Morgunblaðið - 01.10.1991, Page 19

Morgunblaðið - 01.10.1991, Page 19
ÖRKIN 2092-87A - MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1991 19 fremst kennararnir - bera ábyrgð á því vígi. í Kennaraháskóla íslands hefur verið leitast við að efla kennslu í íslensku. I námskrá skólans hafa verið sett fram markmið sem lúta að þessu. Þar segir: „Leggja skal rækt við íslenska tungu í öllum greinum kennaranáms og efla með því vald kennaraefna á móðurmálinu. Huga skal að stöðu og einkennum íslensku sem þjóðt- ungu og mikilvægi þess að varðveita hana og rækta. Fj'alla skal um móð- urmál sem burðarás í öllu námi barna og unglinga og þátt allra námsgreina grunnskólans í málupp- eldi.“ og enn þetta: „I kennaramenntun skal hvar- vetna leggja rækt við íslenska tungu. Festa ber í sessi íðorð í þeim fræði- greinum sem um er ijallað og mynda ný ef þess er þörf. Sérstaklega skal fjalla um máltöku og málþroska og þátt íslenskra bókmennta í vexti og viðgangi tungunnar." Islenskukennarar við skólann hafa margsinnis bent á að auka þurfi við kennslu í íslensku. Þeim hefur lengi verið ljóst að stúdents- próf jafngiidir ekki kunnáttu í ís- lensku. Hér er reyndar komið að meginþætti þeirrar umræðu sem orðið hefur á þessu hausti um ís- lenskt mál en ekki er ætlunin að bijóta þetta atriði til mergjar að sinni. Verið er að vinna úr nokkuð ítarlegu prófi í íslensku sem lagt var fyrir nýnema nú í haust. Ætti það að veita nokkuð traustar upplýsingar um stöðu þeirra. Undanfarin tvö ár hefur verið sett saman áætlun um umbætur í þeirri menntun sem Kennaraháskól- inn veitir og má segja að þar sé komið nokkuð til móts við kröfur um að auka kennslu í íslensku. Her skal samt tekið fram að færni í móðurmáli þarf ekki endilega að aukast f réttu hlutfalli við þá beinu kennslu sem við er bætt. Jafnmiklu eða meira máli skiptir að rækta hugarfar eða afstöðu til móðurmáls- ins og notkunar þess. Þar kemur skynsamleg málstefna að góðu haldi. í framhaldi af gerð námskrár var því hafist handa sl. vor að leggja drög að málstefnu sem fylgt yrði í Kennaraháskólanum. Þar er m.a. byggt á þeim ákvæðum námskrár- innar sem vitnað var til hér á undan og tekur stefnan jafnt til kennara og nemenda. Gert er ráð fyrir orða- nefnd kennurum til fulltingis og margvíslegum leiðbeiningum um notkun máls og frágang texta. Ekki blæs nú byrlega um fram- gangþessa máls. Yfirvöld hafa frest- að umbótum á kennaramenntun. Það er líka deginum ljósara að málstefna skólans kostar fé og allar líkur eru til þess að það fé fáist ekki. Að móta málstefnu og framfylgja henni Hér á undan hefur verið sýnt fram á að við eigum okkur málstefnu sem flestir virðast styðja. Hitt er ljóst að stefnunni er ekki fylgt eftir sem skyldi. í álitsgerð um málstefnu í skólum (1986) sem sagt var frá hér á undan voru settar fram nokkuð ítarlegar tillögur um framkvæmd. Þar var lögð megináhersla á að mennta kennara m.a með því að efla til muna útgáfu á handbókum og leið- beiningarefni um íslenskt mál handa þeim og öðrum uppalendum — og foreldrum ekki gleymdum. Til- finnanlegur skortur er á slíku efni og erum við þar gftirbátar flestra grannþjóða. Ekkert hefur enn bólað á framkvæmdum á þessu sviði. Kennaraháskólinn hafði reyndar forgöngu um það fyr- ir einum þremur árum að láta semja handbók um málnotkun í ræðu og riti. Þetta verk hefur sóst seint og allat' líkur til að það koðni niður. Þetta kostar nefnilega stórfé. A það ber að líta að ekki er nóg að setja saman fallegar stefnuræður eða viljayfirlýsingar um íslenskt mál. Það þarf að skilgreina markm- ið nákvæmlega og tilgreina námskr- öfur fyrir öll skólastig þar sem litið er á þau sem heild. Þetta hefur að nokkru leyti verið gert. Má þar nefna námskrá fyrir grunnskólastig og námskrá Kennaraháskólans en eru það ekki eins og eylönd sem þyrfti að tengja saman? Er ekki kominn tími til að öll skólastig - frá leik- skóla til háskóla - vinni saman að máluppeldi nemenda í stað þess að bítast og jagast um hvað misfarist hafi í garði nágrannans? Og áfram má spyija: Á ekki hver einasti skóli í þessu landi að taka upp málstefnu, skilgreina hana vel, birta hana nem- endum og kennurum - og fram- fylgja henni? Gott er að hafa markmið og til- greindar námskröfur. Það er þó ekki nóg. Benda þarf á leiðir til að ná settu marki. Og það kann að reyn- ast nokkuð erfiður hjalli. Það hefur oft verið deilt um það hvað eigi að leggja áherslu á í móðurmálskennslu í skólum: Á að kenna málfræði? Á að kenna bókmenntir? Á að kenna stafsetningu? Her gefst ekki rúm til að frjalla um slíkar spurningar. En þær þarf vissulega að taka til gaum- gæfilegrar athugunar. Eftirfarandi svar við spurningun- um má þó birta hér. Það þarf að vanda alveg sérstaklega til mennt- unar kennara. Nú þykir sjálfsagt að allir kennarar öðlist tilskilda mennt- un í uppeldis- og kennslufræði. Skal ekki efast um réttmæti þess. En er ekki jafnskylt að efla með þeim hald- góða þekkingu á móðurmálinu og meðferð þess? Höfum við efni á íslenskri tungu? I þessari grein hefur komið fram að það kosti fé að framfylgja mál- stefnu. Þetta er engin nýjung og í umræðunni nú í haust hefur m.a. verið bent á hrakleg kjör kennara og virðingarleysi fyrir hlutverki þeirra. Skal tekið undir það. Enginn þarf að efast um góðan vilja stjórnvalda þessa lands til að standa vörð um íslenska tungu og efla veg hennar. Engum dettur í hug að þau vilji ekki framfýlgja skyn- samlegri málstefnu. Spurningin er bara þessi: Vilja þau veija til þess því fé sem það kostar? Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal - en margt þarf að gera. Það eru heilar atvinnugreinar á hausnum. Höfum við kannski ekki efni á íslenskri tungu? Það væri nú dapurlegt á 750. ártíð Snorra í Reykholti. Rit sem vitnað er til og stuðst við: Aðalnámskrá grunnskóla. Mennt- amálaráðuneytið, 1989. Álitsgerð um málvöndun ogfram- burðarkennslu ígrunnskólum, samin af nefnd á vegum menntamálaráð- herra 1985-1986. Mál og samfélag. Um málnotkun og málstefnu. Iðunn, 1989. (Höfund- ar: Indriði Gíslason, Baldur Jónsson, Guðmundur B. Kristmundsson og Höskuldur Þráinsson.) Námskrá fyrir almennt kennara- nám. Kennaraháskóli íslands, 1991. Höfundur þakkar samkennurum við Kennaraháskólann fyrir stuðning sem þeir veittu við að semja þessa grein. Höfundur er prófessor ímálfræði við Kennaraliáskóla íslands. Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa m Fæstíhelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. Blomberg eldunartækin hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Enginn býður nú meira úrval af innbyggingartækjum í sam- ræmdu útliti en Blomberg I Komdu til okkar og kynnstu Blomberg af eigin raun, hringdu eða skrifaðu og fáðu sendan 60 slðna litprentaðan bækling á ís- lensku. IhL1 Einar Farestvett&Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 mtt' Jöbhk-j mer Og&/ötrðí\%dt I /fýnn\jcSi ijþthiy «9 r í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.