarsdóttir. + Áskær bróðir okkar og vinur, KÁRI KRISTJÁNSSON frá Kárastöðum, Skagaströnd, er lést á Héraðshælinu, Blönduósi, 11. desember, verður jarðs- unginn frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 15. desemb- er kl. 14.00. Systkini og aðstandendur. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS MARINÓS BERGSSONAR, Yrsufelli 15, Reykjavfk, er lést 20. nóvember, hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, .... Þor Nielsen, — Katla Níelsen. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur minnar, SIGRÚNAR HELGADÓTTUR frá Grímsey, Hátúni 10 A, Reykjavík. Guðlaug Helgadóttir, Jaðarsbraut 11, Akranesi. + Hjartanlegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður og ömmu, GUÐMUNDU JÓNU BENEDIKTSDÓTTUR, Hnifsdal. Ólafur Friðbjarnarson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Smári Ólafsson, Ingibjörg Jóna Benediktsdóttir, Benedikt Ólafsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Andrea Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.