Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 68
VÁTRYGGING SEM BRÚflR BILIB SJOVA ÍALMENNAR PfoirgiistilMii&fö MORGUNBLADW. AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, FAX 691181, PÓSTUÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 VERÐ I LAUSASÖLU 110 KR. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra: EB fái fullan karfakvóta í það minnsta til eins árs Attum að kaupa samningsniðurstöðuna í annað sinn, segir Þorsteinn Pálsson Islenskir aðal- verktakar: 25 manns sagt upp á Kefla- vikurílugvelli 25 MANNS verður sagt upp störf- um hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurvelli um næstu mán- aðamót. Flestir eru vinnuvéla- stjórar og málmiðnaðarmenn. Uppsagnartími er frá tveimur til sex mánaða. 13 matreiðslu- og framreiðslumönnum hjá Varnar- liðinu, var sagt upp sl. þriðjudag. Af þeim sem Islenskir aðalverk- takar munu segja upp um mánaða- mótin eru 17 félagar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og sjö í Iðnsveinafélagi Suðurnesja. Um er að ræða 24 karla og eina konu. Halldór Pálsson, formaður Iðnsveina- félagsins, vildi ekki tjá sig um málið fyrr en þær hafa verið ræddar á fundi í félaginu á mánudag. Sem skýringar á uppsögnunum benda aðalverktakar á að undanfarin ár hafi stórverkefni komið nánast hvert á eftir öðru og því hafi tekist að halda úti vinnu sumar sem vetur. Þessum verkefnum sé nú lokið eða að ljúka og það kalli á uppsagnir. Bindindisdagur fj ölskyldunnar: Lögreglan man ekki rólegri dag LÖGREGLAN í Reykjavík man vart til þess að jafnfá útköll vegna ölvunar hafi bor- ist á cinutn degi og á Bindindisdegi fjölskyldunnar í fyrradag. Enginn ökumaður var kærður vegna gruns um ölvun við akstur, en að jafnaði eru þeir 1-3 hvern virkan dag. Einn maður gisti fanga- geymslur vegna ölvunar en þar eru að jafnaði um 10 manns á virkum degi vegna ölvunarástands. „Okkar vegna mættu allir dagar vera bindindisdagar fjöl- skyldunnar,” sagði Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Lögregla hafði af- skipti af 7 manns vegna ölvunar en á annasömum degi er algengt að einn lögreglubíll sinni jafn- mörgum ölvunarútköllum á 8 klukkustunda langri vakt. Vextir á almennum sparisjóðsbók- um og einkareikningum lækka úr 3,5% í 3% og á kjörbókum úr 7-9% í 6,5-8,5% eftir því hve innistæða er óhreyfð lengi á bókinni. Forvextir viðskiptavíxla lækka úr 19,75% í 19%, á yfirdráttarheimildum úr 20,75% í 20% og vextir á innlendum afurðalánum lækka úr 18,5% í JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að líklegast sé að áður en samningurinn um evrópskt efnahagssvæði verður undirritaður muni íslendingar gera tvíhliða samning við Evr- ópubandalagið um skipti á veiði- 17,75%. „Vextirnir eru á niðurleið. Svig- rúmið til að lækka frekar innláns- vexti er orðið mjög lítið ef nokkuð. Þar af leiðandi þýða frekari vaxta- lækkanir lækkun á vaxtamun. Við sjáum ekki annað en að aðalforsenda frekari nafnvaxtalækkana sé lækkun raunvaxta og þar hlýtur ríkið að heimildum, sem feli í sér að EB fái á fyrsta ári samningsins að veiða 3.000 tonn af karfa á Is- landsmiðum, eins og bandalagið hefur krafizt. í samningnum verði svo endurskoðunarákvæði um að sýni rannsóknir að lang- þurfa að ganga á undan," sagði Brynjólfur Helgason í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður sagði hann að þrátt fyrir mjög litla hækkun lánskjaravísi- tölu síðustu þijá mánuði eða 1,6% miðað við heilt ár þá yrði þegar svona langt væri liðið á árið að skoða jafn- vægið á milli verðtryggðra og óverð- tryggðra kjara á árinu í heild. Jafn- vægið væri að nálgast, en spurning væri með framhaldið. „Við höfum tekið þetta skref fyrir skref og vext- irnir hafa verið á dagskrá á hveijum bankaráðsfundi. Það er ekki búið að taka ákvarðanir um frekari lækkanir en það er búið að skoða málin, þó ekki sé búið að ganga frá neinu frek- ar,” sagði Brynjólfur. hali finnist hér við land í veiðan- legu magni muni hann koma í stað hluta af karfakvótanum. Jón Baldvin skýrði frá þessu á blaðamannafundi í gær. Þar las hann einnig upp úr útskrift af hljóðupptökum af fundi hans og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra með utanríkismálanefnd Alþingis eftir að þeir komu heim af fundinum í Lúxemborg, þar sem samkomulagið um evrópskt efna- hagssvæði náðist. Jón Baldvin sagði þetta gert í því skyni að hrekja ásakanir um að kröfum EB hefði verið haldið leyndum. Magnús Gunnarsson formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi segir að Jón Baldvin hafi talið þeim trú um að EB myndi ekki fá fullan karfakvóta. Hann hafi jafnframt heimildir fyrir því að utanríkisráðherra hafi vitað að langhalakvótinn myndi aldrei fást í gegn, en kosið að þegja yfir því þar til nú. Um orð Jóns Baldvins um væntanlegan tvíhliða samning segir Magnús: „Þetta er bara bull og kjaftæði og einn andskotans tilbúningurinn hjá honum í viðbót.” Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að líklega hafi hann tekið enn raunsærri afstöðu en Jón Baldvin, að EB myndi gera kröfu um fullan karfakvóta. „En ég gerði mér ekki grein fyrir að okkur yrði stillt upp við vegg; að við yrðum að gefa þetta að fullu eftir og EB að fá allar sínar kröfur fram ef við ættum að eiga kost á aðalsamn- ingnum,” sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að skömmu eftir Lúxemborgarfundinn hefði EB krafizt þess að samningsniðurstöð- unni yrði breytt, meðal annars þannig að settar yrðu hömlur á stjórn íslendinga á fiskútflutningi, þannig að við yrðum að leggja nið- ur Aflamiðlun og kvótaálag. Þor- steinn sagði að slíkt hefði verið frágangssök fyrir íslendinga, en Hannes Hafstein aðalsamninga- maður hefði talið sig geta fengið EB til að falla frá þessu með því að gefa bandalaginu karfakvótann eftir. „Við áttum að kaupa samn- ingsniðurstöðuna í annað sinn,” sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki búast við öðru en að EB fengi sinn karfakvóta, enda væri utanríkis- ráðherra búinn að gefa það út hver niðurstaðan yrði, og þá væri samningsstaðan ekki sterk. Menn yrðu að vega og meta meiri hagsmuni og minni, og vissulega væri sjálfur EES-samningurinn miklu stærra hagsmunamál en 2.000 tonn af karfa. Sjá einnig viðtöl á miðopnu. Landsbankínn lækkar vextina um 0,5-0,75% LANDSBANKI íslands lækkar nafnvexti á óverðtryggðum innlánum um 0,50% um þessi mánaðamót og nafnvexti óverðtryggðra útlána um 0,50-0,75%. Forvextir víxla verða eftir lækkun 17% og almennra skuldabréfa í B-flokki 18% eða einu og hálfu prósentustigi hærri en þeir eru í Búnaðarbanka Islands og einu prósentustigi hærri en þeir eru í sparisjóðunum. Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, segir að helsta forsendan fyrir frekari vaxtalækkun- Kum sé að lækkun verði á raunvöxtum og um það sé eðlilegt að stjórn- völd hafi forgöngu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.