Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 50

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 J 7 0 vinningshafar í jólagetraun Perlunnar NÆSTKOMANDI sunnudag verður haldin síðasta jólaskemmtunin í Perlunni fyrir þessi jól. Eins og aðra aðventusunnudaga spilar Lúðra- sveit Reykjavíkur og Barnakór Kársnesskóla syngur, íslensku jóla- sveinarnir koma í heimsókn ásamt Grýlu og Leppalúða og dansað verður kringum jólatréð. Skemmtunin stendur yfir frá kl. 14-17. Jkfnframt eru íslenskar handverkskonur og ýmis góðgerðarsamtök með jólavarning til sölu. í gær var dregið í jólagetraun Perlunnar, Sparisjóðanna og Fróða hf., en vinningshafar eru alls sjötíu talsins. „Afi“ dró fyrst út nöfn þeirra tuttugu sem hlutu aðal- vinningana í getrauninni. Hver þeirra hlaut í vinning bamabók frá Fróða, ávísun á níu lítra af Pepsí frá Gosa, bamaútvarp frá Ingvari Helgasyni og tvo bíómiða frá Há- skólabíói. Þeir sem hlutu aðal- vinningana heita: Amar Gunnars- son, Bólstaðarhlíð 8, Rvík. Sólveig L. Tryggvadóttir, Lerkigmnd 4, Akranesi. Helga G. Jóhannsdóttir, Svalbarði 10, Hafnarfirði, Hildur Sif, Reynimeí 46, Rvík. Elísabet, Vignir og Bára, Hvassaleiti 68, , Rvík. Sindri Bjöm Bjömsson, Leiru- bakka 6, Rvík. Viktor Ingi Jónsson, Sílatjörn 8, Selfossi, María G. Guð- mundsdóttir, Bárugranda 11, Rvík. Olga R. Bragadóttir, Skaftahlíð 16, Rvík. Margrét Reynisdóttir, Reyk- ási 35, Rvík. Svavar og Friðrik Ól- afssynir, Aðalgötu 9, Suðureyri. Valur Gunnarsson, Norðurfelli 5, Rvík. Jóna Katrín Hilmarsdóttir, Lóurima 16, Selfossi. Guðrún Brandsdóttir, Grundarhúsi 42, Rvík. Erlingur Ö. Hafsteinsson, Þrastarima 6, Selfossi. Aron Jóns- son, Frostafold 83, Rvík. María Dögg, Reykjavíkurvegi 27, Hafnar- firði. Hulda Heiðrún, Ál.fhólsvegi 149, Kópavogi. Einar Eðvarð Steinþórsson, Fjarðargötu 36, Þing- eyri. Að auki dró „afi“ út 50 aukavinn- inga, en þeir vinningshafar fá póst- senda annað hvort sparibauk frá Sparisjóðunum, eintak af plötunni Andartak með Rabba, eða bílabraut frá Perlunni. Séra Gunnar Björnsson: Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Skólinn skreyttur Þær Sigríður Pálsdóttir og Anna Lea Stefánsdóttir, nemendur í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, eru hér að leggja lokahönd á gluggaskreytingu í skólanum, en hann er jafnan skreyttur fyrir jólin og em glugga- skreytingar nemenda til mikillar prýði. -Benjamín Utgeröarfélag Akureyringa: 420 milljónir greiddar fyi'ir Arbak með kvóta Athugasemd vegna rang- hermis í samtali við Kjuregej Alexöndru MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá sr. Gunnari Bjömssyni sóknarpresti í Holti, Onundarfirði: Mishermi er í spjalli við myndlistar- konuna Kjuregej Aiexöndm Argún- óvu, sem prentað var í Morgunblað- inu laugardaginn 7. desember sl. í blaðinu er frú Argúnóva sögð brautryðjandi hérlendis á sviði einn- ar tegundar myndgerðar, er hefur verið nefnd „applíkasjón" á útlend- um málum og við gætum ti! bráða- birgða kallað tuskusaum eða búta- 'saum. Af tilefni sýningar listakonunnar í MÍR-salnum sem enn stendur yf- ir, þegar þetta er skrifað, er því aftur haldið fram, að frú Argúnóva sé forgöngumaður um þessa sér- stöku aðferð við myndsaum. Nú er að segja frá því að fyrir skemmstu tóku kvenfélagskonur í Mosvaltahreppi sig til og gáfu Holtskirkju í Önundarfirði nýtt alt- arisklæði eftir norsku textíllista- konuna Heidi Kristiansen í Reykja- vík. Þessi kirkjugripur sem lofar meistara sinn fyrir næma form- byggingu og góðan samhljóm lita, er unnin með þessum sama hætti og áður er á drepið. Heidi Kristiansen hefur um langa hríð ástundað þess konar saumalist eða allt frá því að á ofanverðum áttunda áratUgnum. Hún hreppti verðlaun fyrir list sína í Noregi 1978 og hlaut aftur viðurkenningu í sama landi í ár. Heidi hélt fyrstu sýningar á Islandi 1982 og enn „Gef oss í dag“ eftir Heidi Krist- iansen. árið eftir, bæði skiptin í Ásmundar- sal, en sýndi síðast í Hlaðvarpanum í árslok 1989. Að auki hefur hún oftsinnis haldið námskeið í „applík- eringu“ hér, fyrst í Hafnarfirði 1983 og mörg slík síðan, m.a. í Önundarfirði á útmánuðum í fyrra, Um eitt skeið fékkst hún við kennslu í Borgamesi og kynnti þá börnum þetta verklag. Þegar haft er í huga að Kjuregej Alexandra Argúnóva hélt fyrst myndiistarsýningu í Norræna hús- inu árið 1984, sést berlega að það er með engu móti hægt að eigna henni frumherjastarf í „applík- asjón“ á íslandi, eins þótt sleppt 8é að minnast þeirra íslensku kvenna, sem höfðu þennan hátt á myndsaumi sínum fyrr á tíð.“ ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa greiddi 419,5 milljónir króna fyrir hið nýja skip sitt,, Árbak EA 308, ásamt veiðiheimildum. Fyr- ir skipið greiddi félagið 149,5 milljónir króna, en 270 milljónir fyrir veiðiheimildirnar, en kvótinn sem fylgdi skipinu nam 1.627 þorskígildum. Þetta kemur fram í fréttablaði Útgerðarfélags Akur- eyringa, ÚA-fréttum. Útgerðarfélagið gerði samning við útgerðarfyrirtækið Berg/Hug- in hf. í Vestmannaeyjum um yfir- töku á kaupsamningi sem það fé- lag hafði gert um kaup á græn- lenska skuttogaranum Natsek. Jafnframt var samið um að Bergur/Huginn framseldi ÚA allar veiðiheimildir Bergeyjar VE 544, samtals 1.627 þorskígildi, og er þar með talið það sem ónýtt var af veiðiheimildum yfírstandandi fískveiðiárs. Árbakur EA var smíðaður í Danmörku árið 1980 og lengdur og yfirbyggður árið 1984. Skipið er rúmir 47 metrar að lengd og 9,5 metrar á breidd og er 430 brúttótonn að stærð. Skipið var endurnýjað árið 1988. Eftir kaupin á skipinu eru veiði- heimildir Útgerðarfélags Akur- eyringa 15.209 þorskígildi. Á þessu ári verður heildarafli skipa félagsins um 23.700 tonn og er gert ráð fyrir að hann verði svipað- ur á næsta ári. Messur á Akureyri og í nágrenni yfir hátíðirnar Hér á eftir fer listi yfir messur og annað safnaðarstarf í kirkjunum á Akureyri og í nágrenni yfir jólahátíðina. AKUREYRARPRESTAKALL: Aðfangadagur jóla: Hátíðarguðs- þjónusta á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 15.30. Börn úr Barnaskóla Akur- eyrar syngja. Stjórnandi og organ- isti Birgir Helgason. Birgir Snæ- björnsson. Aftansöngur í Akur- eyrarkirkju kl. 18. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið frá kl. 17.30. Sálmar: 88, 73 og 82. Ósk- ar Pétursson syngur einsöng. Þór- hallur Höskuldsson. Miðnætur- guðsþjónusta kl. 23.30. Sálmar: 75, 72, 82. Birgir Snæbjörnsson. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10.00 Sálmar: 78, 73, 92, 82. Þórhallur Höskuldsson. Hátíðarguðsþjón- usta í Akureyrarkirkju kl. 14. Sálmar: 78, 73, 92 og 82. Hólmfríð- ur Þóroddsdóttir, óbóleikari og Dagbjört Ingólfsdóttir, fagottleik- ari leika með í athöfninni. Birgir Snæbjörnsson. Hátíðarguðsþjón- usta á Hjúkrunardeild aldraðra, Seli kl. 14.00. Organisti Guðmund- ur Jóhannsson. Þórhallur Hö- skuldsson. Annar jóladagur: Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Börn úr Barnaskóla Akureyrar syngja undir stjórn Birgis Heígasonar. Flautusveit úr Tónlistarskólanum leikur í athöfninni. Sálmar 73, 80, 563, Kom blíða tíð, 252 og 82. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Birgir Snæbjörnsson. Hátíð- arguðsþjónusta í Minjasafnskirkju kl. 14. Sálmar 89, 90, 81, 91 og 82. Þórhallur Höskuldsson. Sunnu- dagur 29. desember: Guðsþjón- usta í Akureyrarkirkju kl. 14.00, sálmar 89, 94, 88, 92 og 96. Birg- ir Snæbjörnsson. Hátíðarguðs- þjónusta í Miðgarðakirkju í Gríms- ey kl. 14.00. Organisti Birgir Helga- son. Þórhallur Höskuldsson. GLERÁRPRESTAKALL: Glerár- kirkja: Jólahelgistund, sunnudag- inn 22. desember kl. 21.00. Aftan- söngur. kl. 18.00 á aðfangadag. Lúðrasveit Akureyrar leikur í and-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.