Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 21.12.1991, Qupperneq 58
... bara í ganni. Kjörís MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Kristján Guðmundsson formaður verkalýðsráðsins. vælum og fatnaði, tekjuskattur verði afnuminn af almennum launatekjum og útsvör lækkuð, eignaskattur af íbúðarhúsnæði til eigin nota verði afnuminn. Skattbyrði heimilanna er nú með þeim hætti, að ekki verður við unað. Það er því krafa verkalýðs- ráðs til forystu Sjálfstæðisflokks- ins, að skattlagningu verði hagað þannig að afkoma lágtekjufólks batni þegar í stað svo um muni. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins mótmælir veiðileyfagjaldi sem nýrri tegund skattheimtu með til- heyrandi millifærslum og leggst gegn takmarkalausum útflutningi óunnins sjávarfangs og sölu kvóta. Vcrkalýðsráðið telur eðlilegt að skylt verði að allur fiskur veiddur í íslenskri landhelgi fari í gegnum íslenska gólf- eða fjarskiptamark- aði. Húsnæðismálum: Húsnæði er ein af frumþörfum fólks, þvi er það eitt af grund- vallarmarkmiðum verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, að hver ein- staklingur eigi þess kost að eign- ast þak yfir höfuðið. Verkalýðsráð- ið telur að efla eigi sjálfseignar- stefnuna og færa lánveitingar til almenna húsnæðiskerfisins inn í bankakerfið og vinna að lengingu lánstíma. Félagslegri samhjálp: Svo sem aukinni umönnun og hjúkrun aldraðra, sérstaklega ber að styrkja félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir í viðleitni sinni til að vinna að hagsmunamálum aldr- aðra. Lífeyrismálum: Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins skorar á ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins að þeir beiti sér fyrir því að án tafar verði af- numin tvísköttun lífeyrisgreiðslna og varar við hugmyndum sem fram hafa komið um verulega skerðingu á makalífeyri. Jafnframt verði unn- ið að breytingum á lífeyrissjóðun- um sem miði að því að gera lífeyris- greiðslur réttlátari og rekstur sjóð- anna hagkvæmari en í dag. Vaxtamálum: Unnið verði markvisst að varan- legri lækkun raunvaxta, sem komi sem fyrst til framkvæmda þannig að sú lækkun verði marktækt framlag við gerð yfirstandandi kjarasamninga. Fræðslumál atvinnulífsins: Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins leggur áherslu á stóraukna starfsmenntun í atvinnulífinu. --- , ♦------------ Kennarafélag mótmælir niðurskurði í menntakerfi STJÓRN Hins íslenska kennarafé- lags mótmælir með álýktun harð- lega fyrirhuguðum niðurskurði í menntakerfinu og telur það van- hugsaða aðgerð að skerða hlut menntunar á samdráttartímum. Stjórn HKÍ bendir á að ekki sé hægt að spara í skólakerfinu við núverandi aðstæður nema skerða þjónustu við nemendur. Leggst gegn takmarkalausum útflutningi óunnins sjávarfangs Frá aðalfundi verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Aðalfundur verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins var haldinn í Reykjavík 2. nóvember sl. A dagskrá fundarins voru venju- leg aðalfundarstörf. í upphafí fundar flutti Markús Öm Antons- son borgarstjóri ávarp. Ræður fluttu á fundinum Friðrik Sophus- son, fjármálaráðherra og vará- formaður Sjálfstæðisflokksins um stefnuna í ríkisfjármálum og Hrafnkell A. Jónsson formaður verkalýðsfélagsins Árvakur á Eski- firði, um stöðuna í kjaramálum. Nokkur endurnýjun varð í stjórn verkalýðsráðs, en hana skipa alls 65 manns víðsvegar af landinu. Eormannaskipti urðu, þar sem Guðmundur Hallvarðsson alþingis- maður gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Kristján Guðmundsson for- maður málfundafélagsins Óðins var einróma kosinn formaður verkalýðsráðsins til næstu tveggja ára. Hér fer á eftir ályktun um atvinnu- og kjaramál, sem fram- kvæmdastjórn verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins gekk endanlega frá á fyrsta fundi sínum 3. desemb- er sl.: „Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins ítrekar sem fyrr það meginmarkmið að dagvinnutekjur nægi til framfærslu. Um langan tíma hefur launafólk fórnað miklu sem þóléndur í síendurteknum efnahagsaðgerðum ríkisstjóma. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins mótmælir því öllum hugmyndum um einhliða breytingar á samningsbundnum og lögbundnum réttindum launafólks, sem náðst hafa fram í frjálsum kjarasamn- ingum. Þjóðarsáttarsamningarnir hafa skilað launafólki nokkrum kjara- bótum, sérstaklega hefur þetta komið fram í hagstæðara matvöru- verði. Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins leggur áherslu á, að það er réttur hvers einstaklings að hafa atvinnu og skylda hverrar ríkisstjómar að tryggja það. Verk- alýðsráð Sjálfstæðisflokksins lýsir yfír áhyggjum vegna áralangra erfíðleika í rekstri ýmissa þýðing- armikilla atvinnugreina, sem hafa valdið því að alvarlegir brestir hafa komið í undirsteður atvinnulífsins. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins lýsir yfír áhyggjum vegna niður- skurðar til velferðarmála, ef í ljós kemur að hann muni íþyngja þeim hópum sem standa höllum fæti í samfélaginu. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins telur að ekki hafí farið fram nægileg kynning á samningum um EES, þannig að almenningur geti áttað sig á með hvaða hætti íslend- ingar skuldbinda sig til að lögfesta m.a. gildandi EB-rétt á sviði at- vinnu- og búseturéttinda og afsal á dómsvaldi til EES-stofnana. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins leggur sem fyrr áherslu á úr- bætur í: Skattamálum: Verkalýðsráð minnir á sam- þykkt síðasta landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um það markmið flokksins að kaupmáttur launa- fólks aukist um 3-4% árlega næstu 10 árin. Skattar verði lækkaðir á brýn- ustu lífsnauðsýnjum, svo sem mat- MOKKAIS MEÐ KRANSAKÖKUB0TN1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.