Morgunblaðið - 01.10.1991, Page 25
MQRQVtyBLAÐIÐ ÞRIÐJUDApUR 1., OKTÓBER. 1991
25
Kosið í Bremen í Þýskalandi:
SPD tapar fylgi en
CDU bætir við sig
Bonn. Reuter. 1
FLOKKUR jafnaðarmanna (SPD) tapaði miklu fylgi í kosningum í
sambandslandinu Bremen í Þýskalandi á sunnudag. Jafnaðarmenn,
sem hlutu 50,5% atkvæða í kosningum fyrir fjórum árum og hafa
verið með hreinan meirihluta í Bremen í tvo áratugi, fengu nú ein-
ungis 38,9% atkvæða. Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU), flokkur
Helmuts Kohls kanslara, vann hins vegar verulega á.
Kristilegir demókratar fengu
31,2% atkvæða í kosningunum sem
er aukning um átta prósent frá því
í síðustu kosningum. Fögnuðu krist-
ilegir þessu ákaft enda hafa þeir
tapað kosningum í tveimur sam-
bandslöndum það sem af er árinu.
Ekki er enn ljóst hvernig ríkis-
stjórn Bremen mun líta út næstu
ijögur árin en talið er líklegt að
jafnaðarmenn muni leita eftir sam-
starfi við fijálsa demókrata, sem
fengu svjpað fylgi og í síðustu kosn-
ingum eða 10,1%, og græningja,
sem juku fylgi sitt lítillega og hlutu
11,2%. Þá er sá möguleiki einnig
fyrir hendi að stóru flokkarnir tveir,
SPD og CDU, taki upp samstarf.
Það vakti mikla athygli að öfga-
flokkur til hægri Deutsche Volks-
union (DVU) hlaut 5,5% atkvæða
í kosningunum á sunnudag.
Albert prins undirbýr
Ólympíuþátttöku
Albert Mónakóprins (t.h.) býst til þess ásamt félaga sínum að ýta
af stað tveggja manna bobsleða á alþjóðlegu móti í heimlandi hans
á sunnudag. Þeir búa sig nú af kostgæfni undir þátttöku á Vetra-
rólympíuleikunum í Albertville í Frakklandi í febrúar nk.
Svíþjóð:
Kona í fyrsta sinn
forsetiþingsins
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins.
INGEGERD Troedsson, einn af
þingmönnum Hægriflokksins,
var í gær valin til að gegna emb-
ætti forseta sænska þingsins.
Verður hún fyrsta konan í sögu
Svíþjóðar sem fer með þetta
embætti. Tekur hún við embætt-
inu af jafnaðarmanninum Thage
G. Peterson.
Sænska þingið verður formlega
sett í dag af Karli Gústaf Svíakon-
ungi en þingsetningin mun taka
skemmri tíma en venja er þar sem
Carl Bildt, verðandi forsætisráð-
herra, hefur enn ekki verið kjörinn
af þinginu. Ekki er heldur búið að
útnefna endanlega neina ráðherra
og ekki liggur fyrir nein stefnuræða
til að lesa upp í þinginu.
Á meðan verið er að velja ráð-
herraembætti er hart barist innan
borgaralegu flokkanna og í við-
skiptalífinu fyrir því að bjarga
Svenska Dagbladet en halli á rekstri
blaðsins var 112 milljónir sænskra
króna fyrstu átta mánuði ársins.
Hinn nýráðni framkvæmdastjóri
blaðsins, Sven Höök, hefur þegar
hafið endurreisnarstarfið og lofar
því að með niðurskurði og fækkun
starfsfólks verði reksturinn farinn
að skila hagnaði eftir 2-3 ár.
■ HELSINKI - Sovéska sendi-
ráðið í Finnlandi mun ekki hafa
móttökuathöfn í ár þar sem októ-
berbyltingarinnar í Sovétríkjunum
1917 verður minnst, en slík athöfn
hefur verið árviss atburður í sendi-
ráðinu. Að sögn sendiráðsstarfs-
manns hefur öllum móttökuathöfn-
um verið aflýst. „Við munum ekki
halda 7. nóvember hátíðlegan vegna
fjárhagslegra örðugleika. Utanrík-
isráðuneyti Sovétríkjanna hefur
ákveðið að fresta öllum veisluhöld-
um. Við vitum ekki hvernig þessu
verður háttað á næsta ári,“ sagði
hann. Hinn 7. nóvember á þessu
ári munu 74 ár verða liðin frá bylt-
ingunni í Rússlandi, sem átti sér
stað í október samkvæmt gamla
tímatalinu þar í landi. Dagblað í
Sovétríkjunum skýrði frá því í sept-
ember að Mikhaíl Gorbatsjov Sov-
étleiðtogi og Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti hefðu ákveðið að halda
ekki hina árlegu hersýningu á
Rauða torginu í ár.
/
"Eg skal kenna þér að elda!"
NÁMSKEIÐ í AUSTURLENSKRI MATARGERÐ
Ævintýraheimur austurlenskrar matargerðar er heillandi. Andblær
austurlanda endurspeglast í matargerðinni; ljúffengri, litríkri og ilmsterkri.
Ning De Jesus frá Filippseyjum hefur nú sett á laggirnar matreiðsluskóla
í tengslum við Veitinga- og vöruhús Nings við Suðurlandsbraut.
Á tveggja kvölda námskeiðum mun hann leiða áhugafólk í allan sannleika
, um leyndardóma austurlenskrar matargerðar.
Tvö námskeið verða haldin í hverri viku. Á mánudögum
og miðvikudögum kl. 19.00 til 22.30 og þriðjudögum og fimmtudögum
á sama tíma. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 14. okt.
Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður.
Skráning fer fram í Veitinga- og vöruhúsi Nings að Suðurlandsbraut 6
(ekki í gegnum síma). Námskeiðsgjald er 8.500 kr. Greiðslukortaþjónusta.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á staðnum og í síma 67 98 99
Veitinga- og vöruhús Nings er í senn matsölustaður og verslun sem sérhœfir sig í austurlenskri
matargerð. í veitahúsinu er jöfnum höndum boðið upp á tilbúna rétti og sérrétti sem tekur fáeinar
mínútur að matreiða. Þú tekur matinn með þér heim í umhverfisvœnum öskjum eða
neytir hans á staðnum. Þitt er valið.