Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 84

Morgunblaðið - 13.12.1990, Síða 84
 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Stórager ðismálið: 18 og 20 ára fang- elsi fyrir morð að yfirlögðu ráði SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Helga Svav- arsson, 28 ára, til 20 ára fangelsisvistar, og Snorra Snorrason, 34 ára, til 18 ára fangelsisvistar, fyrir að hafa orðið Þorsteini Guðna- syni, bensínafgreiðslumanni á bensínstöð Esso við Stóragerði, að bana 25. apríl síðastliðinn; rænt rúmum 540 þúsund krónum i pening- um og tékkum úr peningaskáp bensínstöðvarinnar og horfið á brott í bíl Þorsteins heitins. Guðmundur Helgi var einnig sakfelldur fyrir að hafa keypt erlendis og fiutt til landsins allt að 1.000 skammta af LSD. í niðurstöðum sakadómaranna Péturs Guðgeirssonar, Helga I. 65% andvíg innflutningi búvara TÆPLEGA 65% þjóðarinnar eru andvíg innflutningi á sambærileg- um búvörum og framleiddar eru bér á landi, um 31% eru því fylgj- andi og um 5% eru hlutlaus eða óviss, samkvæmt niðurstöðum þjóðmálakönnunar sem Félagsv- ísindastofnun vann fyrir markaðs- nefnd landbúnaðarins. Samkvæmt könnuninni eru um 45% íslendinga neikvæð gagnvart stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmál- um, en 23% eru jákvæð og 33% hlut- laus eða óviss í afstöðu sinni. Sjá frétt á bls. 49. Jónssonar og Hjartar 0. Aðalsteins- sonar segír að telja verði sannað að það hafi vakað fyrir mönnunum báðum, þegar þeir lögðu af stað í ránsförina, að ráða Þorsteini bana. Dómurinn telur að báðir mannanna eigi jafna og fulla sök á dauða hans. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að árásin á Þorstein var hrotta- fengin og undirbúin. Frá refsingu mannanna dregst gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt í um það bil 7 mánuði. Dómurinn sætir sjálfkrafa áfrýjun til Hæsta- réttar þar sem dæmd er þyngri en fimm ára fangelsisvist. Þetta mun vera þyngsti dómur í sakamáli hér- lendis frá því að tveir sakborninga í Geirfinnsmáli voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í sakadómi árið 1979 en sá dómur var mildaður í Hæstarétti árið 1980 í 16 og 17 ára fangelsi. !V:,. . Morgunblaðið/Sverrir Endurfundir á heimili foreldra Gisla í gærkvöldi. F.v.: Þorbjörg Gísladóttir, Gísli Sigurðsson, Birna Hjaltadóttir, Halldór Gíslason, Hjalti Gíslason og foreldrar Gísla, Sigurður Helgason og Þorbjörg Hjaltadóttir. Loksins heima GÍSLI Sigurðsson Iæknir kom til landsins í gær frá London ásamt Birnu Hjaltadóttur, eiginkonu sinni, sem fór til rnóts við mann sinn þegar honum var veitt heimild til að yfirgefa Irak. Fagnaðar- fundir urðu í fiugstöðinni þegar börn Gísla, foreldrar og fjöldi ættingja fögnuðu honum við heimkomuna eftir Iangan aðskilnað. „Nú ætla ég að slappa af í nokkra daga áður en ég fer að hugsa nokkuð um framtíðina. Eg fer alla vega ekki aftur til Mið- austurlanda," sagði Gísli við fréttamenn. Eftir endurfundina í flugstöðinni hélt ijölskyldan á heimili foreldra Gísla í Reykjavík þar sem hún var saman komin í gærkvöldi. Þorbjörg Gísladóttir, móðir Gísla, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hún hefði lifað í mikilli óvissu í þá fjóra mánuði sem Gísli var innlyksa í Kúvæt og írak. „Ég var alltaf óttaslegin og barst á milli vonar og ótta. Það er yndis- l_eg tilfinning að fá Gísla heim. Ég þorði varla að gleðjast fyrr en nú,“ sagði hún. Börn Gísla, Hjalti, Þorbjörg og Halldór, voru að vonum himinlif- andi. „Það er æðislega gott að fá pabba heim. Ég hef ekki séð hann í fimm mánuði," sagði Þorbjörg. Sjá „Fagnaðarfundir“ í miðopnu. DAGAR TIL JÓLA Bráðabirgðalögin á samninga BHMR: Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokks sátu hjá í neðri deild Ekki áfall fyrir forustn flokksins segir Þorsteinn Pálsson FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðis- fiokksins sátu hjá þegar fyrstíi grein staðfestingarfrumvarps bráðabirgðalaga vegna kjara- samninga BHMR og ríkisins var borin undir atkvæði í neðri deild Alþingis í gær. Þrír þessara þing- manna sátu þingflokksfund Sjálf- stæðisfiokksins fyrir tveimur vik- um þar sem samþykkt var að fiokkurinn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þrír þingmenn Sjálfstæðisfiokksins og tveir stjórnarþingmenn voru fjarver- andi við atkvæðagreiðsluna í gær. Aðrir þingmenn Sjálfstæðis- Sala á 95 oktana bensíni í stað 92 oktana: Hækkar framfærslu- vísitölu og þar með laim FARI svo að 95 oktana bensín verði selt hér í stað 92 oktana, sem nú er, hækkar bensínverð um 6 til 7 krónur lítrinn, að sögn Björns Frið- finnssonar ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Þessu veldur hærra heimsmarkaðsverð á 95 oktana bensíni. Þar seni 92 oktana bensínið er inni í framfærsluvísitölunni munu slík skipti leiða til vísitöluhækkun- ar og gætu þar með hækkað laun í landinu. Björn sagði ekki vera einfalt mál að skipta um bensíntegund, þar sem 95 oktana bensín kosti sama og 98 oktana súperbensín í útsölu. Hanri sagði að einungis hluti þeirra sem nú nota 92 oktana þurfi 95 oktana bensín. „Ef þetta er gert strax þá er verið að hækka kostnaðinn um 6-7 krónur lítrann fyrir alla hina sem þurfa ekki slíkt bensín. Ekki þannig að það sé ráðuneytisins að hafa vit fyrir mönnum, en það er þjóðarsátt sj' gangi og ástæðulaust að hækka kostnaðinn," sagði hann. Björn benti á að hægt væri að fara hægar í sak- irnar og bjóða 95 oktana bensín sem valkost að minnsta kosti næsta ár. Fram hefur komið að miðað við óbreytta viðskiptasamninga íslend- inga og Sovétmanna geta olíufélögin ekki boðið 95 oktana bensín í stað 92 oktana, þar sem þau væru skuld- bundin að kaupa ákveðið magn af Sovétmönnum. Fari svo að samning- ar um bensínkaup verði ekki gerðir við Sovétmenn nú, segir Björn að olíufélögin séu ekki bundin að þessu leyti lengur. Sjá Af innlcndum vettvangi í miðopnu: „Sovétmenn ...“ flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, sem og allir þing- menn Kvennalista og einn stjórn- arþingmaður. Frumvarpið var samþykkt með 19 atkvæðum gegn 12 en 6 sátu hjá. Þeir sjálfstæðisþingmenn sem sátu hjá voru Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson, Matthías Bjarnason og Ingi Björn Albertsson. Fjarverandi voru Birgir Isleifur Gunnarsson, Matthías A. Mathiesen og Ragnhild- ur Helgadóttir, en þau voru ekki á landinu. Þeir Eggert, Matthías og Ingi Björn gerðu allir grein fyrir at- kvæði sínu og gagnrýndu harðlega ríkisstjórnina, kjarasamningana við BHMR og setningu bráðabirgðalag- anna en sögðust samt ekki telja ráð- legt að greiða atkvæði gegn bráða- birgðalögunum úr því sem komið væri. Eftir þingflokksfund Sjálfstæðis- flokksins, 28. nóvember sl., lýstu Þorsteinn Pálsson formaður flokks- ins og Ólafur G. Einarsson formaður þingflokksins því yfir, að samþykkt hefði verið einróma að greiða at- kvæði gegn bráðabirgðalögunum. Fimm þingmenn voru íjarverandi á fundinum, og var Ingi Björn Alberts- son þeirra á meðal. Þegar Þorsteinn Pálsson var spurður hvort það væri ekki áfall fyrir forustu Sjálfstæðisflokksins, að þrátt fyrir yfirlýsingar hennar hefðu fjórir þingmenn flokksins setið hjá, svaraði hann að aðeins hefði verið skýrt frá því hvað samþykkt var á þingflokksfundi og þessi niðurstaða breytti engu um það. „Þetta er ekki áfall fyrir okkur. Ef einhveijir skipta um skoðun er það í mesta lagi áfall fyrir þá,“ sagði Þorsteinn. Þegar Þorsteinn var spurður hvort. túlka mætti þetta sem klofning í þingflokknum, sagði hann það hafa komið mjög glöggt fram, að efnisleg andstaða þingflokksins væri mjög hörð, og þar væri ekki minnsti mun- ur á afstöðu manna. „Nokkrir þing- menn kusu að sýna þessa andstöðu með því að láta ríkisstjórnina sitja eina uppi með ábyrgðina við hjásetu. Kjarni málsins er sá að okkar mál- flutningur er að komast í gegn og það stendur uppúr hinni almennu umræðu að þetta eru tvö aðskilin mál og það er ekki farsælt til lang- frama að ætla að byggja efnahagsað- gerðir á vinnubrögðum sem stríða gegn lögum, rétti og almennum siða- reglum." Geir Gunnarsson þingmaður Al- þýðubandalagsins greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, en Hjörleifur Guttormsson þingmaður sama flokks sat hjá. Stefán Valgeirsson, þing- maður Samtaka um jafnrétti og fé- lagshyggju, sat einnig hjá við at- kvæðagreiðsluna og sagðist ekki geta borið ábyrgð á kosningum í vetur þótt hann teldi bráðabirgðalög- in bijóta í bága við stjórnarskrána. Sjá umræður á Alþingi bls. 46. /
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.