Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 51

Morgunblaðið - 21.12.1991, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 51 Utgerðarfélag Akureyringa: Gunnar Aspar verður fram- leiðslustjóri GUNNAR Aspar tekur við starfi framleiðslustjóra hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa um áramót. Gunnar Lórenzson, sem verið hef- ur yfirverksjóri í frystihúsi, verð- ur yfirmaður framleiðslubirgða og afskipana hjá félaginu frá ára- mótum. Gunnar Lórenzson mun hafa með höndum afgreiðslu frystitogara og verður tímabundið tengiliður þeirra við land. Þá tekur hann að sér þjálf- un og kennslu fyrir áhafnir frystitog- aranna með tilliti til gæðamála. Fyr- irhugað er að efna til þjálfunar og kennslu varðandi meðhöndlun afla fyrir sjómenn á ísfisktogurum. Gunnar Aspar tekur við starfi Gunnars Lórenzsonar og verður starfsheiti hans framleiðslustjóri. Það kemur m.a. til af því að gert er ráð fyrir að öll framleiðsla í landi verði undir einni stjórn, þ.e. frysti- húsið og fiskverkunarstöðin, og er þess vænst að í kjölfarið náist betri samræming og samnýting. -----♦-------- Reykjahlíðarkirkja: Hátíðlegt að- ventukvöld Björk, Mývatnssveit. AÐVENTUKVÖLD var í Reykjahlíðarkirkju síðastiiðinn sunnudag, 15. desember. Fyrst söng barnakór undir stjórn Guðnýjar Jónsdóttur, síðan kór Reykjahlíðarkirkju undir stjórn Jóns Arna Sigfússonar, undir- leikari var Juliet Faulkner. Einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Ásmundur Krist- jánsson. Anna V. Skarphéðinsdóttir las jólasögu. Séra Bjöm Jónsson flutti ræðu. Kynnir og stjórnandi aðventukvöldsins var séra Öm Frið- riksson, prófastur á Skútustöðum. Síðast var farið með bæn og blessunarorð og að lokum sungu allir viðstaddir Heims um ból. Þessi helgistund í kirkjunni var mjög ánægjuleg og verulega hátíðleg. Mikið fjölmenni var. Kristján dyri kirkjunnar frá kl. 17.30. Jóla- dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar jóladagur: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Barnakór Glerár- kirkju syngur, félagar úr Glerbroti, æskulýðsfélagi Glerárkirkju að- stoða og fluttur verður helgileikur. Gunnlaugur Garðarsson. Hvítasunnukirkjan:Syngjum jól- inn inn, sunnudag 22. desember kl. 15.30. Kór safnaðarins syngur jólalög, barnakórinn syngur brot úr söngleik, þá verður einsöngur, tvísöngur, fjórsöngur og margt fleira, en að lokum syngja allir sam- komugestir Heims um ból. Að- fangadagur: Jólasamkoma kl. 16.30 til 17.30. Ræðumaður Vörð- ur L. Traustason. Kór safnaðarins syngur jólasálma. Annar jóladagur kl. 15.30. Hátíðarsamkoma. Ræðumaður Jóhann Pálsson. í samkomunni verður niðurdýfing- arskírn. Sunnudagur 29. desem- ber. Vakningarsamkoma. Ræðu- maður Rúnar Guðnason. LAUFÁSPRESTAKALL: Sval- barðskirkjaHátíðarguðsþjónusta á aðfangadag kl. 16.Grenivíkur- kirkja:Hátíðarguðsþjónusta kl. 22.00 á aðfangadagskvöld.Lauf- áskirkja:Hátíðarguðsþjónusta verður annan dag jóla kl. 14.00. Morgunblaðið/Unnar Vilhjálmsson Nemendur Framhaldsskólans á Laugum skáru út laufabrauð af kappi og bjuggu til jólaskreytingar fyrir litlu-jólin sem haldin voru í skólan- um fyrir skömmu. Framhaldsskólinn á Laugum: Mikið um hátíðar- höld á haustönn Laugum, lleykjadal. MIIKIÐ hefur verið um hátíðarhöld á Laugum nú í lok haustannar. 1. desember var haldinn hátíðlegur að vanda. Hátíðin hófst með glæsilegu borðhaldi þar sem nemendur ferðamáladeildar þjónuðu til borðs. Sett var upp leikritið Grænjaxlar með aðstoð Maríu Sigurð- ardóttur leikkonu og Harðar Benóníssonar. Hátíðin heppnaðist mjög vel og lauk með dansleik með Rokkbandinu frá Akureyri. borginni „Virkilega spennandi og óvenjuleg unglingasaga eftir einn efnilegasta rithöfund okkar.“ Arnaldur Indrióason, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins ►►►►►►► Laugardaginn 14. desember voru haldin litlu-jólin i skólanum. Dag- ana á undan höfðu nemendur, kenn- arar og starfsfólk skólans sett upp jólatré, skreytt borðsal og setustof- ur skólans, og skorið út laufabrauð. á litlu-jólunum var snæddur jóla- matur og léku nemendur á píanó undir borðhaldinu. Afmælisböm desembermánaðar voru heiðrað í skólanum. Dansað var í kringum jólatré og jólasveinar komu auðvit- að í heimsókn og voru örlátir á mandarínur. Skólahljómsveitir, fjórar að tölu, héldu síðan uppi fjöri til miðnættis, en hátíðarhöldunum lauk með vistarveislum á setustof- um heimavistar. Nemendur hafa setið sveittir yfir prófum, en jólafrí hófst 19. desem- ber. Nú eru liðin 66 ár frá því Laug- askóli hóf starfsemi sína, en fyrir þremur árum var skólinn end- urskipulagður og honum breytt úr héraðsskóla í Framhaldsskólann á Ólafsfjörður: Auknuin álög- um mótmælt „BÆJARRÁÐ Ólafsfjarðar sam- þykkti á fundi sínum 19. desember að taka heilshugar undir sam- þykkt stjórnar Sambands sveitar- félaga frá 11. desember 1991. Þar er stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að mótmæla þeim álög- um sem ríkisstjórnin hyggst leggja á sveitarfélögin í landinu og hafa birst í frumvarpi til fjárlaga. Svo og einhliða samningsrofi á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Hvatt er til samráðs ríkis og sveit- arfélaga á jafnréttisgrundvelli eins og gildandi samningur og lög gera ráð fyrir.“ (Fréttatilkynning) Laugum. Nemendur skólans eru rúmlega 120 frá öllum landshlut- um, þó flestir af Norðurlandi. U.V. HERNAMSÁRIN Á AKUREYRI OG EYJAFIRÐI METSÖLUBÓK „Bókin er svo vel skrifuð að hún færir mann leikandi létt á vit stríðsáranna." (Morgunblaðið 4. des.) „Þetta er vel skrifuð bók og skemmtileg aflestrar." (Guðmundur Heiðar Frímannsson, bókmenntagagnrýnandi, Morgunblaðið 18. des.) 1. prentun: Uppseld 2. prentun: Uppseld 3. prentun: Að seljast upp Jón Hjaltason áritar: Akureyri í dag, 21. des. Möppudýrið kl. 13.00-15.00 Bókval kl. 20.00-21.00 Reykjavtk á morgun 22. des. Eymundsson, Borgarkringlunni, kl. 14.00-16.00. BOKAUTGAFAN HÓLAR h i K j fi JL J 44

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.