Morgunblaðið - 01.10.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 01.10.1991, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Fiskveiðistj órnun: Hvers vegna? eftir Birgi Þór Runólfsson Eitt mesta hitamál í íslenskri þjóðfélagsumræðu nú síðustu mán- uði og ár hefur verið um framtíðar- skipan fiskveiðistjórnunar á íslandi. Margur hefur þar stungið niður penna og viðrað sínar lausnir. I þessari grein verður ekki dregin upp fullmótuð mynd af framtíðarskipu- lagi fiskveiðistjórnunar, heldur verður leitast við að útskýra betur það vandamál sem við er að eiga í fiskveiðimálum og grunnur lagður að skynsamlegri lausn á vanda í fiskveiðum. Vandinn, Líffræðilegur eða hagfræðilegur? Vandamál í fiskveiðum eru að meginhluta tvíþætt. Annars vegar er um líffræðilegt vandamál að ræða, nefnilega það að fjöldi fiska í sjónum er takmarkaður. Þessa vegna þarf að hafa hemil á því hversu margir, eða mikið af fiski er dregið úr sjó yfir ákveðið tíma- bil, t.d. á ári hveiju. Þetta er hið iíffræðilega vandamál, það vanda- mál sem fiskifræðingar fást við hér á landi. Hins vegar er um hagfræði- legt vandamál að ræða, sem einnig markast af því að fjöldi físka í sjón- um er af skornum skammti. Vanda- málið hér er þó ekki það að hafa hemil á því hversu mörg tonn í heild eru veidd, heldur frekar að þau tonn af físki sem dregin eru úr sjó séu tekin á sem hagkvæmast- an hátt. Til lausnar á hinu líffræðilega vandamáli hefur Hafrannsókna- stofnun, með fiskifræðinga sína í fararbroddi, stundað miklar rann- sóknir árið ufn kring og út frá þeim rannsóknum hefur stofnunin og síð- an ráðherra lagt til ákveðna líffræð- ilega hámarksveiði. Eflaust má um það deila hversu til hefur tekist við rannsóknir þessar, en um það verð- ur þó eigi deilt að þær liggja að baki leyfðum heildarafla. Þjóðfélagsumræðan hér á landi hefur þó staðið að mestu um það hvernig skuli leysa hið hagfræði- Heba heldur við heilsunni Námskeió í gangi Eftirmiödagstím- arnir byrja 2. október Besta æfingablanda meö tónlist Þol - magi, rass, læri Teygjur - slökun Nudd- og Trimmform- meöferö HEILSURÆKTIN HEBA, Auðbrekku 14, Kópavogi sími 642209 VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamióill! lega vandamál. Einhveijir virðast reyndar ekki á því að um slíkt vand- amál sé að ræða og hafa því lagt til að heildarafli einn sé ákveðinn, en síðan megi allir, er til þess hafa tæki, stunda sjóinn innan heildar- aflamarkanna. En þó að þessir aðil- ar horfist ekki í augu við vandann, þá er hann nú samt sem áður fyrir hendi. í hnotskurn má segja að hið hagfræðilega vandamál lýsi sér í því, að of margir aðilar með of mörg tæki stundi sjóinn og með því leggi þeir ekki aðeins út í of mikinn peningalegan kostnað heldur leggi þeir einnig dijúgan kostnað hver á annan. Þannig veldur þessi ótak- markaði aðgangur að auðiindum hafsins því að offjáfesting verður í fiskveiðitækjum, of mörg og of dýr skip, og tekjur manna í atvinnu- greininni verða lægri en ella. Þetta hagfræðilega vandamál er þó í raun ekki einskorðað við auð- lindir hafsins, heldur á það við um allar auðlindir sem mannskepnan nýtir. Munurinn er þó sá að komið hefur verið á takmörkunum varð- andi nýtingu flestra annarra auð- linda. I öllum vestrænum hagkerf- um hefur séreignaskipulagi verið komið á varðandi nýtingu lang- flestra auðlinda, nema hvað verðar hafsvæðin og auðlindir í þeim. Lausnin: Skilgreining veiðiréttar Aðalvandamálið hvað, varðar nýt- ingu fiskistofnanna er því ekkert frekar líffræðilegt heldur en hvað varðar nýtingu annarra náttúru- auðlinda. Það er, nýting flestra annarra auðlinda er einnig háð ein- hveijum líffræðilegum eða efna- fræðilegum vandamálum, en vand- amálin þar hafa leyst að mestu eða öllu leyti með því að skilgreina sér- eignarrétt eða sérafnotarétt af þeim auðlindum. Því má segja að ástæð- an fyrir ofnýtingu fiskistofnanna, og reyndar fyrir ofnýtingu annarra auðlinda, liggi í því að ríkisvaldið hefur ekki staðið við það hlutverk að skilgreina eignar- eða afnota- réttinn á nægilega skýran eða hag- kvæman hátt. Lausnin á fiskveið- stjórnun er því, eins og reyndar margir hafa haldið fram, að þörf sé nánari skilgreiningu á eignar- eða afnotarétti fiskistofnanna. Menn greinir þó á um það hveijir eigi að hafa þennan rétt og það hversu ýtarlegur og varanlegur rétturinn þarf að vera. í>ær tvær meginhugmyndir að varanlegri lausn á fiskveiðivandan- um, sem nefndar hafa verið í um- ræðunni hér á landi, eru annarsveg- ar, varanlegt eignarhald útgerða- raðila á veiðiheimildum og hinsveg- ar, að ríkisvaldið, fyrir hönd þjóðar- innar, eigi veiðiheimildirnar, en selji síðan eða leigi afnotaréttinn af þeim heimildum til skipaeigenda eða hæstbjóðenda. Síðari hugmyndin hefur fengið ríflega kynningu í fjöl- miðlum nú undanfarin ár og hafa þar nokkrir gerst ákafir formælend- ur lausnar af slíku tagi. Greinar hafa verið skrifaðar þar sem þessi lausn er lofuð, en þó hefur iítið komið fram um hvernig koma eigi Birgir Þór Runólfsson „Skynsamlegasta lausnin er fólgin í því að sníða agnúana af núverandi kvótakerfi, festa það í sessi og leyfa fullt framsal kvóta.“ slíku skipulagi á. Hér á eftir verður gerð lausleg úttekt á kostum og göllum þessarar lausnar, þ.e. veiði- leyfa/auðlindaskatts lausninni, og í leiðinni gerður samanburður við fyrrnefndu lausnina, eða eignarhald útgerðaraðila á veiðiheimildunum. Aflamarkskerfið 1991 verið sniðnir af kerfinu, annmarkar sem menn sáu á árunum 1984 til 1990. Kostirnir, sem helst eru nefndir, eru að heildaraflamark er ákveðið fyrir flotann í heild, en það sem mikilvægara er, að hveijum báti er skammtaður hluti af því árlega. Hvert skip fær þannig ákveðið hlutfall af heildarafla, sem útfærist sem ákveðinn tonnafjöldi þegar heildaraflamark er ákveðið. Hvert skip má þannig veiða og veit að það má veiða ákveðið magn af tilteknum fiskitegundum. Sóknar- mark hefur verið afnumið og þann- ig mun hagkvæmni aukast og auð- velda stjórnun heildaraflamarks, þó reyndar séu heimildir til flutnings milli ára enn of rúmar. Veiðiheim- ildir eru einnig orðnar framseljan- legri og þá sérstaklega með tilliti til varanlegs framsals, en aflaheim- ildir eru þó enn bundnar við skip, en því þarf að breyta. Sá g'alli er þó á núverandi kerfi að það er ótímabundið og veiðiheimildir eru aðeins til eins árs, þannig að útgerð- ir gera eflaust ekki ráðstafanir eins og um varanlegri reglur væri að ræða. Ýmsir telja þó að alvarlegi-i galli sé á núverandi kerfi og að sá galli sé tvíþættur. Annars vegar er um það að ræða að kvótinn, eins og aflaheimild er nefnd í daglegu tali, hafi verið færður í hendur útgerða- raðila þeim að kostnaðarlausu, og, hins vegar, að þannig sé í raun tafið fyrir því að sem nær fullkom- in hagkvæmni komist á sem fyrst. Báðar eru þessar aðfinnslur þó hæpnar og jafnvel varhugaverðar. Afgjald: Til hvers Núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi er að mati flestra, er að um- ræðunni hafa komið, stórt skref í rétta átt til lausnar á vandanum. Flestir telja að aflamarkskerfi það er komst á um síðastliðin áramót sé í raun grunnur að þeirri lausn sem farsælust mun verða. I núver- andi mynd hafa flestir annmarkar Hvað varðar þá fyrri, að útgerðir hafi ekki greitt fyrir aflaheimildir, þá er bæði um misskilning að ræða og í besta falli siðferðilega athuga- semd. Misskilningurinn er í raun tvíþættur, annarsvegar að útgerðir þurfí að greiða fyrir heimildirnar og hinsvegar að þær eigi að greiða fyrir þær. Hvað varðar fyrri, þá er það rétt að nauðsynlegt er að verð Um spamað í heil- brigðisþi ónustu eftirDaníel Daníelsson Mikið hefur að undanförnu verið rætt og ritað um sparnað í heii- brigðisþjónustu og þá ekki síst í starfsemi sjúkrahúsa. Nokkuð hefur mér fundist á skorta í þessari umræðu að þátt- takendur hefðu nægilega heildar- sýn yfir sjúkrahúsaþjónustuna í landinu svo sem hún er í dag og þær sparnaðartillögur sem heyrst hafa því nokkuð úr lausu lofti gripnar. Ef litið er á sjúkrahúsa- kerfi landsins svo sem það er í dag, kemur í ljós að annarsvegar höfum við í Reykjavík 3 sjúkrahús sem öll stefna að því að veita svo- nefnda hátækniþjónustu. Á Akur- eyri höfum við síðan allstórt sjúkrahús sem af skiljanlegum ástæðum hefur svipaða stefnu. Þá höfum við 12 sjúkrahús þar sem fram fer bæði handlæknis- og lyflæknisstarfsemi og eru dreifð að mestu um strandlengju lands- ins. Þessi síðasttöldu sjúkrahús eru yfirleitt allvel búin af tækjum og faglærðu starfsliði. Augljóst er að stofnkostnaður hinna fyrrnefndu sjúkrahúsa er margfalt meiri en hinna síðar- nefndu og sama gildi að sjálfsögðu um rekstrarkostnað enda ekki langt að minnast daggjaldakerfis- ins þar sem daggjöld á Reykjavík- ursjúkrahúsunum voru gjarnan eitthvert margfeldi af daggjöldum landsbyggðasjúkrahúsanna. Skv. þessu virðist fyrsta svarið við spumingunni um hvar hægt sé að spara í sjúkrahúsþjónustunni liggja nokkuð beint við. Augljóst virðist að þar gildi hið sama lögmál og um aðra starfsemi í þjóðfélaginu að einfaldasta leiðin til sparnaðar sé að beina verkefn- unum til þeirra stofnana sem ódýr- ustu þjónustuna veita, sem í þessu tilfelli eru sá flokkur sjúkrahúsa sem við getum kallað landsbyggð- arsjúkrahús. Ollum má þó ljóst vera að þessi tegund sjúkrahúsa getur ekki leyst allan vanda enda væri þá tilveru- réttur hinna dýru sjúkrahúsa vafa- samur. Ég er hinsvegar sannfærður um að yfirleitt eru landsbyggðar- sjúkrahúsin fær um að glíma við yfirgnæfandi meirihluta þeirra heilbrigðisvandamála sem upp koma á þeirra þjónustusvæðum. Væri þessum sjúkrahúsum veittur sá fjárhagsgrundvöllur sem þarf til þess að möguleikar þeirra yrðu fullnýttir er ég sannfærður um að það heyrði til algerra undantekn- inga ef senda þyrfti bráðatilfelli þaðan til meðferðar í hinum dýrari sjúkrahúsum. Af því sem nú hefur verið sagt virðist mér að sýnt hafi verið fram á að beinasta leiðin til sparnaðar í sjúkrahúsakerfmu sé að nýta til fullnustu hinn ódýrasta kostinn þ.e. landsbyggðarsjúkrahúsin. Til þess að fá fram fullnýtingu landsbyggðarsjúkrahúsanna tel ég að nauðsyn beri til að marka hveiju sjúkrahúsi þjónustusvæði og beri læknum á því svæði að leita fyrst til heimasjúkrahússins þegar veik- indi ber að höndum svo fremi að sjúklingur ekki eindregið óski ann- ars. Slíkt fyrirkomulag hafa grannar okkar Svíar um áratugi notað sem stjórntæki og hefi ég ekki orðið annars var en að fólk þar láti sér það vel líka. í þessu sambandi má geta þess að borgarlæknirinn í Reykjavík hefur nýlegá vakið at- hygli á þeirri lítt æskilegri þróun sem felst í stöðugt vaxandi straumi sjúklinga til höfuðborgarinnar til að leita sér lækninga jafnvel þótt aðstæður til meðferðar þeirra kvilla sem um ræðir séu jafngóðar í heimahéraði. Þegar rætt er um ódýrari þjón- ustu landsbyggðarsjúkrahúsanna má heldur ekki gleyma kostnaði við flutning sjúklinga, oft með fylgdarmanni sem og ferðalögum aðstandenda og jafnvel dvöl um lengri eða skemmri tíma með æm- um kostnaði og vinnutapi. Nokkuð hefi ég orðið var við andstöðu sumra lækna gegn hug- myndinni um að marka hveiju landsbyggðarsjúkrahúsi þjónustu- svæði. Mín reynsla eftir áratuga starf á landsbyggðinni er hinsveg- ar sú að yfirgnæfandi meirihluti fólks kjósj fremur að fá læknis- þjónustuna á heimaslóðum ef þess er kostur heldur en að þurfa að sækja hana annað. Ég þykist nú hafa fært all gild rök að því að vænlegasta leiðin til sparnaðar í sjúkrahúsakerfinu sé að leggja áherslu á fulla nýtingu landsbyggðarsjúkrahúsanna sem veita yfirleitt góða þjónustu á verði Daníel Daníelsson „Ég er hinsvegar sann- færður um að yfirleitt eru landsbyggðar- sjúkrahúsin fær um að glíma við yfirgnæfandi meirihluta þeirra heil- brigðisvandamála sem upp koma á þeirra þjón- ustusvæðum.“ sem aðeins er brot af því sem sama þjónusta mundi kosta á hátækni- sjúkrahúsunum. En hveijar aðrar leiðir skyldu þá vera færar til sparnaðar í sjúkrahúsaþjónustu okkar Islend- inga? Allt frá því um 1970 hefi ég öðru hveiju í ræðu og riti haldið því fram að stærstu möguleikar okkar til sparnaðar í sjúkrahúsa- kerfinu væru fólgnir í sameiningu hinna þriggja sjúkrahúsa Reykja- víkur undir eina stjórn — enda væri það einnig einasti möguleiki okkar um fyrirsjáanlega framtíð til þess að eignast háskólasjúkra- hús sem risi undir nafni. Strax kom í ljós að þessar hug- myndir áttu formælendur fáa en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.