Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Morgunblaðið/Þorkell Aldarafmæli Frú Ingibjörg Gísladóttir frá Stóra-Býli í Innri-Akraneshreppi varð 100 ára í gær. Hún tók á móti gestum í Sóknarsalnum í Skipholti í tilefni dagsins og var afmælisfagnaðurinn geysivel sóttur. Tillaga menntamálanefndar Alþingís: Sigríður Hagalín og Thor Vil- hjálmsson hljóti heiðurslaun Thor Vilhjálmsson Sigfús Halldórsson og Stefán ís- landi. MENNTAMÁLANEFND Alþing- is hefur lagt fram tillögu um að Thor Vilhjálmsson og Sigríður Hagalín verði sett á heiðurslaun- alista listamanna fyrir árið 1992. Þau koma inn í stað Jóhanns Briem listmálara og Þorsteins O. Stephensen leikara, sem lét- ust á árinu. Breytingartillaga menntamálanefndar verður tek- in fyrir í þriðju umræðu frum- varps til fjárlaga fyrir 1992. Heildarupphæð heiðurslauna er 15,3 milljónir króna, og skiptast þau jafnt — 850.000 til hvers þeirra 18 listamanna, sem launin hljóta. Er það 6,25% hækkun frá í fyrra. Fyrir voru á heiðurslaunalista Atli Heimir Sveinsson, Árni Krist- jánsson, Finnur Jónsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Indriði G. Þor- steinsson, Jakobína Sigurðardóttir, Jón Nordal, Jón úr Vör, Jórunn Sigridur iiagaun Viðar, Kristján Davíðsson, María Markan, Matthías Johannessen, VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 21. DESEMBER YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1.013 mb hæð en yfir S-Skandinavíu er 955 mb lægð á leið austur. Lægðasvæði suðvestur í hafi þok- ast austnorðaustur. SPÁ Austan kaldi eða stinningskaldi syðst á landinu, en annars hægari norðlæg átt. Él verða víð norðausturströndina og einnig vestur með suðurströndinni. Er líður á daginn og með kvöldinu bætir heldur í vindinn og élin sunnanlands. Frost verður sums stað- ar yfir 10 stig í innsveitum, en líklegt er að hiti komist upp í frost- mark allra syðst á landinu er líður á daginn. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Norðaustlæg átt, éljagangur um norðan- og austanvert landið, en bjartviðri suðvestanlands. HORFUR Á ÞORLÁKSMESSU: Breytileg átt. Úrkomulítið og vfða léttskýjað. Frost verður víðast á bilinu 3-10 stig báða dagana, kald- ast í innsveitum. Svarsfmt Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / ■* Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _j- Skafrenningur F7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hlti t9 +8 veður skýjað léttskýjað Björgvin S skúr Heisinki 0 snjókoma Kaupmannahöfn 4 léttskýjað Narssarssuaq +21 léttskýjað Nuuk +12 heiðskírt Ósló 4 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 0 skýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 5 haglél á sið.klst. Barcelona 14 léttskýjað Berlín 5 skúrásíð.klst. Chicago 0 alskýjað Feneyjar 3 rigning Frankfurt 5 skýjað Glasgow 3 snjóél Hamborg 3 skýjað London 6 léttskýjað Los Angeles 10 heiðskfrt Lúxemborg 2 snjóél Madríd 12 heiðskirt Malaga 15 hálfskýjað Mallorca ,14 háifskýjað Montreal +13 iéttskýjað NewYork +3 helðskírt Orlando 16 skýjað París 5 skýjað Madeira 18 skýjað Róm 14 þokumóða Vín 5 rigning á slð.klsí. Washlngton vantar Winnipeg +5 léttskýjað. • • Ortölvutækni hefur keypt Tölvutækni TÖLVUTÆKNI, sem stofnað var fyrir nokkrum árum sem deild þjá Hans Petersen hf., var selt Örtölvutækni — Tölvukaupum hf. í gær, föstudag. Tölvutækni, sem m.a. hafði umboð fyrir Tandon-tölvur, Eizo- skjái, Kyocera-geislaprentara, Conner-diska og hugbúnað frá Borland, Bitstream og Interactive, hefur rekið verslun og viðgerðar- þjónustu, fyrst í Austurveri og nú síðustu ár á Grensásvegi 16. Fyrir- tækið sérhæfði sig í sölu til verk- fræðistofa, arkitekta og til annarra aðila sem miklar kröfur gera til vél- og hugbúnaðar og þjónustu. Örtölvutækni yfírtekur nú alla starfsemi, húsnæði, lager og um- boð fyrirtækisins og rekur það áfram, fyrst um sinn í óbreyttu formi. Flestum eldri starfsmönn- um, sem verið hafa í forsvari frá upphafí, var boðið starf hjá nýjum eigendum og hafa þeir þekkst það. Markmið Órtölvutækni — Tölvu- kaupa hf. með kaupunum er að styrkja stöðu sína á íslenska tölvu- markaðinum, sameina krafta tveggja fyrirtækja undir eina stjórn og gera sig betur í stakk búið til að takast á við aukin verk- efni á nýju ári, segir í frétt frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur ný- lega gert samning um tölvuvæð- ingu póst- og símstöðva. Það og fleiri stórverkefni sem eru á döf- inni kalla á aukningu í mannafla og húsnæði. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar; Sr. Þorvaldur Karl ráðinn forstöðumaður SÉRA Þorvaldur Karl Helgason hefur verið ráðinn forstöðumað- ur fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar frá og með 1. janúar nk. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út í fyrradag og voru um- sækjendur tveir. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar var sett á laggirnar í sumar og veitir hún meðferð og ráðgjöf í fjöl- skyldumálum. Að þjónustunni standa Kirkjuráð, Reykjavíkur- prófastsdæmin tvö, Kjalamespróf- astsdæmi og Árnesprófastsdæmi. Séra Þorvaldur Karl Helgason hefur verið sóknarprestur í Njarð- víkum undanfarin ár. Hann hefur lokið meistaranámi í fjölskyldur- áðgjöf frá Bandaríkjunum. Séra Þorvaldur Karl Helgason Jarðskjálftahrina í Hveragerði o g iiágrermi JARÐSKJÁLFTAHRINU varð vart i Hveragerði og nágrenni í gær- morgun og fram eftir degi í gær. Stærsti skjálftinn mældist 2,5 á Richterkvarða. Fyrsti skjálftinn fannst kl. 6.10 í gærmorgun en skjálftarnir áttu upp- tök skammt norð-austur af Hvera- gerði. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings var um minni- háttar jarðskjálftahrinu að ræða en þær eru algengar á þessu svæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.