Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 123. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. JUNI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins EES: Norðmenn undir það bún- ir að af þeim verði krafist meiri fórna Eftir óhemju vætusaman og dimman maímánuð hafa íbúar Suður- og Yesturlands loksins fengið sumarið, sem beðið var eftir. Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins frá því á laugardag og spáð er svipuðu veðri næstu daga. Þessi börn, sem voru að leik í Laugardalsgarðinum í gær, kunnu greinilega að meta veðurblíðuna. Sovéskur saksóknari telur bióðbaðið í Vllníus í janúar réttlætanlegt: Landsbergis segir skýrsl- una lygi frá upphafí tíl enda EMBÆTTI ríkissaksóknara í Sov- étríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að beiting hersveita hafi verið réttlætanleg þegar sjón- varpsstöð í Vilníus, höfuðborg Lit- háens, var tekin 13. janúar sl. og til blóðugra átaka kom milli her- manna og borgarbúa. í bráða- birgðaskýrslu sem embættið gaf út um atburðina í gær sagði að engar sannanir væru fyrir því að sovéskir hermenn hefðu drepið þá 13 óbreyttu borgara sem fór- ust í átökunum og að forsprakkar sjálfstæðishreyfingarinnar í lýð- veldinu bæru ábyrgð á dauða þeirra. Vytautas Landsbergis, for- seti Litháens, sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær að skýrslan væri lygi frá upphafi til enda. „Við höfum vitni frá fjölmörgum löndum, atburðirnir voru teknir upp á myndbönd, það voru fréttamenn á staðnum frá Noregi, Japan, Bret- Bandaríkin: Sovétríkin undanþegiii tak- mörkunum á viðskiptum Washington, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti framlengdi í gær til eins árs ákvörðun um að Sovétmenn væru undanþegnir takmörkunum á við- skiptum við Bandaríkin. „Forsetinn tók þessa ákvörðun í ljósi þess að sovéska stjórnin hefur dregið úr takmörkunum á flutningi Sovét- manna úr landi," sagði talsmaður Bandaríkjaforseta. Undanþága Bush dregur úr tak- mörkunum á viðskiptum við Sovét- menn samkvæmt svokölluðu Jack- son-Vanik-ákvæði laga um utan- ríkisviðskipti Bandaríkjamanna. Þar er kveðið á um að ríki skuli ekki njóta viðskiptaívilnana nema íbúum þeirra sé tryggt frelsi til að flytja úr landi. Undanþágan er önnur af tveimur forsendum þess að Bandaríkjastjórn geti veitt Sovétmönnum hagstæð- ustu viðskiptakjör og allt að 1,5 milljarða dala lán til kaupa á korni frá Bandaríkjunum, sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hefur farið fram á. Hin forsendan er að fyrir liggi viðskiptasamningur ríkjanna. Bush og Gorbatsjov undirrituðu slíkan samning fyrir ári en Banda- ríkjastjóm frestaði því að leggja hann fyrir þingið á meðan þess var beðið að sovéska þingið samþykkti lög, sem draga úr takmörkunum á flutningi Sovétmanna úr landi. Þar sem sovéska þingið hefur þegar samþykkt þessi lög er búist við að Bandaríkjastjórn ákveði bráðlega að veita Sovétmönnum hagstæð- ustu viðskiptakjör. landi... við höfum hundruð vitna - við höfum almenning. Allir vita hvað gerðist í raun,“ sagði Lands- bergis. „Þessi skýrsla er til skamm- ar, hún er lygi. Sannleikurinn um þessa skýrslu er sá, að hún er lygi.“ Aðspurður um það hver hann héldi að viðbrögðin í Litháen við skýrslunni yrðu, sagði Landsbergis að þetta væri svosem ekkert nýtt fyrir þjóð sína. „Við þekkjum ríkið og embættismenn þess. Þeir eru afkvæmi kerfisins, fulltrúar ríkis sem drepur og lýgur svo. Þið þekk- ið þá ekki, þið þekkið ekki kerfíð.“ Hann sagði einnig að stjórnarher- menn væru enn í Vilníus og fyrir- ætlanir Æðsta ráðsins um hlutverk þeirra væru óþekktar. í skýrslunni segir: „Foringjar hersveita sovéska innanríkisráðu- neytisins gerðu viðeigandi ráðstaf- anir til að tryggja lög og reglu, til að koma í veg fyrir fjöldaóeirðir og til að afvopna óeirðaseggi." Mikil spenna var í Vilnius í gær er sovéskir hermenn voru sendir til mikilvægra staða í borginni. Þús- undir Litháa söfnuðust saman við þinghúsið eftir að Landsbergis hafði varað við því að herinn kynni að ráðast á það. Spennan minnkaði er hermennirnir sneru aftur til búða sinna. NORSKA ríkisstjórnin er undir það búin að Evrópubandalagið krefjist hlutfallslega meiri fórna af Norðmönnum en Islendingum geg^n því að bandalagið veiti tollaívilnanir fyrir sjávarafurðir frá aðildarríkjum Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA). Kem- ur þetta fram í frétt norsku fréttastofunnar NTB af fundi sem íslenskir og norskir ráða- menn áttu sl. laugardag í Ósió um samningana um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það sem Norðmenn þyrftu að inna af hendi í ríkara mæli en ís- lendingar væru að sögn NTB fram- lög í þróunarsjóð EES sem kæmu fátækari löndum EB til góða og tilhliðranir í landbúnaði. Gro Harl- em Brundtland, forsætisráðherra Noregs, sagði hins vegar eftir fund- inn að hún hefði enga trú á því að EB legði fram tilboð í samningavið- ræðunum sem mismunaði EFTA- ríkjunum. NTB segir engu að síður að líklegt sé að Noregur og ísland þurfí að feta mismunandi leiðir í þeim viðræðum sem hvort ríki um sig eiga við EB á næstunni til þess að knýja fram fríverslun með físk innan EES. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist eftir fundinn með Brundt- land telja að hvorki Noregur né Island yrðu með í EES-samningi ef Evrópubandalagið héldi til streitu kröfunni um veiðiheimildir í skipt- um fyrir bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir. Svo rík sam- staða landanna væri geysimikil- væg. Sjá fréttir á miðopnu og bak- síðu. ---------------- Samkomulag næst um hefð- bundin vopn Ósló, Brussel. Reuter. JOHAN Jörgen Holst, varnar- málaráðherra Noregs,, sagði í gær að samkvæmt samkomulagi, sem utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna náðu á laugardag um fækkun hefð- bundinna vopna í Evrópu, fengju Sovétmenn að halda umdeildum flotadeildum sínum, að því til- skildu að þeir fækkuðu öðrum herdeildum. Ríki Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins undirrftuðu samning um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu í nóvember en hann hefur -ekki verið staðfestur vegna ágreinings um túlkun hans. Sovét- menn kröfðust þess að herdeildir, sem þeir skilgreindu sem flotadeild- ir eftir að samningurinn var gerð- ur, yrðu undanskildar samningnum. Aðildarríki NATO vildu ekki fallast á þá kröfu. Flotadeildir eru að mestu undanskildar samningnum. Loksins kom sumarið Morgunblaðið/Þorkell
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.