Morgunblaðið - 01.10.1991, Page 13

Morgunblaðið - 01.10.1991, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 ... :—i ~ )—:—j. u —í-14—u-i—U- Goðsögn um listamann og rangtúlkanir eftir Guðrúnu Egilson Lífið er stutt — listin er löng, segir í fornu spakmæli. Einhverra hiuta vegna er lífið örlátara við suma en aðra. Einhverra hluta vegna eru örlög listamanna okkur hugstæðari en annarra. Ætli það sé ekki vegna þess að þeim tekst að veita okkur hinum nýja vídd og aðra skynjun en flestu samferð- afólki okkar er gefið? Þess vegna viljum við gjarnan hefja listamenn upp á stall og líta á þá sem ofur- menni. Þegar ég tók saman tvær grein- ar um Jacqueline du Pré upp úr ævisögu hennar reyndi ég að hafa í heiðri þann rauða þráð sem höf- undurinn, Carol Easton, spinnur í bókinni, þ.e. að þessi listakona hafi verið mannleg þrátt fyrir allt. Sem undrabam hafi hún þurft að færa þær fórnir að eiga enga æsku, vera knúin áfram af metn- aðargjarnri móður og kveljast af feimni og einmanaleik. Snilli- gáfan, sem henni var gefin, var eina leið hennar til að ná sam- bandi við fólk. Hún lék á sellóið sitt og talaði máli sínu og allir hrifust. Það var leið hennar að hjörtum mannanna, leið sem fáum er gefin en jafnframt eini tjáning- armátinn sem henni var eiginleg- ur. Þegar illvígur sjúkdómur býr um sig í listamanni og sviptir hann tjáningu sinni skiptir ekki höfuð- máli, hvort hann lifir áfram í tíu ár eða tuttugu, hvort hann lendir í hjólastól eða getur gengið upp- réttur. Það sem hann hefur lifað „Þegar MS-sjúkdómur- inn batt enda á listferil Jacqueline de Pré var það ekki ósköp hvers- dagslegur atburður, svo sem að einhver stúlka hætti að leika á selló.“ fyrir og miðlað öðrum er honum glatað. Þegar MS-sjúkdómurinn batt enda á listferil Jacqueline de Pré var það ekki ósköp hversdags- legur atburður, svo sem að ein- hver stúlka hætti að leika á selló, heldur var einum mesta sellósnill- ingi samtímans kippt af sviðinu og það var harmleikur fyrir alla Guðrún Egilson tónlistarunnendur. En það gerðist annað og meira. Hún glataði smám saman sambandi við eigin- mann sinn, fjölskyldu og vini vegna þess að allt líf hennar hafði snúist um tónlist og þegar sellóið hennar þagnaði fékk hún ekki lengur útrás. Harmleikurinn um Jacqueline de Pré fólst ekki ein- ungis í líkamlegum áhrifum MS- sjúkdómsins heldur einkum í þeirri andlegu einangrun sem hann hafði í för með sér fyrir hana. Kjartan Árnason, félagi í MS- samtökunum, skrifar í Morgun- blaðið 28. september og gefur í skyn að í greinum mínum sé ráð- izt að MS-sjúklingum, dregið úr lífsvonum þeirra auk ýmissa að- dróttana um „hrærigraut, lygar og bull“. Hann fullyrðir jafnvel að greinarhöfundur sé að læða því inn hjá MS-sjúklingum að þeir séu bráðfeigir. Ekkert af þessu á við rök að styðjast. Greinarnar fjalla ekki um MS-sjúkdóminn heldur um Jacqueline du Pré og örlög hennar, sem hann átti að vísu sinn þátt í ásamt mörgu öðru. Hefði umfjöllun um MS-sjúkdóminn ver- ið þungamiðja þessara skrifa, eins og Kjartan Ámason virðist telja, hefðu þau orðið allt öðruvísi. Og væri hann einhveiju bættari þótt Carol Easton hefði ekki hróflað við goðsögninni um listakonuna sem mætti örlögum sínum með bros á vör? Höfundur er íslenzkukennari. Þinn ávinningur AParket eik inatur) 2.776m2 3.365m2 589m2 ASkiptilykill AHamar 1.588 1.885 297 ALjósahundur AKítti 585 697 112 ASalerni ABogasög 549 773 224 AKaldavatnssía AÖryggisskór 5.934 7.497 1.563 AGreni panell AÁItrappa 3.257 4.402 1.145 AStallaö þakstál Tilboö Áður A 298 425 127 1.214 1.715 501 17.341 23.290 5.949 2.042 2.490 448 638m2 743m2 105m2 825m2 970m2 145m2 Á meðan birgðir endast. hafnarfirði VERSLANIR BYKO BREIDDINNI mamE S. 62 S* O Grænt númer 996 410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.