Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 64

Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 64
64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Ást er. . . ... að lofa henni að njóta sín. TM Reg. U.S. Pat Off.—atl rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Hvað ert þú að þrasa, Magn- ús? Þú átt nú líka þín hugðar- efni. Með morgunkaffíjiu Megrunarkúrinn er að gera mig vitlausa ... nú ríður draumaprinsinn minn ekki lengur á hvítum hesti. Hann kemur á fljúgandi ferð á vélknúnum pylsuvagni. HÖGNI IIKKKKVÍSI Þjóð með allt á hælunum Það vantar ekki ótíðindin í ís- lensku samfélagi um þessar mund- ir. Aflasamdráttur, ekkert álver, sjávarútvegsfyrirtæki á heljarþröm og hörmuleg slys. Þjóðin er því heldur svartsýn á framtíðina og ‘ekki að undra en á svona tímum kemur í ljós hvað í mennina er spunnið. Nú skiptir máli að standa saman um að leysa vandamálin, sem við er að glíma, en umfram allt að búa í haginn fyrir framtíð- ina. Að því hefur verið unnið með samningum um álver, sem allar líkur benda til, að komi fyrr en síðar, og að því er unnið með samn- ingum um aðra starfsemi erlendra fyrirtækja. Langstærsta hagsmunamál þessarar þjóðar er þó samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið og hann skiptir okkur miklu meira máli en sem nemur tollfríðindunum fyrir sjávarútveginn. Ég ætlaði því ekki að trúa eigin eyrum þegar ég heyrði, að samstarfsnefnd í sjávar- útvegi hefði fallið frá stuðningi við hann vegna þess, að Evrópubanda- lagið gerði sér ekki langhalann að góðu. Eru mennirnir orðnir vitlaus- ir? varð mér á að spyija. Þarf þessi þjóð alltaf að vera með allt á hælunum? EB vill fá 3.000 tonn af karfa eða rúman helming af karfaafla eins togara yfir árið. Það eru öll ósköpin og ef við erum aflögufær með einhvern fisk þá er það karfí. Nýlega var frá því skýrt að í haf- inu milli íslands og Grænlands væri stór, vannýttur stofn, líklega um 800.000 tonn ef mig minnir rétt. í viðtali við Jakob Magnússon fiskifræðing á Rás 2 einn morgun- inn var hann ekki jafn hissa og formaður utanríkismálanefndar á afstöðu EB. Kvaðst hann mundu hafa gert það sama í þess sporum. Nei, samstarfsnefnd í sjávarút- vegi er móti EES. Hún hefur nú skipað sér við hlið Alþýðuband- alagi og Kvennalista, glórulaus- ustu afturhalds- og lýðskrums- flokkum, sem verið hafa með þjóð- inni. Ég hef ekki verið hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um EES en nú tel ég rétt að efna til hennar. Nú verður þjóðin að fá tækifæri til að gera upp sig hvort hún vill lifa á upphlaupum og klisjum Ól- afs Ragnars Grímssonar eða leggja grunninn að betri framtíð. Hafnfirðingur Hvítlaukur eða ekki hvítlaukur Nýlega var kynnt á markaði hollustuafurða í Bandaríkjunum ný tegund af hvítlaukshylkjum sem nefnast Garlic Time og strax hafa náð mikilli útbreiðslu þar vestra. Það sem gerir þessa hvítlauksafurð frábrugðna öðrum er hið mikla magn af hreinu dufti sem jafngild- ir 1.800 mg af heilu hvítlauks- laufí. Ein tafla jafngildir 6 kwai skömmtum sem er ráðlagður dag- Iegur skammtur. Rannsóknarstofur í Banda- ríkjunum lofa framleiðendur, Aris- ona Natural, fyrir einstaka fram- leiðsluaðferð sem einnig tryggir meira allisín innihald en í nokkurri annarri hvítlauksafurð. Hinn kröft- ugi dagskammtur af Garlic Time gefur hina náttúrulegu uppistöðu og tryggir öruggt og áhrifaríkt magn af allisín-ríkum hvítlauk. Þessi einstæða uppskrift, sem ger- ir ráð fyrir vissum upplausnartíma, felur ekki í sér neina sykurskurn eða iðrahúðun. í afurðinni er eng- inn sykur, sódi, sterkja, ger, rot- vamarefni, gerfilitir eða bragðefni. Vísindalegar rannsóknir staðfesta að allisín kemur í veg fyrir bakt- eríumyndun og hefur engin eitur- áhrif. Vegna greinar í Velvakanda, fyrir all löngu, sem nefndist „Um gæði hvítlauks” langar mig til að leiðrétta þær fullyrðingar sem þar koma fram um ágæti Kyolic-hvít- lauksins. Kæliaðferð og geymsla hvítlauks í kælitönkum í marga mánuði, sem er framleiðsluaðferð Kyolic-hvítlauksins, eyðileggur öll virk efni í hvítlauknum og þar með verður afurðin allisín-snauð. Þetta sýna eftirfarandi línurit sem sjálf- stæðar rannsóknarstofur í Banda- ríkjunum hafa gert og einnig kem- ur fram tiltölulega lítið af því díals- úlfíði, sem þeir halda að allisín þeirra breytist í, sem er einnig mikið vafamál, og seleníummagn er ómerkjanlegt. Þess vegna ber að varast að neyta hvítlaukshylkja sem eru unn- in með kæligeymsluaðferð vegna þess hversu efnasnauð þau eru og næringargildið ekkert. Hvítlaukur án allisíns er eins og appelsína án C-vítamíns. Þar sem mismunandi aðferðum er beitt við meðhöndlun á hráum hvítlauk verður þekking á framleiðsluvör- unni nauðsynleg. Þegar Louis Pasteur drap gerla með hvítlauk og Albert Schweitzer notaði hann til að hafa stjórn á blóðkreppusótt í frumskógum Afríku, vissi hvor- ugur hvað það var í hvítlauknum sem olli þessari verkan. Það var ekki fyrr en um miðja tuttugustu öld að fyrstu virku þættirnir voru einangraðir og aðgreindir. Fólk sem metur heilsu sína mik- ils getur treyst hvítlauksafurðum frá Arisona Natural en á þeim stendur Allicin-Rich. Allisín auðug- ut. Hvítlauksneytandi Yíkveiji skrifar Kringlan hefur mikið aðdráttar- afl fyrir unga sem eldri og aldrei eins og nú þessar vikurnar er jólin nálgast. Krakkar hafa löngum sótt í verslanirnar í Kringl- unni og nú dvelja þau þar langtím- um saman. Margt heillar og þó peningar séu af skornum skammti fínna þau sér ýmislegt til dundurs um leið og þau sýna sig og sjá aðra. Eðlilega eru þessir krakkar fyrirferðarmiklir, það fylgir aldrin- um, og greinilega eru þeir þyrnar í augum afgreiðslufólks margra verslananna. Forráðamenn verslananna geta þó að verulegu leyti kennt sjálfum sér um því í auglýsingum er mjög höfðað til yngri kynslóðarinnar. 1 liðinni viku varð Víkveiji vitni að því að tveir 12 ára strákar voru gripnir við einn búðarkassann og sakaðir um að hafa stolið í verslun- inni. Ekki vildu strákarnir kannast við slíkt. Þeir sneru vösum við og ekkert óeðlilegt fannst þar. Ekki fannst búðarstúlkunni þetta nóg því hún þuklaði strákana hátt og lágt og enn án árangurs. Að því loknu fengu strákarnir að borga það sem þeir voru að kaupa og héldu síðan á brott án þess að stúlkan svo mikið sem bæði þá afsökunar - það hefði hún trúlega gert ef viðskiptavinirnir hefðu ver- ið aðeins eldri. xxx Vinur Víkveija stakk að honum eftirfarandi sögu: Maður nokkur bjó við þjóðveginn og seldi pylsur. Hann heyrði frekar illa og sá frekar illa, þannig að hann átti ekki útvarp og las aldrei dagblöðin. En hann seldi góðar pylsur. Maðurinn setti upp skilti við veginn til að auglýsa pylsurnar góðu. Hann stóð við vegarbrúnina og kallaði: „Komið og kaupið góðu pylsurnar hjá mér.” Viðskiptavin- irnir létu ekki á sér standa. Þeim ljölgaði stöðugt og maðurinn jók pantanir á brauði og pylsum. Hann tók son sinn úr háskólanum til að hann gæti hjálpað til. En sonurinn sagði: „Pabbi, fylgistu ekki með? Ef vextimir halda áfram að hækka, þá neyðist þú til að hækka pylsuverðið og ef þú hækkar pylsu- verðið þá leiðir það til hækkandi verðbólgu. Þá minnkar kaupmátt- ur fólks. Þú verður að búa þig undir minnkandi viðskipti.” Faðir- inn hugsaði sem svo: „Nú, sonur minn hefur verið í háskóla. Hann les blöðin og hlustar á útvarpið svo hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.” Faðirinn minnkaði pantanir á brauði og pylsum. Hann tók niður skiltið og hætti að kalla til vegfar- enda. Pylsusalan hrapaði niður úr öllu valdi á einum degi. „Þú hafðir rétt fyrir þér sonur sæll,” sagði faðirinn. „Tímarnir urðu svo sann- arlega slæmir.”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.