Morgunblaðið - 01.10.1991, Side 29

Morgunblaðið - 01.10.1991, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR L OKTÓBER 1991 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Lækkun ríkisút- gjalda og stöðugleiki í launum og verðlagi Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra segir í helgarvið- tali við Morgunblaðið að ríkis- stjórnin og þjóðarbúið hafi strangan vind í fangið. Ástæður eru einkum tvær: viðskilnaður fyrri ríkisstjórnar og saman- safnaður vandi, sem hefur orðið til á löngum tíma. Um fyrra atriðið kemst ráðherrann svo að orði: „I stað þess að takast á við vandann var allt skrifað á framtíðina, og nú er svo komið að árlegir vextir og afborganir þjóðarinnar eru um 35 milljarð- ar [fjárlög líðandi árs nema um 100 milljörðum króna]. Það jafngildir nánast öllum virðis- aukaskatttekjum ríkissjóðs. Til að bera þetta saman við aðrar stærðir má geta þess að þessi upphæð jafngildir fjórðu hverri krónu af útflutningsverðmæti landsmanna og þriðjungi af heildarverðmæti sjávarafla.“ Hagstjórnarvandinn hér á landi er einkum af þrennum toga, erfið afkoma atvinnuveg- anna, halli á ríkisbúskapnum og halli á viðskiptum við útlönd. Það eykur síðan á vandann, sem hrannast hefur upp, að nauð- synlegt var að taka ákvörðun um verulegan aflasamdrátt á nýbyrjuðu kvótaári, sem veikir enn stöðu sjávarútvegsins og rýrir skiptahlutinn á þjóðarskút- unni. Pjármálaráðherra segir í við- talinu að ríkis'sjóðshallinn og þenslan í opinberu sjóðakerfi hafi leitt til feikilegrar lánsfjár- þarfar. Þessi lánsfjárþörf valdi síðan háum raunvöxtum. Þeir verði áfram háir á meðan þessi gífuriega eftirspurn eftir fjár- magni er til staðar, en hátt vaxtastig hefur aukið á vanda atvinnuveganna, sem og heimila með húsnæðisskuldir. „Þannig eru ríkisfjármálin orðin mjög stórt efnahagslegt vandamál", segir ráðherrann, „og það má því segja, að lausn á vanda ríkis- sjóðs og fyrirtækja á vegum ríksins sé um leið tæki til að ráðast að efnahagsvanda þjóð- arinnar." Það auðveldar ekki þann for- tíðar- og samtímavanda, sem við er að glíma, að við virðumst vera að sigla inn í enn eina efna- hagslægðina á næsta ári. Spár standa til að hagvöxtur í heim- inum verði minni á árinu 1991 en n’okkru sinni síðaii árið 1982. Það er ekki að búast við hag- stæðum eða örvandi útankom- andi áhrifum á atvinnustarfsemi hér á landi á næstunni, ef und- an er skilin hugsanleg bygging nýs álvers á Keilisnesi, sem vissulega myndi styrkja at- vinnu- og efnahagslífið. Og ekki bætir fyrirsjáanlegur samdrátt- ur á sjávarafla úr skák. Um það efni, sem og viðskiptajöfnuð okkar við umheiminn, segir fjár- málaráðherrann: „Það liggur fyrir að á næsta ári verði samdráttur í sjávarút- vegi og Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir lakari viðskiptakjörum. Því er spáð að á næsta ári verði viðskiptahallinn 17 milljarðar, eða 4,5% af landsframleiðslu. Þetta er upphæð sem jafngildir öllum opinberum útgjöldum til mennta- og menningarmála á íslandi og sýnir auðvitað, hversu risavaxinn efnahags- vandinn er hér á landi.“ Jakob Gunnlaugsson upplýsir í nýju hefti Fjármálatíðinda að erlendar lántökur árið 1990 hafi numið 26.435 m.kr., en afborganir 11.378 m.kr., reiknað á meðalgengi ársins. Erlend lán hafi því aukizt á árinu um rúm- ar 15.000 m.kr. eða 9,2% miðað við stöðu lána í ársbyijun. Vaxtagreiðslur af erlendum lán- um á árinu 1990 námu 14.376 m.kr. og greiðslubyrði afborg- ana og vaxta nam rúmum 20,1% útflutningstekna. Staða er- lendra lána í árslok 1990 er 175.320 m.kr., en reiknað á meðalgengi ársins er skulda- staðan 178,364 m.kr., sem er 53,1% af vergri landsfram- leiðslu 1990. Það er mjög mikilvægt, við ríkjandi aðstæður, sem einkenn- ast af hrikalegum halla á ríkis- búskapnum, mikilli opinberri lánsfjáreftirspurn, erfiðri rekstrarstöðu atvinnuvega, fyr- irsjáanlegum aflasamdrætti og verulegum viðskiptahalla við umheiminn, að stjórnmála- menn, áðilar vinnumarkaðarins og allur almenningur haldi vöku sinni með svipuðum hætti og gert var í þjóðarsáttarsamning- unum. Að því þó viðbættu, að ríkisvaldið axli sinn samdráttar- hlut í nauðsynlegum aðhaldsað- gerðum til að vinna -sig út úr vandanum. Eða eins og Jóhann- es Nordal segir í forystugrein Fjármálatíðinda á dögunum: „Eina færa leiðin virðist að leggja megináherzlu á stöðug- leika í launum og verðlagi og lækkun opinberra útgjalda, en þannig yrði lágður grundvöllur að batnandi afkorftu atvinnu- vega og aukinni frámleiðslu- starfsemi.“ Menntun og mannrétt- indi eru homsteinamir - segir Theodore M. Hesburg aðalræðumaður málþings um háskóla og háskólamenntun í Bandaríkjunum. í DAG hefst í Reykjavík málþing um háskóla og háskólamenntun í Bandaríkjunum. Áðalræðumaður málþingsins verður dr. Theodore M. Hesburgh heiðursrektor Notre Dame-háskólans í Indianafylki í Bandaríkjunum. Dr. Hesburgh er einn þekktasti og virtasti mennta- málafrömuður Bandaríkjanna á þessari öld og hefur verið sæmdur einum 122 heiðursgráðum á ferli sínum. Enginn maður í heiminum hefur verið sæmdur jafnmörgum heiðursgráðum og þá eru ótaldar allar. þær viðurkenningar sem hann hefur hlotið fyrir störf sín á öðrum vettvangi en merkust þeirra Frelsisorðan, sem er æðsta borg- aralega orðan sem forseti Bandaríkjanna veitir. Hesburgh lagði stund á guðfræði við Notre Dame-háskólann í Indi- ana, Gregorian-háskólann í Róm og Kaþólska háskóla Ameríku í Washington DC og lauk þaðan doktorsgráðu árið 1945. Hann var vígður til prests árið 1943 og árið 1952 var hann útnefndur rektor Notre Dame-háskólans og gegndi því embætti til 1987. Á þessu tíma- bili hóf hann Notre Dame-háskól- ann til vegs og virðingar en hefur einnig átt stóran þátt í að bæta stöðu minnihlutahópa innan Banda- ríkjanna og verið einn skeleggasti talsmaður mannréttinda og jafn- réttis milli kynþátta í Bandaríkjun- um um áratuga skeið. í viðtali því sem hér fer á eftir rekur dr. Hesburgh starfsferil sinn á ýmsum sviðum og byijaði á því að ræða um stöðu bandarískra há- skóla og hvernig háskólakerfið hef- ur eflst á undanförnum áratugum og orðið að því stórveldi sem það er í bandarísku þjóðlífi í dag. „Bandaríáka háskólakerfið hefur vaxið ótrúlega á síðustu áratugum. Árið 1950 voru þijár milljónir stúd- enta við nám í háskólum í Banda- ríkjunum og nú fjörutíu árum síðar eru þeir 14 milljónir. Það má reynd- ar segja að háskólakerfið hafi vaxið hraðar á þessum síðustu 40 árum en 300 árin þar á undan eða frá því Harvard-háskóli var stofnaður árið 1636. í öðru lagi státar banda- ríska háskólakerfið af mjög góðum stofnunum sem eru ýmist reknar fyrir almannafé eða fjármagnaðar af einkaaðilum. Einkafjármagnið sem veitt er inn í bandaríska há- skóla er á milli 40-50 billjónir doll- ara á ári hveiju og þessi upphæð nemur um 20% af héildartölunni árlega. I þessu sambandi er rétt að benda á að 15 af 20 bestu háskólum Bandaríkjanna eru einkaskólar og meðal þeirra má nefna Harvard, Yale, Columbia, Stanford, Notre Dame, Princeton, Chicago o.fl. Það sem vekur athygli við þessa skóla er hversu vel þeim hefur gengið að halda gæðum kennslu og rannsókna í hámarki þrátt fyrir að ekkert fé renni til þeirra úr opinberum sjóð- um.“ — Hvernig tekst einkareknu há- skólunum að halda sjálfstæði sínu gagnvart fjármögnunaraðilum sín- um? „Staðreyndin er sú að í Banda- ríkjunum eru fleiri einkaháskólar en opinberir. Þó að stúdentafjöldinn sé meiri í ríkisháskólunum þá eru einkaskólarnir fleiri. Einkaskólarnir njóta því fulls sjálfstæðis og eru á engan hátt háðir ríkisafskiptum og satt að segja virkar þetta í hina áttina. Það eru einkaskólarnir sem vernda sjálfstæði ríkisskólanna með því að fylgjast grannt með þeim og eru fljótir að grípa inn í ef ríkið fer að blanda sér í stefnumótun þeirra. Á hinn bóginn eru einkaskólarnir ekki háðir velgjörðamönnum sínum að öðru leyti en því að þeir eru undir stöðugu gæðaeftirliti. Kannski er það þess vegna sem svo hátt hlutfall bestu skólanna eru einkaskólar." — Á þeim 35 árum sem þú varst rektor Notre Dame-háskólans í Indiana hefur hann vaxið frá því að vera lítill óþekktur kaþólskur háskóli í einn af virtustu og best þekktu háskólum Bandaríkjanna. Hvernig gerðist þetta? „Ég hafði náttúrlega langan tíma til að afreka þetta, lengri tíma en nokkur annar háskólarektor hefur haft til umráða hér í Bandaríkjun- um, því 35 ár í embætti er met, kannski heimsmet! Á þessum tíma tvöfaldaðist tala stúdentanna en fjöldi kennara þrefaldaðist. Þetta segir kannski dálítið um aukin gæði kennslunnar. í öðru lagi fjór- faldaðist kennslu- og rannsókna- húsnæði háskólans og sem dæmi get ég nefnt bókasafn skólans sem stækkaði úr 250 þúsund bindum í 2 milljónir binda og nýja bókasafn- ið getur tekið við einni milljón binda til viðbótar. Það sem segir kannski mest er að þegar ég kom í embætti 1952 hljóðaði ársreikningur háskólans uppá sex milljónir dollara. Hann er núna 270 milljónir dollara. Það þýð- ir að hver skóladagur kostar eina milljón dollara í rekstri. Annað fjár- hagsatriði sem skiptir sköpum er að styrkjafé okkar hefur vaxið úr átta milljónum dollara í 670 milljón- ir og það gefur okkur vitaskuld mikið svigrúm til að styrkja stúd- enta, greiða kennurum góð laun o.s.fi’v. Notre Dame hefur færst frá botninum upp á toppinn í launa- greiðslum til kennara og bestlaun- uðu prófessorar við Notre Dame eru meðal þeirra hæst launuðu í Banda- ríkjunum. Þetta þýðir að sjálfsögðu að við getum státað af færustu kennurunum." — Ekki gerðist þetta af sjálfu sér. Geturðu lýst því hvað liggur að baki þessari velgengni? „Vissulega gerðum við ýmsar breytingar. Eitt af því sem skiptir verulegu máli er að fjöldi fyrrver- andi námsmanna skólans hefur vaxið úr 10 þúsund árið 1939 í 90 þúsund á þessu ári. Þessi hópur hefur ekki aðeins vaxið heldur hef- ur hann breyst úr því að vera stað- bundinn í það að vera alþjóðlegur. Tryggð þessara nemenda kemur fram í því að þeir styrkja skólann um 40-50 milljónir dollara árlega og bera hróður hans mjög fyrir bijósti um allan heim. Við höfum einnig unnið mjög ötullega að því að afla fjár til skólans og það hefur tekist með þeim árangri sem ég nefndi áður.“ — Notre Dame er kaþólskur há- skóli og þú ert kaþólskur prestur. Hvað felst í þessu orðum, kaþólskur háskóli? „Evrópskir háskólar á miðöldum, fyrstu háskólamir, voru allir ka- þólskir. Þeir voru stofnaðir af kirkj- unni og reknir af henni. Með siðbót- inni og iðnbyltingunni átti sér stað „Fordómum verður ekki eytt úr hugum fólks með lagasetningu eingöngu,“ segir Dr. Theodore M. Hesburgh, einn virtasti mann- réttinda- og menntamálafrömuð- ur Bandaríkjanna á þessari öld. aðskilnaður háskóla og kirkju og flestir háskólanna urðu ríkisskólar eins og við þekkjum þá í dag. í upphafi þessarar aldar átti sér stað eins konar endurreisn kaþólskra háskóla á þann hátt, að þeir kenna útfrá kristinni siðfræði. I dag eru fimm kaþólskir háskólar í Frakk- landi, tveir eða þrír í Belgíu, einn í Þýskalandi og einn á Ítalíu. í Bandaríkjunum og Kanada er helm- ingur allra kaþólskra háskóla í ver- öldinni. Það sem vekur athygli við þetta er að þessir skólar í Vestur- heimi voru ekki stofnaðir af kaþ- ólsku kirkjunni beinlínis heldur af reglum innan hennar eins og Dóm- inikum, Jesúítum og Reglu krossins helga sem ég tilheyri. Reglurnar stofnuðu háskólana og ráku þá um 100 ára skeið fram á miðja þessa öld en þá áttu breytingar sér viða stað innan þessara háskóla. Hvað snertir Notre Dame þá var það eitt af mínum fyrstu verkum að fá stjórn skólans, sem var ein- göngu skipuð af reglubræðrum, til að afhenda stofnunina stjórn leik- manna. Sú stjórn er skipuð kaþól- ikkum að meirihluta en í henni eiga sæti mótmælendur, gyðingar og einstaklingar af öðru þjóðerni en bandarísku. Skólinn er þannig rekstrarlega algjörlega óháður regl- unni en stefna hans er engu að síð- ur kaþólsk í grunninn. Þetta þýðir reyndar ekki að við tökum aðeins inn kaþólska stúdenta, síður en svo, kennarar og nemendur eru af ýms- um þjóðernum og játa ólík trúar- brögð. En allir stúdentar sem hefja nám við skólann hvort heldur er í lögfræði, læknisfræði, verkfræði eða húmanískum greinum er skyld- ir til að taka tvær annir af guð- fræði og heimspeki. Þetta er sá grunnur sem byggjum á og til sam- anburðar þá er þetta ekki nauðsyn- legt þar sem um rikisháskóla er að ræða. Þess má einnig geta að allir elstu háskólar Bandaríkjanna voru í upp- hafi stofnaðir af trúarhópum, mót- mælendum, meþódistum o.s.frv. Þessir háskólar hafa allir horfið frá uppruna sínum og núorðið hvarflar hann tæpast að nokkrum manni. Kaþólsku háskólarnir eru að þessu leyti í betri tengslum við rætur sín- ar, þó stjórn þeirra langflestra sé komin í hendur leikmanna." Dr. Hesburgh er ekki aðeins þekktur fyrir kunáttu á sviði mennt- amála og háskólarekstrar heldur hefur hann einnig staðið í farar- broddi þeirra sem láta sig mannrétt- indi og jafnrétti minnihlutahópa^, innan Bandaríkjanna og utan miklu varða. Hann var fyrsti formaður nefndar þeirrar sem Eisenhower forseti skipaði 1957 til að gera út- tekt á stöðu mannréttindamála í Bandaríkjunum, og þá sérstaklega málefnum svartra þegna landsins. Ég bað hann að segja frá þessu starfi. „Það er rétt, ég var fyrsti for- maður alríkisnefndarinnar sem hef- ur það hlutverk með höndum að fylgjast með stöðu mannréttinda- mála innan Bandaríkjanna. Nefndin fór um öll Bandaríkin og hlýddi á vitnaleiðslur þúsunda einstaklinga um mannréttindabrot og ástand mannréttindamála í einstökum borgum og fylkjum. Athyglin beind- ist einkum að stöðu svartra og það er rétt að benda á, því fólk gleymir því gjarnan, að í Bandaríkjunum eru fleiri blökkumenn en í nokkru Afríkuríki að Nígeríu undanskilinni og bandarískir blökkumenn _eru einnig fleiri en íbúar Kanada. Árið 1957 mátti enn sjá víða í Bandaríkj- unum sterkar leifar frá tímum þrælahaldsins og I mörgum fylkjum voru í gildi lög og reglur sem voru engu betri en apartheid-stefnan í Suður-Afríku. Þetta á sérstaklega við um Suðurríkin 13. Störf þessarar fyrstu nefndar náðu takmarki sínu 1965 þegar þingið samþykkti lög frá 1954 sem tryggðu öllum þegnum Bandaríkj- anna jafnan rétt fyrir dómskerfinu, til menntunar, húsnæðis en mikil- vægast var þó að atkvæðisréttur allra þegna var tryggður. Ég get sagt að á þeim 15 árum (1957- 1972) sem ég tók þátt í störfum þessarar nefndar var kynþáttaað- skilnaði fullkomlega útiýmt úr fylk- is- og ríkislögum í Bandaríkjanna. Okkur tókst ekki að útrýma for- dómum en þeim verður ekki breytt með lagasetningu eingöngu, þó við- horfið hafi breyst gífurlega á þess- um tíma.“ — Hver er staða þessara mála nú að þínu mati? Njóta bandarískir blökkumenn jafnréttis á við hvíta íbúa_ landsins? „Ég get einungis nefnt tölfræði- leg dæmi og borið saman stöðu mála árið 1957 annars vegar og hins vegar stöðuna í dag. Þá var staðan þannig að í Suðurríkjunum einum saman voru sex milljónir svartra sem höfðu enga möguleika á að neyta atkvæðisréttar. I öllum Bandaríkjunum voru aðeins sex opinberir starfsmenn úr röðum svartra sem gegndu störfum sem kosið er til. Þá á ég við fylkis- stjóra, borgarstjóra, lögreglustjóra o.þ.h. í dag eru á sjöunda þúsund svartra í slíkum embættum og nokkrum stærstu borgum Banda- ríkjanna er stjórnað af svörtum borgarstjórum, s.s. Detroit, Los Angeles, Atlanta, Houston og Washington DC. Þessa þróun má rekja beint til þess að atkvæðisrétt- urinn var tryggður með ítrekun lag- anna árið 1965. Vissulega hefur atkvæðisrétturinn verið tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá upphafi en hvað snerti svarta íbúa landsins þurfti að ítreka þessi lög og herða viðurlög við því að hindra þá í að neyta atkvæðisréttar síns. Þetta er sá hluti þróunar bandarísks þjóðfélags sem ég er einna stoltast- ur yfir að hafa átt beinan þátt að.“ — Störf þín i þágu þessara mála fundu ekki náð fyrir augum stjórn- ar Richards Nixons og þú varst settur af sem formaður mannrétt- indanefndarinnar árið 1972. Hvað olli þessum árekstri? „Ég reyndi að færa sönnur á með rannsókn í Washington að einn af verstu lögbijótum jafnréttislag- anna væri alríkisstjórnin. Ég kann- aði ástand þessara mála í ijörutíu stærstu opinberum stofnunum Bandaríkjanna og komst að þeirri niðurstöðu að einungis ein þeirra framfylgdi lögunum um jafnrétti til starfa innan sinna veggja. Allar hinar voru langt utan þessa ramma sem lögin kváðu á um. Nixon- stjórnin var alls ekki ánægð með þessa niðurstöðu og eitt fyrsta verk Nixons eftir að hann var endurkjör- inn forseti 1972 var að reka mig úr nefndinni. En það var heiður að því í þá daga.“ * — Þú stóðst einnig framarlega í því að lægja öldurnar innan banda- rískra háskóla þegar stúdentaóeirð- irnar náðu hámarki ’68 og ’69. Hver var þinn þáttur í því? „Þetta voru erfiðir tímar því ekk- ert þessu líkt hafði nokkru sinni gerst áður í Bandaríkjunum, Þetta byijaði á góðum forsendum því stúdentarnir voru reiðir yfir fátækt- inni í Bandaríkjunum þrátt fyrir að við værum ríkasta þjóð í veröld- inni. Þeir voru einnig reiðir yfir kynþáttamisréttinu en - fyrst og fremst voru þeir að mótmæla þátt- töku Bandaríkjanna í Vietnamstríð- inu. Þeim fannst það heimskulegt og þetta er líklega í eina skiptið í sögu Bandaríkjanna þar sem unga fólkið hafði vit fyrir eldra fólkinu. Að lokum komumst við útúr þessu stríði en ekki fyrr en við höfðum misst 50 þúsund ungmenni. Stúd- entarnir voru atkvæðamiklir því í hópi þeirra voru greindustu og at- hafnasömustu einstaklingar þessar- ar kynslóðar. Þetta var gott í fyrstu en þegar ofbeldið hófst og stúdent- arnir fóru að sitja um háskólana og hindra kennslu þá ákvað ég að grípa inn í. Ég sagði mínum stúd- entum að það væri rétt að mót- mæla því sem bryti gegn sannfær- ingu manns og ég væri tilbúinn að taka þátt í friðsamlegum mótmæl- um á þeim forsendum en þegar þeir væru komnir út í að hindra kennslu og frelsi háskólanna til að sinna akademískum skyldum sínum þá gæti ég ekki lengur stutt þá. Ég varaði stúdentana við því að ef þeir hindruðu starf háskólans myndi ég reka þá frá skólanum. Ég var fullkomlega tilbúinn að standa við þessi orð og þegar stúdentunum var ljós alvara málsins létu þeir undan síga. Þessi afstaða breiddist út til annarra háskóla í Bandaríkjunum og smám saman fjaraði „byltingin“ út. En þetta átti einnig sinn þátt í því að koma í veg fyrir að Nixon beitti hernum til að bæla niður óeirðirnar sem veruleg hætta var á þegar ástandið var sem verst.“ — Þú lést af störfum sem rektor Notre Dame-háskólans árið 1987 og hefur látið þig önnur mál sem lúta að friði og mannréttindum miklu varða síðan. „Já, þegar ég náði 70 ára aldri var ég spurður að því af yfirstjórn reglunnar se_m ég tilheyri hvað ég vildi gera. Ég sagðist helst vilja starfa með fimm af þeim stofnunum sem ég átti þátt í stofna við Notre Dame á rektorsárum mínum. Ein þeirra sinnir rannsóknum á sviði friðar og kjarnorkurannsókna, ein sinnir rannsóknum á sviði mann- réttinda, sú þriðja beinir rannsókn- um sínum að stjórnmála- og efna- hagsþróun í þriðja heiminum, sú fjórða er staðsett í Jerúasalem og sinnir rannsóknum á sviði eingyðis- trúarbragða og sú fimmta er sér- hæfð á sviði umhverfisrannsókna í heiminum. Ég er formaður stjórna þessara stofnana og tek þátt í að afla fjár til þeirra og efla tengsl við aðrar stofnanir á sömu sviðum víðs vegar í heiminum. Einn þeirra málaflokka sem mér er mest hug- leikin er stöðvun framleiðslu kjarn- orkuvopna og átti þátt í að stefna saman helstu trúarleiðtogum heims þar sem þeir fordæmdu framleiðslu kjarnorkuvopna í heiminum." — Líturðu þannig á störf þín og starfsferil að trúin sé sá grunnur sem allt byggist á? „Já, hún er vissulega undirstað- an. Ég hef oft sagt að ég myndi ekki taka að mér störf sem ég teldi mig ekki geta sinnt sem kaþólskur prestur. Á þessum forsendum hef ég vísað frá mér óskum um að bjóða mig fram til varaforseta Bandaríkj- anna og sem þingmann fyrir New York-fylki. Mér var einnig boðið að verða yfirmaður geimranrisðkna Bandaríkjanna en ég taldi mér ekki fært að takast á hendur starf þar sem sex billjónum af almannafé væri varið til eins verkefnis. Ég hef þá skoðun að prestur eigi ekki að taka beinan þátt í pólitískum störf- um. Ég tilheyri ekki pólitískum flokki og hef aldrei gert því hlut- verk prests er að færa fólk nær hvort öðru en ekki stía því í sundur." Viðtal: Hávar Sigurjónsson Dag’skrá málþingsins FYRSTI fyrirlestur málþingsins um háskóla og háskólamennt- un í Bandarikjunum verður í dag klukkan 13 í fundársal Lands- pítalans, þar sem Beverly Torok - Storb fjallar um krabba- meinsrannsóknir. Formleg setning málþingsins verður svo sið- degis, í sal 101 í Odda. Setningin í Odda hefst klukk- an 17:15. Þar flytja ávörp Char- les E. Cobb jr., sendiherra Bandaríkjanna, og Sveinbjörn Björnsson háskólarektor. Síðan flytur Otto Butz fyrirlestur um viðskiptamenntun í Bandaríkj- unum. Á miðvikudag flytur Theod- ore M. Hesburg fyrirlestur um framhaldsmenntun í Bandaríkj- unum í sal 101 í Odda og hefst hann klukkan 17:15. Fjórði fyrirlesari málþingsins er Michael Hooker, menntaður heimspekingur, sem auk rekt- orsstarfa er framkvæmdastjóri hátæknifyrirtækja. Á laugardaginn verður svo í anddyri Odda kynning á banda- rískum háskólum. Málþing þetta er haldið í samvinnu bandaríska sendi- ráðsins, Menningarstofnunar Bandaríkjanna, Menntastofn- unar íslands og Bandaríkjanna og Háskóla íslands. Sjöunda Bókastefnan í Gautaborg: Hlutur Islands góður en þó rýrari en á síðustu Bókastefnu Gautaborg. Frá Jóhanni Hjálmarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. BERTIL Falck, forstjóri Bókastefnunnar í Gautaborg, var hinn kátasti þegar hann sleit sjöundu bókastefnunni í Gautaborg á sunnudaginn . Á blaðamannafundi bauð hann upp á kampavín og viskí og kveikti sér í pípu um leið og hann lýsti því yfir að stærsta forlagi Svíðjóðar, Bonni- ers, hefði ekki tekist að drepa stefnuna með því að hafna þátttöku. Bót í máli var að næst stærsta forlagið, Norstedts, lét mjög að sér kveða. Bertil Falck sagði að höfnun Bonniers hefði gefið minni forlögunum fléiri tækifæri og það teldi hann jákvætt. Það þótti við hæfi að Astrid Lind- gren setti stefnuna síðastliðinn fimmtudag en sjálf sagðist hún ekki skilja hvemig mönnum hefði dottið .þetta í hug, kvað það afleita hug- mynd að fá barnabókahöfund til slíkra hluta. Astrid Lindgren er nú aldin að árum, en tekur af fullum krafti þátt í samfélagsumræðunni í Svíþjóð. Hún talaði blaðlaust. I ræðunni Iíkti hún bókum við brauð og sagði að við gætum ekki verið án bóka frekar en brauðs. Hvað ættum við að gera hefð- um við engar bækur, sagði Astrid Lindgren. Þrátt fyrir sjónvarp og alla nútíma tækni og uppfinningar þurf- um við á bókum að halda, sagði Lind- gren og bætti við: Látið bækurnar lifa því að við þörfnumst þeirra. Á Bókastefnunni sýndu og kynntu bækur sínar 950 aðilar, rithöfundar sem komu fram voru 300 og gestir ekki færri en 65.000. Sala bóka hef- ur aldrei verið meiri, enda mátti sjá klyfjaða Gautaborgara halda heim af stefnunni. Eins og í fyrra beið fólk í löngum biðröðum sem náðu langt út á götur og torg eftir því að fá að kaupa aðgöngumiða á stefnuna og ýmis dagskráratriði hennar. Meðal þess sem dró fólk að voru stjörnur á borð við Mickey Spillane, Ericu Jong, Colleen McCullough, Stefan Heym, Wolf Biermann Paul AUster og Astrid Lindgren. Heyrst hafa raddir um að Bóka- stefnan sé einn allsherjar markaður þar sem öllu ægi saman og veigamikl- ir hlutir, góðar bókmenntir, hverfi í skuggann, en óhætt er að segja að fjölbreytni stefnunnar er ótrúleg. íslendingar mega vel við una þótt hlutur þeirra sé ekki jafn stór og í fyrra. íslensk dagskráratriði og atriði tengd íslandi voru vel sótt og sýning- arbás íslenskra útgefenda var áber- andi. Einnig má nefna ágætan þátt íslenskrar myndlistar á sýningunni. Síðast en ekki síst ber að geta veit- Astrid Lindgren ingahússins Café Norden sem undir forystu starfsfólks Norræna hússins bauð upp á íslenskan mat þar sem flatkökur með hangikjöti nutu vin- sælda. Bertil Falck, eldhuginn bjartsýni, er þegar farinn að skipuleggja næstu Bókastefnu, en meðal þess sem setja mun svip sinn á hana eru ýmis af- mæli, tímamót sænskra kennara, sj^lfstæði Finnlands og færeysk efni. Þátttaka íslands á Bókastefnunni í Gautaborsr: ------------------------------O- 20 forlög sýndu bækur o g fjór- ir ungir rithöfundar kynntir HLUTUR íslendinga var stærri í Bókastefnunni í fyrra. Nú fór minna fyrir íslandi, en það er langt frá því að ísland hafi gleymst. Rithöfund- ar kynntu verk sin á stefnunni, tóku þátt i umræðum um ýmis efni og myndlistarmenn sýndu. Anna Einarsdóttir sem sá um framkvæmd stefnunnar fyrir hönd íslenskra bókaútgefenda sagði að íslendingar hefðu ekki verið í sviðs- ljósi. Hún teldi engu að síður framlag Islands myndarlegt og sagði í því , sambandi að tuttugu íslensk forlög hefðu sýnt bækur. Hún var spurð að því hvaða áhrif sýningin hefði sem slík. Anna sagði að sýningin hefði í för með sér töluverða sölu íslenskra bóka, jafnt til bókasafna sem ein- staklinga. Hún minnti líka á að hvergi erlendis væru jafn margir íslendingar búsettir og í Gautaborg og nágrenni, líklega um þijú þúsund talsins. Að þessu sinni komu fjórir íslensk- ir höfundar fram á sérstakri dagskrá sem nefndist Fjórir ungir íslending- ar. Anna sagði að val þeirra hefði stjórnast af því að þeir hefðu ekki áður látið að sér kveða á Bókastefn- unni og ekki verið þýddir. Auk þeirra tók Sigurður Pálsson skáld þátt í umræðufundi um það að vera rithöf- undur á hjara Evrópu. Lars-Aake Engblom, forstjóri Norræna hússins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þátttaka íslendinga á Bókastefnunni hefði aukið áhuga manna á íslandi og íslenskum bókum. Það væri ekki út í bláinn að telja að stefnan hefði haft áhrif á að fleiri íslenskar bækur en nokkru sinni áður, í fyrra alls tólf, hefðu komið út í sænskum þýðingum. Hann benti á hlut íslenskrar listar á stefnunni og einnig það að veitingahúsið Café Norden, var í umsjón íslendinga, starfsfólks Norræna hússins, og þar var íslenskur matur á boðstólum. Fjórir ungir íslendingar, þeir Guð- • mundur Andri Thorsson, Kristín Ómarsdóttir, Sjón og Sveinbjörn 1. Baldvinsson kynntu verk sín á Bóka- stefnunni setningardaginn 26. sept- ember. Stjórnandi var Árni Sigur- jónsson, ritstjóri Tímarits Máls og menningar. Höfundarnir lásu úr birt- um og óbirtum verkum eftir sig, ýmist á frummálinu, sænsku, dönsku eða ensku. Sveinbjörn I. Baldvinsson sagði m.a. frá leiþriti sínu sem frumsýnt verður hjá Borgarleikhúsinu innan skamms. Sveinbjörn minnti þó á gamla staðreynd að gæti maður lýst verki eftir sig í fáum orðum mætti sleppa samningu þess. Guðmundur Andri kom á óvart með því að kalla sjálfan sig sósíalreal- ista, ný skáldsaga hans væri sósíal- realísk, eins konar íslendingasaga, en væri það ekki. Hann sagði að skáldsagan fjallaði um íslenska drauminn, það að allir íslendingar vildu vera annað en þeir sjálfir. Sjón er að senda frá sér nýja ljóða- bók. Hann sagði að, súrrealisminn væri ekki dauður, stefnan væri ung. Kristín Ómarsdóttir játaði að myndir væru ríkur þáttur verka sinna. Hún sagðist ekki alltaf gera sér grein fyrir hvað væri mynd og hvað texti. Ný bók eftir Krsitínu er væntanleg. Guðmundur Andri taldi að allir íslenskir rithöfundar vildu skrifa sög- ulega skáldsögu og undir það tók Sveinbjöm I. Baldvinsson. Guðmund- ur Andri vakti máls á þýðingu íslend- ingasagna fyrir hann og fleiri. Svein- bjöm taldi forvitnilegt að reyna mörg ný form í skáldskap. Ungu íslendingarnir fjórir gáfu til kynna með lestri sínum og spjalli að íslenskar samtímabókmenntir séu ekki svo mjög frábrugðnar bók- menntum annarra þjóða, yfirleitt er unnið í módernískum anda. ísland sé þess vegna ekki eða ætti ekki að vera útkjálki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.