Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 54

Morgunblaðið - 29.11.1991, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Minning: Lárus G. Jónsson skókaupmaður Fæddur 28. apríl 1906 Dáinn 28. nóvember 1991 Tengdafaðir minn, Lárus Guðjón Jónsson, fyrrverandi skókaupmaður í Skóverzlun Lárusar G. Lúðvígs- sonar, er nú horfinn í hóp feðra sinna sem hann unni svo mjög. Lárus er kominn af stórri fjöl- skyldu skósmiða og skókaupmanna í Reykjavík. Hann fæddist í húsinu Bergstaðastræti 34 en ólst lengst af upp í Þingholtsstræti 11 og var næstelsta barn Jóns Lárussonar skósmíðameistara og Magdalenu Margrétar Gunnlaugsdóttur. Afi Lárusar var Lárus G. Lúðvígsson skósmíðameistari og skókaupmað- ur, sonur Lúðvigs steinsmiðs sonar Alexíusar Árnasonar pólitís sem var fyrsti íslenzki lögregluþjónninn. Lárus G. Lúðvígsson og kona hans, Málmfríður Jónsdóttir, voru bæði Reykvíkingar aftur í ættir. Þau eignuðust 9 börn sem komust á legg og er af þeim komin stór ætt sem setti mikinn svip á verzlun og viðskipti í Reykjavík, sérstaklega á fyrri helmingi þessarar aldar. Lárus G. Lúðvígsson opnaði sam- nefnda skóverzlun sína og skó- smíðaverkstæði árið 1877 í húsun- um Ingólfsstræti 3 og 5. Þessi skó- verzlun var fyrsta sérverzlun með íkó á Islandi og að margra áliti stærsta og vegiegasta skóverzlun á Norðurlöndum eftir að synir hans reistu henni stórhýsið Bankastræti 5 árið 1929. Þeir sem hafa náð fimmtugsaldri muna þá verzlun vel, veglegan inngang og glæsileg- an verzlunarsal sem var tvískiptur, til vinstri var herradeild og til hægri dömudeild og voru sérstakir af- greiðslumenn í hvorri deild. í miðri verzluninni, gegnt inngangi, var breiður stigi sem lá upp á skrifstof- ur og vörugeymslur. Þegar skó- verzlunin var lögð niður árið 1963, 86 árum frá stófnun, var húsið seit Verzlunarbankanum og má vel sjá enn í núverandi Island^banka hversu vel var það að öllu búið. Sem unglingur var Lárus mörg sumur í sveit hjá föðurbróður sín- um, Lúther bónda á Ingunnarstöð- um í Brynjudal í Kjós. Þar kynntist Lárus almennum landbúnaðarstörf- um, lærði umgengni við land og skepnur og varð dýravinur. Þann lærdóm færði hann sér í nyt síðar og meðal annars sem hestamaður því hann átti gæðing góðan, Rauð, sem hann syrgði lengi eftir að hann var felldur. Til minningar um þenn- an vin sinn geymdi Lárus alla tíð einn hóf. Með skóla hóf Lárus störf sem sendisveinn í skóverzlun fjölskyld- unnar. Að lokinni hefðbundinni skólagöngu var Lárus, þá enn und- ir tvítugu, sendur af föður sínum og bræðrum hans sem þá ráku skó- verzlunina til verzlunarnáms til London í því skyni að koma síðan til starfa í fjölskyldufyrirtækinu. Vafalaust hafa þeir bræður sem voru fyrirhyggjumenn ætlað honum að geta tekið við verzlunarrekstrin- um síðar. Átti Lárus fyrst og fremst að læra ensku og skrift verzlunar- bréfa sem hann og gerði enda sáust þess merki í starfi hans síðar að undirstaðan var góð á því sviði. Eftir heimkomuna hóf hann starf í skóverzluninni, fyrstu árin við af- greiðslu í dömudeild. Liprari af- greiðslumaður að sögn þeirra sem reyndu fannst ekki í Reykjavík í þá daga. Verður tæpast annað sagt en jafnræði hafi verið með dömu- deild og herradeild því Ingólfur Isólfsson afgreiddi þá í herradeild. Þeir sem það muna gleyma ekki þeim undraverða hraða og lipurð þegar þeir félagar smeygðu skóm á fætur og bundu reimar. Þegar kaup höfðu verið gerð hurfu skór aftur í kassa og seglgarni kross- bundið um hraðar en auga á festi. Eftir nokkurra ára starf í af- greiðslu fluttist Lárus á skrifstof- una og tók síðan smám saman við rekstri fyrirtækisins fyrst með föð- urbræðrum sínum og loks einn. Reksturinn var mjög umfangsmikill þá og fólst í innflutningi, heildsölu til annarra skókaupmanna og í smásölu í þeirra eigin verzlun. Eft- ir að smásöluverzlunin var lögð nið- ur árið 1963 hélt Lárus enn skóum- bnðum og stundaði skóinnflutning í nokkur ár. Tengdamóður mína, Önnu Krist- ínu Sveinbjörnsdóttur frá ísafirði, hitti Lárus þegar hún afgreiddi í Laugavegsapóteki. Það mál eins og önnur sótti Lárus af kappi og dugn- aði og giftu þau sig í Reykjavík 26. maí 1928. Settu þau fyrst saman bú í Þingholtsstræti 11 sem þá var enn í eigu fjölskyldunnar og næsta hús við Ingólfsstræti 12, sem Jón Lárusson hafði þá nýlega byggt. Samgangur hélst því mikill áfram milli ungu hjónanna og foreldra Lárusar. Börn Lárusar og Önnu urðu þijú, Hrefna, fædd 1929, gift Ragnari Kvaran og eru þau búsett í Lúxemborg, Anna Margrét, fædd 1934, gift Jónasi Hallgrímssyni og búsett í Garðabæ, og Jón, fæddur 1942, kvæntur Sigríði Guðjónsdótt- ur og einnig búsett í Garðabæ. Barnabörn önnu og Lárusar eru 7 og barnabarnabörn 12. Lárus gerðist ungur skáti og ólst því upp við útivist, gönguferðir og fjallaferðir. Þangað sótti hann öðru fremur hið mikla líkamsþrek sitt og frelsisást og jafnframt þekkingu á landi sínu og náttúru sem entist honum svo lengi. Árum saman ferð- aðist Lárus með vini sínum, Guð- mundi Jónassyni, um hálendi ís- lands, fjöll og jökla. Um fertugt hóf Lárus að stunda skíðaferðir og áttu þær sem íþrótt hug hans allan lengst af síðan. Hann var einn af þeim fyrstu sem leitaði út fyrir land- steinana til síðaiðkana, fyrst til Noregs fyrir um 30 árum og þá sem farastjóri með keppnisliði en síðan til Austurríkis og síðustu skíðaferð sína þangað fór hann 76 ára gam- all. Ferðir Lárusar í Kerlingaijöll á sumrin voru frægar því ekkert lét hann aftra för sinni og lagði til dæmis ótrauður í hina frægu Sandá á lítilli fólksbifreið af Cortina-gerð. Annars voru bifreiðar ekki að skapi hans og þrátt fyrir góð efni keypti hann þær ekki ótilneyddur því þær höfðu af honum hreyfingu og frelsi og náið samband við náttúru og umhverfi sem honum var svo dýr- mætt. Síðustu skíðaferð sína í Blá- fjöll fór Lárus með okkur 79 ára gamall og hélt hann þar sínum ör- ugga svigstíl til síðustu beygju sem við getum vottað. Áhugi Lárusar á tónlist var mik- ill. í foreldrahúsum lærði hann á píanó. Síðar á æfinni keypti hann sér sjálfur píanó og hóf nám og æfingar sem skiluðu furðugóðum árangri. Hann var góður söngmað- ur og einn af stofnendum karlakórs- ins Merkúrs, kórs verzlunarmanna í Reykjavík. Lárus var félagsvera að eðlisfari og þann þátt ræktaði hann með sér alla tíð. Hann var skáti eins og áður er sagt og stundaði fimleika og fleiri íþróttir með glímufélaginu Ármanni. Árum saman var hann í stjórn Skíðafélágs Reykjavíkur og átti lengi sæti í skíðaráði. Hann var félagi í Lionsklúbbi Reykjavíkur. Takmarkalaus starfsorka, ósér- hlífni og létt lund gaf samferða- mönnum hans mikið. Lárus var hagur maður. Lengi voru til fallegar teikningar og vatnslitamyndir eftir hann frá yngri árum. Eftir litla tilsögn hóf hann að skera í tré og við þá iðju undi hann sér á síðkvöldum á fyrri bú- skaparárum. Eftir að hann hætti verzlunarrekstri tók hann upp þráð- inn að nýju og nú prýða heimili barna og barnabarna útskornar hill- ur og kassar sem bera merki ör- uggs handbragðs hans og smekk- vísi. Snemma árs 1944 festu Lárus og Anna kaup á sumarbústað við Álftavatn í Grímsnesi og varð hann þeirra annað heimili á sumrin næstu 30 ár. Þar fékk vinnugleði og hag- leikur Lárusar að njóta sín best. Þegar fyrsta húsið tók að fúna hóf Lárus nýbyggingu á staðnum. Fór hann þá óvenjulegu og frumlegu leið að byggja nýja húsið utan um það gamla sem veitti skjól á meðan á byggingu stóð. Síðan var gamla húsið rifið og eftir stóð stórhýsi samkvæmt mælikv.arða sumarbú- staða enda var þetta fyrir setnihgu allra reglugerða um húsastærðir þar í sveit. Stærðin átti vel við því þau hjón ætluðu að byggja svo stórt að öll barnabörnin gætu gist og það tókst. Sumarbústaðurinn Bláskógar stendur enn og að mestu svipaður Sparisjóðirnir, Perlan og Fróði hf. efna til barnadaga í Perlunni. Kynning á nýjum barnabókum: - Mitt er þitt eftir Þorgrím Þráinsson. - Egill og Garpur eftir Ragnheiði Davíðsdóttur og Stefán Kjartansson. -Heitirðu Ómar eftir Ómar Ragnarsson. Piötukynning: - Andartak, sólóplata Rafns Jónssonar. Jólasveinar verða á staðnum. Öll böm fá glaðning frá sparisjóðunum á laugardeginum, Kveikt verður á jólatré og Lúðrasveit Reykjavíkur og Barnakór Karsnesskóla leika og syngja. Fram koma: - Hljómsveit Rafns Jónssonar ásamt söngvurunum Helga Bjömssyni, Sævari Sverrissyni og Daníel Agúst Haraldssyni. - Bubbi Morthens ásamt hljómsveit. - Hörður Torfason. - Geiri Sæm. - Eyjólfur Kristjánsson. - Bjartmar Guðlaugsson. - Ný dönsk. - Galileo. Forsala aðgöngumiða er í hljómplötuversl- unum. Miðar seldir við innganginn. 18 ára aldurstakmark. Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður Reykjavfkur og nágrennis Sparisjóður vélstjóra cí laugardagskvöld. Tilefni tónleikanna er ótkoma nýrrar hljómplötu Rafns Jónssonar, Andartak. Platan er gefin út til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og rannsóknarsjóðs til eflingar rannsókna á lömunarsjúkdómnum MND. Liðveisla, námsmannaþjónusta sparisjóðanna, er styrktaraðili Perlutóna. Stöð 2 og Bylgjan verða með beina útsendingu. Sparisjóðirnir bjóða félögum í Liðveislu á tónleikana. Aðgöngumiðar liggja frammi í sparisjóðunum og fást afhentir gegn framvísun skírteinis. 1 1 SPARISJÓf JIHNIR 1 h—i mm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.