Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Kl. 13.00 Kór Austurbæjarskóla syngur jólalög og jólasveinar koma með góðgæti fyrir börnin. Kl. 14.00 Jólasveinninn kemur í kerru sinni með gjafir. Kl. 15.00 Kór Seiásskóla. KL. 9-23 , Kl. 13.30 Jólasveinninn gjöfuli á ferð í kerru sinni með gjafir. Kl. 14.00 Jólasveinar á ferð og flugi um allan Laugaveg. Kl. 15.00 Kór Austurbæjarskóla. Kl. 20.00 Sjö manna blásarasveit flytur jólalög og m.fl. hin eina sanna jólastemning Jólasveinninn okkar verður á ferdinni alla helgina ■vi. 13.00 Bankakór Landsbanka íslands. Kl. 13.30 Jólasveinninn kemur í kerru sinni með gjafir handa börnunum. Kl. 14.00 Jólasveinar bregða á leik. Kl. 16.00 Söngvarar frá Óperusmiðjunni syngja. Kl. 20.00 7 manna blásarasveit leikur. Veitingastaðir við Laugaveg bjóða upp á notalegheit leð léttun réttum og drykkjum Laugaveyssamtökin hafa ákveðið eftirfarandi opnunartíma verslana á Laugaveginum í desember: Laugardaginn 21.des. kl. 10-22 22. des. 23. des. 24. des. 28. des. 30. des. kl. 13-18 kl. 9-23 kl. 9-12 kl.10-16 kl. 9-18 Gamlársdagur 31.des. kl. 9-12 Sunnudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn Laugardaginn Mánudaginn LAUGAVEGS SAMTOKIN Ilmur af draumi Bókmenntir Skaftii Þ. Halldórsson Gunnar Gunnlaugsson: Ilmur af draumi. Ljóð. Vaka-Helgafell. 1991. Ilmur af draumi nefnist nýút- komin ljóðabók eftir Gunnar Gunn- laugsson. Þetta er ekki stór bók, 56 síður, og lætur ekki mikið yfir sér. Flest ljóðin eru fremur stutt og byggjast á skáldlegum ljóð- myndum. Kveðskapur Gunnars er ekki átakamikill en í hæglátum og oft og tíðum snotrum smámyndum er þó djúp tilfinning fyrir lífinu og tilverunni og samúð með því sem lifir og hrærist. Efni kvæðanna tengist að jafnaði tilfinningum eða heimspekilegum vangaveltum sem túlkaðar eru með smámyndum. Ástir, sorgir, lífsgát- an mikla og firringin, þráin og von- in eru meðai efnisatriða ljóðanna. Fólk verður Gunnari gjarnan að yrkisefni. Hann yrkir um drenginn sem fær fyrstu fótboltaskóna og ræður ekki við að þræða í þá reim- amar fyrir spenningi. Annars konar innsýn inn í kviku sálarlífsins er í kvæði um ekkju sem heldur aftur af sorg sinni þegar dánarbúið er gert upp þar til píanóið er fjarlægt: En þegar þeir tóku píanóið byijuðu tungiskinsbláir Chopinvalsar að streyma niður kinnamar. (s. 18) En það eru einnig ljóð sem eru vangaveltur um tilveruna, hið smáa í hinu stóra, tímann, elífðina og ljóð- ið. Skáldið veltir sér ekki upp úr djúpum heimkspekilegum viðfangs- efnum heldur kemur athugasemd- um sínum fyrir í haganlega gerðum myndum. Þannig verða sandkornin kulnaðar sólir í myndheimi Gunnars og Atlantshafið er svitadropi á enni Guðs: og lif mitt... ilmur af draumi. (s. 29) Á skáldið sækir líka tregi tímans sem á stundum er settur fram á óvenjulegan hátt eins og þegar seg- ir frá annarrar persónu ljóðsjálfí í kvæðinu Að eldast, þér, sem gengur eitt í þröng á skínandi vori: og heyrir bjöllunni hringt í skólanum þínum sem ekki er lengur til. (s. 16) Gunnar Gunnlaugsson Öllu flóknari ljóðmynd er af snjó- göngu þeirri í eilífðarsnjónum þegar 1. p. ljóðsjálf spyr sig hvað um það verði eftir dauðann og lítur um öxl: skil blekkinguna í einni svipan horfi á snjóinn hvergi nokkurt spor... (s. 49) Flest'kvæði Gunnars byggjast á slíkum smámyndum. Sumar kunna að vísu að koma kunnuglega fyrir sjónir. Firringu er lýst sem fugli sem frosinn er við svell. Ljóðsjálfið ætlar að þíða vænginn frá svellinu og beygir sig niður: Sá þá að hann var úr gleri (s. 48) Þótt minnið sé kunnuglegt er hér listilega spunnið og svo er um flest hin smærri ljóð. Hin lengri ljóð bók- arinnar höfða síður til mín. Þau eru reyndar örfá. Lengsta ljóðið er t.a.m. um heitstrengingu manns sem allt gengur á móti dag einn, að gera nú betur þann næsta. Þetta er mun útleitnara ljóð en hin og síðra að mínu mati auk þess sem það stingur að vissu marki í stúf við flest annað í bókinni. Ég hygg að skáldinu takist betur hin smá- gerva myndsmíð sem svo mjög set- ur mark sitt á þessa bók. Úr kvikmyndinni Barton Fink. Laugarásbíó: Þreföld gullverðlaunamynd PROPAGANDA Films og Laugarásbíó frumsýna á annan í jólum banda- rísku kvikmyndina Barton Fink eftir bræðurna Joel og Ethan Cohen, en hún fékk þrenn gullverðlaun á kvikmyndahátíðinni Cannes. Þetta mun vera í fyrsta sinni í 40 ára sögu hátíðarinnar í Cannes, sem ein og sama kvikmynd fær öll hclztu verðlaunin, þ.e. bezta kvikmyndin, bezta leikstjórn og bezta leik í karlhlutverki. Framleiðsufyrirtækið Propaganda gerð hennar ásamt fleiri aðilum. í Films í Los Angeles, sem er í eigu tengslum við frumsýninguna hér Sigurjóns Sighvatssonar, fjármagn- kemur Siguijón Sighvatsson til aði gerð myndarinnar og stóð að landsins næstkomandi sunnudag. BARNASKÓR BARNASKÓR Loðfóðraðir leðurskór. Stærðir: 31-36 Verð kr. 4.360. Vlargar gerðir af spariskóm á stráka og stelpur smáskór Skólavörðustíg 6b, sími 622812.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.