Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Mýrar á Mallorca eftir Ingimund Gíslason Mallorca er stærst Baleareyja, austanvert við Spán, og er í hugum okkar íslendinga sólskinseyjan fræga og ferðamannaparadísin mikla. Þangað streyma milljónir ferðamanna ár hvert, sér til hvíldar og hressingar, og njóta sólar eftir myrkur og kulda vetrarins á norður- slóðum. A Mallorca áttu þau, tón- skáldið Chopin og skáldkonan Sand,- stormasamar stundir saman á öld- inni sem leið. En Mallorca hefur upp á ýmislegt annað og meira að bjóða en sól- skin, baðstrendur og diskóbari. Eft- ir norðanverðri eyjunni liggur íjall- garður og er hæsti tindurinn, Puig Mayor, í 1.445 metra hæð yfir sjáv- armáli. Niðri á láglendinu, á eyj- unni miðri, eru fijósamar sléttur og ræktun mikil. Þar er ræktað grænmeti, ávextir ýmiss konar, ólíf- ur og möndlur. Reyndar má segja að öll eyjan sé umvafin gróðri. Er það ólíkt því sem við eigum að venj- ast' frá mörgum landsvæðum við Miðjarðarhafið. Port d’Alcudia er lítið sjávarpláss við Alucdiaflóann á eyjunni norð- austanverðri. Þar rétt fyrir sunnan er S’Albufera, sem er allstórt vot- lendi eða fenjasvæði við Alcuidiafló- ann, þar sem ámar Sant Miquel og Muro sameinast og renna til sjávar. Þar skiptast á reyr- og stararmýr- ar, tjarnir og langir skurðir. Skurð- irnir voru grafnir á síðustu öld þeg- ar gerð var tilraun til að þurrka votlendið til að veijast malaríu. Sú tilraun tókst aðeins að hluta til og fyrirtækið, sem annaðist fram- kvæmdir, fór á hausinn. S’Albufera hefur frá alda öðli verið aðsetur ijölda tegunda fugla (meira en 200 hafa verið skráðar), bæði farfugla á leið um svæðið eft- ir árstíðum og einnig mikils fjölda varpfugla. A sjöunda áratugnum urðu mestu breytingar frá því sögur hóf- ust á þessu svæði með tilkomu ferð- amannaiðnaðar í stórum stíl. Alls staðar vantaði land undir hótel og voru stór svæði þessa votlendis lögð undir nýbyggingar, garða og vegi. Var ekki annað sýnt en, að allt þetta sérstæða griðland fugla og sjaldgæfra jurta yrði nýtt til að þjónusta ferðamenn, þegar stjórn- völd gripu loks í taumana, árið 1985. Yfirvöld Baleareyja keyptu þá 800 hektara af þessu votlendi, frið- lýstu svæðið og stofnuðu þjóðgarð. Göngustígir voru lagðir og byggð feluskýli; þar geta fuglaáhugamenn virt fyrir sér fuglalífið án þess að styggja fuglana. I miðjum þjóðgarð- NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur aö geyma smásögur eftir hann, sem skrifaðar eru á góöu og kjarnyrtu máli. Þetta eru bráðskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og meö alvar- legum undirtóni. M.Scott Peck Leiðin til andiegs þroska Öll þurfum viö aö takast á viö vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. PbnuR wmm™ zophoníasson mem VIKINGS IÆKjARÆITV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt I tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Klnnhtigi Guðmuiidvvni Gamanscmi ^Ðorra ^íuriusonar Nokkur valin dæmi ------- --- | Finnbogi Guðmundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. seþtember voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veitti Snorra_ Sturlusyni banasár 1 Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþcettir í verkum hans. Myndir í bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nceturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Auðunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mlsmikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA inum er þjónustumiðstöð þar sem fróðleg sýning hefur verið sett upp og þar má einnig fá allar nauðsyn- legar upplýsingar. Þjóðgarðurinn er vinsæll meðal almennings og ferðamanna og gestum fjölgar ár frá ári. Fræðimenn svo og fugla- og náttúruáhugamenn sækja þang- að í auknum mæli. Síðastliðið sumar átti ég leið í þióðgarðinn. í 37 stiga hita hjólaði ég frá hóteli mínu í Port d’Alcudia með sjónauka og fuglahandbækur í farteskinu. Frá hliðinu við inn- gariginn, nálægt mynni Gran Can- al, lá malarstígur inn á víðáttu- mikla sléttuna. Hávaxið reyrgresið bærðist tignarlega til og frá brenn- heitri golunni og linnulaust kryb- busuðið smaug miskunnarlaust inn í merg og bein. Skugga frá sól var aðeins að finna á stöku stað þar sem álmar og aspir uxu að síkis- bökkum. Það merlaði á flóa og tjarnir og bleshænurnar kinkuðu kolli án afláts. Flamingóar, hálegg- ir og veimiltítur ráku nefin niður í botnleðjuna í leit að æti. Tveir rauð- hegrar kjöguðu áfram með spaugi- legu, vaggandi göngulagi. Þarna var mikill fjöldi ferða- manna af ýmsum þjóðemum. Venjulegir sólaralandafarar svo og breskir fuglaáhugamenn með barðamikla hatta og stóra sjónauka á fæti. Við þjónustumiðstöðina hlýddi hópur skólabama á fyrirlest- ur kennara síns um náttúru svæðis- ins. Það vakti athygli mína að í garðinum voru víða hross og naut- gripir á beit; líklegast til að halda gróðri í hæfilegum skefjum þar sem þarna fyrirfinnast engir villtir gras- bítir. Á bakaleiðinni kom ég við á Smith’s Sandwiches við þjóðveg númer 712 til að slökkva sárasta þorstann. Yfir glasi af köldu Fanta lét ég hugann reika heim á gamla Frón: Eg minntist þess, þegar ég ungur að árum öslaði mýrar á Suð- urlandi og jaðrakaninn, sem þar bjó, rauk upp með andfælum og skerandi óhljóðum. Þá var ég í síma- vinnu og Olafur Magnússon var verkstjóri og jarðsíminn enn ólagð- ur svo að ekki sé nú minnst á nú- tíma ljósleiðara. Það rifjaðist upp þegar ég æfði upplestur á Iþökulofti, ásamt nokkrum skólasystkinum mínum í Menntaskólanum í Reykjavík, undir leiðsögn Baldvins Halldörssonar, leikara. Það kom í minn hlut að lesa kaflann Mýrlendi í Ámessýslu, úr bókinni Skáldatími eftir Halldór Laxness. Þar lýsir Halldór á ógleymanlegan hátt „þessu blauta flatlendi á íslandi þar sem mikill hluti þjóðarinnar hefur staðið í votu í þrjátíu fjörutíu kynslóðir" en jafn- framt „þeirri jarðnesku sælu sem í mýrinni býr“. Vísast er að öll um- fjöllun um mýrar og forir hafa í aldanna rás eingöngu vakið upp óljúfar minningar hins stritandi manns um blauta og kalda fætur. Mótar sú reynsla kynslóðanna enn Ingimundur Gíslason „Eru íslendingar ekki að blekkja sjálfa sig þegar þeir segjast búa í svo til óspilltu landi? Geta þeir ekki lært eitt- hvað af reynslu Mall- orcabúa, mistökum þeirra og fram- kvæmdasemi?“ afstöðu márgra íslendinga til þessa merkilega hluta af náttúru lands- ins. Með snilldarlegum náttúrulýs- ingum sínum ræðst Halldór til at- lögu við þessi neikvæðu viðhorf. Ég hugsaði um þær breytingar sem orðið hafa víða í byggð á Suð- urlandi á þessari öld. Upphækkaðir vegir liggja nú um sundurgrafið landið sem að auki er hólfað niður í óteljandi misstóra reiti með girð- ingum. Og ég rifjaði í huganum upp viðtal við dr. Þóru Ellen Þórhalls- dóttur líffræðing sem birtist í Morg- unblaðinu nú í vor. Þar segir hún að um 2,4% af votlendi á Suður- landi hafí verið ræst fram. Sam- kvæmt athugunum hennar eru nú aðeins 26 ferkílómetrar eftir af óröskuðum mýrum á þessu svæði, af þeim 1.100 ferkílómetrum sem áætlað er að þar hafí verið árið 1930. Þóra telur að í íslensku vot- lendi sé fólgið sérstakt og merkilegt vistkerfí plantna og dýra sem ekki megi glatast. Að hennar mati er nú ekki seinna vænna að bregðast við að taka út og friða þær fáu mýrar sem enn eru ósnortnar. Eru íslendingar ekki að blekkja sjálfa sig þegar þeir segjast búa í svo til óspilltu landi? Geta þeir ekki lært eitthvað af reynslu Mall- orcabúa, mistökum þeirra og fram- kvæmdasemi? >• Höfundur er augnlæknir. Bréf BSRB til þingmanna: Tillögnr ríkisstjórnar í þágn hinna efnameiri ALÞINGI stendur frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum þessa síðustu daga fyrir jól - segir í bréfi til þingmanna frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Sú ríkisstjórn, sem nú situr stefnir að því að minnka umsvif ríkisins á fjölmörgum sviðum og eru niðurkurðaráform hennar nú sem óðast að koma til kasta þingsins. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fyllsta aðhalds sé jafnan gætt, en þá að því tilskildu að slíkar tiltekt- ir komi réttilega niður á þjóð- félagsþegnana. Síðan segir í bréfí BSRB, sem Ögmundur Jónasson formaður und- irritar: „Hefur þú sett það niður fyrir þét, ágæti þingmaður, hversu mjög niðurskurður ríkistjórnarinnar kemur við fjárhag venjulegs launa- fólks í landinu? Álögur á sjúklinga hafa verið auknar, barnabætur á að skerða þannig að meðaltekjufjöl- skyldna með 3 börn missir um 4.000 krónur á mánuði, skólagjöldum er komið á, námslán á að skerða, og nú síðast berast fréttir um að per- sónuafsláttur hækki ekki 1. janúar þrátt lýrir loforð um hið gagnstæða, en með þessu eru skattleysismörk lækkuð um áramótin. BSRB snýr sér til þín, þingmaður góður, í trausti þess að þú hugleiðir þá röskun á kjörum almennings sem þessar aðgerðir hafa í för með sér. Ótal sparnaðaraðgerðir eru nærtæk- ari en þær sem seilast alltaf og ævinlega í vasa þess fólks sem gerir ekki meira en að komast af á launum sínum, s.s. hátekjuskattur, fleiri skattþrep og fjármagnsskattur. Talsmönnum ríkisstjórnarinnr hefur orðið tíðrætt um að allir þurfi að axla sameiginlegar byrðar þjóð- arinnar. Þær ráðstafanir, sem kynnt- ar hafa verið eru ekki í þessum anda. Þær byggja á mismunun í þágu hinna efnameiri í þjóðfélaginu.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.