Morgunblaðið - 01.10.1991, Side 15

Morgunblaðið - 01.10.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1991 15 — * Haustfagnaður Islensk- ameríska félagsins HINN árlegi haustfagnaður ís- lensk-ameríska félagsins verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 4. október nk. og hefst þar með nýtt starfsár fé- lagsins, en það hélt upp á fimm- tíu ára afmæli sitt á síðasta ári. Að þessu sinni er haustfagnað- urinn haldinn í samvinnu við Am- erísk-íslenska verslunarráðið í Reykjavík, Íslensk-ameríska versl- unarráðið í New York og Verslun- arráð íslands, sem halda árlega ráðstefnu sama dag um viðskipti Islands og Bandaríkjanna og tengd „Degi Leifs Eiríkssonar“. Dagskrá haustfagnaðar ís- lensk-ameríska félagsins verður fjölbreytt að vanda. Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni verður Davíð Oddsson forsætisráðherra. Þá verða í fyrsta sinn afhent hin svonefndu Vináttuverðlaun (Partnership Award), sem stofnuð hafa verið af bandarísku sendi- herrahjónunum á Islandi, Sue og Charles F. Cobb jr. Þá munu Szymon Kuran og Reynir Jónas- son leika á fiðlu og harmóniku auk fleiri listamanna sem fram koma, en veislustjóri verður Ólafur Stephensen. Þá mun félagið standa fyrir hádegisverðarfundi í Þingholti fimmtudaginn 3. október þar sem sérstakur gestur og ræðumaður fundarins verður Dr. Otto Butz rektor Golden Gate University í San Francisco. Efni fyrirlestrarins verður „Where is the US heading - internally and internationally?“, en Dr. Butz er stjómmálafræðing- ur og þekktur fyrirlesari á sviði bandarískra þjóðmála og alþjóða- mála. Eru félagsmenn hvattir til þess að mæta á þennan hádegis- verðarfund. Allar upplýsingar varðandi hádegisverðarfundinn og haustfagnað félagsins eru veittar hjá Verslunarráði íslands. Nýr for- maður íslensk-ameríska félagsins er Lára Margrét Ragnarsdóttir. (Fréttatilkynning) Málverkasýning í Perlunni landsferð. 1990 lauk hann við gerð 300x600 sm myndar fyrir málmiðn- aðarfélagið AG í Frankfurt. Þá fór Tylle sína aðra íslandsferð og nú hina þriðju árið 1991. Jafnframt þessu hefur hann unn- ið að listsköpun í þýskum iðnfyrir- tækjum. Tylle hefur unnið að „stud- iu gerð“ á Spáni, Ítalíu, Frakk- landi, Skotlandi og Túnis um lengri og skemmri tíma síðan 1977. Tylle hefur haldið fjölda einka- sýninga í söfnum og galleríum í Þýskalandi. Hann býr og starfar í Fuldatal í Þýskalandi. (Fréttatilkynning) ÞJÓÐVERJINN H.D. Tylle hefur opnað einkasýningu á verkum sínum í Perlunni. Hann sýnir um það bil 70 Islandsmyndir sem málaðar eru síðastliðin sex ár víða um landið. Tylle fæddist í Bayreuth í Þýska- landi 1954, nám frjálsa list við Háskólann í Kassel hjá próf. M. Bluth. Árið 1982 starfaði hann sem dósent við listadeild Háskólans í Kassel, sama ár vann hann fyrstu verðlaun í samkeppninni „Atvinnu- lífið í spegli listanna“ í Karlsruhe. Árið 1985 fór hann sína fyrstu ís- FUNDIR OG NAMSKEIÐ í SAL NÝALDARSAMTAKANNA OKTÓBER-NÓVEMBER 1991 OKTOBER KL. LEIÐBEINANDI 1. þri MIKEAL-HÓPURINN FUNDUR 20.30-22.00 2. mið HUGEFLI (a) NÁMSKEIÐ 19.30-22.30 GARÐAR GARÐARSSON 3. fim LISTIN AÐ LIFA ( GLEÐI (a) NÁMSKEIÐ 20-23.00 GUÐRÚN G. BERGMANN 5. iau ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG NÁMSKEIÐ 9-17 MIKE WILCOCKS 6. sun ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG NÁMSKEIÐ 9-17 MIKE WILCOKS 7 mán LISTIN AÐ LIFA í GLEÐI (b) NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN G. BERGMANN 8. þri HUGEFLI (b) NÁMSKEIÐ 19.30-22.30 GARÐAR GARÐARSSON 9. mið LISTIN AÐ LIFA í GLEÐI (c) NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN G. BERGMANN 10. fim • REIKI-KYNNING FUNDUR 20.30-22.00 BERGUR BJÖRNSSON 11. fös LISTIN AÐ LIFA í GLEÐI (d) NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN G. BERGMANN ' 12. lau REIKI NÁMSKEIÐ 9- BERGUR BJÖRNSSON 13. sun REIKI NÁMSKEIÐ 9- BERGUR BJÖRNSSON 15. þri HUGEFLI (c) NÁMSKEIÐ 19.30-22.30 GARÐAR GARÐARSSON 20. sun NÝALDARSAMTÖKIN KYNNA FUNDUR 20.30-23 FYRIRLESTRAR & KYNNINGAR 21. mán LISTIN AÐ LIFA l GLEÐI (a) NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN G. BERGMANN 22. þri HUGEFLI (d) NÁMSKEIÐ 19.30-22.30 GARÐAR GARÐARSSON 23. mið LISTIN AÐ LIFA l' GLEÐI (b) NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN G. BERGMANN 25. fös LISTIN AÐ LIFA f GLEÐI (c) NÁMSKEIÐ N 20-23 GUÐRÚN G. BERGMANN 26. lau MIKAEL-I (byrjendanámskeið) NÁMSKEIÐ 9-17 HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR 27. sun MIKAEL-I (byrjendanámskeið) NÁMSKEIÐ 9-17 HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR 28. mán LISTIN AÐ LIFA f GLEÐI (d) NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN G. BERGMANN 31. fim BÆNAHRINGUR FUNDUR 20-22 MARJORY KITE NÓVEMBER 1. fös SKYGGNILÝSING FUNDUR 8.30-22 MARJORY KITE 2. lau ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG NÁMSKEIÐ 9-17 MIKE WILCOCKS 3. sun ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG NÁMSKEIÐ 9-17 MIKE WILCOCKS 4. mán BÆNAHRINGUR FUNDUR 20-22 MARJORY KITE 5. þri MIKAEL-HÓPURINN FUNDUR 20.30-22 6. mið REIKI l-STIG NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 7. fim REIKI l-STIG NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 8. fös SKYGGNILÝSING FUNDUR 8.30-22 MARJORY KITE 9. lau MIÐILSÞJÁLFUN augl. síðar MARJORY KITE 11. mán NÝALDARSAMTÖKIN KYNNA FUNDUR 20.30-23 KYNNING Á REIKI 18. mán REIKI-I NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 19. þri REIKI-I NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 20. mið REIKI-I NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 25. mán REIKI ll-STIG NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 26. þri REIKI ll-STIG NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 27. mið REIKI ll-STIG NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR DESEMBER 3. þri MIKAEL-HÓPURINN FUNDUR 20.30-22 7. lau REIKI-I NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 8. sun REIKI-I NÁMSKEIÐ 20-23 GUÐRÚN ÓLADÓTTIR 9. mán NÝALDARSAMTÖKIN KYNNA FUNDUR 20.30-23 FYRIRLESTRAR OG KYNNINGAR Marjory Kite býður einnig upp á einkatíma. Skráning og allar upplýsingar í síma 627700. Geymlð auglýsinguna. NÝALDARSAMTÖKIN -________Laugavegi 66, 3. hæð, sími 627700. HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR ARATUGA RANNSÓKNIR OG FORVARNIR ÍÞÍNA ÞÁGU VIÐ TREYSTUM Á STUÐNING ÞINN DREGIÐ VERÐUR 18. OKTOBER NK. MIÐAVERÐ AÐEINS KR600 15 SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR AÐ VERÐMÆTIKR. 9 MILLJÓNIR MITSUBISHILANCER stallbakur VOLKSWAGEN GOLF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.