Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 4

Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Morgunblaðið/Þorkell Aldarafmæli Frú Ingibjörg Gísladóttir frá Stóra-Býli í Innri-Akraneshreppi varð 100 ára í gær. Hún tók á móti gestum í Sóknarsalnum í Skipholti í tilefni dagsins og var afmælisfagnaðurinn geysivel sóttur. Tillaga menntamálanefndar Alþingís: Sigríður Hagalín og Thor Vil- hjálmsson hljóti heiðurslaun Thor Vilhjálmsson Sigfús Halldórsson og Stefán ís- landi. MENNTAMÁLANEFND Alþing- is hefur lagt fram tillögu um að Thor Vilhjálmsson og Sigríður Hagalín verði sett á heiðurslaun- alista listamanna fyrir árið 1992. Þau koma inn í stað Jóhanns Briem listmálara og Þorsteins O. Stephensen leikara, sem lét- ust á árinu. Breytingartillaga menntamálanefndar verður tek- in fyrir í þriðju umræðu frum- varps til fjárlaga fyrir 1992. Heildarupphæð heiðurslauna er 15,3 milljónir króna, og skiptast þau jafnt — 850.000 til hvers þeirra 18 listamanna, sem launin hljóta. Er það 6,25% hækkun frá í fyrra. Fyrir voru á heiðurslaunalista Atli Heimir Sveinsson, Árni Krist- jánsson, Finnur Jónsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Indriði G. Þor- steinsson, Jakobína Sigurðardóttir, Jón Nordal, Jón úr Vör, Jórunn Sigridur iiagaun Viðar, Kristján Davíðsson, María Markan, Matthías Johannessen, VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 21. DESEMBER YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1.013 mb hæð en yfir S-Skandinavíu er 955 mb lægð á leið austur. Lægðasvæði suðvestur í hafi þok- ast austnorðaustur. SPÁ Austan kaldi eða stinningskaldi syðst á landinu, en annars hægari norðlæg átt. Él verða víð norðausturströndina og einnig vestur með suðurströndinni. Er líður á daginn og með kvöldinu bætir heldur í vindinn og élin sunnanlands. Frost verður sums stað- ar yfir 10 stig í innsveitum, en líklegt er að hiti komist upp í frost- mark allra syðst á landinu er líður á daginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Norðaustlæg átt, éljagangur um norðan- og austanvert landið, en bjartviðri suðvestanlands. HORFUR Á ÞORLÁKSMESSU: Breytileg átt. Úrkomulítið og vfða léttskýjað. Frost verður víðast á bilinu 3-10 stig báða dagana, kald- ast í innsveitum. Svarsfmt Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / ■* Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _j- Skafrenningur F7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hlti t9 +8 veður skýjað léttskýjað Björgvin S skúr Heisinki 0 snjókoma Kaupmannahöfn 4 léttskýjað Narssarssuaq +21 léttskýjað Nuuk +12 heiðskírt Ósló 4 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 0 skýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 5 haglél á sið.klst. Barcelona 14 léttskýjað Berlín 5 skúrásíð.klst. Chicago 0 alskýjað Feneyjar 3 rigning Frankfurt 5 skýjað Glasgow 3 snjóél Hamborg 3 skýjað London 6 léttskýjað Los Angeles 10 heiðskfrt Lúxemborg 2 snjóél Madríd 12 heiðskirt Malaga 15 hálfskýjað Mallorca ,14 háifskýjað Montreal +13 iéttskýjað NewYork +3 helðskírt Orlando 16 skýjað París 5 skýjað Madeira 18 skýjað Róm 14 þokumóða Vín 5 rigning á slð.klsí. Washlngton vantar Winnipeg +5 léttskýjað. • • Ortölvutækni hefur keypt Tölvutækni TÖLVUTÆKNI, sem stofnað var fyrir nokkrum árum sem deild þjá Hans Petersen hf., var selt Örtölvutækni — Tölvukaupum hf. í gær, föstudag. Tölvutækni, sem m.a. hafði umboð fyrir Tandon-tölvur, Eizo- skjái, Kyocera-geislaprentara, Conner-diska og hugbúnað frá Borland, Bitstream og Interactive, hefur rekið verslun og viðgerðar- þjónustu, fyrst í Austurveri og nú síðustu ár á Grensásvegi 16. Fyrir- tækið sérhæfði sig í sölu til verk- fræðistofa, arkitekta og til annarra aðila sem miklar kröfur gera til vél- og hugbúnaðar og þjónustu. Örtölvutækni yfírtekur nú alla starfsemi, húsnæði, lager og um- boð fyrirtækisins og rekur það áfram, fyrst um sinn í óbreyttu formi. Flestum eldri starfsmönn- um, sem verið hafa í forsvari frá upphafí, var boðið starf hjá nýjum eigendum og hafa þeir þekkst það. Markmið Órtölvutækni — Tölvu- kaupa hf. með kaupunum er að styrkja stöðu sína á íslenska tölvu- markaðinum, sameina krafta tveggja fyrirtækja undir eina stjórn og gera sig betur í stakk búið til að takast á við aukin verk- efni á nýju ári, segir í frétt frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur ný- lega gert samning um tölvuvæð- ingu póst- og símstöðva. Það og fleiri stórverkefni sem eru á döf- inni kalla á aukningu í mannafla og húsnæði. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar; Sr. Þorvaldur Karl ráðinn forstöðumaður SÉRA Þorvaldur Karl Helgason hefur verið ráðinn forstöðumað- ur fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar frá og með 1. janúar nk. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út í fyrradag og voru um- sækjendur tveir. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar var sett á laggirnar í sumar og veitir hún meðferð og ráðgjöf í fjöl- skyldumálum. Að þjónustunni standa Kirkjuráð, Reykjavíkur- prófastsdæmin tvö, Kjalamespróf- astsdæmi og Árnesprófastsdæmi. Séra Þorvaldur Karl Helgason hefur verið sóknarprestur í Njarð- víkum undanfarin ár. Hann hefur lokið meistaranámi í fjölskyldur- áðgjöf frá Bandaríkjunum. Séra Þorvaldur Karl Helgason Jarðskjálftahrina í Hveragerði o g iiágrermi JARÐSKJÁLFTAHRINU varð vart i Hveragerði og nágrenni í gær- morgun og fram eftir degi í gær. Stærsti skjálftinn mældist 2,5 á Richterkvarða. Fyrsti skjálftinn fannst kl. 6.10 í gærmorgun en skjálftarnir áttu upp- tök skammt norð-austur af Hvera- gerði. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings var um minni- háttar jarðskjálftahrinu að ræða en þær eru algengar á þessu svæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.