Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 SÖKNUÐUR OG ÁDEILA Bókmenntir Erlendur Jónsson Gunnar Dal: Hús Evrópu. Ljóð. 61 bls. Víkurútgáfan, 1991. Stefan Zweig nefndi minningar sínar Veröld sem var. Hann átti við Evrópu fyrir fyrra stríð. En stytjöld- in sú 'varð andlegt áfall fyrir evr- ópskar menntir. Síðan hefur mikið gengið á; annað stríð heitt og enn annað kalt svo nokkuð sé nefnt. Iíús Evrópu er ljóðaflokkur þar sem skáldið lýsir söknuði sínum vegna þeirrar Evrópu sem týnst hefur í umróti þessu. En hvað er það sem í raun og veru hefur glatast? Andblærinn sem hreif ungan mann og leitandi — meðan hann var ungur og af því að hann var ungur? Að nokkru leyti. í þeim mæli er söknuðurinn persón- ulegur. En fleira hefur farið for- görðum. Á 19. öld og fram eftir hinni 20. var Evrópa ekki aðeins heimkynni menningar og lista, hún var Oðru fremur heimur bjartsýni og framfara. Menn undu hag sínum, þeim ieið vel, þeir trúðu á framtíð- ina vegna þess að hvaðeina stefndi í sólarátt að þeim fannst. Þá stóð enginn framar í heimi hér. Tónlist 18. og 19. aldar er klassísk kölluð. Heimspekingarnir lögðu áherslu á að mannúð yrði að fylgja mannviti. Og skáldin ortu betur en fyrr og síðar. En hver hefur framvindan svo orðið? Eru ljósin í Evrópu að slokkna? Þannig spyr Gunnar Dal. Og svarið er að fínna strax í næsta erindi: Snjórinn fellur í myrkrinu á nöfn skáldanna höggvin í stein. Bókmenntir Eðvarð Ingólfsson Helgi Jónsson: Nótt í borginni. Bókaútgáfan Tindur 1991. Fyrir tveim árum gaf Helgi Jóns- son út fyrstu bók sína, Skotin! Nú hefur hann sent frá sér annað skáld- verk fyrir unglinga, Nótt í borg. Nýja verkið er þó allnokkuð frá- brugðið hinu fyrra. Að mörgu leyti minnir það á söguþráð í banda- rískri spennumynd: Geðveikur mað- ur leggur fallega stúlku í einelti, rænir henni, fer með hana á af- skekktan stað - og fljótlega rennur upp fyrir lesandanum að hann hefur fyrst og fremst kynferðislegan áhuga á henni. Hér er á ferð eins konar hiyllingur. Vissulega flytur þessi ljóða- flokkur bæði boðskap og ádeilu. Skáldið horfír ekki framhjá tækn- inni sem ber jafnhátt á líðandi stund og skáldskapinn og heimspekina forðum. En Gunnar Dal hafnar tækninni einni sér sem mælikvarða á manngildið: Lífsgæði þín að engu orðin. Hámenning þín: Eydd skothylki og brunnið land. Gunnar Dal hefur alltaf verið ádeiluskáld, að minnsta kosti svona Þessi bók hefur bæði kosti og galla. Aðalkostur hennar er sá að sem spennubók stendur hún fylli- lega undir nafni. Höfundi tékst að halda lesendum sínum föngnum frá fyrstu síðu til hinnar síðustu. Sagan er vel byggð og sviðssetningarnar eru góðar. Höfundurinn fer til skipt- is á milli kofans þar sem stúlkunni er haldið fanginni og heimilis kæ- rasta hennar, Vals, þar sem margir bíða eftir að frétta um afdrif henn- ar milli vonar og ótta. Sá Hollywood-blær, sem er á sögunni, er hins vegar megingalli hennar. Unglingamir eru dregnir einföldum dráttum og virðast vart hugsa um annað en eigið útlit, kyn- líf, sólbaðsstofur og áfengisneyslu. Vera má að líf sumra í veruleikan- um einkennist af slíkri sjálfshyggju en mér fínnst samt að höfundurinn hefði mátt taka hana gagnrýnistök- Gunnar Dal í aðra röndina. Og þar sem hann byggir á klassískum gi-unni, fyrst og fremst, var þess tæpast að vænta um og víkka um leið sjóndeildar- hring ungmennanna. Sjálfshyggja er ekki til þess fallin að auka and- legan þroska unglinga og er því alltaf gagnrýnisverð. Reyndar má á einum stað skynja gagnrýni á Val þegar hann í angist sinni yfir hvarfí unnustunnar „lang- aði bara að sitja þarna og drekka þar til hann lognaðist út af ... drekka til að gleyma öllum þeim heimsins hörmungum sem hijáðu hann núna.“ (84.) Drengurinn, sem ólst upp með gullskeið í munni, brotnaði þarna undan andbyr en í mikilli sjálfsvorkunnsemi. Það hefði mátt draga upp fleiri slíkar myndir til mótvægis við nokkrar af þeim glansmyndum sem setja svip sinn á söguna. Hremmingar þær sem Rut lendir í eru auðvitað lýsandi dæmi um það að Iífíð er ekki alitaf dans á rósum og margt þarf að varast. En mér sýnist höfundur lýsa þeirri kynferð- islegu misbeitingu sem hún verður fyrir frá slíku sjónarhorni ástríðu að hætt er við að stúlkan geti orðið „fórnarlamb" sumra karllesenda ekki síður en mannsins sem rændi Ástir og áföll að hann tæki því með þögninni er lífsgildi, sem upp af þeim grunni hafa risið, eru fótum troðin. Ádeilan er þannig eftirsjá blandin. En eru þetta þá svartsýnisljóð? Að mínum dómi eru þau það ekki eindregið. Ádeila felur jafnan í sér vonarneista um einhvers konar úr- bót eða endurreisn. Ella missti hún marks. Seinni hluti þessarar aldar hefur í mörgum greinum verið andklass- ískur, einkum þó síðasti aldarljórð- ungurinn. Heimspekin hefur verið afskræmd, oftast í þágu annarlegra sjónarmiða. Rómantíkin, sem lyfti menningu 19. aldar til mestrar hæðar, er höfð að háði og spotti. Skáld eins og Gunnar Dal hafa því mátt þreyta göngu sína með storm- inn í fangið. Hús Evrópu ber öll merki þess. Helgi Jónsson henni. Það þarf ekki alltaf að lýsa öllu nákvæmlega til að gera frásögn áhrifaríka. Auðvitað sýnist hveijum sitt um ágæti bóka. Þó að ég hafí hér að framan gert ýmsar athugasemdir verður ekki fram hjá því horft að höfundi hefur tekist að rita alllæsi- lega afþreyingarsögu. En hún hefði getað orðið betri og fyrir því hef ég leitast við að færa nokkur rök. HAGKAUP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.