Morgunblaðið - 01.10.1991, Síða 54

Morgunblaðið - 01.10.1991, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1991 Vestfirðir: Spáð ágætri rjúpnaveiði Húsavík: Gunnar Eyjólfsson afliendir forseta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrsta styrktarpinnann. Styrktarpinni skáta afhentur BANDALAG íslenskra skáta er þessa dagana að senda fjölda fyrrverandi og núverandi eldri skáta og velunnara skátahreyfing- arinnar sérstakt barmmerki úr málmi, Styrktarpinna skáta 1991. í þessu tilefni afhenti skáta- höfðinjgi, Gunnar Eyjólfsson, for- seta Islands, Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrsta barmmerkið, en for- seti Islands er verndari íslensku skátahreyfingarinnar. Lengi hefur staðið til innan skátahreyfingarinnar að koma upp hópi „gamalla" og eldri skáta og velunnara þeirra og hefur nú verið unninn vísir að skrá yfir einstaklinga sem í hópnum ættu heima. Hópurinn sem hér um ræðir og verður í framtíðinni einn helsti bakhjarl skátahreyfingar- innar hefur fengið nafnið Styrkt- arsveit BÍS, Eitt sinn skátar - ávallt skátar, en ekki verður um neitt formlegt starf að ræða hjá honum. Á næsta ári verður skátahreyf- ingin á íslandi 80 ára og frá upp- hafi hafa tugir þúsunda ung- menna kynnst skátahreyfingunni í lengri eða skemmri tíma og eiga þaðan ljúfar minningar. Með Styrktarpinnanum myndast tengslin aftur þó óformleg séu og stefnt er að því að nýr pinni verði útbúinn á hveiju ári og sendur gömlum skátum. Mjög erfitt reyndist að safna saman upplýsingum um eldri fé- laga þar sem ekki hefur varðveist mikið af gömlum skrám og gögn- um. En haldið verður áfram að fullkomna skrána og eru eldri skátar sem ekki fá pinnann sendan nú vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Bandalags íslenskra skáta. Styrktarpinnann fá menn að gjöf og eru allir hvattir til að bera hann, en jafnframt fá menn sendan gíróseðil sem er fijálst framlag styrktarfélaga skáta. (Fréttatilkynning) Bíldudal. Rjúpnaveiðitímabilið náigast óðum og eru ijúpnaskyttur nú þegar farnar að skipuleggja fyrstu veiðiferðirnar þann 15. október, en þá hefst veiðitímabil- ið, og lýkur því 22. desember. Menn spá ágætri veiði í vetur og hafa gangnamenn séð talsvert af ijúpum síðustu daga og vikur. Það er verulegur munur á milli haustanna í fyrra og núna. Lítið sást af ijúpu í göngum í fyrra en j^ú horfir öðruvísi við. Ljóst er að allar kringumstæður hvað varp og uppkomu unga snertir var mjög gott í sumar. Beijaspretta hefur verið með eindæmum góð og hjálp- ar jiað mikið til. I samtali við Indriða Aðalsteins- son bónda og ijúpnaskyttu á Skjald- fönn í ísafjarðardjúpi, sagðist hann vera sæmilega vongóður með kom- andi ijúpnavertíð. Indriði veiddi Morgunblaðid/Kó'oert Schmidt Indriði Aðalsteinsson bóndi og rjúpnaskytta á Skjaldfönn í ísa- fjarðardjúpi er sammála mönn- um fyrir vestan að meira verði af ijúpu í ár en í fyrra. aðeins 100 ijúpur í fyrra og er það að hans sögn lélegasta ijúpnaveiði sem hann man eftir. „Jú, ég er sæmilega vongóður á þetta núna, eftir gott sumar hvað viðkomu stofnsins áhrærir. En ég get ekki ímyndað mér að þetta verði neitt verulegt veiðiár, það var það lágt á henni risið í fyrra. Mér sýnist að ungarnir séu ákaflega þroskalegir núna og það er t.d. ekki mikill munur á fullorðnum fugli og ung- fugli á þessum tíma,“ sagði Indriði í samtali við Morgunblaðið. Menn hér vestra láta hrakspár fuglafræðinga um ijúpnastofninn sem vind um eyru þjóta og eru í þess stað bjartsýnir á komandi ijúpnavertíð. Annars eru ijúpna- skyttur farnar að lækka verulega á sér risið og gera sig ánægða með fáeinar ijúpur í ferð. R. Schmidt. Vilja friða ijúpustofninn Húsavík. STOFNFUNDUR félagsskapar um verndun rjúpnastofnsins var haldinn á Húsavík siðastliðið miðvikudagskvöld og sátu fund- inn um 70 manns og gerðust 42 stofnfélagar. Félagið hlaut nafn- ið Rjúpnaverndarfélagið og er félagssvæðið afmarkað við Norð- urland eystra. Undanfarin ár hafa menn orðið þess varir að rjúpunni hefur verið að fækka og þá sérstaklega á þessu sumri eiida samkvæmt kenningunni um 10 ára sveiflur á hún nú að vera í lágmarki á þessu ári. Aðalhvatamenn að félagsstofn- uninni voru Atli Vigfússon, Laxa- mýri, og Héðinn Ólafsson, Fjöllum í Kelduhverfi, auk fleira áhuga- fólks. Fundinn sátu bæði friðarsinn- ar og skotveiðimenn og skiptust þeir á skoðunum og ræddu málin málefnalega, þótt sitt sýndist hveij- um. Friðarsinnar vilja algjöra friðun til rannsókna en skotveiðimenn töldu friðunina ekki nauðsynlega, en voru hvetjandi þess að rannsókn- ir færu fram. Skotveiðimenn töldu að veiði þeirra hefði lítil áhrif á stofninn og bentu á að fleiri vargar væru þar í véum og nefndu tófuna, minkinn, fálkann og fleiri fugla. En friðunar- sinnar töldu að skotveiðin hefði töluverð áhrif og einkennilegt væri ef ekki væri hægt að ofveiða ijúpna- stofninn eins og aðra stofna dýra- ríkisins. Einnig bentu þeir á að tæknin við ijúpnaveiðar væri mikið að breytast og menn eltu nú ijúp- una á fjallajeppum,' fjórhjólum, vél- sleðum og sumir notuðu það sem kalla mætti hríðskotabyssur, með allt að 11 skotum og skytu upp heila hópa, sem ekki væri hægt með einskota byssum. Fundurinn samþykkti tvær áskoranir til Alþingis. Sú fyrri var þess efnis að Alþingi samþykkti algjöra friðun ijúpunnar til næstu aldamóta þar sem hún væri nú í algjörri útrýmingarhættu og hin var um að Alþingi hlutaðist til um að hafðar yrður rannsóknir á ijúpna- stofninum, þar sem mikil þörf væri á vitneskju um lifnaðarhætti ijúp- unnar og tekið verði mið af niður- stöðum þeirra athugunar í framtíð- inni. Stjórn hins nýja félags skipa bændurnir Atli Vigfússon, Laxa- mýri, Tryggvi Stefánsson, Hall- grímsstöðum, og Indriði Ketilsson, Ytra-Fjalli. Kríuvinafélagið, sem hér hefur verið starfandi undanfarið, sýndi samstöðu sína með hinu nýja félagi með því að veita fundarmönnum kaffí. . . - Frettaritan Héraðsfundur Þingeyjarprófastsdæmis: Alyktað um Vestmannsvatii Frá stofnfundi félagsskapar um verndun rjúpnastofnsins, frá vinstri: Héðinn Ólafsson, Atli Vigfússon og Indriði Ketilsson. Umhverfisvæn efni leggðu þitt af mörkum til umhverfisvemdar l Þvottaefni seni eru ekki nf^ fosfati.''^' 95° Brinr Brim Mýkingarefi ^ ***#* FRIGG^ as Húsavík. HÉRAÐSFUNDUR Þingeyjar- prófastsdæmis var nýlega haldinn. Prófastur, sr. Erni Friðriksson á Skútustöðum, setti fundinn og stjórnaði honum. Héraðsfundur- inn var haldinn í Sumarbúðunum við Vestmannsvatn en aðalefni hans var cinmitt að ræða um fram- tíð Sumarbúðanna. Heiðursgestir fundarins voru herra Pétur Sigurgeirsson biskup og kona hans frú Sólveig Ásgeirsdóttir, en Pétur biskup og sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup voru frumkvöðiar að því að reistar yrðu við Vestmannsvatn sumarbúðir á vegum Æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti fyrir hartnær 30 árum. Um stöðu og framtíð sumarbúð- anna ræddu hr. Pétur, séra Jón Helgi Þórarinsson, prestur á Dalvík og núverandi formaður ÆSK, sr. Jón Ragnarsson deildarstjóri í fræðslu- deild þjóðkirkjunnar, en þeir voru sérstakir gestir fundarins. Einnig ræddu málið sr. Pétur Þórarinsson sem lengi var sumarbúðastjóri, og nú hefur tekið við Laufásprestakalli, og séra Kristján Valur Ingólfsson, Grenjaðarstað, núverandi formaður Sumarbúðanefndar. I máli allra kom fram mikill áhugi á enn frekari efl- ingu staðarins. Hitaveita hefur verið lögð á staðinn sem gjörbreytir allri starfsaðstöðu, og gerir búðunum kleift að starfa allt árið. Héraðsstjóri Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófasts- dæmis auk kristnisjóðs greiddu allan kostnað við hitaveituna. Fyrirhuguð eru á komandi vetri námskeið með fermingarbörnum og einnig ýmis námskeið fyrir fullorðna. Fundurinn samþykkti tillögur frá Stefáni Skaftasyni um að kjósa Morgunbiaðið/Silli Biskupshjónin fyrir miðju, prestshjónin á Laufási og sr. Magnús prestur í Ljósavatnsprestakalli. þriggja manna nefnd til að gera til- lögur að framtíðarstarfsgrundvelli búðanna og skipa þá nefnd sr. Pétur Þórarinsson, Stefán Skaptason og Sig. Pétur Björnsson. I tengslum við kosningar nýs full- trúa í stað sr. Bolla Gústavssonar vígslubiskups í nefnd sem starfað hefur til undirbúnings kristnitökuaf- mælinu, tók héraðsfundurinn einnig til umfjöllunar fyrirhugaða byggingu kirkju á Ljósavatni, sem verði um leið minningakirkja um þann atburð þegar Þorgeir Ljósvetningagoði heim kominn af alþingi varpaði húsgoðum sínum í Goðafoss. í þessu sambandi samþykkti fundurinn eftirgreinda áskorun: „Héraðsfundurinn fagnar því að hugmyndir, um byggingu kirkju á hinum fornhelga stað Ljósavatni í Þingeyjarprófastsdæmi eru þegar komnar til framkvæmda af hálfu sóknarnefndar Ljósavatnssóknar. Héraðsfundurinn skorar á hið háa Alþingi að taka nú þegar á næsta þingi málefni kirkjubyggingarinnar til umræðu og veita til þess verkefn- is fjárframlögum á næstu árum, er þessum helgidómi eru samboðin. Héraðsfundurinn leggur á það áherslu að ný kirkja að Ljósavatni er jafnframt því að vera sóknar- kirkja Ljsoavatnssóknar helgidómur þjóðarinnar allrar, sem helgar minn- ingu kristnitökunnar, þess atburðar sem hæst rís í þjóðarsögunni." Mörg önnur mál komu til umfjöll- unar þótt þeirra sé ekki getið hér. í prófastsdæminu eru nú 8 prestar starfandi og hefur fækkað um einn með því að Staðarfells- og Hálspres- taköll hafa verið sameinuð í nýtt Ljósavatnsprestakall og í þessum 8 prestaköllum eru alls 22 sóknir. Héraðsfundurinn var mjög vel sóttur og voru fulltrúar frá flestum sóknum auk allra prestanna. Fundin- um lauk með biskupsmessu í Gren- jaðarstaðarkirkju, þar sem sr. Pétur Þórarinsson predikaði. - Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.