Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 10

Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Islensk fyndni ÚT ER komin hjá Erni og Ör- lygi hf. bókin Ný _ alísiensk fyndni sem Magnús Oskarsson borgarlögmaður safnaði og setti saman. Fyrir nokkrum árum kom út bókjn Alíslensk fyndni eftir Magn- ús Óskarsson og í kynningu útgef- anda segir m.a.: „Nú hefur borgar- lögmaður brugðið aftur á leik og sett saman nýja bók, ekki síðri en þá fyrri. í þessa bók hefur hann UPPÞVOTTAVEL (SLIM UNE) Model 7800 7 manna matarstell, 3 þvotta- kerfi. Hæð 85 cm - breidd 45 cm - dýpt 60 cm. Verð kr. 56.772.- stgr. LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 •Hotp0^ ÞVOTTAVEL Model 9525— 4.1 kg. Vinduhraðar, 500 og 800 snún- ingarámlnútu 20 þvottakerfi. Tromla úr ryðfrlu stáli. Hæð 85 cm - brejdd 59,5 cm - dýpt 56,3 cm. Verft kr. 55.196.- stgr. HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 valið hátt á annað hundrað nýjar úrklippur, sem birtast í sinni upp- runalegu mynd og eru þær helm- ingur bókarinnar. í hinum helm- ingnum eru eins og í fyrri bókinni margvísleg gamanmál, limrur, brot úr útvarpsfréttum og gaman- sögur, sem höfundur hefur ein- stakt lag á að segja þannig að fyndni þeirra njóti sín. Sá maður er dauður sem ekki hlær við lestur þessarar bókar. Örn og Örlygur gefa bókina út.” Uppákoma í mið- bænum um helgina NOKKRIR einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir ætla sameigin- lega að vekja athygli á ýmsum þáttum í sögu Grófarinnar og nágrenni í miðbæ Reykjavíkur, á morgun, laugardaginn 30. nóvember. Þá verð- ur einnig rifjuð upp þróun samgangna og samgöngutækja í miðbænum. Dagskráin hefst kl. 10.30 með því Arnarhól. Magnús Óskarsson að gengið verður frá Arnarhóli niður að Læk, Tryggvagötu og Hafnar- stræti í Grófina að Bryggjuhúsinu. Þaðan verður farið á Grófarbiyggju og um borð í farþegaskipið Ames. Einnig verða gömul siglingatæki skoðað í Hafnarhúsportinu og fleira. Þátttakendur geta valið um að fara í siglingu eða ganga til baka upp á Anna Júlíana Sveinsdóttir á ljóðatónleikum í Gerðubergi LJOÐATONLEIKAR vetrarins í Gerðubergi hefjast nú fjórða árið í röð. Vegna góðrar aðsókn- ar á ljóðatónleikana á liðnum árum eru nú í fyrsta skipti skipti tvennir tónleikar hverju sinni, á laugardögum klukkan fimm, og svo eins og venjan er, á mánu- dagskvöldum klukkan hálfníu. Mánudagstónleikarnir eru með sínu hefðbundna sniði, en á laug- ardagstónleikunum kynna flylj- endur efni ljóðanna og segja frá höfundum og tilurð verka. Aðrir tónleikar vetrarins verða nú um helgina, laugardaginn 30. nóvember kl. 17.00 og mánudag- inn 2. desember kl. 20.30, en þá syngur Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzósópran við píanóundirleik Jónasar Ingimundarsonar. Efnisskráin er íjölbreytt. Anna Júlíana syngur ljóðasöngva eftir Georg Enescu, eitt besta og ástsæl- asta tónskáld Rúmena; Frederic Chopin, sem kunnari er fyrir píanó- verk sín, en samdi engu að síður ágæta söngva við pólsk ljóð; Vögguvísu og Máninn líður eftir Jón Leifs og loks ljóðasöngva eftir llflj iLADA UMB0ÐIÐ VETRARSK0ÐUN 1. Athuga ástand ökutækis. 2. Athuga olíu á vél, stýrisvél og vökva á rafgeymi, kælikerfi, rúðusprautum, bremsum og kúplingu. 3. Mæla frostlög og bæta á efþarf. 4. Mæla rafgeymi og hleðslu og hreinsa geymasambönd. 5. Hreinsa síurí bensíndælu og blöndungi. 6. Athuga og skipta um, efþarf, þétti, platínur, kveikjuhamar, kveikjulok, kertaþræði, kerti, loftsíu og viftureim. 7. Athuga ventlalokspakkningu. 8. Strekkja tímakeðju og tímareim efþarf. 9. Stilla kveikju og blöndung. 10. Athuga sviss, startara, mæla, kveikjana, þurrkur og miðstöð. 11. Athuga öll Ijós. 12. Stilla Ijós. 13. Athuga hurðir og smyrja læsingar. 14. Stilla kúplingu og herða á handbremsu. 15. Stiila slag í stýrisgangi og hjólalegu efþarf. 16. Hemlaprófa. Varahlutir sem notaðir eru við almenna vetrarskoðun eru seldir með 10% afslætti. Verð á vetrarskoðun Lada Samara 8.183 kr. Aðrir Lada bílar 9.443 kr. ofangreint verd miðast við vetrarskoðun án elniskostnaðar. Einnig tökum við Lada bíla í reglulegar 10.000 km. skoðanir BIFREIÐAfí & LANDBUNAÐARVELAR HF. Suðurlandsbraut 14108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36 Beinn sími á verkstæði 3 97 60 -----------------------—--------------- Gústav Mahler, þar á meðal Erinn- erung og Frúhlingsmorgen. Anna Júlíana Sveinsdóttir lauk einsöngvara- og söngkennaraprófi frá tónlistaháskólum í Þýskalandi og var ráðin við Ríkisóperuna í Aachen að námi loknu. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleiká hérlend- is og sungið á tónlistarhátíðum í Kaupmannahöfn og Bergen, og haldið ljóðatónleika í Þýskalandi. Hún er vel þekkt fyrir túlkun sína á ýmsum óperuhlutverkum hér á landi. Anna Júlíana kennir nú söng við Tónlistarskóla Kópavogs og sögu óperu- og ljóðasöngsbók- mennta við Tónlistarskólann í Reykjavík og í Nýja tónlistarskó- lanum. Sala áskriftakorta á ljóðatón- leikana stendur nú yfir í Gerðu- bergi. (Fréttatilkynning) Því næst verður farið í siglingu út fyrir Engey og á leiðinni verða gerðar nokkrar mælingar á ástandi sjávar. Brottför verður frá Grófar- bryggju. Einnig er áætluð ökuferð í hundrað ára gamalli hestakerru um miðbæinn og verður farið frá Steind- órsplaninu og verður sú ferð endur- tekin kl. 14.. Leiknir verða gamlir slagarar fyr- ir framan Bryggjuhúsið kl. 15.30 og kl. 16 verður settur af stað klukku- sláttur jólbjöllunnar á homi Aðal- strætis og Vesturgötu. Á sunnudag verður íslenski fáninn dreginn að húni fyrir framan verslun- ina Geysi kl. 10.45. Að því loknu gefst tækifæri á að fara með rútu austur á Kambabrún og ganga þaðan gömlu þjóðleiðina yfír Hellisheiði að Kolviðarhóli. Komið verður aftur í bæinn um kl. 17. -------» 4-4--------- ■ KRISTÍN Geirsdóttir hefur opnað sýningu í Bóksafni Kópa- vogs. Kristín Geirsdóttir fæddist 1948 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985-1989 og brautskráðist úr málaradeild. Einnig sótti hún nokkur námskeið við Myndlistar- skólann í Reykjavík. Kristín tók þátt í samsýningu í Hafnarborg í október 1990. Fyrstu einkasýning- una hélt hún í Ásmundarsal í októ- ber sl. Sýningin í Bókasafni Kópa- vogs stendur til áramóta. Hún er opin á sama tíma og Bókasafnið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-21, föstudaga kl. 10-19 og laug- ardaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Einsöngur og píanóleikur ________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Yelda Kodalli og Murat Kodalli héldu tónleika í íslensku óperunni sl. miðvikudag. Á fyrri hluta tón- leikanna lék Murat Kodalli g-moll ballöðuna eftir Chopin, sónötu eftir föður sinn, Nevit Kodalli, þijú stykki og tvö sönglög eftir sjálfan sig, sem Yelda Kodalli söng. Murat Kodalli lék g-moll ballöðuna eftir Chopin allt of fijálslega í takt og þar sem á reyndi í tækni og hraða, hafði hann ekki fullt vald á þessu meist- aralega píanóverki eftir Chopin. Tónverk þeirra feðga, bæði sónat- an og þrjú smálög, eru á köflum erfið sem píanóverk en ekki áhugaverð sem tónlist, því þar er fátt að heyra, sem ekki var búið að þrautvinna úr, um og eftir 1920 í Evrópu. Tvö sönglög við kvæði eftir Abbas Savar, eru ákaflega losaralegar tónsmíðar, sem söngkonan átti og bágt með að gera nokkuð úr. Eftir hlé söng Yelda Kodalli hveija stóraríuna eftir aðra, þar voru verk eftir Verdi, Offenbach, Mozart óg Delibes. Það fer ekki á milli mála að Yelda Kodalli er stórfengleg söngkona, með glæsi- lega rödd, bæði hvað varðar tónfegurð og hljómstyrk og ekki síður tónsvið. Með tíð og tíma ætti henni að vera fær leiðin „upp á toppinn”. Það sem einkum vant- ar á er túlkun og músíkölsk mót- un, sem þó er aðeins spurning um tíma, því á því sviði hefur hún einnig mikla hæfileika. Raddleikni hefur hún þegar mikla, er naut sín í aríu Ólympíu úr ævintýrum Hoffmans og „Klukkuaríunni” eftir Delibes, þó Yelda Kodalli Murat Kodalli allt hefði ekki verið snurðulaust. í Traurigkeit úr Brottnáminu og aríu úr II Re pastore, eftir Moz- art, vantaði það músíkalska vald, sem nauðsynlegt er til að gefa slíkri tónlist líf og tilfinningu. Sama má segja um Caro nome eftir Verdi. Rödd Yeldu Kodalli er glæsileg en söngur hennar er enn of með- vitaður og leikur henni ekki full- komlega í munni. Þar til þarf aðeins tíma og íhugun, hafna yfir alla tæknisýningu, sem getur þó verið skemmtileg áheyrnar, sé hún gædd mannlegri hlýju. Ein og sér stendur tæknin köld og áhrifalítil, því söngur er annað og meira en tækni. Með honum be- rast skilaboð, er eiga sér svar í tilfinningum þeim sem á hlýða. Til þess að öðlast vald á listinni að syngja, þarf að temja sér undir- gefni við listina og í því lítillæti hefur mörgum auðnast að snerta fald listagyðjanna. Það er í raun lokaprófraun Yeldu Kodalli og þá mun „Töfraflautan” óma með full- um hljómi. Undirleikurinn hjá Murat Kod- alli var nokkuð losaralegur. í einni arípnni eftir Mozart lék Zbigniew Dubik á fiðlu og gerði það mjög vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.