Morgunblaðið - 01.10.1991, Side 12

Morgunblaðið - 01.10.1991, Side 12
12 iogi 5I3£iot)ío .i H’JDAaiaaiíw aig/_iavniOH' MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1991 EUQO-HAIR á Islandi ' ■ ihlit’AKPAV.MM Lausnin er: Enzymor Nýtt í Evrópu ■ Engin hárígræðsla ■ Engin gerfihár ■ Engin lyfjameðferð ■ Einungis tímabundin notkun Eigið hár með hjálp lífefha-orku \ 091-676331e.ki.i6.oo SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dæiur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. iíMoteMiMr cJiérD®@®in! & ©@ M. Vesturgðtu 16 - Sónar 14680-132» VERIÐ VELKOMIN í KRÆSINGARNAR HJÁ SVÖRTU PÖNNUNNI tilboð í hverjum mánuði Októbertilboð Fiskismellur Fiskur, franskar og remolaði 490kr. Stórir hópar fá gos og eftirrétt Stórir hópar 15-50 manns sem koma og borða hjá Svörtu pönnunni fá gos og eftirrétt í kaupbæti. Konur konur Myndlist Bragi Asgeirsson Menn hafa stundum velt því fyrir sér, hví myndlistarmenn sinni konuformum meira en karla. Skýringin liggur þó í augum uppi og hér er af grunnhyggni spurt, einfaldlega eru form konulíka- mans yfírleitt fjölþættari og mýkri en form karlmannsins. Og þó skýtur það skökku við, að líkami karlmannsins í allri sinni nekt hefur mun lengur verið dýrkaður í myndlistinni en konulíkaminn, en hér var um margt meira um hetjudýrkun að ræða en form- ræna, þótt öll hin reiknifræðilegu lögmál hlutfallanna komi greini- legar fram í líkama karlmannsins. Það er í raun og veru broslega stutt síðan menn tóku að dýrka konulíkamann í myndlistinni og helst það að nokkru í hendur með stofnun listaháskóla en á sér fleiri orsakir. Konur mega þess vegna frekar vera stoltar af þessum staðreynd- um, en að þær hafi ástæðu til að kvarta yfír misnotkun kvenlíkam- ans, því að hér er ekki um neina misnotkun að ræða nema í augum fólks sem hefur tamið sér van- þroskað og ósiðlegt hugarfar. En auðvitað er allt misnotað af sumum, en það er allt annað mál. Þessar línur eru settar á blað í tilefni sýningar Öldu Ármönnu Sveinsdóttur í kaffistofu Hafnar- borgar, Menningár- og listastofn- un Hafnarfjarðar, en henni fer senn að ljúka. Alda sýnir þar 20 málverk, sem öll eru af konum, en pent hugs- andi fólki til huggunar þá skal tekið fram að þær eru flestar í fötum. Alda er fyrst og fremst myndmenntakennari og með próf úr MHI sem slíkur, en bætti svo við sig lokaáfanga í málun í Mynd- listaskóla Reykjavíkur. I eðli sínu kemur fram, að Alda er ein af þeim, sem þarf skólun og ef tekið er tillit til þess, þá er hinn menntunarlegi bakgrunnur hennar ennþá fullmikið á reiki. Fram kemur að hún hefur gott auga fyrir ýmsum sérkennum við- fangsefna sinna, en þegar því sleppir þá er uppbygging verk- anna frekar losaraleg og tilviljun- arkennd. Málverkið er harður skóli og merkilegt er það, að hinir bestu málarar kvarta oft yfir því hve erfitt sé að mála og hve þeim sækist hægt að ná árangri, en það gera þeir sjaldnast sem láta málaragleðina ráða og við það glatast þeim gagnrýnin sýn á eig- in verk. A sýningunni bregður fýrir góðum tilþrifum í sumum verk- anna svo sem nr. 6 „Kona í græn- um stól“, „Kona í Kimono“ (15), sem minnir um margt á Munch og „Lesefni dagsins" (19). í öllum þessum myndum nær Alda Ár- manna sérstæðu myndrænu yfir- bragði er bendir á vissa hæfileika. Og einmitt þetta sýnir að Alda á margt inni og getur miklu betur. Yatnslitamyndir Svo sem margur veit þá mun leit að slyngari vatnslitamálara en Torfa Jónssyni hér á landi. Síðast sýndi hann fyrir tveim árum í Listhúsinu Borg og vakti sýningin dijúga athygli. Myndir hans þá voru fremur þoku- eða móðukenndar eins og margar fyrri mynda hans, sem gerðar eru með ^sérstakri tækni sem hann hafði tileinkað sér. Undanfarið hefur hann verið með tvær sýningar í borginni, annars vegar í húsakynnum SPRON á Alfabakka 14, en hins vegar í óformlegu listhúsi Gunn- ars Gunnarssonar í Þernunesi 4, Garðabæ. Á báðum þessum sýningum kemur í ljós að Torfí styðst nú meira við hina sígildu tækni og gerir sér í auknum mæli far um að draga upp mynd af umhverfí sínu hverju sinni. Hann hefur víða farið, m.a. dvalið á Ítalíu og mál- að á ýmsum sögufrægum slóðum svo sem hinn forna byggðarkjarna Fiesole, sem telja má móður Flór- enzborgar, en einnig Róm og Pompei. Þá hefur hann gert víð- reist um ísland og er meginkjarni sýninga hans afrakstur þeirra ferðalaga. Maður verður fljótlega var við að þetta eru um margt annars konar myndir en hann hefur sýnt áður og að stemmning- in og andblær umhverfisins hefur vikið fyrir sannverðugri lýsingu ytri byrði þess. Segja má að lista- maðurinn standi í miðri deiglu, sé að kanna og þreifa fyrir sér á nýju tæknisviði og gjalda báðar sýningarnar þess að nokkru. Þegar Torfi er á mörkum hins óhlutlæga og hughrifin ein ráða ferðinni njóta hæfíleikar hans sín best. Ekki er hægt að líkja saman sértækum litaheildum og sann- Torfi Jónsson vatnslitamálari. verðugri lýsingu umhverfísins, en þegar hvort tveggja er gert með miklum listrænum- tilþrifum er vont að gera upp á milli. Torfi er nefnilega ekki eins hnitmiðaður á þessum nýja vett- vangi og þeim eldri og þær mynd- ir sem hann vinnur í eldri tækni, eða henni bregður fyrir, þykja mér langsamlega skilvirkastar. Hinar bera á köflum svip nokkurs óöryggis á tæknisviði sem krefst allt annarra vinnubragða. Þar sem sýnirígunni á Þórunesi mun lokið, en hún var einungis opin í þrjá daga yfir tvær helgar, sleppi ég að geta hennar. Hins vegar mun sýningin í SPRON standa fram í október og ber að vekja athygli á henni. Hér er það ferskleikinn í með- ferð vatnslitanna, sem er sterk- asta hlið listamannsins, svo sem í myndinni „Morgunbirta" (1) og „Víðsýni“ (8), en báðar eru úr myndaflokknum „Orustuhóll." Aðrar myndir er sérstaka athygli mína vöktu fyrir svipaða eigin- leika voru myndirnar „Bæjargilið í miðnætursólsól" (9), „Harpan“ í Víkurbjargi" (14), „Jökulbirta. (19) „Á fomum slóðum" (23) og „Fjöll og fyrirbæri“ (25), sem sker sig úr fyrir einfalda og ótv- íræða myndbyggingu. Þótt báðar sýningarnar hafi sitthvað til síns ágætis er það vissa mín að úrval frá báðum sýningunum hefði kynnt Torfa mun betur sem lista- mann. 21. umdæmisþing Kiwanis: Styrkir Kiwanismanna 14 milljónir Frá afhendingu viðurkenninga fyrir athyglisverðasta styrktarverk- efnið. Frá vinstri: Hermann Þórðarson umdæmisstjóri, Eyjólfur Sig- urðsson fulltrúi í heimsstjórn, Nicolina Jacobsen ritari Kiwanis- klúbbsins Rósan, Færeyjum, Björghéðin Jacobsen kjörforseti Kiwan- isklúbbsins Thorshavn, Georges Pallvat Evrópuforseti og Alfred Provasi fulltrúi alheimsforseta. KIWANISMENN hér á íslandi og í Færeyjum, en þeir starfa saman í sama umdæmi, héldu umdæmisþing að Hótel Sögu dagana 29. ágúst til 1. septem- ber. Til þings mættu fuUtrúar frá 44 klúbbum ásamt embættis- mönnum umdæmisins, ails 160 talsins. Dagskrá þingsins var fjölbreytt að venju, en samhliða þinghaldinu fór fram umfangsmikil fræðsla þeirra sem taka við stjórn klúbb- anna. Kiwanishreyfíngin í heiminum hefur sett sér þau markmið fyrir árin 1990-1993 að einbeita kröftum sínum að verkefnum er lúta að vel- ferð bama og unglinga. Hefur ver- ið unnið undir kjörorðinu „Bömin fyrst og fremst". Á þinginu voru fluttar skýrslur um starfið á síðasta starfári og kom þar í Ijos að klúbb- amir höfðu unnið ötullega að þess- um markmiðum og unnið að velferð bama, bæði með gjöfum og fjár- framlögum og eins vinnuframlagi. Samtals nema styrkveitingar Kiw- anismanna tæpum 14 milljónum króna og vinnuframlag er um 9.700 stundir. Sérstaka viðurkenningu hlaut verkefni Kiwanisklúbbsins í Þórs- höfn í Færeyjum en þeir fengu öll skólabörn í Færeyjum til þess að teikna mynd á jólakort sem síðan var safnað saman og seld. Ágóðan- um var varið til að styrkja ferð Færeyskra bama sem þjást af psor- iasis til íslands þar sem þau leituðu sér lækninga m.a. með þöðum í Bláa lóninu. Islenskir Kiwanismenn studdu einnig við framkvæmd þessa. Þess má geta að þetta fram- tak komst í heimsmetabók Guinn- ess, sem umfangsmesta hóplista- verk sem unnið hefur verið. Talsverðar breytingar hafa orðið á yfírbragði og starfí Kiwanishreyf- ingarinnar eftir að konur gengu til liðs við hreyfínguna fyrir nokkrum ámm. Stofnaðir hafa verið 2 kvenn- aklúbbar, annar í Reykjavík og hinn í Færeyjum. Einnig hafa konur gengið í allmarga eldri klúbba. Hefur þessi breyting leitt til mikill- ar fjölgunar í heimshreyfíngunni. Unnið er að stofnun klúbba í A-Evrópu og hafa þegar verið stofnaðir Kiwanisklúbbar í Ung- verjalandi og Tekkóslóvakíu og fleiri eru væntanlegir í A-Evrópu og Sovétríkjunum. Á þinginu lét af störfum umdæm- isstjórn undir forsæti Hermanns Þórðarsonar og við tók ný stjórn undir forsæti Steindór Hjörleifsson- ar. Voru Hermanni og stjórn hans færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu Kiwanismanna. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.