Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 19

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 19 Að yrkja með litum o g mála með orðum Bókmenntir Skafti Þ. Hallgrímsson Einar Már Guðmundsson og Tolli (Þorlákur Kristinsson): Klettur í hafi. Ljóð og málverk 135 bls. Almenna bókafélagið. 1991. Þegar sagnaskáldið Hómer kemur til Reykjavíkur spyr það leigubílstjóra hvernig hægt sé að ímynda sér að í þessu regngráa tilbreytingarleysi búi söguþjóð. „Það er einmitt ástæðan," svaraði bílstjórinn, „aldrei langar mann jafn mikið til að heyra góða sögu og þegar droparnir lemja rúðurn- ar.“ (Bls. 83.) Klettur í hafi nefnist fögur bók sem þeir Tolli (Þorlákur Kristins- son) og Einar Már Guðmundsson hafa unnið í sameiningu, Tolli myndefnið og Einar Már ljóð. Bók- in er óður um ísland, landið, hafið í kringum það, regngráa eyjar- skeggjana og orðin og sögurnar sem tengja þá saman og gefa þeim lífið bærilegt. Tvö myndskáld kveðast hér á, annað með pensli og hitt með penna, og við erum leidd inn á samsýningu tveggja myndlistarmanna í bók. Annar yrkir með litum, hinn málar með orðum. Margar myndir Tolla eru sögu- ljóð. Þær skýra frá landinu og lífs- baráttu fólksins, glímu þess við haf og víðáttur en einnig er þar sagt frá söngnum í hjarta okkar, t.a.m. í Tónskipinu (s. 105) og Sanisöng lands og sjávar (s. 109) eða þá að við fylgjumst með blágr- áma Bókaregnsins (s. 103) og horfum á Sólarlag í bundnu máli (s. 101). Sama ást á söng og orði ein- kenriir ljóð Einars Más. Hann seg- ir t.a.m. frá eyjarbúanum sem geymt hefur söguna í hjarta sér á óravegum tímans umkringdur orð- um, klettum og hafi og líti hann furður heimsins, finnst honum þær „skítur á priki miðað við undrin“ (s. 106) sem hann hefur daglega fyrir augunum: Og eyjabúinn snýr við og ferðast um voldug höfin en nú með f/arskann í farangri hugans. (Bls. 106.) Samspil þeirra Tolla og Einars Más í þessari bók er á margan hátt athyglisvert. Ljóst er að sum ljóðin eiga upptök sín í myndheimi Tolla. Einar segir t.d. á einum stað undir bláleitri mynd sem nefnist Amarvatn: Strigi strengdur yfir heiminn og rammaður inn með klettum spegill í söltum dropa gargandi fuglar og grjót. Sjiðu pensildrættina, hvernig þeir bylgjast um heiminn, blámi í syngjandi öldu orð sem sprikla einsog fiskar. (Bls. 25.) Óravíðáttur mynda Tolla, hvort sem þær eru af heiðum eða hafi, klettum og strönd, tröllslegar eða ægifagrar, eiga sér einnig sam- hljóm í kvæðum Einars Más. Víð- erni skoðar Einar gjarnan á flugi andans líkt og nafni hans Bene- diktsson forðum: Löngu seinna sleppir hann ömunum, hleypir þeim út úr höfðinu ogflýgur um óravíð híbýli sjávardjúp mikil hávaxna kletta og björg, með agnarsmá þorp í augum. (Bls. 29.) Töfraheimur Einars Más úr borgarhverfinu á sér einnig sam- svörun í verkum Tolla. Landslag bernskunnar er þeim nefnilega sameiginlegt frá því að þeir ungir léku sér saman á malarvellinum við Ljósheima undir hnúkum átta hæða blokkanna. Þannig er enginn óravegur milli margra mynda Tolla, þar sem hann kemur húsum og blokkum fyrir í alls konar lands- lagi, á heiðum uppi eða á öldum hafs og blokkarlandslagi Einars Más: Skrýddur skurðgröfum líður tíminn, hjá steingráum veggjum, um hálendi húsa er gnæfa sem krossar á hæð. (Bls. 9.) Það er ýmiss konar bergmál úr fyrri verkum Einars Más í þessari bók, regngráminn og þokan úr Eftirmælum regndropanna, hinn barnslegi heimur hverfisbókanna er einnig ógnin, draugar, forynjur og tröll og jafnvel herstöðin á fjall- inu úr Bömum náttúrunnar. Mynd- heimur Einars er engan veginn eins órólegur og í fyrstu ljóðabók- Einar Már og Tolli um hans en engin lognmolla þó. Nú er hann hófstiíltari endá þótt við og við bresti á skammvinn myndgos: Við ferðumst á fleka úr flóðlýstum mána og líðum um heiminn sem Ijóð. (Bls. 109.) Víða birtast okkur hnitmiðaðar myndir og líkingar snjallar. „Þessi eyja er fljótandi skjöldur/ með dranga sem standa einsog spjót“ (s. 26) segir á einum stað og stund- um er málað með sterkum litum: Þegar sólin flýtur við hafsbrún stendur eyjan í björtu báli, ísmolar tinda glös gull af glóandi víni. (Bls. 24.) Þótt oft sé í þessum kvæðum horft á hin kosmískari öfl er ein- staklingurinn og upplifun hans í forgrunni. Þá er það jafnan borgar- reynsla, sundrung gilda og firring sem kemur í hugann eins og þegar spurt er: „hvaðan himnarnir/ sem speglast í glerbrotunum/ hafa hrunið“ (s. 116) og ekki er heldur alltaf langt í taktinn og tregann: Víst vissum við að tómleikinn er rótgróinn borgarhluti í hjartanu og einveran sálarlíf þessa staðar. Við fjúkum sem aska um steinaldir húsa og höngiim / stuðara myrkurs... (Bls. 119.) Verk þeirra Tolla og Einars Más eru á vissan hátt tvö sjálfstæð verk og gætu staðið ein sér sem málverkabók og ljóðabók. Eigi að síður er grundvöllur bókarinnar samvinna þessara tveggja lista- manna sem eru meðal þeirra fremstu á sínu sviði hér á landi og árangurinn er að minni hyggju einstök bók. Myndirnar og ljóðin höfða sterklega til mín og ekki síður sá galdur sem sprettur upp úr samhljómi þeirra. Stærðir: 36 - 45 Teg: 7204 Litir: svart/brúnt Verð: 6.980, Lihr: svarþbrúnt leð/rúsk Stærðir: 41-46 Teg: 2985 Lihr: svart/brúnt Vérð: 5.490, Opið fram að jólum: laugard. 21/12 frákl. 10-22. sunnud. 22/12 frá kl. 13 - 18. mánud. 23/12 frá kl. 9 - 23. þriðjud. 24/12 frá kl. 9-12. Sendum í póstkröfu - gleðileg jól Stærðir: 36 - 41 Teg: 3043 Lihr: svart leð./rúsk. Verð: 3.990,- Stærðir: 36 - 41 Teg: 4531 Litur: svart rúskinn Verð: 5.400,. Stærðir: 36 - 45 Teg: 7205 Lihr: svart,brúnt1eð./rúsk. Verð: 5.980,- Skóverslun Laugavegi 60 - Sími 91 - 22453 SÉRTll-BOO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.