Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 80

Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 80
80 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 i 0 a Elecírolux % Constructor TENNIS / RISABIKARINN KERFI SEM VEX MEÐ ÞÉR! Stærð: H210 B30 L100 ★ í bílskúrinn. ★ í geymsluna. ★ Á vinnustaðinn. ★ Á lagerinn. Inaúsf Borgartúni 26, sími 62 22 62. Chang sló Edberg úl MICHAEL Chang kom mjög á óvart er hann sigraði Stefan Edberg ífyrstu umferð Risabik- arsins í Miinchen. Sextán bestu tennisleikarar heims mæta til leiks og berjast um tvær milljónir dollara. Edberg, sem er efstur á heimslistanum, var talinn öruggur a.m.k. í und- anúrslit en Chang, sem er 17. á sama lista, afgreiddi hann strax í fyrstu umferð. Sigur Changs var nokkuð sann- færandi. Hann vann fyrstu lot- una 6:4 en Edberg svaraði í næstu með 4:6.1 síðustu lotunni náði hann svo að fylgja góðri byijun eftir og sigra 7:5. „Það er frábært að ná svona leik og sigurinn gefur mér aukið sjálfs- traust. Hver sigur á móti sem þessu sýnir að ég get staðið í þeim stóru,“ sagði Chang, sem mætir Henri Lec- onte í næstu umferð. Leconte sigr- aði Thomas Muster nokkuð óvænt. Pete Sampras, sem sigraði óvænt á bandaríska meistaramótinu, byrj- aði mjög illa gegn Andrej Cherk- asov. Sampras, sem hefur verið meiddur, tapaði fyrstu lotunni 5:7 en vann tvær næstu 6:2 og 7:5. Önnur úrslit voru nokkuð eðileg: Goran Ivanisevic sigraði Kevin Curren og Brad Gilbert vann Jonas Svensson. Kr. 3.960 Eigum margar gerðir af tvíhjólum með hjálpar- dekkjum og ævintýralegum þríhjólum í ymsum útfærslum fyrir börn á öllum aldri. Sterk vönduð hjól - öll sérstaklega ódýr. GAP G.Á. Pétursson hf Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 Michael Chang sigraði Stefan Edberg í fyrstu umferð Risabikarsins. TENNIS FOLK ■ TVEIR leikmenn Grimsby Town voru sendir af velli í leik liðs- ins gegn Darlington í ensku bikar- keppninni í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Þeir slógust af mikilli hörku og forráðamenn liðsins urðu að ganga á milli. Það broslega við þetta var að leikmenn Darlington komu hvergi nærri og fylgdust að- eins með er dómarinn gaf þeim rauða spjaldið. Darlington sigraði í leiknum 3:1. M JACK Nicklaus, einn frægasti kylfmgur heims, hefur í Hyggju að sleppa opna bandaríska og opna breska meistaramótinu á næsta ári. Hann er 51 árs og segist ætla að keppa á meistaramóti öldunga og fjórum öðrum mótum, þar á meðal bandaríska meistaramótinu (Masters). „Áður fyrr var golfið ailtaf í fyrsta sæti, fjölskyldan í öðru og vinnan í þriðja sæti. Nú skiptir fjölskyidan mestu máli en svo kemur vinnan og loks golfið," sagði Nicklaus sem vinnur m.a. við það að hanna golfvelli. ■ MARADONA var ekki ýkja kátur um helgina er hann var tek- inn úr liði Napólí fyrir leik liðsins gegn Atalanta. Hann mætti ekki á æfingu í vikunni og Alberto Big- on, þjálfari Napólí, ákvað að taka hann úr liðinu. Maradona segir, í grein sem hann ritar í blaðið Roma sem kemur út í Napólí, að mú sé Bigon loks búinn að tapa glórunni og sér sé ekki lengur vært hjá Napólí með annan eins ruglukoll sem þjálfara. „Borg virðist eins góður og þegar hann hætti“ sagði Jonas Svensson, sem æfði með Björn Borg í Mílanó Björn Borg, sem sigraði fimm sinnum á Wimbledonmótinu fræga, hefur æft mjög vel að und- anförnu. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli sér að mæta til leiks á næsta ári og sýna og sanna að hann hefur engu gleymt. Sænski tenniskappinn Jonas Svensson æfði með Borg í Mílanó fyrir þremur vikum og segir að frammistaða Borgs hafí komið sér mjög á óvart. „Hann lék mjög vel og virtist eins góður og þegar hann hætti fyrir átta árum. Það kom mér mjög á óvart í hversu góðri æfingu HANDBOLTI FH-ingar eiga metið FH-ingar hafa sigrað í flestum leikjum í röð í 1. deildinni í handknattleik en ekki Víkingar eins og sagt var í blaðinu í gær. Keppn- istímabilið 1983-84 sigruðu FH- ingar í öllum 14 leikjum sínum í undankeppninni. Við þetta bættust svo sigrar í fyrstu 11 leikjunum í úrslitakeppninni en þeim síðasta, sem var gegn Víkingi, tapaði liðið og hafði þá fyrir löngu tryggt sér titilinn. Þá voru í liðinu leikmenn á borð við Kristján Arason og Atla Hilmarsson, auk Þorgils Óttars Mathiesen, sem nú þjálfar FH-inga. Víkingar hafa sigrað í 19 leikjum í röð og vantar því enn sex leiki til að jafna met FH. hann er,“ sagði Svensson eftir að hann hafði tapaði fyrir Bandaríkja- manninum Brad Gilbert í fyrstu umferð í Risabikarnum í Miinchen í gær. Borg, sem er 34 ára, hefur ekki gefið það út enn hvenær hann ætli að keppa, en það verður á næsta ári. „Það er erfítt að segja til um það, eftir aðeins nokkrar æfingar, hvort hann nær að sigra í keppni aftur. Allt sem ég get sagt er að hann er í góðri æfíngu og það seg- ir margt. Hann leggur mikið á sig til að ná settu marki,“ sagði Svens- son. Björn Borg hefur engu gleymt. FOTBOLTI / 16ARA LANDSLIÐIÐ Ær Keppir í Israel um áramótin Íslenska drengjalandsliðið í knattspyrnu (u-16) tekur þátt í alþjóðlegu móti í ísrael um ára- mótin. Piltalandsliðið hefur verið með í keppninni undanfarin þijú ár, en drengjaliðið er að undirbúa sig fyrir úrslitakeppni Evrópu- mótsins, sem verður í Sviss í maí, og því var ákveðið að það færi til ísrael að þessu sinni. ísland verður í B-riðli ásamt Tyrklandi, Póllandi og Portúgal, en í A-riðli leika ísrael, Svíþjóð, Kýpur og Rúmenía. Hópurinn fer héðan 26. desember og daginn eftir hefst riðlakeppnin. Á gaml- ársdag verður leikið um sæti, en úrslitaleikurinn verður 2. janúar. Þjálfarar liðsins eru Kristinn Björnsson og Þórður Lárusson og hafa þeir verið með æfingar und- anfarnar vikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.