Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 50

Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 J 7 0 vinningshafar í jólagetraun Perlunnar NÆSTKOMANDI sunnudag verður haldin síðasta jólaskemmtunin í Perlunni fyrir þessi jól. Eins og aðra aðventusunnudaga spilar Lúðra- sveit Reykjavíkur og Barnakór Kársnesskóla syngur, íslensku jóla- sveinarnir koma í heimsókn ásamt Grýlu og Leppalúða og dansað verður kringum jólatréð. Skemmtunin stendur yfir frá kl. 14-17. Jkfnframt eru íslenskar handverkskonur og ýmis góðgerðarsamtök með jólavarning til sölu. í gær var dregið í jólagetraun Perlunnar, Sparisjóðanna og Fróða hf., en vinningshafar eru alls sjötíu talsins. „Afi“ dró fyrst út nöfn þeirra tuttugu sem hlutu aðal- vinningana í getrauninni. Hver þeirra hlaut í vinning bamabók frá Fróða, ávísun á níu lítra af Pepsí frá Gosa, bamaútvarp frá Ingvari Helgasyni og tvo bíómiða frá Há- skólabíói. Þeir sem hlutu aðal- vinningana heita: Amar Gunnars- son, Bólstaðarhlíð 8, Rvík. Sólveig L. Tryggvadóttir, Lerkigmnd 4, Akranesi. Helga G. Jóhannsdóttir, Svalbarði 10, Hafnarfirði, Hildur Sif, Reynimeí 46, Rvík. Elísabet, Vignir og Bára, Hvassaleiti 68, , Rvík. Sindri Bjöm Bjömsson, Leiru- bakka 6, Rvík. Viktor Ingi Jónsson, Sílatjörn 8, Selfossi, María G. Guð- mundsdóttir, Bárugranda 11, Rvík. Olga R. Bragadóttir, Skaftahlíð 16, Rvík. Margrét Reynisdóttir, Reyk- ási 35, Rvík. Svavar og Friðrik Ól- afssynir, Aðalgötu 9, Suðureyri. Valur Gunnarsson, Norðurfelli 5, Rvík. Jóna Katrín Hilmarsdóttir, Lóurima 16, Selfossi. Guðrún Brandsdóttir, Grundarhúsi 42, Rvík. Erlingur Ö. Hafsteinsson, Þrastarima 6, Selfossi. Aron Jóns- son, Frostafold 83, Rvík. María Dögg, Reykjavíkurvegi 27, Hafnar- firði. Hulda Heiðrún, Ál.fhólsvegi 149, Kópavogi. Einar Eðvarð Steinþórsson, Fjarðargötu 36, Þing- eyri. Að auki dró „afi“ út 50 aukavinn- inga, en þeir vinningshafar fá póst- senda annað hvort sparibauk frá Sparisjóðunum, eintak af plötunni Andartak með Rabba, eða bílabraut frá Perlunni. Séra Gunnar Björnsson: Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Skólinn skreyttur Þær Sigríður Pálsdóttir og Anna Lea Stefánsdóttir, nemendur í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, eru hér að leggja lokahönd á gluggaskreytingu í skólanum, en hann er jafnan skreyttur fyrir jólin og em glugga- skreytingar nemenda til mikillar prýði. -Benjamín Utgeröarfélag Akureyringa: 420 milljónir greiddar fyi'ir Arbak með kvóta Athugasemd vegna rang- hermis í samtali við Kjuregej Alexöndru MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá sr. Gunnari Bjömssyni sóknarpresti í Holti, Onundarfirði: Mishermi er í spjalli við myndlistar- konuna Kjuregej Aiexöndm Argún- óvu, sem prentað var í Morgunblað- inu laugardaginn 7. desember sl. í blaðinu er frú Argúnóva sögð brautryðjandi hérlendis á sviði einn- ar tegundar myndgerðar, er hefur verið nefnd „applíkasjón" á útlend- um málum og við gætum ti! bráða- birgða kallað tuskusaum eða búta- 'saum. Af tilefni sýningar listakonunnar í MÍR-salnum sem enn stendur yf- ir, þegar þetta er skrifað, er því aftur haldið fram, að frú Argúnóva sé forgöngumaður um þessa sér- stöku aðferð við myndsaum. Nú er að segja frá því að fyrir skemmstu tóku kvenfélagskonur í Mosvaltahreppi sig til og gáfu Holtskirkju í Önundarfirði nýtt alt- arisklæði eftir norsku textíllista- konuna Heidi Kristiansen í Reykja- vík. Þessi kirkjugripur sem lofar meistara sinn fyrir næma form- byggingu og góðan samhljóm lita, er unnin með þessum sama hætti og áður er á drepið. Heidi Kristiansen hefur um langa hríð ástundað þess konar saumalist eða allt frá því að á ofanverðum áttunda áratUgnum. Hún hreppti verðlaun fyrir list sína í Noregi 1978 og hlaut aftur viðurkenningu í sama landi í ár. Heidi hélt fyrstu sýningar á Islandi 1982 og enn „Gef oss í dag“ eftir Heidi Krist- iansen. árið eftir, bæði skiptin í Ásmundar- sal, en sýndi síðast í Hlaðvarpanum í árslok 1989. Að auki hefur hún oftsinnis haldið námskeið í „applík- eringu“ hér, fyrst í Hafnarfirði 1983 og mörg slík síðan, m.a. í Önundarfirði á útmánuðum í fyrra, Um eitt skeið fékkst hún við kennslu í Borgamesi og kynnti þá börnum þetta verklag. Þegar haft er í huga að Kjuregej Alexandra Argúnóva hélt fyrst myndiistarsýningu í Norræna hús- inu árið 1984, sést berlega að það er með engu móti hægt að eigna henni frumherjastarf í „applík- asjón“ á íslandi, eins þótt sleppt 8é að minnast þeirra íslensku kvenna, sem höfðu þennan hátt á myndsaumi sínum fyrr á tíð.“ ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa greiddi 419,5 milljónir króna fyrir hið nýja skip sitt,, Árbak EA 308, ásamt veiðiheimildum. Fyr- ir skipið greiddi félagið 149,5 milljónir króna, en 270 milljónir fyrir veiðiheimildirnar, en kvótinn sem fylgdi skipinu nam 1.627 þorskígildum. Þetta kemur fram í fréttablaði Útgerðarfélags Akur- eyringa, ÚA-fréttum. Útgerðarfélagið gerði samning við útgerðarfyrirtækið Berg/Hug- in hf. í Vestmannaeyjum um yfir- töku á kaupsamningi sem það fé- lag hafði gert um kaup á græn- lenska skuttogaranum Natsek. Jafnframt var samið um að Bergur/Huginn framseldi ÚA allar veiðiheimildir Bergeyjar VE 544, samtals 1.627 þorskígildi, og er þar með talið það sem ónýtt var af veiðiheimildum yfírstandandi fískveiðiárs. Árbakur EA var smíðaður í Danmörku árið 1980 og lengdur og yfirbyggður árið 1984. Skipið er rúmir 47 metrar að lengd og 9,5 metrar á breidd og er 430 brúttótonn að stærð. Skipið var endurnýjað árið 1988. Eftir kaupin á skipinu eru veiði- heimildir Útgerðarfélags Akur- eyringa 15.209 þorskígildi. Á þessu ári verður heildarafli skipa félagsins um 23.700 tonn og er gert ráð fyrir að hann verði svipað- ur á næsta ári. Messur á Akureyri og í nágrenni yfir hátíðirnar Hér á eftir fer listi yfir messur og annað safnaðarstarf í kirkjunum á Akureyri og í nágrenni yfir jólahátíðina. AKUREYRARPRESTAKALL: Aðfangadagur jóla: Hátíðarguðs- þjónusta á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 15.30. Börn úr Barnaskóla Akur- eyrar syngja. Stjórnandi og organ- isti Birgir Helgason. Birgir Snæ- björnsson. Aftansöngur í Akur- eyrarkirkju kl. 18. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið frá kl. 17.30. Sálmar: 88, 73 og 82. Ósk- ar Pétursson syngur einsöng. Þór- hallur Höskuldsson. Miðnætur- guðsþjónusta kl. 23.30. Sálmar: 75, 72, 82. Birgir Snæbjörnsson. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10.00 Sálmar: 78, 73, 92, 82. Þórhallur Höskuldsson. Hátíðarguðsþjón- usta í Akureyrarkirkju kl. 14. Sálmar: 78, 73, 92 og 82. Hólmfríð- ur Þóroddsdóttir, óbóleikari og Dagbjört Ingólfsdóttir, fagottleik- ari leika með í athöfninni. Birgir Snæbjörnsson. Hátíðarguðsþjón- usta á Hjúkrunardeild aldraðra, Seli kl. 14.00. Organisti Guðmund- ur Jóhannsson. Þórhallur Hö- skuldsson. Annar jóladagur: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Börn úr Barnaskóla Akureyrar syngja undir stjórn Birgis Heígasonar. Flautusveit úr Tónlistarskólanum leikur í athöfninni. Sálmar 73, 80, 563, Kom blíða tíð, 252 og 82. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Birgir Snæbjörnsson. Hátíð- arguðsþjónusta í Minjasafnskirkju kl. 14. Sálmar 89, 90, 81, 91 og 82. Þórhallur Höskuldsson. Sunnu- dagur 29. desember: Guðsþjón- usta í Akureyrarkirkju kl. 14.00, sálmar 89, 94, 88, 92 og 96. Birg- ir Snæbjörnsson. Hátíðarguðs- þjónusta í Miðgarðakirkju í Gríms- ey kl. 14.00. Organisti Birgir Helga- son. Þórhallur Höskuldsson. GLERÁRPRESTAKALL: Glerár- kirkja: Jólahelgistund, sunnudag- inn 22. desember kl. 21.00. Aftan- söngur. kl. 18.00 á aðfangadag. Lúðrasveit Akureyrar leikur í and-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.