Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 56

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Golfverur i úrvali □ Golfhanskar frá kr. 700,- D V2 sett + pútter kr. 9.600,- □ Púttholur frá kr. 195,- □ 6“ golfpokar kr. 1.470,- □ Höggteljarar frá kr. 390,- □ Gjafakassi (9 stk.) kr. 2.960,- □ Hlífar f/járn (8) kr. 1.150,- □ Æfingamotta stór kr. 3.430,- □ Hlífar f/tré (1) kr. 550,- □ Golfkerrur frá kr. 6.810,- □ Pokastandur kr. 3.200,- □ Nike- og Foot Joy skór □ Maxfli skyggni kr. 550,- □ 18 gerðir af golfboltum □ Boltatína kr. 695,- □ Bollar, bangsar, lyklakippur □ Golfhandklæði kr. 295,- □ VHS myndbönd, 3 gerðir' □ Ótal smáhlutir f/golfarann □ Regnhlífar fró kr. 1.850,- Þú fœrðjólagjöfgolfarans íþróttabúöin Borgartúni 20, sími 620011. hjá okkur V etrarhj ólreiðar Aurblaðka á frambretti. eftirMagnús Bergsson Nú er vetur genginn í garð og fyrr en síðar telja flestir að kominn sé tími til að setja reiðhjólið í geymslu. Með tilkomu fjallahjóla er í raun hægt að nota reiðhjólið allt árið um kring svo lengi sem viðkomandi hef- ur vald á því. Allir þeir, sem rækta líkama sinn að einhvetju marki, gætu haft vald á reiðhjóli. Allir þeir sem stunda skíði eða líkamsrækt hafa næga krafta og hæfni til að nota reiðhjól yfir vetrarmánuðina. Hjá flestum er það líklega veðrið og ófærðin, sem verður til þess að fólk setur hjól sín í geymslu. Svo eru það aðrir sem láta það ekkert á sig fá enda er í raun ekkert að veðrinu, allavega hér á suðvesturhorninu. Veðurfar hér á landi er tiltölulega milt. I raun er það aldrei vont held- ur mismunandi gott. Það sem gerir hjólreiðar erfiðar er frekar bílaum- ferðin. Þar skiptir engu hvort sumar er eða vetur nema það, að sóðaskap- urinn umhverfis bílana er enn meiri yfir vetrarmánuðina. Saltið og nagladekkin sem tæta upp malbikið svo og olíuleki af öllum þessum bílum verður til þess að sérstaklega þarf að útbúa hjólið til að halda fatnaði og skóm hreinum. Þessi útbúnaður er reyndar lítið annað en breið ’ bretti og góð aur- blaðka á frambrettið. Þau bretti, sem henta best, ættu að vera úr plasti. Þó er ekki átt við þau sem hægt er að smella á í fljótheitum. Vandamál geta þó skapast ef dekkið er nær því að nuddast í brettið. Það getur orðið til þess að brettið hreinsi sig ekki sjálft þegar snjór hleðst á það. Þá getur reynst erfitt að hjóla suma daga. Gott ráð er að skipta um dekk og fá sér mjórra. í slabbinu er betra að láta dekkið skera sig niður á fast frekar en að fljóta ofan á krapinu. Svo er annað ráð, sem getur reynst enn betur, að verða sér úti um ann- að gjarðasett með mjórri gjörðum. Dekkin verða kúptari og því mjórri. Allur sá fíni sandur sem leyst hefur upp af malbikinu hefur afar slæm áhrif á endingu gjarða og brem- „Það er ekki víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu góð föt skipta miklu máli, ef reiðhjól er not- að árið um kring. Fötin þurfa að halda vatni og vindi, vera létt og geta „andað“.“ supúða og því meir sem gjörðin er fyrir innan belg dekksins því minni líkur eru á því að sandur komist að gjörðinni. Aurblaðka á frambretti er mikil- væg til að hlífa skóm, sveifarlegum og drifbúnaði. Ef þessi hlíf er ekki til staðar gera bretti í sjálfu sér ærið lítið gagn. Aurblaðkan þarf að ná vel niður fyrir brettið. Best er að blaðkan sé svo síð, að ekki sé meira en 4 til 5 sm frá henni niður á jörð. Hægt er að fá aurblöðkur í sumum hjólreiðaverslunum, en þær eru oft of stuttar. Þá er lítið annað að gera en að sníða blöðkuna sjálf- (ur). Það efni sem reynst hefur best hingað til, er þykkt PVC-efni sem má fá í seglagerðinni Ægi. Efnis- magnið er á stærð við A4-blað, og er því gott að nota slíkt blað til að fá sniðið fyrir aurblöðkuna. Þegar búið er að klippa PVC-efnið til hefur reynst best að nota heftara til að festa það á sinn stað. • Gratík eftir • Hauk Dór • Ingiberg H. • Jód Reykdal • Karólínu L. • Tolla • m Kall INNROMMIN ★ Rammið inn fyrir jólin ★ RAMMA -nÖ3_ MIÐSTOÐIN SIGTÚNI 10-SÍMI 25054 y—_v ★ Stór ★ plaggata- ★ verslun ★ með ★ gott ★ verö ★ Ný sending ★ plaggöt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.