Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 83

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 83 ÍÞR&mR FOLX ■ HAFSTEINN Bragason, hornamaðurinn knái úr Stjörnunni, lék ekki með liði sínu gegn Fram í gær. Hann meiddist í hné á móti Selfyssingum á laugardaginn og fór í aðgerð á Borgarspítalanum í gær. í ljós kom áð það hafði togn- að á krossböndum. Hann má ekki byija að æfa fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. ■ ANDRI V. Sigurðsson, Fram- ari, fékk högg í andlitið er hann stóð í vörn Framara í gær og missti við það tönn. ■ VALUR vann Stjörnuna, 41:18, í keppni B-liða í Garðabæ í gærkvöldi. ■ PETER Reid, nýráðinn þjálfari Manchester City, hefur ráðið Sam Ellis, þjálfara 3. deildarliðs Bury, sem aðstoðarmann sinn hjá City. Mike Walles tekur FráBob við af Ellis hjá Hennessy Bury. ÍEnglandi | RRIGHTON, sem leikur í 2. deild, borgaði 150 þúsund pund fyrir finnska landsliðsmanninn, Ari Hakanien, í gær. Hakanien lék áður með finnska liðinu Turku. ■ BRIAN Kilcline, sem hefur verið fyrirliði Coventry, hefur verið settur á sölulista hjá félaginu. Terry Butcher, þjálfari og leik- maður Coventry, segist ekki hafa pláss fyrir Kilcline í liðinu þar sem hann hefur íjóra miðverði í hópnum. ■ JOHN Harkes, bandaríski landsliðsmaðurinn í liði Sheffield Wednesday, var hetja liðsins í gær er liðið bar sigurorð af Derby í 4. umferð deildarbikarsins. Hann gerði fyrra mark liðsins í 2:1 sigri með þrumuskoti af 30 metra færi. Hann lagði svo upp síðara markið fyrir Paul Williams en Gary Micklewhite minnkaði muninn fyr- ir Derby. ■ BARNET, sem leikur utan deilda í Englandi, komst í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fimmta sinn er liðið vann Nort- hampton. ■ ÓSKAR Ármannsson lék að nýju með FH eftir langt hlé vegna meiðsla. Hann var lengi í gang en gerði þó fjögur mikilvæg mörg er FH sigraði KR. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Klaufaskapur hjá KR-ingum KR-INGAR voru miklir klaufar gegn FH-ingum í gærkvöldi. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka höfðu þeirtveggja marka forskot, 19:17. Næsta mark lét á sér standa en FH-ingar gerðu þrjú íröð og komust yfir. Klaufaskapur KR-inga hélt svo áfram síðustu mínúturnar og FH-ingar tryggðu sér sigur með yfirveguðum sókn- arleik og skynsamlegri vörn. Logi Bergmann Eiðsson skrifar Leikurinn var jafn allan tímann og skemmtilegur en handbolt- inn svosem ekki upp á marga fiska. Sigurður Sveinsson var besti maður KR, ákveðinn í sókninni og sterkur í vörninni. Konráð átti góða kafla en var full skotglaður. Það sama má segja um Pál Olafs- son sem skaut jafnvel stundum áður en hann greip boltann. Leifur Dagfinnsson meiddist snemma í leiknum og var það ekki til að bæta stöðuna en hann varði vel á fyrstu mínútunum. Bergsveinn var bestur í liði FH og varði mjög vel, einkum í lokin. Guðjón átti einnig góðan sprett á síðustu mínútunum en lengst af var sóknarleikur liðsins ákaflega þreytulegur. FH-ingar sýndu þó hvað í þeim býr er þeir unnu upp forskot KR-inga en að öðru leyti var ekki mikill meistarabragur á þeim. Sveif lukennt í Garðabæ Framarar voru mjög frískir í byijun leiks og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Síðan fór allt í bak- lás hjá liðinu næstu 15 mínúturnar þar sem ekkert Frosti gekk. Stjarnan Eiðsson skoraði sjö mörk í I n ar röð á sama tíma án svars frá Fram. Staðan í hálfleik var 11:8. í síðari bálfleik jók Stjarnan muninn, en Pram minnkaði bilið á síðustu tíu úiínútunum, léku þá með „indjána" > vörninni og gafst það vel en kom full seint. Stjarnan sigraði, 23:20. Garðbæingar voru langt frá því að vera sannfærandi, varnleikurinn var þó sterkasta hlið þeirra mestan hluta leiksins. Axel Björnsson og Sigurður Bjarnason voru bestir og Magnús átti ágæta spretti. Brynjar varði þokkalega í markinu. Framlið- ið var mjög sveiflukennt í þessum leik. Varnarleikurinn var slakur allt þar til í lokin. Það eru nokkrir ung- ir og efnilegir leikmenn í liðinu, en þeir eiga langt í land enn. Þeir gerðu sig seka um byijendamistök alltof oft. Gunnar Andrésson og Karl Karlsson áttu ágætan leik og eins markverðirnir, Guðmundur og Þór. Herbragð Viggós heppnaðist Háukar unnu Gróttu, 30:25, í gærkvöldi. Sigurinn var ör- uggur og hefði í raun átt að vera stærri, því heimamenn náðu 10 marka mun í seinni Hörður hálfleik, en kæru- Magnússon leysi leikmanna skrifar undir lokin kom í veg fyrir stærri sig- ur. Haukar byijuðu illa og Grótta komst í 6:3. Þá brugðu heimamenn á það ráð að taka Halldór Ingólfs- son og Stefán Arnarson, aðalmenn Gróttu, úr umferð. Þetta herbragð Viggós Sigurðssonar, þjálfara, tókst fullkomlega og næstu sjö mörk komu frá Haukum. Petr Baumruk var sem fyrr í sérflokki og spilaði leikmenn Hauka óspart uppi. Óskar Sigurðsson, hornamaður, naut þess sérstaklega og hreinlega blómstraði í vinstra horninu. Gróttuliðið var úrræðalítið og oft hreint pínlegt að horfa upp á sóknir þess. Leikaðferð Hauka að taka tvo úr umferð kom því greinilega í opnma skjöldu. Valdimar og Jakob hetjur Valsmanna Hornamenn Vals og landsliðs- ins, Valdimai- Grímsson og Jakob Sigurðsson, sáu um að af- greiða KA-menn á Akureyri í gær- kvöldi. Þeir skoruðu samtals 19 mörk af 28 mörkum Vals í jöfnum og spenn- andi leik. Lokastað- an var 25:28 Valsmönnum í hag. Valsmenn tóku forystu strax í upphafi og voru með frumkvæðið allan leikinn þó svo að KA næði að jafna nokkrum sinnum með mik- illi baráttu. Það var þó ekki fyrr en á síðustu mínútu að Valsmenn gerðu út um leikinn með tveimur mörkum. Anton Benjamínsson skrifar Það sem háir KA-mönnum er h'til breidd og þurftu þeir að keyra á sömu leikmönnum allan tímann og er það erfitt í jöfnum leik sem þess- um. Vonin um að komast í úrslita- keppni, þeirra sex efstu, minnkaði mikið við þetta tap og greinilegt að liðið má ekki við því að tapa heimaleikjum. Guðmundur Guð- mundsson var besti leikmaður KA. Hann átti stórleik og skoraði 8 mörk af línunni, en það dugði þó ekki til. Valdimar og Jakob voru allt í öllu hjá Val. Valsmenn eru í öðru Morgunblaðið/Júlíus Stefán Kristjánsson FH-ingur gnæfír hér yfir tvo varnarmenn KR og hleypir af. Hann skoraði 5 mörk í leiknum, sem FH vann, 24:22. sæti sem áður og virðast halda því sæti nokkuð örugglega því langt er í næstu lið. Úrslit og staðan / Bls. 81 Úrslitakeppnin: Víkingar með 1161111» leiki í Hafnarfirði? Það getur farið svo að Víking- ar óski eftir því við FH-inga að þeir fái að leika heimaleiki sína i úrslitakeppni 1. deildarkeppninn- ar í íþróttahúsinu i Kaplakrika. Sex fyrstu umferðimar í úrslita- keppninni geta farið frám i Laug- ardalshöllinni, en síðan hefst sjáv- arútvegssýning í Höllinni. Það verður til þess að liðin sem leika heimaleiki sína í Laugardals- höllinni verða að færa leiki sína í Seljaskóla. Félögin eru Víking- ur, KR og Fram. „Það kemur ekki til að við leik- um heimaleiki okkar í Seljaskóla. Við vonum að nýja íþróttahúsið í Breiðholti verði tilbúið þegar Laugardalshöllin vei-ður lokuð. Við munurn þá leika heimaleiki okkar þar. Ef ekki þá munum við ræða við FH-inga til að kanna hvort við fáum inni í Kaplakrika,“ sagði Kristján Sigmundsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.