Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 53

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 53 Bubbi: * Eg er .. ekkert sérstök Hljómplötur Andrés Magnússon Á tónlistarferli, sem nú-spannar um 15 ár, hefur Bubbi Morthens komið víða við. Frá því að vera trúbadúr með gítar til þess að vera uppreisnarrokkari í leðri til þess að vera trúbadúr með gítar. Hringnum hefur verið lokað. Jólaplatan frá Bubba í ár heitir „Ég er“ og er tónleikaupptaka úr Púlsinum hinn 15. nóvember 1990. Og sem slík er platan góð, á henni gefur að heyra hinn sanna Bubba, trúbadúr- inn með gítarinn. Hljóðfæraleikurinn er yfirleitt til fyrirmyndar og sérstaklega hefur Bubba sjálfum farið fram sem gítar- leikara, sem endurspeglast líka í seinni lagasmíðum hans. Hins vegar er hann engan veginn góður munn- hörpuleikari. Undirleikararnir, þeir Kristján Kristjánsson (KK) á gítar, Þorleifur Guðjónsson á bassa og Reynir Jónasson á harmonikku, standa sig með prýði og sérstaklega setur nikkan skemmtilegan svip á mörg lög. En lögin eru misjöfn. Á sama tíma og ballöður á borð við Syneta, Silfraður bogi, Stál og hnífur og Sonnetta njóta sín til fulls er ekki hægt að segja sömu sögu um blúsana tvo, Isbjarnarblús og Seg- ulstöðvarblús. Ékki svo að skilja að flutningurinn sé hörmulegur, það er hann síður en svo. Á hinn bóginn er þetta ekki neinn blús, sem bæði lögin eru þó í ætt við, heldur nán- ast skandinavískar jasseftirlíkingar af góðum blús. Slík tónlist getur örugglega verið í góðu lagi á réttum tíma og rúmi, en þessi plata er ekki réttur vettvangur. Raddbeiting Bubba í ísbjarnarblús er tilraun, sem þessum gagmýnanda finnst ekki ómaksins virði. Tvö lög koma í fyrsta skipti út á „Ég er“, en það em Rómantík nr. 19 og Þarafrumskógur. Það er skemmst frá að segja að hvorugt laganna er tímamótaverk í íslenskri popptónlist, og þá einkunn má e.t.v. gefa skífunni allri. Fyrir menn eins og undirritaðan, sem hafa fylgst með Bubba frá upphafi, er „Ég er“ vitaskuld ómissandi í safnið og hún sýnir þá hlið Bubba, sem honum er líkast til kærust en hefur sjaldn- ast notið sín til fulls á stúdíóafurð- um hans. Fyrir þá sök er „Ég er“ merkileg, en að öðru leyti er platan ekki neitt sérstök. Bubbi er ótví- rætt með fremstu poppurum íslands og fyrir vikið eru gerðar strangari kröfur til hans en flestra annaira. Kannski Bubbi hafi ofkeyrt sig með GCD og þess vegna afráðið að taka sér hvíld fyrir þessi jól, en „Ég er“ stendur því miður ekki undir þeim væntingum, sem menn gera til ár- vissrar plötu hans. 'nilfisk1 STERKA RYKSUCAN Dansrænn bræðingnr Hljómplötur Guðjón Guðmundsson Á safndiski Mezzoforte, Fortis- simos, eru 15 lög, þar af tvö ný. Eitthvað hafa þeir félagar breytt útsetningum frá fyrri útgáfum og eru þær allar einfaldari og dans- rænni á safndiskinum. Einfaldleik- inn er þó ekki alltaf til vansa, eins og heyra má í ballöðunni klassísku Early Autumn. Á disknum eru smellir eins og Garden Party í Sororicide: Fyrsta flokks dauði og eyðilegging Hljómplötur Andrés Magnússon Tónlist Sororicide er ekki fyrir taugaveiklaða. Haldi lesendur að þeir hafi einhverntíman kynnst þungu rokki, ættu þeir að hlýða á Sororicide og endurskoða afstöðu sína, því tónlist þessara pilta skipar Metallica á bekk með Paul McCartney hvað þyngd áhrærir. Það er erfitt að lýsa tónlist Sor- oricide, helst að hún minni á brasil- ísku hljómsveitina Sepultura, hjálpi það einhveijum. Yfir allri plötunni hvílir geigvænlegur drungi og það væri synd að segja að textarnir léttu yfirbragð hennar. Yrkisefnin virð- ast helst fengin úr keðjusagar- myndum og tónlistin er í stíl. Hið eina sem spillir því er textinn Withe- red Earth, sem íjallar um gróður- eyðingu og annað frumlegt í þeim anda. Umhverfisvæn lög eru orðin leiðindaskylda allra poppara og mikið óskaplega væri gaman ef ein- hver léti umhverfísverndina eiga sig! Hljóðfæraleikurinn er yfirleitt piýðilegur og trumbuslátturinn er með ólíkindum. Tíðar taktskipting- ar og hraði einkennir tónlistina og það er ekki heiglum hent .að fást við slíkt, en það gengur allt upp. Hilmar Orn Hilmarsson ber mesta ábyrgð á upptökum og honum ferst starfinn vel úr hendi, en þó er ég ekki frá því að gítararnir hefðu að ósekju mátt vera framar. Það kem- ur lítt að sök í sólóköflum, en þess á milli drukkna þeir í bjögun. Sororicide á bjarta (dimma?) framtíð fyrir sér, iniðað við að hér er einungis um frumraun að ræða og eins hitt, að sveitarmeðlimir eru allir ungir að árum. Lög eins og The Entity, Vivisection, Sororicide og Frightmares eru fyllilega sam- bærileg við það besta, sem heyrist í þessum geira tónlistar og lofa góðu. tveimur útgáfum (alltaf jafnung- legt), No Limits, Rockall og fleiri guilmolar. Rótgróið afskipta- og áhugaleysi virðist ríkja hér á laridi fyrir Mezzo- forte - þrátt fyrir að sveitin hafi að verðleikum fyrir löngu uppgötv- uð erlendis. Tónlist Mezzoforte er með því vandaðasta sem gerist í bræðingsdeildinni og votta vinsæld- ir hljómsveitarinnar á meginlandi Evrópu glöggt um það. En hver fær ráðið við einhæfan tónlistarsmekk íslendinga? Ef til vill er við útgef- andann að sakast því Mezzó hefur ekki beinlínis verið otað að Islend- ingum. Ekki minnist sá er þetta ritar nema einna tónleika á allra síðustu árum - í Tungiinu skömmu eftir útkomu Playing for Time. Á Fortissimos kemur fram fjöldi tónlistarmanna auk félaganna í Mezzoforte, meðal annars söngvar- arnir Ellen Kristjánsdóttir og Noel McCalla og erlendir listamanna sem hafa áður komið við sögu á plötum Mezzoforte. Það verður að segjast að þetta er ekki kjörgripur þeirra sem eiga fyrri skífur Mezzoforte - til þess eru útsetningar of einsleitar. Fyrir þá sem hafa alltaf ætlað að kaupa disk með Mezzó en aldrei látið verða af því - þá er um að gera. Á honum eru sýnishorn af því besta sem sveitin hefur sent frá sér gegnum tíðina. Öflugur mótor með dæmalausa endingu. : " lOlítra poki og frábær ryksíun. Afbragðs fylgihlutir. NILFISK er vönduð og tæknilega ósvikin - gerð til að endast. VERÐ AÐEINS frá kr. 19.420 (stgr). /FQniX HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 J Sverrir St.ormsker Átján lög eftir Sverri Stormsker GREITEST (s)hits er ný safn- diskur með 18 lögum Sverris Stormskers sem Skifan hf. gefur út. í kynningu útgefanda segir að á þessum diski sé ferill Sverris rakinn í stórum dráttum, en þar kennir ýmissa grasa. Flest laganna á disk- inum hafi verið ófáanleg um árabil og voru aldrei gefin út á geisladiski. Lögin er: Sjálfs er höndin holl- ust, Dánarfregnir og jarðarfarir, Ástaróður, Komdu með, Skál!, Feigð, Búum til betri börn, Ég held ég sé efins, Við erum við, Eg um þig frá okkur til beggja, App-Bú, Bless, Útó-pía, Állstaðar er fólk, Andskodans, Þú ert eini vinur þinn, Þórður og Magra veröld. ^4 >r vr >r >r vr >r >r vr >r >r 4r >r >r >r vr a: vr >r >r>r vr >r >r >r vr vr vr vr >r >r >r llmker frá Glit Vasar - jólabjöllur - könnur o.fl. r r- ii Handunnir skartgripir- postulínsnælur o.m.fl. — Kertastjakar og skartgripir úr íslenskum steinum frá Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði Steinvörur frá Álfasteini. Klukkur - pennastatíf - fígúrur - skartgripir o.fl. Veggspjöld í úrvali t.d. ísl. hestalitir - fiskar - flórur fuglar - sveppir - hvalir - stjörnukort. o.fl. Úrval af íslenskum ullarvörum - keramik - T-bolir - kerti o.fl *- -i Kertastikur frá Smíðagalleríi OPIÐ LAUGARDAG KL. 10 -22 SUNNUDAG KL. 13 - 18 ÞORLÁKSMESSU KL. 9 - 23 AÐFANGADAG KL.9-12 J H A H J J1 J D HAFNARSTRÆTI 3 v/NAUSTIN, SÍMI 91-22680
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.