Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 48

Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 48 Minning: Bergþór K. M. Albertsson Fæddur 21. ágúst 1914 Dáinn 23. nóvember 1991 Nú er hann Bergþór Albertsson horfinn okkur. En hann skilur eftir margar góð- ar og glaðar minningar. Við höfum spilað brids saman undanfarin ár fjórar vinkonur og eru tvær tengdadætur Bergþórs. Einhvern veginn æxlaðist það svo, að ef ein- hver okkar forfallaðist, þá kom Bergþór og hljóp í skarðið. Hann kom með sitt ljúfa skap, háværa og glaða hlátur. Hann fór létt með spilamennskuna og máttum við hafa okkur allar við þegar „vara- maðurinn” mætti. Það eru nú ekki nema þrjár vikur síðan við spiluðum síðast saman og var Bergþór þá orðinn mikið veik- ur, en þrátt fyrir það bar hann sig vel og gekk um beinn í baki og karlmannlegur að sjá. Spilagleðin og góða skapið voru á sínum stað. Eg held ég geti sagt fyrir hönd okkar spilafélaganna, að við eigum eftir að sakna „varamannsins” okk- ar. Guðrún Sigurjónsdóttir Nú er hann afi Bergþór farinn til Guðs. Við vitum, að honum líður vel þar, en samt ér svo skrítið, að við skulum aldrei geta séð hann aftur. Minninguna um afskaplega góð- an, ljúfan og skemmtilegan afa munum við geyma með okkur. Hann afí vildi alltaf allt fyrir okkur gera og hafði gaman af að leika við okkur, líka eftir að hann var orðinn svo mikið veijjur. Ávallt var hann tilbúinn að koma með okkur inn í herbergi, þar sem fína tafl- borðið hans var, og kenna okkur mannganginn eða tefla við okkur. Afí fór oft með okkur í göngutúra og á róló, og hann beið rólegur á meðan við hömuðumst í rólum og römbum. Svo komum við heim til ömmu Maju á eftir og fengum heit- ar pönnukökur og mjólk. Mörgum stundum sátum við líka saman á gólfínu á Norðurvanginum og púsl- uðum og horfðum á sjónvarpið. Það var eiginlega sama, hvað við báðum hann um, hann var alltaf til í að leika við okkur. Við systkinin biðjum algóðan Guð að passa hann afa okkar og gefa henni ömmu Maju styrk. Hildur Rut, Sveinn Birkir og Bryndís María. Það er einkennileg tilfínning að standa frammi fyrir þeirri stað- reynd að kveðja elskulegan frænda, sem ég er búin að þekkja frá því ég man eftir mér. Þótt ég vissi að aldurinn væri farinn að færast yfír hann og heilsan nokkuð farin að gefa sig átti ég þó von á að njóta samvista við hann í nokkur ár til viðbótar. Eiginlega dettur manni ekki dauðinn í hug í hinu daglega amstri, en samt er hann nálægur og nálægari en allt annað og gerir ekki boð á undan sér. Frændi minn, Bergþór Alberts- son, sem lést 23. nóvember sl., er kvaddur í dag frá Fríkirkjunni í Hafnarfírði. Flestar ljúfustu minningar mínar og systkina minna frá bernskuárun- um tengjast honum og Maríu konu hans á einn eða annan hátt. Berg- þór Albertsson var fæddur á Bíldu- dal 21. ágúst 1914, yngri sonur hjónanna Alberts Þorvaldssonar og síðari konu hans, Jóhönnu Guðrún- ar Jóhannsdóttur. Eldri sonurþeirra var Guðmundur, en hann drukknaði um þrítugs aldur. Albert var áður giftur Steindóru Guðmundsdóttur, en hún lést 34 ára frá fjórum ung- um dætrum og var móðir mín, Steindóra, þeirra yngst, rúmlega tveggja mánaða gömul. Jóhanna Guðrún gekk því móður minni ög systrum hennar í móður stað. Albert og Jóhanna fluttu með börn sín til Hafnaríjarðar árið 1919 og þar andaðist Albert árið 1927 liðlega 72 ára að aldri, en Jóhanna lést árið 1958, 86 ára. Frá þeim tíma bjó Bergþór með móður sinni á Vesturbraut 22 í Hafnarfirði eða allt þar til hann hóf búskap með eiginkonu sinni, Maríu Jakobsdóttur, en þau gengu í hjóna- band 26. desember 1941 og hefðu því átt gullbrúðkaup síðar á þessu ári. Heimili Bergþórs og Maríu var á Vesturbraut 22 í ein 42 ár en þau fluttust að Norðurvangi 31. Foreldrar mínir hófu sinn búskap á Vesturbraut 22 í skjóli Jóhönnu ömmu, en fluttu til Reykjavíkur árið 1935. Fyrstu minningar mínar~tengdar Begga frænda, eins og hann var jafnan kallaður, eru tengdar jólun- um. Eg man þegar hann kom hlað- inn pökkum á aðfangadag á heim- ili okkar. Og gjafírnar voru ekki af lakara taginu. Á þessum árum og var hann tíður gestur á heimili foreldra minna, enda kært með þeim systkinum, móður minni og honum, auk þess sem ég veit að hann var móður minni betri en eng- inn, því faðir minn var oft langdvöl- um á sjónum og mamma ein heima með barnahópinn. Árið 1938 kom ung og falleg stúlka til að vera vinnukona á heim- ili okkar. Það var hún María. Þar sáust þau fyrst, hún og Bergþór, og það leiddi, eins og áður er getið, til hjónabands sem staðið hefur í hartnær hálfa öld. Starfsvettvangur Bergþórs hefur alla tíð tengst bílum og akstri. Hann gerðist leigubíl- stjóri árið 1938 og mikið fannst okkur krökkunum hann Beggi frændi alltaf eiga fallega bíla. Þá var ekki bíll á hveiju heimili eins og nú. Þær voru ófáar bílferðirnar sem við fói-um með Begga frænda á þessum árum. Það var farið í ferðir á sunnudögum en skemmti- legast var þegar við systkinin feng- um að fara með Begga og ömmu Jóhönnu austur fyrir fjall, þegar hún var að heimsækja vinkonur sín- ar á Stokkseyri og systir að Sauð- holti. Ég man hvað Kambarnir voru ógnvekjandi og alltaf var þungu fargi af manni létt þegar þeir voru að baki. Þær voru líka ófáar ferðirn- ar, sem pabbi og mamma fóru með Begga og Mæju víðsvegar um land- ið. Þær voru ekki minni í hugum okkar þá, en utanlandsferðirnar eru í dag. Ég minnist áranna þegar ég og Steindóra, tvíburasystir mín, vorum sendar fyrst aðeins 5 ára gamlar til Súðavíkur og vorum þar í alls þijú sumur hjá foreldrum Mæju. Ég minnist með gleði og ánægju þeirra sumra þegar ég var 10 og 11 ára gömul og var hjá þeim Begga og Mæju og passaði Jóhann, elsta son þeirra. Beggi frændi minn var einstakur maður. Hægur, rólegur en þó skemmtilegur, gætinn til orðs og æðis og iagði aldrei illt til nokkurs manns. Hann hafði bætandi áhrif á alla þá sem hann umgekkst. Hann var líka hamingjusamur og átti góða ævi. Hann átti góða konu og þau áttu barnaláni að fagna. Börn þeirra eru fjögur, synirnir Jóhann og Kristján og systurnar Bergþóra og Steindóra, öll gift og hafa eign- ast mörg börn og eru búsett í Hafn- arfirði. Samhentari fjölskyldu þekki ég ekki. Það er komið að kveðjustund. Með söknuði kveð ég elskulegan frænda og við systkinin ei-um þakk- lát fyrir að hafa kynnst og notið samvistar við hann. Ég vil fyrir mína hönd, systkina minna og fjöl- skyldna okkar, senda Maríu, börn- um hennar og fjölskyldum og öðrum ástvinum, okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Bergþórs Albertssonar. Jóhanna G. Steinsdóttir Okkur langar til að kveðja hann afa síðustu kveðjunni. Þakka honum fyrir allar góðu stundirnar, sem við áttum með honum. Gönguferðirnar, bíltúrana, leikina, veiðiferðirnar og allt. Guð blessi hann afa. Dröfn og María Jonný Mig langar að minnast elskulegs afa míns með nokkrum orðum. Fyrstu sporin átti ég í húsi afa og ömmu á Vesturbrautinni og upp frá því vorum við alltaf góðir vinir. Varla leið sá dagur að ég hitti hann ekki eða heyrði í honum. Afí hafði alltaf tíma fyrir mig eins og hin barnabörnin og var óþreytandi að sinna okkur, leiðbeina, leika við okkur og hjálpa. Það er einkennilegt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta afa aftur. Eftir standa minningar, góð- ar minningar um ljúfan mann, sem ég mun geyma með mér. Afi hefur fengið hvíld og ég veit að nú líður honum vel. Blessuð/sé minning hans. Björg Sæmundsdóttir Þegar ég kveð tengdaföður minn, Bergþór Albertsson, að leiðarlokum verður mér fyrst hugsað til vináttu og trausts. Þeir, sem stóðu honum nær, reyndu vináttu hans og traust með margvíslegu móti. „Vinur er sá, er í raun reynist,” finnst mér orð við hæfi á kveðjustund. Bergþór Kristján Mýrmann Al- bertsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 21. ágúst 1914 á Bíldudal, sonur hjónanna Jóhönnu Guðrúnar Jóhannsdóttur og Alberts Þorvaldssonar rennismiðs og sjó- manns. Hann var yngstur sex systkina, þeirra Sigríðar, Guðrúnar, Aðalheiðar, Steindóru og Guðmund- ar,. sem nú eru öll látin. Systrunum fjórum gekk Jóhanna Guðrún í móðurstað, er Albert hafði misst fyrri konu sína, Steindóru Guð- mundsdóttur. Jóhanna og Albert áttu saman synina Guðmund og Bergþór. Tvö systkinanna, þau Sig- ríður og Guðmundur, létust langt um aldur fram, Sigríður af barns- förum en Guðmundur í sjóslysi. Sonur Sigríðar, Albert Þorsteinsson prentari, ólst upp hjá Bergþóri og Jóhönnu Guðrúnu. Fimm ára að aldri fluttist Berg- þór með foreldrum sínum til Hafn- arfjarðar, þar sem hann ól síðan allan sinn aldur. Hann átti ekki frekar en margir aðrir, sem uxu úr grasi á árunum milli stríða, kost á langri skólagöngu og fór eins fljótt og aldur og geta leyfðu að vinna þau störf, er til féllu. Akstur og útgerð leigubíls varð hins vegar ævistarf Bergþórs að langmestu leyti. Má telja hann til fyrstu kyn- slóðar þeirra manna hérlendis, sem gerðu það starf að lifibrauði sínu. I tæpa fjóra áratugi eða samfellt frá árinu 1938 gerði Bergþór út og ók leigubíl. Á fyrstu áratugum bíla- aldar var starf leigubifreiðastjórans óneitanlega sveipað nokkrum ljóma og allmiklu íjölbreyttara en nú er. Þessi umskipti reyndi Bergþór í starfi sínu, og sjálfum þótti honum fyrri hluti þessa tímabils um margt miklu minnisverðari, þegar það var t.d. ekki óalgengt, að einstaklingar og jafnvel fjölskyldur tækju leigu- bíl í viku til 10 daga til að fara í sumarleyfí út á land. Oft urðu ferðalög af þessu tagi eftirminnileg, þar sem farartæki voru í frumstæð- ara lagi og ekki síður vegir lands- ins, sem voru nánast eins og trippa- stígar miðað við það sem nú er. Sú venja var viðloðandi í Hafnar- fírði eins og sjálfsagt víðar, að leigubílstjórar væru auðkenndir með númerum bifreiða sinna til styttingar og þæginda. Bergþór var því iðulega nefndur Beggi á 250 og eru þeir margir Hafnfírðingarn- ir, sem kannast vel við hann með því auðkenni. ' Leiguakstur hefur yfirleitt þótt nokkuð vanþakklátt starf og sá sem það ætlar að stunda verður að hafa þjónustulund til að bera í ríkum mæli. Hitt sést mönnum oft yfir, að leiguakstur er að mörgu leyti merkilegur mannlífsskóli og getur þegar best lætur orðið mönnum á við háskólanám í mannlegum sam- skiptum. Viðskiptavinirnir úr öllum stigum þjóðfélagsins með ólíkar skoðanir og viðhorf og oftar en ekki reynir verulega á þolgæði, umburðarlyndi og yfirvegun bíl- stjórans. Þá eðliskosti hafði Berg- þór ríkulega og reyndar marga fleiri, sem gerði honum kleift að komast vel af við viðskiptavini sína. Segja má, að leiguaksturinn hafi þroskað hann og eflt á ýmsa lund sem persónu og mótað mjög við- horf hans, sem einkenndust kannski fyrst og fremst af nærgætni, um- burðarlyndi og virðingu í garð sam- ferðamanna. Hann var geðprýðis- maður, svo að til var tekið, ljúf- menni í umgengni og allri viðkynn- ingu, en þó fastur fyrir og lét ekki auðveldlega sinn hlut, ef svo bar undir. Fór þó í þeim efnum fram hávaðalaust og með þeirri stillingu, sem reynsla hans í samskiptum við fólk af margvíslegum toga í gegn- um leiguaksturinn hafði kennt hon- um. Bergþór útskrifaðist því úr mannlífsskólanum með láði. Kynni okkar Bergþórs hófust fyrir um það bil tuttugu árum. Þau voru í fyrstu lausleg, en þróuðust síðan í ágæta vináttu, þegar ég tengdist fjölskyldu hans fastari böndum. Við störfuðum saman um skeið og komst ég þá vel að raun um, að Bergþór var nákvæmur og afar samviskusamur í starfi og gerði að öðru jöfnu meiri kröfur til sjálfs sín en þeirra, sem störfuðu með honum og fyrir hann. Mér þótti það líka eftirtektarvert, að í löngum og nánum kynnum okkar varð ég þess ekki var, að ávirðingar annarra eða hrasanir af einhverju tagi, sem gátu jafnvel á stundum snert hann sjálfan, yrðu honum til- efni til köpuryrða af einhveiju tagi eða meinlegra athugasemda. Hnjóðsyrði um náungann voru ekki til í orðabók hans. Slíkt hlýtur að- eins að vera á færi vandaðra manná. Þegar Bergþór hætti leiguakstri um miðjan áttunda áratuginn tók hann að sér rekstur bensínstöðvar Olíuverslunar Islands við Vestur- götu í Hafnarfirði og rak hana um þrettán ára skeið eða til ársloka 1986. Þar eins og í leiguakstrinum voru viðskiptavinirnir af öllum toga og enn sem fyrr nýttust honum Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og ömmu, SIGURLAUGAR GUÐMUIMDSDÓTTUR, Reynimel 52. Esther Jónsdóttir, Sígurlaug Halldórsdóttir. best meðfædd ljúfmennska og sú ögun í umgengni við fólk, sem reynslan hafði áskapað honum. Bergþór kvæntist 26. desember árið 1941 Maríu Jonný Jakobsdótt- ur, dugnaðarkonu af vestfírsku bergi, sem syrgir nú ástkæran eig- inmann og lífsförunaut. Hjónaband þeirra var farsælt og gott og eign- uðust þau fimm böm. Fyrsta barn þeirra, Jóhanna Guðrún Alberts, fæddist 26. febrúar 1942, en dó 29. maí sama ár úr kíghósta. Næst- ur í röðinni og elstur eftirlifandi barna þeirra Bergþórs og Maríu er Jóhann Gunnar verkfræðingur, f. 12.12.1943, kvæntur Ambjörgu G. Björgvinsdóttur og eiga þau fjögur börn, þá Kristján Gunnar prentari f. 31.3.1947, kvæntur Sóleyju Örn- ólfsdóttur og eiga þau einnig fjögur börn, þá Bergþóra María viðskipta- fræðingur, f. 20.9.1951, gift Birni Sveinssyni og eiga þau þijú börn, en yngst er Steindóra myndmennta- kennari, f. 17.11.1954, gift Sæ- mundi Stefánssyni og eiga þau þijár dætur. Öll eru þau búsett í Hafnar- firði. Bergþór var barngóður maður. Það reyndu börn hans ríkulega og ekki síður barnabörnin, sem sakna nú góðs vinar og félaga í stað, er var ávallt tilbúinn að gefa þeim stund. Við því var að búast að þau drægjust að ljúfmenni eins og Berg- þóri, þar sem börn almennt eru hvað næmust á skaphöfn manna. En nú verða samverustundirnar ekki fleiri. Framan af ævi átti Bergþór þess ekki kost frekar en margir aðrir á hans reki að hafa tíma aflögu fyrir tómstundir, og þá varla öðruvísi en svo að grípa í tafl eða spil milli túra. Af hvoru tveggja hafði Berg- þór dijúgt gaman, en allra síðustu árin átti brids þó frekast hug hans og síðustu rúbeituna spilaði hann aðeins tveimur vikum fyrir andlát sitt, þá sjúkur og farinn að kröft- um. Sú íþrótt, sem heillaði hann þó mest, var stangveiðin. 0g þótt hann tæki ekki að stunda hana fyrr en á efri árum naut hann veiðiskap- arins þeim mun betur. í þeirri íþrótt var fjölskyldan ávallt nálæg og þá veiðiferð fór Bergþór varla, að ein- hver úr fjölskyldunni væri ekki með í för. Bergþór var ágætur fulltrúi þess fjölmenna hóps stangveiði- manna, sem sýna og sanna að unun og yndi er hægt að hafa af veiði- skap án þess að kosta þurfí veru- lega miklu til. Margar veiðiferðirnar fórum við saman, flestar stuttar, að kveldi til að afloknum vinnu- degi. Oftar en ekki kom það fyrir, að tíminn nam staðar í kvöldlogninu og kyrrðinni og ekkert skipti máli nema þetta eina, sem allir veiði- menn sækjast eftir. Síðasta veiði- ferðin á liðnu sumri er þó ef til vill sú eftirminnilegasta. Nokkur yngstu barnabarnanna voru með í för eins og oft áður og sum þeirra. fengu þá sinn fyrsta fisk með þeim fögnuði og gleði, sem fylgir slíkri upplifun. Glaðastur allra var þó án efa öldungurinn í hópnum, afi Beggi, sem veiddi vel og sneri aftur endurnýjaður og sæll. Bergþór var ekki heilsuhraustur og mátti þola ýmis veikindi af og til framan af ævi. Á þeim sigraðist hann þó jafn- an. Fyrir allmörgum árum kenndi hann hjartameins, sem skerti starfsgetu hans til muna. Bergþór hafði átt friðsælt ævikvöld um nokkurra ára skeið, er í ljós kom nú á haustdögum, að sjúkdómur sýnu skæðari var tekinn að heija. Það var honum huggun harmi gegn síðustu vikurnar að geta að mestu leyti dvalist á heimili sínu, þar sem hann naut umönnunar eiginkonu sinnar, nærri ættingjum og ástvin- um, sem voru honum svo mikils virði. Bergþór andaðist á St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði laugardaginn 23. nóvember, en útför hans verður gerð í dag frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði. Bergþór Albertsson var farsæll í Iífí og starfi, gæfumaður í hvívetna og kvaddi þetta líf í sátt við allt og alla. Heilsteyptur og vandaður maður er genginn. Þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir. Þess háttar mann kveðjum við í dag. Sæmundur Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.