Morgunblaðið - 19.11.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991
5
Aðalfundur HÍK: ,
A
Islenskukennarar hafi
minni kennsluskyldu
til að efla móðurmálið
AÐALFUNDUR Hins ísl. kennarafélags, sem haldinn var fyrir
helgina, samþykkti tillögu um móðurmálskennslu með 26 atkvæð-
um gegn 24, þar sem segir m.a. að gefa eigi móðurmálskennurum
sérstakt svigrúm með minni kennsluskyldu til þess að efla móður-
málið í íslenskum skólum.
Tillagan var svohljóðandi: „Gott
vald á móðurmálinu er forsenda
þess að nemendur nái árangri í
öðrum námsgreinum. HÍK telur
Erró:
800 áritanir
frá morgni
fram á kvöld
ERRÓ áritaði 800 eintök af
ævisögu sinni, Erró - Margfalt
líf, síðastliðinn laugardag hjá
Máli og menningu, að sögn
Halldórs Guðmundssonar út-
gáfustjóra.
Sagði Halldór, að bókinni hefði
verið vel tekið og að margar pant-
anir um áritun hefðu borist utan
af landi. Erró sat við frá kl 11:30
að morgni til kl. 20 að kvöldi með
smá hléi og þrykkti litla grafíska
mynd á titilblað bókanna og ritaði
nafn sitt á 800 tölusett eintök
ásamt höfundinum Aðalsteini Ing-
ólfssyni listfræðingi.
að öllum kennurum beri skylda til
að leggja rækt við móðurmálið í
kennslu sinni og leiðbeina nemend-
um og hvetja þá til vandaðrar
málnotkunar. Ennfremur telur
HÍK að gefa eigi móðurmálskenn-
urum sérstakt svigrúm með minni
kennsluskyldu til þess að efla
móðurmálið í íslenskum skólum.”
Aðalfundur HÍK varar við því
að tekið verði upp inntökupróf í
Háskóla íslands og vill félagið leita
eftir samvinnu við Háskólann með
það m.a. að markmiði að styrkja
stöðu stúdentsprófs. „HÍK mót-
mælir harðlega geðþóttaákvörð-
unum menntamálaráðherra um
innra starf skóla s.s. að stöðva
þróunarstarf í MH og lengingu
kennaranáms í Kennaraháskóla
íslands,” segir í ályktun fundarins.
Beinir aðalfundurinn því einnig
til alþingis að lögum um kjara-
samninga opinberra starfsmanna
verði breytt þannig að opinberir
starfsmenn öðlist samnings- og
verkfallsrétt sambærilegan við al-
menn verkalýðsfélög, afnumið
verði ákvæði um yfirvinnuskyldu
og lögum um Lífeyrissjóð ríkis-
starfsmanna verði breytt þannig
að greitt verði í lífeyrissjóð af öll-
um launum.
Æ fleiri versl-
anir opnar á
sunnudögum
FÆRST hefur í vöxt að verslanir
á höfuðborgarsvæðinu séu opnar
um helgar og fram eftir kvöldum
virka daga. 'I Hagkaup í Skeif-
unni var opið frá kl. 13 til 18 sl.
sunnudag og er fyrirhugað að
áframhald verði á því. I Mikla-
garði við Miðvang í Hafnarfirði
er nú opið virka daga frá kl. 9
til 22, á laugardögum frá kl. 10
til 22 og á sunnudögum frá kl.
11 til 22 en verslunin í Hafnar-
firði svo og Miklagarðsverslan-
irnar í Garðabæ og JL-húsinu
hafa fram til þessa verið opnar
til kl. 18 á sunnudögum.
Að sögn Jóns Ásbergssonar,
framkvæmdastjóra Hagkaups, var
mjög mikið að gera í Hagkaup sl.
sunnudag og er fyrirhugað að opið
verði í Skeifunni í framtíðinni á
sunnudögum. Jón sagði þennan
lengda opnunartíma vera svar við
breytingum sem hefðu átt sér stað
á opnunartíma verslana á höfuð-
borgarsvæðinu á undanförnum
misserum. Hann sagði að ekki hefði
verið tekin ákvörðun um opnunar-
tíma fleiri Hagkaupsverslana þessa
daga.
Hilmar Kristinsson, verslunar-
stjóri Miklagarðs í Garðabæ og
Hafnarfirði, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hugmyndin um
að lengja opnunartímann í Mikla-
garðsversluninni í Hafnarfirði væri
ekki ný en henni hefði verið hrint
í framkvæmd þegar samkeppnin
jókst fyrir skömmu með opnun svo-
kallaðra 10-10 og 10-11 verslana.
Hilmar sagði að verið væri að
kanna hvort grundvöllur væri fyrir
því að hafa fleiri verslanir Mikla-
garðs opnar lengi alla daga vikunn-
ar.
FARKORT
greidslukort með fríðindum
VtSA
FARKORT er greiðslukort sem gefið er út í
samvinnu Félags íslenskra ferðaskrifstofa og
VISA ÍSLAND.
FARKORT er alþjóðlegt VISA-greiðslukort, og
því gjaldgengt á yfir 8 milljón verslunar- og
þjónustustöðum um allan heim.
FARKORTI fylgja sömu réttindi og almennu
VISA-korti en ýmis fríðindi því til viðbótar.
Fullkomnar ferða/slysa-, sjúkra- og
farangurstryggingar og helmings afsláttur
af forfallatryggingargjaldi.
Afsláttur á fjölmörgum skemmtistöðum,
veitingahúsum, hótelum og bílaleigum
innanlands.
Afsláttur á skoðunarferðum erlendis.
Sveigjanlegri greiðsluskilmálar hjá
ferðaskrif stofum.
Sérstakar „lukkuferðir“, þar sem hánd-
höfum FARKORTS bjóðast
30 utanlandsferðir fyrir 30 krónur.
Um þessar ferðir er dregið tvisvar á ári.
7-10% afsláttur af tilteknum ferðum til
helstu sumarleyfisstaða Evrópu. Þessar
ferðir eru auglýstar með góðum fyrirvara.
Ódýrar öræfaferðir.
O
o
o
o
Þetta er því engin spurning!
Upplýsingar veita ferðaskrifstofur, barlkar og sparisjóðir um land allt.
FARKORT
EÐA EKKIFARKORT
-það er engin spurning