Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.1991, Blaðsíða 26
-26 IU»tóRGtjV}BLkÐIÐ ÞRÍÖJlÍDÁ'öuk Í: OKTÓBER 1991 Bifreiðaeigendur! Endurskoðun bifreiða um land allt Eftirtalin verkstæði innan Bílgreinasambandsins hafa heimild til að endurskoða bifreiðar: Skoðunarstöðin hf. - Lúkasverkstæðið, Síðumúla 3-5, Reykjavík. Bílgrip hf., Ármúla 36, Reykjavík. Stilling hf., Skeifunni 11, Reykjavík. Bílaumboðið hf., Krókhálsi 1, Reykjavík. SEMOCO HF., Skeifunni 17, Reykjavík. Globus hf., Lágmúla 5, Reykjavík. Ræsir hf., Skúlagötu 59, Reykjavík. Bílson sf., Ármúla 15, Reykjavík. Bifreiðaverkstæðið Bjarmi, Funa- höfða 1, Reykjavík. BræðurnirOrmsson, Lágmúla 9, Reykjavík. Bílaskoðun og stilling sf., Hátúni 2A, Reykjavík. P. Samúelsson hf., Nýbýlavegi 8, Kópavogi. Knastás hf., Skemmuvegi 4, Kópavogi. Friðrik Ólafsson, viðgerðarverkst., Smiðjuvegi 14c, Kóp. Bifreiðaverkstæði Egils Arnar, Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Virkinn hf., Flatahrauni 23, Hafnar- firði. Bifreiðaverkst. Sigurbjörns Árna- sonar, Flugmýri 2, Mosfellsbæ. Bílaspítalinn, Kaplahrauni 9, Hafn- arfirði. Brautinhf., Dalbraut 15, Akranesi. Bifreiðaverkst. Guðjóns og Ólafs, Kalmansvöllum 3, Akranesi. B.T.B., Brákarey, Borgarnesi. Vélabær, Bæ, Bæjarsveit, Borgar- firði. Bifreiðaverkst. Ragnars, Borgarnesi. Tak hf., Búðardal. Vélsmiðja Bolungarvíkur, Bolungarvík. Bifreiðaverkstæðið Nonni, Bol- ungarvík. Klöpp hf., Borðeyri. Bílaþjónustan Blönduósi. Bifreiðaverkstæðið Pardussf., Hofsósi. Bifreiðaverkst. KS, Freyjugötu 9, Sauðárkróki. Bifreiða- og vélaverkst., Sleitu- stöðum, Skagafirði. Bifreiðaverkst. Ragnars Guðmundss., Ránargötu 14, Siglufirði. Múlatindur sf., Ólafsfirði. Bifreiðaverkst. Baugsbrot sf., Frostagötulb, Akureyri. Bifreiðaverkst. Gunnars Jóhannssonar, Óseyri 6, Akureyri. Bifreiðarverkst. Sigurðar Valdi- marssonar, Óseyri 5a, Akureyri. Bifreiðaverkst. Skálafell sf., Draupnisgötu 4, Akureyri. Þórshamar hf., T ryggvabraut, Ak- ureyri. B.S.A, Laufásgötu 9, Akureyri. Bflaverkst. Bláfell, Draupnisgötu 7, Akureyri. Höldur sf., Draupnisgötu 1, Akur- eyri. Vélsmiðjan Akureyri, Gránufélags- götu 47, Akureyri. Bifreiðaverkstæði Dalvikur, Dalvík. B.K. bflaverkstæði, Húsavík. Vélaverkstæði Hauks Óskarssonar, Kópaskeri. Vélar og raf, Þórshöfn. Síldarvinnslan hf., Neskaupstað. Bfla- og búvélaverkstæðið Ljósaland, Fáskrúðsfirði. Bfley, Búðareyri 33, Reyðarfirði. Vélaverkstæði Sigursteins Melsted, Breiðdalsvík. Bílaverkst. Gunnars Valdimarssonar, Kirkjubæjarklaustri. Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn. Bflverk, Víkurbraut 4, Höfn. Bifreiðaverkst. Jóhanns Garðarssonar, Austurmörk 22, Hveragerði. Kaupfélag Árnesinga, bifr.sm., Austurvegi 3, Selfossi. Vélaverkst. Sigurðar Jónssonar, Flúðum. Bfl X, Hveragerði. Kaupfélag Rangæinga, Rauðalæk. Bifreiðaverkst. Muggs, Vestmannaeyjum. BÍLGREINASAMBANDIÐ, Húsiverslunar, KRINGLUIUIMI 7, REYKJAVÍK 103, SÍMI681550. Krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu um framtíð Tékkóslóvakíu íbúar Prag-borgar rita nafn sitt á undirskriftarlista þar sem krafist er þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Tékkóslóvakíu á Wenceslas-torgi i gær. Rúmlega 300.000 manns hafa skrifað undir listann frá því í síðustu viku. Reuter Zaire: Mobutu samþykkir að mynduð verði þjóðstjóm Kinshasa, Brussel, París. Reuter. MOBUTU Sese Seko, forseti Afríkuríkisins Zaire, samþykkti á sunnudag að þekktasti stjórnarandstæðingur landsins, Etienne Tshisekedi, yrði forsætisráðherra og mynduð yrði þjóðstjórn. Daginn áður rak Mobutu yfirmann hersins vegna óeirða og rána sem hermenn hafa einkum staðið fyrir og kostað hafa 117 manns lífið auk þess sem 150 hafa særst. Mobutu hefur verið einvaldur í 26 ár og er sakaður um að hafa komið gífurlegum fjárhæðum fyrir í erlendum bönkum en efnahagur landsins er í rúst. Deilur eru uppi í frönsku stjórninni um það hvort hætta eigi stuðningi við Mobutu. Mobutu hefur ekki fyrr á valda- ferli sínum sæst á að láta völd af hendi. Samkomulag náðist um þjóðstjórnina eftir níu klukku- stunda viðræður og verður tilnefn- ingin fyrst lögð fyrir málamynda- þing Zaire en þar næst fyrir 3.000 manna samkundu sem hefur haft það verkefni að íjalla um lýðræðis- umbætur. Margir fulltrúa þar vilja að Mobutu segir strax af sér. Þúsundir útlendinga hafa þegar flúið landið með hjálp belgískra og franskra hermanna sem sendir voru á vettvang með samþykki stjórnvalda til að tryggja öryggi fólksins. Útgöngubanni hefur ver- ið aflétt í höfuðborginni, Kinshasa, en miklar skemmdir hafa orðið í borginni. Erfiðlega gengur að koma á lögum og reglu. Heimildar- menn í hernum skýrðu frá því að liðsmenn varðsveita forsetans hefðu í gær ruðst inn í hús í blóra við fyrirskipanir Mobutus og kraf- ist peninga eða annarra verð- mæta. Að sögn lækna týndu marg- ir hermenn og óbreyttir borgarar lífi í óeirðunum í síðustu viku er þeir reyndu að. stela ísskápum og öðrum raftækjum. Þeir hafi dáið af raflosti er þeir slitu í sundur kapla. Heimildarmenn segja að sumir ráðherrar í frönsku stjórninni séu afar óánægðir með þá stefnu Francois Mitterrands forseta að halda áfram að styðja Mobutu sem þykir meðal spilltari ráðamanna í Afríku. „Við erum eina ríkið sem enn styður hann ef til vill að Suð- ur-Afríku undanskilinni. Banda- ríkjamenn slepptu af honum hend- inni jafnskjótt og borgarastríðinu í Angóla lauk,“ sagði ónafngreind- ur heimildarmaður í stjórninni. Fyrir rúmu ári hvatti Mitterrand til aukins lýðræðis í Afríku og sakaði Hassan Marokkókonungur þá forsetann um að hafa komið á framfæri „krabbameini lýðræðis- ins“ í álfunni. Bernard Kouchner, ráðherra mannréttindamála í Frakklandi, sagði í síðustu viku að Mobutu væri ekkert annað en „gangandi bankareikningur með hlébarðahúfu“ og honum bæri að skila þjóð sinni fé því sem hann hefði svikið út úr henni. ------» ♦ ♦---- Miðausturlönd: Þjóðarráð Palestínu styður frið- arráðstefnu New York, Algeirsborg, Jerúsalem. Reut- er. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði um helg- ina ákvörðun Þjóðarráðs Palest- ínu uin að lýsa yfir stuðningi við ráðstefnu um frið I Miðaustur- löndum en sagði að ekki væri enn tímabært að boða til hennar formlega. Þjóðarráð Palestínu, útlagaþing Palestínumanna, lýsti á laugardag yfir stuðningi við tilraunir Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), til að ryðja úr vegi hindrunum fyrir friðarráð- stefnu. Ráðið fagnaði tilraunum Bandaríkjamanna og Sovétmanna til að hafa milligöngu um slíka ráð- stefnu og sagði að Palestínumenn myndu beita sér fyrir því að af henni yrði. Hins vegar gaf ráðið engin loforð um að Palestínumenn tækju þátt í henni. Baker sagði að ákvörðun ráðsins væri ánægjuefni en bætti við að enn væri ýmislegt ógert til að tryggja að ráðstefnan færi fram. Hearst- fréttastofan bandaríska skýrði frá því að George Bush Bandaríkjafor- seti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti gerðu ráð fyrir því að ráðstefn- an yrði sett í Haag f lok október eða í byijun nóvember. Náinn samstarfsmaður Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, sagði að yfirlýsing Þjóðarráðs Pal- estínu virtist skref í rétta átt en ísraelsk stjórnvöld þyrftu að kanna hana nánar áður en þau gætu svar- að henni formlega. Reuter Japanskeisari heimsækir Malasíu Azlan Shah, konungur Malasíu (t.h.), ræðir við Akíhító Japanskeis- ara undir sólhlíf við móttökuhátíð í miðborg Kuala Lumpur í gær. Akíhító er í ijögurra daga opinberri heimsókn í Malasíu. Áður kom hann til Tælands og hann hyggst einnig heimsækja Indónesíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Japanskeisari fer í slíka ferð og markmið hennar er að græða sárin eftir innrás Japana í nágrannaríkin fyrir hálfri öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.