Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Talsmenn samtaka útgerðar og fiskvinnslu; hagfræðingur um þróun launabils 1980-90: Brýnt að framkvæma tillögnr sjávarútvegs- ráðherrans sem fyrst TALSMENN útgerðar og fiskvinnslu segja að tillögur Þorsteins Pálsson- ar sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórninni um aðgerðir til að styrkja stöðu sjávarútvegsins gangi i rétta átt og njóti stuðnings samtaka í greininni. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að fiskvinnslan styðji þessar tillögur og brýnt sé að þær komist sem fyrst til framkvæmda. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LIU, segir að tillögurnar njóti mikils stuðnings útgerðarinnar og séu í samræmi við þær óskir sem útgerðarmenn hafi sett fram. „Við höfum lagt áherslu á leng- ingu lána í Atvinnutryggingasjóði, að felldar verði niður innborganir í Verðjöfnunarsjóð. Það skiptir sjávar- útveginn verulegu máli að eigi sér stað bæði veruleg nafnvaxtalækkun og raunvaxtalækkun innanlands,” sagði Arnar. Hann sagði að fiskvinnslumenn styddu einnig lækkun aðstöðugjalda og lækkun raforkukostnaðar. „Við teljum þó að þrátt fyrir þessar að- gerðir verði vinnslan áfram rekin með tapi. Þær drægju hins vegar verulega úr hallanum í dag,” sagði hann. Arnar sagði að heildarskuldir í Sandgerði: Vélarvana bát rak að landi VÉLARVANA báti, Nirði EA 208, með tveimur mönnum á var bjarg- að síðdegis í gær þegar hann rak vélarvana í átt að landi við Stafn- nes. Hólmsteinn GK kom bátnum til hjálpar og kom taug á milli þegar Njörður var kominn inn á 12-14 faðma dýpi. sjávarútveginum næmu um 100 milljörðum. „Það má áætla að rúm- lega þriðjungur þeirra eða 35 millj- arðar séu skuldir innanlands. Það hlutfall hækkar svo vegna vanskila- skulda. Því gæti 1% raunvaxtalækk- un þýtt um 350 milljónir kr. á ári, sem skiptir að sjálfsögðu miklu máli,” sagði Arnar. Sveinn Hjörtur sagði að sér litist vel á ráðstafanir sjávarútvegsráð- herra. „Raunvextir eru alltof háir. Þeir hafa hækkað á sama tíma og ríkt hefur samdráttur hjá fyrirtækj- um og lánsfjáreftirspurn hefur minnkað.- Vaxtastigið innanlands skiptir mjög miklú máli fyrir afkomú greinarinnar eins og aðrir kostnað- arliðir í þjóðfélaginu. Svðírin sagði mikilvægt að iækka raforkuverð til sjávarútvegsfyrir- tækja og að áðstoðugjald hefði rúm- lega tvöfaldast á útgerðarfyrirtækin að undanförnu. „Við verðum strax að aðlaga efna- hagslífið í Iandinu að erfiðum að- stæðum. Það liggur á að þessar ráð- stafanir verði framkvæmdar. Öll bið- staða er hættuleg,” sagði Sveinn Hjörtur. Gylfi Arnbjörnsson Spurst fyrir um stál- bræðsluna ÞROTABÚ íslenska stálfélagsins hefur fengið fyrirspurnir frá er- lendum aðilum um kaup á stál- bræðslunni í Hafnarfirði, sem þrotabúið auglýsti til sölu í fag- tímaritinu Metal Bulletin sem dreift er um allan heim sl. mánu- dag. Önnur auglýsing birtist í gær, að sögn Helga Jóhannesson- ar bústjóra. Helgi kvaðst ekki geta upplýst hvaða aðilar það væru sem hefðu sýnt kaupum á stálbræðslunni áhuga, þetta væru mjög óformlegar fyrirspurnir og beðið hefði verið um frekari gögn í málinu. Ein fyrirspurn barst í gær, en einnig hefði verið hringt í stóra aðila í málmiðnaði erlendis og þeim kynnt fyrirtækið. Þar á meðal væru aðilar sem ís- lenska stálfélagið hefði verið í við- skiptum við áður. Helgi sagði að unnið væri þessa dagana að gerð yfirgripsmikillar skýrslu með lýsingu á fyrirtækinu sem lysthafendur fá senda. Lokið verður við skýrsluna á næstu dögum. Hann sagði að ekkert ákveðið verð væri sett á verksmiðjuna, það væri samningsatriði sem væri háð sam- þykki veðhafa. Hann vonaðist til þess að kaupendur fengjust að stál- bræðslunni fyrir næstu áramót. Stálbræðslan var auglýst til sölu í Morgunblaðinu í gær. Þar segir meðal annars að málmtætari sem íslenska stálfélagið keypti á kaup- leigu af sænsku fjármögnunarfyrir- tæki gæti fylgt með ef um semst við hlutaðeigandi fyrirtæki. Svava á leið til Puerto Rico Svava Haraldsdóttir, fegurðardrottning íslands 1991, er nú stödd í London en þaðan heldur hún innan skamms til Puerto Rico til að taka þátt í keppninni Ungfrú heimur. Meðfylgjandi mynd var tekin af Svövu við komuna til Heathrow-flugvallar á miðvikudaginn. Launabílið jókst mest á meðal skrifstofu- og afgreiðslufólks i Tekjumunur milli stétta hélst óbreyttur Njörður er 17 tonna bátur sem rær frá Sandgerði. Að sögn hafnar- varðar í Sandgerði var talið líklegt að bilun í gír hefði valdið því að báturinn missti afl. Slysavarnarfélaginu barst til- kynning um vanda Njarðar klukkan 12.43 og auk þess sem strax var kallað til nærstaddra báta var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflug- velli. Þar sem Hólmsteinn KE, sem er 43 tonna bátur, var hins vegar skammt undan og kom taug á milli, þótti ekki nauðsynlegt að þyrlan færi á loft. Bátarnir komu til hafnar í Sand- gerði um klukkan 14.50. „Mér fínnst vinnubrögðin á Al- þingi vera allt önnur og lakari en í borgarstjórn. í borgarstjórn fer fram miklu málefnalegri og vandaðri um- ræða en á Alþingi. Á Alþingi er mikið um alls konar uppákomur, með hálfgerðum gagnfræðaskóla- brag, þar sem nokkrir fyrrverandi ráðherrar eru afskaplega sérstakir í sínum málatilbúnaði, að ekki sé meira sagt,” sagði forsætisráðherra. Davíð kvað það hafa komið sér á óvart hversu ómálefnalegir þing- menn gætu verið í málflutningi sín- um. „Það er eins og ákveðnir þing- menn haldi að þinghaldið eigi að ganga út á það að vera með einhver sniðugheit frá degi til dags og reyna að vinna einhveijar keilur í einhveij- um uppákomum,” sagði Davíð. Forsætisráðherra nefndi sérstak- lega utandagskrárumræður á þingi LAUNABIL milli starfsfólks í skrifstofu- og afgreiðslustörfum jókst stöðugt á árunum 1980- 1987 en hefur að nokkru leyti gengið til baka á síðustu árum. og þingskapaumræður, sem væru ekkert um þingsköp, og væru því algjör misnotkun á því hugtaki. „Maður ber nú ekki mikla virðingu fyrir þessum vinnubrögðum og sum- ir þingmenn hafa vakið sérstaka athygli mína. Eg er til dæmis alveg undrandi á formanni Alþýðubandalagsins sem mér finnst vera afskaplega ómál- efnalegur og sérstakur í vinnubrögð- um. Ég tel jafnvel að framkoma eins og hans hefði þótt hallærisleg meðal skólafélaga, þegar á menntaskóla- stiginu. En reyndir þingmenn segja mér að þetta séu svona fráhvarfsein- kenni fyrrverandi ráðherra sem þeir eigi erfitt með að leyna, en slíkt lag- ist þegar frá líður,” sagði Davíð. - Nú vekur það auðvitað athygli þegar forsætisráðherra gefur vinnu- staðnum Alþingi þessa einkunn. Engin breyting hefur þó orðið á Iaunamun á milli starfsstétta innan ASI á þessum tima og lau- namunur á milli kynjanna hefur ekki breyst. Aukinn mismunur á Ertu þeirrar skoðunar að breyta beri starfsháttum þingsins og regl- um þar að lútandi verulega? „Nei, ég held að starfsreglumar séu ágætar, ef farið er eftir þeim. En þingmenn sem koma hver á fæt- ur öðrum og tala um þingsköp, sem eru fundarsköpin, og nota það til persónulegra árása á ráðherra og fleiri, eru bara að misnota reglur. Endalausar kröfur um utandag- skrárumræður um nánast ekki neitt eru líka dæmi þess að menn taka hvorki sjálfa sig né þingið alvarlega. Ég hef því orðið mjög hissa á um- ræðunum,” sagði Davíð. - Hvað um þau átök sem átt hafa sér stað á milli þín og Inga Björns Albertssonar, þingmanns Sjálfstæð- isflokksins? Var þetta ekki ágrein- ingur sem hefði átt að fjalla um í þingflokknum og mun þessi deila ykkar hafa einhver eftirmál í för með sér? „Ingi Björn er bara einn af þeim sem hefur misnotað þingsköp. I tví- gang fór hann tvisvar upp undir heitinu þingsköp og notaði tímann svo til þess að ráðast persónulega á mig, en hann átti að fjalla um fund- milli hæstu og lægstu launa félagsinanna innan ASÍ hefur nær eingöngu átt sér stað innan einstakra starfsstétta, einkum meðal skrifstofu- og afgreiðslu- fólks. Þá hefur launamunur á milli kvenna í skrifstofu- og af- arsköp Alþingis og meðferð þeirra. Ég á ekki von á neinum sérstökum eftirmála vegna þessa upphlaups Inga Björns. Að vísu hefur þingmaðurinn nú þegar verið í allmörgum þingflokk- um, eftir fjögur ár á þingi, þremur ef mig misminnir ekki. Hann er kannski ekki mikið fyrir það að starfa í félagsskap,” sagði forsætis- ráðherra. - Áttu við það að Ingi Björn kunni hugsanlega að hverfa úr þingflokki Sj álfstæðisflokksins? „Ég hef ekki hugmynd um það, en ég kynni betur við það, að hann eins og aðrir þingmenn flokksins ræddi málin í þingflokknum, en væri ekki að bera sín mál á torg. Skaðinn var skeður þegar jafnstór orð voru höfð uppi eins og hann hafði haft, þar sem hann margtöngl- aðist á því hvað þyrfti að gerast til viðbótar þessu slysi, til þess að menn áttuðu sig. Það er náttúrlega slík melding, að það er með hreinum ólíkindum,” sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Sjá einnig þingsíðu bls. 38. greiðslustörfum aukist heldur meira en launamunur meðal karla innan þessarar starfsstétt- ar. Þetta kom fram í erindi Gylfa Arnbjörnssonar hagfræðings kjararannsóknarnefndar á fræðslufundi VR á þriðjudag. Gylfi sagði í samtali við Morgun- blaðið að í úrtakskönnunum kjara- rannsóknarnefndar hefði komið í ljós að launahækkanir skrifstofu- og afgreiðslufólks hefðu orðið tölu- vert minni frá síðasta ári saman- borið við hækkanir verkafólks og iðnaðarmanna. Samanburður sýndi að átt hefði sér stað svokallað nei- kvætt launaskrið meðal skrifstofu- og afgreiðslufólks, sérstaklega meðal karla á skrifstofum. Sagði Gylfi þetta einkum þýða að fólk sem væri ráðið inn á skrifstofurnar hæfi störf á lægra kaupi en þeir sem láta af störfum. „Yfirborgunin er að hluta til að ganga til baka. Við höfum borið þetta undir starfs- fólk og forystumenn verkalýðs- félaga, sem kannast við þetta. Það er aukin ásókn háskólamenntaðs fólks í skrifstofustörf og viðskipta- fræðingar sækja til dæmis í aukn- um mæli í bókunar- og gjaldkera- stöðurnar,” sagði hann. Gylfi sagði að á vegum kjara- rannsóknarnefndar hefði verið unn- ið að sérstakri könnun á þróun launamunar á milli stétta á síðasta áratug. Komið hafi í Ijós að launa- bilið innan ASÍ hafi aukist frá 1980 fram undir 1987 en síðan þá hafí það heldur gengið til baka. „Mesta stígandin er á þeim árum þegar launin voru ekki verðtryggð á mikl- um verðbólguárum. Þetta aukna launabil innan ASÍ er þó ekki kom- ið til vegna þess að ein stétt hafi farið fram fyrir aðra stétt. Þessi munur á launum er fyrst og fremst t'l kominn vegna þess að launa- dreifingin innan stéttanna hefur aukist,” sagði Gylfi. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Hef orðið fyrir miklum von- brigðum með störf Alþingis DAVÍÐ Oddsson segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnu- brögð Alþingis og það hvernig þingmenn í skjóli utandagsskrár ræðna og umræðna um þingsköp komast upp með alls konar uppákom- ur og persónulegar árásir á aðra þingmenn. Forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Ingi Björn Albertsson væri bara eitt dæmi um þingmann sem misnotaði sér þingsköp til persónulegra árása. I * i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.