Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 35

Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 35 manni. Einhver bjargvættur er nauðsynlegur í lífi litla mannsins til þess að forða honum frá eigin vitleysu. Hver skyldi hann vera þessi bjargvættur í lífi okkar þjóð- ar, sem hefur sett litla manninn í þetta ljúfa ævilanga skuldabasl? Eru það fjölskyldurnar fjórtán, sem sumir segja að eigi tryggingafélög- in, olíufélögin, bankana, Flugleiðir og Eimskip? Eru það stjórnmála- mennirnir, sem geysast um loftin blá í einkaþotunni með konurnar sínar á dagpeningum og fríu uppi- haldi? Eru það bændurnir eða opin- berir starfsmenn? Nei og aftur nei. Þetta fólk er allt að vinna fyrir litla manninn og landið hans. Kannski hefði ég átt að biðja ræðumanninn á Königstrasse að skrifa grein í Morgunblaðið um málefni litla mannsins. Ég hefði sagt honum fyrst frá lífeyrissjóðun- um okkar, sem litli maðurinn ieggur til 10 prósent af laununum sínum. Þessir sjóðir nota féð til þess að kaupa húsbréf af litla manninum með 20% afföllum og verðtryggðum vöxtum til 25 ára. Eða frá Byggða- stofnun, atvinnutryggingarsjóði og hlutafjársjóði, sem sjá til þess að litli maðurinn sé ekki í vandræðum með þessa bölvuðu peninga, sem eru sosum undirrót alls ills í henni verslu og hafa alltaf verið. Eða frá íslenzku bókunum, sem taka uppí 35 prósent vexti af litla manninum meðan verðbólgan er orðin sú sama og í Þýskalandi. Vonandi hafa allir þessir aðilar góð samráð sín á milli um að halda uppi þessu nauðsynlega vaxtastigi svo að litli maðurinn eyði ekki pen- ingum sínum í að kaupa vitleysu í útlöndum. Auðvitað er þetta hin eina rétta stefna. Allir þessir óþekktu bjargvættir hljóta að vita það miklu betur en litli maðurinn hvað honum er fyrir bestu. Því hann er sjálfur svo vit- laus eins og ræðumaðurinn skynjaði svo skarplega. Þarna á Königstrasse er fullt af bönkum, sem vilja lána mönnum þýsk mörk fyrir 8-11 prósent vexti eða þá dollara fyrir 6-9%. Enda eru markið og dollarinn ekki góðir pappírar og hafa lækkað stórlega miðað við íslenzka lánskjaravísitölu í seinni tíð. Mér skildist, að útlendingar mættu kaupa bæði hús og fyrirtæki í Þýzkalandi, bújarðir, sem akra og engi, bara ef þeir ættu peningana. Sem betur fer hefur hinn óþekkti bjargvættur í mínu lífí, hver sem hann í rauninni er, séð til þess að ég á þá ekki og get ekkert keypt. Þá þarf ég heldur ekki að hafa áhyggjur af neinu. Enda hvað ætli ég kunni svo sem að fara með hluta- bréf í Mercedes Benz eða Deutsch Bank? Hann Guðmundur í lífeyris- sjóðnum er fullfær um það! Guði sé lof fyrir okkar íslenzka gjaldeyriseftirlit, bankalöggjöf og sjóðakerfi, sem verndar litla mann- inn frá því að svona bankastarfsemi komi hingað og keppi við okkar göfuga íslenzka fjármálakerfí. Auð- vitað skiptir það litla manninn meira meginmáli að útgerðarstjór- inn í Eyjum heiti Sigurður og sigli með þjóðarkvóta litla mannsins, heldur hann héti da Silva eða eitt- hvað svoleiðis og væri Portúgali og legði upp fískinn á Islandi. Éða ef einhver þýzk kerling gæti keypt bújarðir í Aðaldal, án þess að hafa svo mikið sem félagsskírteini í framsókn. Það væri ljóta áfallið fyrir þjóðernið! Fram til baráttu íslendingar. Frelsum heiminn frá þessu frelsi. Niður með þetta frelsi og lága vöru- verð í öðrum löndum! Niður með þetta innkaupaferðafrelsi íslend- inga! Hvað ætli litli maðurinn viti um lífíð og tilveruna? Hann er svo vitlaus að það verður að ráða fyrir hann! Lifí siðferðið og sakleysið! Er ekki mál til komið að við bjóð- um Þjóðverjum móralska aðstoð við það að koma sínum innri málum í lag? Þetta er ekki hægt að horfa uppá þetta hvernig allt er að sökkva í frelsi, lesti og ódýran lúxus í því landi. Þetta er ekki hægt! Höfundur er verkfræðingur. í félagshúsinu við Holtaveg (gegnt Langholtsskóla) kristi7e^ ^starf OPIÐ: Laugardag 13:00 - 18:00 Sunnudag 13:00 - 18:00 Þorláksmessu 13:00- 18:00 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KOSTAR ÞESSA AUGLÝSINGU 0 UMBOÐSMENN UM LANDIÐ: tuulnphone Nú geta tveir talaö samtímis, í sama símtœkiö viö þriöja aöila í TVÍBURASÍMANUM frá SWATCH — Nýtískuleg og falleg hönnun 10 mismunandi litir og útlit: STÖÐLUÐ GERÐ (myod 7 - VERÐ KR. 4.990 Tónval - Endurhringing 3 styrkleikar hringlngar 10) LÚXUS GERÐ (mynd 1-6) VERÐ KR. 5.490 Tónval - Endurhringing 20 skammvalsminni/nafnaminni 3 styrkteikar hringingar HEKLA LAUGAVEGI 174 S.695500/695550 suuatch Reykjavík: Hagkaup, Heimilistœki, Húsasmiðjan, Kaupstaður í Mjódd, Ljósbœr. Mikligarður, Radíóbúðin, Raftœkjaverslunin Glóey, Títan hf„ Símval Hafnarfjörður: Húsasmiðjan, Ljós og Raftœki Njarövík: Hagkaup Keflavík: Stapafell Akranes: Málnlngarþjónustan, Rafþjónusta Sigurdórs Borgames: Kaupfélag Borgfirðinga Stykkishólmur: Húsið Höfðagötu ísafjörður: Húsgagnaloftiö, Straumur Blöndós: Kaupfélag V. Húnvetninga Sauöárkrókur: Verslunin Hegri Akureyri: Hagkaup, Radíónaust, Radíóvinnustofan, Rafland hf. Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga, Öryggi sf. Eigilstaðir: Kaupfélag Héraösbúa Seyöisfjörður: L. Haraldsson Höfn Hornafirði: Kaupfélag A. Skaft- fellinga Vestmannaeyjar: Brimnes Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangœlnga Hella: Mosfell Selfoss: Kaupfélag Árnesinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.