Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 37

Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 37
MORGUNBIAÐlÐ-VIÐánPnÆÉébróllr WUDJUDAgUR 4. JÚNÍ 1991 ‘aí‘ 37 VELTUAUKIMIIMG — Veltuaukning Daimler Benz var 6% fyrstu fjóra mánuði ársins. Þrátt fyrir það er verið að grípa til spam- aðaraðgerða hjá fyrirtækinu. Bílaiðnaður Daimler Benz grípur til sparnaðarráðstafana Leita út fyrir landsteinana eftir smíðaefni Daimler Benz, steersta fyrirtæki Þýzkalands, hyggst leita í auknum mæli út fyrir landsteinana eftir smíðaefni í Mercedes-bíla sína til að draga úr áhrifum sí hækkandi launakostnaðar og samdrætti tekna. Harðnandi samkeppni á alþjóða- markaði fyrir bíla í hágæðaflokki, sveiflur á gengi dollars, og nú síðast 7% launahækkun hjá starfsmönnum verkfræðideilda Daimler Benz sam- steypunnar valda því að stjörnendur neyðast til að grípa til þessara sparn- aðarráðstafana. Það var Edzard Reyter stjómar- formaður fyrirtaékisins sem tilkynnti þessa ákvörðun um leið og hann skýrði frá áætlunum um sparnaðar- aðgerðir, sem eiga í áföngum að lækka árlegan kostnað samsteyp- unnar um 4 milljarða marka (rúm- lega 140 milljarða króna) á næstu ijórum árum. Sagði formaðurinn að erfitt hafi reynzt að samrýma rekst- ur bíla-, flugvéla- og rafeindadeilda samsteypunnar, og þyrfti að ráða á því bót. Tveir þriðju heildarsölunnar og rúmlega þrír fjórðu hagnaðar Daiml- er Benz koma frá Mercedes bíla- smiðjunum, og eru Mercedes bílar taldir tákn hágæða og verkkunnáttu. En Reuter stjómarformaður sagði á blaðamannafundi um rekstrar- reikninga samsteypunnar fyrir árið 1990 að nú mætti finna sömu gæða- kosti í bílum smíðuðum í öðrum lönd- um þar sem smíðakostnaðurinn er lægri á hverja einingu. Aðeins 11% af öllum bifreiðahlut- um sem fara í smíði Mercedes bíla koma erlendis frá, en þetta hlutfall á eftir að hækka verulega þar sem hagstæðara er að kaupa fleiri hluti erlendis á lægra verði en í Þýzka- landi. Fækkun starfsfólks A síðasta starfsári, sem lauk 31. marz, fjölgaði starfsfólki hjá Daimler Benz um 10.000, og er nú í athugun að fækka á ný í sparnaðarskyni. Nefndi Reuter sérstaklega í því sam- bandi að verið væri að kanna mögu- leika á að loka skrifstofuvéladeild AEG, eða taka upp samvinnu við einhvern keppinautanna á markaðn- um. AEG smíðar Olympia skrifstofu- vélar, og hefur sú deild verið rekin með tapi að undanförnu. Þótt verið sé að grfpa til sparn- aðaraðgerða varð 6% aukning á veltu Daimler Benz fyrstu fjóra mánuði þessa árs, og nam hún nú nærri 27 milljörðum marka (um 954 milljörð- um króna). Þá er reiknað með að ársveltan aukist um 10%, úr 85,5 milljörðum marka árið 1990 í um 94 milljarða í ár. Heimild: Tlie Guardian. Fjármál Nígerískum gylli- boðum rignir yfir norræn fyrirtæki ISLENSK fyrirtæki eru ekki þau einu sem undanfarið hafa feng- ið gylliboð frá nigerískum aðilum sem lofa gulli og grænum skóg- um fyrir afnot af bankareikningum viðkomandi fyrirtækja. Fyrir stuttu var greint frá því hér í viðskiptablaðinu að Rafagnatækni sf. hefði borist slíkt tilboð þar sem í boði var þóknum upp á 250 milljónir íslenskra króna fyrir afnot á bankareikningi til að geyma á rúman milljarð íslenskra króna í nokkurn tíma. I danska blað- inu Börsen var nýlega greint frá því að fyrirtæki á Norðurlöndum hefðu fengið slík tilboð í hrönnum frá Nígeríu. í Börsen er vitnað í starfsmann að vera auð að öðru leyti, og stimpl- danska útflutningsráðsins sem seg- ir að bréf, lík því sem Rafagna- tækni fékk, hafi flætt yfir Norður- lönd undanfarna mánuði. Bréfin koma öll frá Nígeríu og eru lík að upplagi. Munurinn felst í upphæð- inni sem farið er fram á að fá að millifæra, ástæðum sem gefnar eru fyrir millifærslunni og þóknuninni. Hún skiptir þó alltaf hundruðum milljóna íslenskra króna, enda er hún yfirleitt 25-35% af heildarupp- hæðinni. Auk þess sem beðið er um núm- 'er á bankareikningi fyrirtækja, er farið fram á undirskrifuð eintök af vörureikningsskjölum sem þurfa uð skjöl með fangamarki viðkom- andi fyrirtækis — einnig auð að öðru leyti. Bréfin eru vel uppsett og ástæðurnar sem gefnar eru fyr- ir beiðninni trúverðugar. Skv. því sem í Börsen er haft eftir lögreglunni í Svíþjóð, hafa nokkur þarlend fyrirtæki slegið til í þeirri barnalegu trú að þarna væri um auðfenginn gróða að ræða. Því væri full ástæða til að vara menn við. Sum fyrirtæki hefðu jafnvel greitt 10% í skatt til níger- ískra yfirvalda af þeirri upphæð sem þau áttu seinna að fá í þókn- un. Varla þarf að taka fram að sú þóknun hefur látið standa á sér. ^x4jl~*SUMARTILBOÐ Yið bjóðum þig velkominn í nýja verslun okkar í Borgartúni 26, Reykjavík og verslun Rafha í Hafnarfirði. ’ ZANUSSI uppþvottavélar eru til í tveimur gerðum ZW 106 m/ 4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báðarf. borðb. fyrir 12. Hljóðlátar-einfalaar í notk- un. rí Verð frá kr. 60.640,- a / — Tilboðkr. 56.728,- —-—j / Gufugleyparfrá ZANUSSI, CASTOR, FUTURUM og KUP- PHRSBUSCH eru fyrir útblástur eða gegnum kolsiu. Verð frá kr. 9.594,- Tilboð kr. 8.786,- RAFHA, BEHA og KUPPERS- BUSCH eldavélareru með blæstri eða án blásturs. Með glerborði og blæstri. 4 hellurog góður ofn. 2ja ára ábyrgð é RAF- HA vélinni - frí uppsetning. Verð frá kr. 44.983,- Tilboð Rafhavél kr. 45.109,- Um er að raeða mjög margar gerðir af helluborðum: Glerhellu- borð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eða 4 rafm. hellur með eða án rofa. Verð frá kr. 21.655,- ZANUSSI og KUPPERBUSCH steikar/bökunarofnar í fjölbreyttu úrvali og litum. Með eða án blæstri - m/grillmótor m/kjöthita- mæli - m/kataliskum hreinsibún- aði og fl. Verð frá kr. 34.038,- ZANUSSI örbylgjuofnar í stærð- um 18 og 23 Itr. Ljós íofni, bylgju- dreifir, gefur frá sér hljóðmerki. 23 Itr. verð kr. 28.122,- Tilboð kr. 26.308 f 13== 1Í0& Bjóðum upp á 5 gerðir þvotta- véla. 700-800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hita- sparnaðarrofa. Hraðvél, sem sparar orku, sápu og tima. Þvottavél með þurrkara og raka- þéttingu. 3ja ára ábyrgð - upp- setning. Verð frá kr. 54.512,- Tilboð kr. 49.922,- Þurrkarar 3 gerðir hefðbundnir, með rakaskynjaráeða með raka- þéttingu (barki óþarfur). Hentar ofan á þvottavélina. Verð frá kr. 30.786,- Tilboð kr. 28.194,- 7 gerðir kæliskápa: 85, 106, 124, 185 sm hæð. Með eða án frysti- hólfi. Sjálfv. afhríming. Hægtað snúa hurðum. Eyðslugrannir - hljóðlátir. Verðfrá kr. 29.727,- Bjóðum upp á 9 gerðir kæli/frysti- skápa. Mjög margir stærðar- möguleikar: Hæð 122, 142, 175 og 185sm. Frystir alltaf 4stjörnu. Sjónersögu rikari. Fjarlægjum gamla skápinn. Verð frá kr. 42.229,- Tilboð kr. 44.063,- Tilboð kr. 49.420,- Frystiskápar: 50, 125, 200 og 250 Itr. Lokaðir með plastlokum - eyðslugrannir - 4 stjörnur. Verð frá kr. 30.903,- ZANUSSI frystikistur 270 og 396 Itr. Dönskgæðavara. Mikilfrysti- geta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. Verðkr. 41.060,- Verð kr. 49.276,- Verð er miðað við staðgreiðslu. Tilboðið stendur út mánuðinn. Okkarfrábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Virka daga til kl. 18.00. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI 620100 - BORGARTÚNI 26 LOTi0ttH ib Metsölublað á hverjum degi! wi “ »fBoasif ®g tai'? Ibúóar- oq sumarhús bygoð al trau.tum aðUum. s G Einm^hus hfi Leitaðu upplysmga og faðu sendan bækhng. Selfossi, sím?98-22277

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.