Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 65

Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 65 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS JOLA-BASAR W í Veltubæ, Skipholti 33, ó morgun, 30. nóvember, kl. 14.00. Urval jólamuna, kökur og happdrætti. KVENFÉLAG FRÍKIRKJUNNAR í Rvík. A HMC Glæsilegt kápuúrval v/Laugalæk, sími 33755 HUCKE^ <§t>GRUPPE Þessir hringdu . . Gleraugu í óskilum Gleraugu urðu eftir í Kaup- þingi í kringum 8. nóv. Um er að ræða hálf fjarsýnisgleraugu í gylltri umgjörð og þau eru í svörtu hulstri. Eigandi getur vitj- að gleraugnanna í Kaupþingi eða hringt í síma 689080. Svartur skinnhanski Svartur hægri handar skinn- hanski fannst í Barmahlíð fyrir nokkrum vikum. Eigandi hringi í síma 21710 eða komi í Barma- hlíð 46 (Sigríður). Strætisvagnafargjöld Kona hringdi og sagðist alltaf fara með strætó og það væri daglegur viðburður að börn og unglingar biðji um peninga fyrir fargjöldum. Hún sagði að það ætti sér jafnvel stað þegar þau væru að koma að heiman frá sér. Hún sagði að ekki væri nema von að það væri tap á rekstrinum þegar svo mikill fjöldi reyndi að koma sér undan því að borga fargjöld. Lýsing við Bókhlöðuna íbúi á Birkimel sagði að eitt árið hefðu skrautljós verið sett upp í kringum Bókhlöðuna og þau hefðu puntað mikið upp á umhverfið. Undanfarin ár hefðu þessi ljós svo ekki verið látin loga og vildi þessi íbúi koma með þá fyrirspurn hvort ekki væri hægt að kveikja á ljósunum á nýjan leik, að minnsta kosti núna í svartasta skammdeginu. Trúmál þurfa vettvang Séra Jón Habets hringdi og vildi koma með athugasemd til trúmanns sem skrifaði í Velvak- anda á sunnudag og bað um að trúarskrif yrðu birt annars stað- ar en í Velvakanda. Hann sagði að trúmálin væru stór hluti mannlífsins og því væri ekkert undarlegt þótt ákveðnar síður í stóru dagblaði væru helgaðar þeim sem vildu skrifa um trú- mál. Einhvern vettvang yrðu trú- málin að hafa og sagði hann að erlendis væri það alsiða hjá stór- um dagblöðum að helga trúmál- um ákveðið pláss. Huffy-fjallahjól Hvítt Huffy-fjallahjól tapaðist við Þverholt í Mosfhllsbæ sunnu- dagskvöldið 24. nóv. Þeir sem vita hvar hjólið er vinsamlega hafi samband í .sípia 666(549. BARNA- OG ÖRORKUBÆTUR iþ Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691S 15 ■ KRINGLUNN! SÍMI69 15 20 'ÍSOMKÍKgUfK Hægt er að ná greiðsluhalla rík- issjóðs niður um marga milljarða með því að afnema barnabætur að hluta og endurskoða allar ör- orkubætur. Ef til dæmis bama- bætur væru lagðar niður að hluta, þannig að einungis væru greiddar út slíkar bætur til þeirra sem væru með stórar fjölskyldur og tekjur í lægri kantinum. Fráleitt er að borga barnabætur og bama- aukabætur til þeirra sem hafa góðar tekjur. Einnig ætti einungis að borga örorkubætur til líkam- lega fatlaðra og andlega, alls ekki til þeirra þúsunda sem fá vottorð hjá lækni um bak- eða bijóstveiki og fá bætur upp á 40-60.000 krón- ur á mánuði, sem mjög margir nota til drykkju. Alltof margir. Endurskoða á allar slíkar bætur og ekki á að láta lækni einan ráða um slíkar bætur enda oft hálft í hvoru kúgaður af styrkþegum á einn eða annan hátt. Betra væri ef kunnugir væra líka látnir meta hvort ástæða væri til að þetta fólk fengi bætur, þannig að réttlætinu verði fullnægt. Ég skora á hinn ötula heilbrigð- ismálaráðherra að athuga þessi mál. Ætla mætti ef af slíkum sparnaði yrði þá væri hægt að borga öllu hæiri bætur til þeirra sem virkilega þurfa á þeim að halda, á ég þá við lamaða, fatl- aða, blinda og aðra sem eru and- lega fatlaðir. Með vinsamlegri virðingu. „Eldri borgari”

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.