Morgunblaðið - 04.06.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 04.06.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 4. JÚNÍ 1991 23 Ljósmynd/Guðrún Þórðardóttir Kápa landsins víða naumt skorin ... Upp úr standa holdgrönn fjöll og flakandi moldir. Fegrum og bætum landið með UFMÍ um. Reist hafa verið hús, byggðar brýr, lagðir göngustígar til að hrúðra yfir sárin sem of mikill átroðningur manna hefur valdið. Unhverfið er orðið manngert. Tor- færubílum fjölgar. Óbyggðakyrrð spillt með hávaðamengun. Sumarið góða fyrir rúmum ald: aríjórðungi. Gróska og vöxtur. í ánni hraður og ógnandi, í gróðrin- um hægur og þróttmikill í öllum litum og litbrigðum. Ljósgræn var mörkin þegar orðin um hvítasunnu. Hef ég nokkru sinni séð blárri umfeðming en í hlaðvarpanum okkar sumarið það? Eða önnur eins kynstur af hrútabeijum? Snemma í ágúst voru þau orðin þroskuð víða um Mörkina. Rauð svo rauð. Og jöklar á þrjá vegu. Og ávallt var lækurinn okkar í Langadal samur. Tær var hann, djúpur og kaldur. Hann gaf okkur vatn til drykkja og til þvotta og í honum geymdum við matinn okk- ar. Einu sinni í viku fengum við mjólk í brúsa frá Stóru-Mörk og geymdum hana í læknum. Aldrei súrnaði hún í sumarhitanum. Ég man að eitt sinn á laugardegi var ég að gefa krökkum síðustu sopana af vikugamalli mjólk þegar rúturn- ar voru að koma í augsýn suður á Stakkholtinu. Svalandi lækur. í honum lauguðum við fætur okkar eftir heitan og strangan göngudag. Blátær lækur sem aldrei bregst, streymir sleitulaust og án enda. Flæðir fram á gráan aurinn, hverf- ur í kolmórautt fljótið til að deyja í hafið. Til að rísa aftur upp til jöklanna. Við lækinn Þögull og hlutlaus ég horfi á börnin mín fleyta blómum á læknum grunlaus með öllu um þann geig sem runninn er þeim í rætur og hríslast að lokum um hveija taug uns þeim er kastað á strauminn Höfundur hefur starfað sem skálavörður í Þórsmörk. eftir Kristínu Einarsdóttur í könnun sem gerð var nýlega á vegurn Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands kom fram að flestir þeirra sem tóku þátt í könnuninni töldu að mesta áherslu ætti að leggja á umhverfisvernd þegar spurt var um æskileg verkefni ríkis- stjórnarinnar. Þessi niðurstaða kom mér í raun ekkert á óvart því að undanfarið hef ég orðið vör við aukinn áhuga fólks á umhverfi sínu og verndun þess. Á þetta sérstak- lega við um ungt fólk og þá sem komnir eru á efri ár. Fólk er smám saman að gera sér grein fyrir að eyðing og spilling náttúrunnar stefnir öllu lífi á jörðinni í hættu. Flestar þjóðir eiga við vandamál að stríða á sviði umhverfismála. Islendingar eru þar engin undan- tekning. Landeyðing hefur verið og er enn gífurlegt vandamál hér á landi og mengun er orðin vandamál víða um land, ekki síst hér á höfuð- borgarsvæðinu. Sem betur fer eru fleiri og fleiri að gera sér grein fyrir að snúa verður við blaðinu og gera stórátak í umhverfismálum. Til þess.að það sé hægt verða flest- ir að leggja saman. Ungmennafélögin mikilvæg Ungmennafélögin í landinu hafa haft mikilvægu félagslegu og menningarlegu hlutverki að gegna. Þótt mest hafi borið á starfi þeirra að íþróttamálum hin síðari ár hafa þau einnig látið sig varða önnur mikilvæg mál, nú upp á síðkastið m.a. Umhverfismál. Sumarið 1989 gekkst UMFÍ fyr- ir hreinsunarátaki meðfram vegum landsins. Notkun einnota umbúða hefur stóraukist á undanförnum árum. Einn neikvæðasti fylgifiskur þess er að fólk fleygir umbúðunum sem rusli út í náttúruna án þess að hugsa um náttúruspjöll og þá fyrirhöfn og þann kostnað sem hreinsun hefur í för með sér. Þetta átak UMFÍ hafði mikil og góð áhrif. Fósturbörn Nú hefur UMFÍ ákveðið að ráð- ast í nýtt umhverfisverkefni sem er víðtækara hinu fyrra. Verkefnið kallast fósturbörn. Gert er ráð fyrir að öll ungmennafélögin í landinu, 245 að tölu, taki að sér ákveðið verkefni. Það getur falist í að hreinsa fjöru reglulega, tína rusl meðfram vegarkafla, græða upp land, gi’óðursetja í ákveðin land- svæði, hefta fok eða annað það sem brýnt er á hverjum stað og kemur landinu til góða. Verkefnið hefst helgina 8.-9. júní. Ég vona að sú vinna verði til þess að bæta um- gengni fólks við landið. Lofsvert framtak Til að forða manninum frá því að þurrausa auðlindir jarðar og eyðileggja það umhverfi sem hann lifir í er brýnt að auka þekkingu og skilning á náttúrunni. Þátttaka í umhverfisverkefni UMFÍ er ekki aðeins til hagsbóta fyrir landið í skamman tíma heldur eykur hún skilning og þekkingu á náttúrunni og verður fólki til ánægju. Fræðsla um umhverfismál er mikilvægur lið- ur í að opna augu fólks fyrir þeim verðmætum sem náttúran hefur að geyma. Þetta framtak UMFÍ ætti líka að geta orðið öðrum til eftir- breytni. Það er okkar skylda að ganga um lanclið af virðingu og nær- gætni. Á hátíðarstundum er gjarn- an sagt að við viljum að komandi kynslóðir erfi landið í betra ástandi en við tókum við því. Nú gefst öllum tækifæri til að sýna í verki að þeir séu tilbúnir að leggja sitt lóð á vog- arskálarnar. Látum ekki staðar numið Mikilvægt er að uppgræðsla og fegrun landsins verði stöðugt á Kristín Einarsdóttir „Þátttaka í umhverfis- verkefni UMFÍ er ekki aðeins til hagsbóta fýr- ir landið í skamman tíma heldur eykur hún skilning og þekkingu á náttúrunni og verður fólki til ánægju.“ dagskrá en ekki bara átök öðru hvoru. UMFÍ gerir ráð fyrir að umhverfisverkefnið standi í þijú ár. Að þeim tíma loknum er ég þess fullviss að þeir sem eru þátttakend- ur verða tilbúnir að halda áfram á sömu braut. Tökum þátt í því með UMFÍ að bæta og fegra landið. Látum ekki staðar numið, en höldum áfram að leggja umhverfismálum lið í öllu okkar daglega lífi. Við höfum ekki fengið jörðina án skuldbindinga frá forfeðrum okkar heldur aðeins sem dvalarstað til að bæta hana fyrir börn okkar og allt sem lifir. Höfundur er þingmaður Kvennalistans í Reykjavík. Nú stígum við stórt skref í þá átt að bæta þjónustu við Tilboðsverð í tilefni af opnuninni: viðskiptavini okkar og opnum verslanir KODAK S-IOO Á HUNDRAÐ KRÓNUR! í HÓLAGARÐI í BREIÐHOLTI Tíunda hverjum viðskiptavini í nýju verslununum býðst á og að LAUGAVEGI 178. næstu dögum að kaupa KODAK S-100 myndavélar á 100 krónur. Þar færðu filmurnar framkallaðar, allar nauðsynlegar Ijósmyndavörur og góð ráð hjá reyndu starfsfólki. Aðrir heppnir viðskiptavinir fá sundbolta eða dúnmjúkt litakríli í kaupbæti. Verslanir Hans Petersen eru nú orðnar sjö talsins. HANS PETÉRSEN HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.