Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 64

Morgunblaðið - 21.12.1991, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Flug'þjónusta við Siglfirðinga Okur eða eðlileg gjaldtaka eftir Valbjörn Steingrímsson Fyrir skömmu voru töluverðar deilur í bæjarstjórn Siglufjarðar um verðlagningu íslandsflugs hf. á flugleiðinni Reykjavík — Siglu- fjörður. Þær deilur hafa vakið upp umræðu um það hvort flugfélög sem starfa í skjóli einokunar geti einhliða stjórnað rekstri sínum án -^fskipta hins opinbera og þeirra sveitarfélaga sem mæla með því að ákveðið flugfélag fái einkaleyfi á flugleiðinni. Um þessi málefni verður fjallað hér. Staðan í dag. í dag eru tvö flugfélög með reglubundið áætlunarflug til Siglu- fjarðar. Flugfélag Norðurlands er með leyfi til áætlunarflugs á flug- leiðinni Sigluijörður — Akureyri. FN býður sínum farþegum uppá framhaldsflug til Reykjavíkur og þá með Flugleiðum. íslandsflug hf. er með áætlun á flugleiðinni Siglu- fjörður — Reykjavík. Hið opinbera. Ríkisvaldið, að fenginni umsögn margra aðila þar með talið viðkom- andi sveitarstjórna sem í hlut eiga, veitir flugfélögum sérleyfi á flugi til ákveðinna staða. Þegar Amar- flug, nú íslandsflug hf., fékk sér- leyfi á flugleiðinni Reykjavík — Siglufjörður var eðli máls sam- kvæmt leitað eftir umsögn bæjar- stjórnar Siglufjarðar. Þar sem Arn- arflug hafði lengi þjónað bæjarfé- ^Jlaginu og íbúum þess vel þótti sjálf- sagt og eðlilegt að sú umsögn væri jákvæð og góð í alla staði og það sem meira er að bæjarstjórnin óskaði hreinlega eftir því að Amar- flug fengi þetta sérleyfi. Verðstefna íslandsflugs hf. Þegar íslandsflugi eða öllu held- ur Amarflugi var veitt þetta sér- leyfí síðast vom af hálfu bæjaryfír- valda á Siglufírði engar athuga- semdir gerðar við verðstefnu félagsins. Síðan em liðin ein tvö ár. Margt hefur breyst á þeim tíma og eitt af því er það að almenning- ur, ég þar meðtalinn, sættir sig ekki við að einstök flugfélög eins og íslandsflug geti komist upp með, í skjóli einokunar að bjóða ekki öllum viðskiptavinum sínum upp á afslátt á almennum fargjöld- um en á Vestmannaeyjaflugleið- inni býður íslandsflug afslátt ef keyptur er farmiði báðar leiðir en að því verður vikið hér síðar. Auk þess flaug Amarflug ekki til Vest- mannaeyja á þeim tíma. V estmannaeyjaflug Islandsflugs hf. íslandsflug flýgur nú milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í samkeppni við Flugleiðir. Á þeirri flugleið einni af öllum þeim flug- leiðum sem íslandsflug er með er hægt að kaupa flugfarmiða með 40% afslætti ef keyptur er farmiði báðar leiðir. Með þessari háttsemi mismunar íslandsflug viðskipta- vinum sínum eftir því hvar á land- inu þeir búa. Umræður í bæjarráði Þessi mismunun á fargjöldum íslandsflugs hf. var rædd óform- lega í bæjarráði Siglufjarðar fyrr í sumar og var bæjarstjóra falið að hafa samband við forráðamenn félagsins, benda þeim á þetta órétt- læti og leita eftir leiðréttingu. Framkvæmdastjóri félagsins lofaði bæjarstjóra því að fargjöld yrðu endurskoðuð þegar vetraráætlun félagsins yrði gefín út. Voru bæjar- fulltrúar sáttir við þessa niðurstöðu og töldu menn þar með að málinu væri lokið. Vetraráætlun íslands- flugs kom fyrir almenningssjónir í september sl. Þá kom íljós að fyrri loforð forráðamanna íslandsflugs höfðu verið svikin. Þegar þessi nið- urstaða lá fyrir var ljóst að annað- hvort sættu bæjaryfírvöld sig við hana eða gripu til einhverra að- gerða. Það er skemmst frá því að segja að fulltrúar Alþýðuflokksins og F-listans töldu í Ijósi fjárhags- þrenginga íslandsflugs að ekki væri raunhæft að halda málinu til streitu. Auk þess óttuðust þeir að ferð- um myndi fækka til Siglufjarðar ef íslandsflug yrði neytt til að gefa viðskiptavinum sínum kost á af- sláttarfargjöldum. Ég var og er á þeirri skoðun að ef íslandsflug treysti sér ekki til að bjóða Siglfirð- ingum og öðrum viðskiptavinum sínum sambærileg kjör og þeir bjóða Vestmannaeyingum þá væru vafalaust til önnur flugfélög sem væru tilbúin til þess. Það er kjarni málsins. Tillöguflutningur í bæjarráði og málsmeðferð þar Endurrit úr fundargerðum bæj- arráðs Siglufjarðar 9. og 16 okt 1991. Tillaga: „Bæjarráð Siglufjarðar ítrekar fyrri áskorun til íslands- flugs hf. að endurskoða nú þegar gjaldskrá félagsins á flugleiðinni Reykjavík — Siglufjörður. Það er krafa bæjarráðs að Siglfírðingar og aðrir þeir er nota vilja þjónustu íslandsflugs njóti ekki lakari kjara en íslandsflug býður á flugleiðinni Reykjavík — Vestmannaeyjar. Ef íslandsflug hf. er ekki reiðubúið til fyrrnefndrar endurskoðunar mun bæjarráð Siglufjarðar óska eftir því við Samgönguráðherra að hann beiti sér fyrir því hið fyrsta að aflétt verði einokun íslandsflugs hf. á flugi til Siglufjarðar.“ Greinargerð: „Bæjarstjóm Siglu- fjarðar hefur í gegnum tíðina stutt dyggilega þau flugfélög sem hing- að fljúga og átt við þau góð sam- skipti. Því er leitt til þess að vita að nýir eigendur íslandsflugs hf. (áður Arnarflugs hf.) skuli ekki sýna meiri sanngirni við rekstur síns félags gagnvart einni af bestu áætlunarleið fyrirtækisins. Það er með öllu óþolandi að íslandsflug láti Siglfirðinga greiða niður flugf- argjöld til og frá Vestmannaeyjum. Þar að auki lofaði framkvæmda- stjóri íslandsflugs hf. því fyrr í sumar að fargjöldin yrðu endur- skoðuð þegar vetraráætlun kæmi til framkvæmda. Tilefni tillögu þessarar er fyrst og fremst að ná fram lækkun flugfargjalds þegar keyptur er farmiði fram og til baka. Því er þessi tillaga flutt.“ Yalbjörn Steingrímsson Á bæjarráðsfundi 16. október Valbjörn Steingrímsson „Vetraráætlun Islands- flugs kom fyrir almenn- ingssjónir í september sl. Þá kom í ljós að fyrri loforð forráðamanna íslandsflugs höfðu ver- ið svikin.“ var tillagan tekin til afgreiðslu. Tillagan var felld með tveimur samhljóða atkvæðum. Lagðar voru fram eftirfarandi bókanir: Bókun 1: „Við undirrituð teljum að tillögu- flutningur af þessu tagi sé ekki til að bæta þjónustu við Siglfirðinga. Þvert á móti teljum við að fram- setning á þessum nótum geti skað- að hagsmuni okkar og spillt fyrir góðum samskiptum við viðskipta- aðila okkar annarstaðar." Olafur Marteinsson, Ólöf Kristj- ánsdóttir. Bókun 2: „Mér þykir leitt til þess að vita að bæjarfulltrúarnir Ólafur Marteinsson og Ólöf Kristjánsdóttir skuli ekki treysta sér til þess að setja hagsmuni Sigl- firðinga ofar hagsmunum íslands- flugs hf. í tillögu minni segir skýrt 'Andrúmsloft j ólanna Standa þau aðeins yfir einn dag? Hugleiðing á jólum eftir Alfreð J. Jolson Þegar við virðum fyrir okkur heiminn eins og hann var 1991 Iigg- ur okkur við að efast um hvort Kristur hafí í raun og veru komið í heiminn fyrir nærfellt 2000 árum. Hatrið virðist geisa af svo mikilli grimmd í Júgóslavíu. Næstum því ár er liðið síðan Persaflóastríðinu lauk og þar liggja tugir þúsunda manna grafnir í sandinn og aðrar þúsundir skjálfa af kulda í flóttamannabúðum. Dauðasveitirnar í Suður-Ameríku myrða þúsundir útigöngubarna á götunum, hundrað milljónir barna ráfa heimilislausar um götur borg- anna og eru þau flestöll feig. Hvar er Kristur? Er návist hans ekki annað en skammvinn fagnað- aróp og gjafmildi 25. desember? I myndasögunni Smáfólk (Pea- nuts) velti Linus því eitt sinn fyrir sér hvers vegna við gætum ekki varðveitt andrúmsloft jólanna allt árið. Þá svaraði Lúsía: „Hvað er að þér? Ertu svona ofstækisfullur?" En hvers vegna ekki? Jólin eru ekki staður eins og Jólaeyjan sem ^Jqmes Cook fann 24. desember 1777. Þau eru auðvitað hátíð sem valin hefur verið dagsetning á þeim tíma sem heiðingjar héldu sigurhá- tíð sólarinnar hátíðlega. En jólin eru meira en hátíð. Einhver skrifaði söguna „Maður- inn sem var jól“, en jólin tákna raunverulegan mann — sem ekki var aðeins maður heldur líka Guð — Jesúm Krist. Þegar Hirohito keis- ari dó 1989 var talað um hann sem guðinn sem varð maður. Það þurfti fyrirskipun frá sigurvegaranum, Douglas McArthur, til þess að nema hann úr guða tölu. En Guð varð aðeins í eitt skipti maður — og hélt áfram að vera Guð. I Zica, í þeirri Júgóslavíu sem var, er lítil kirkja með sjö dyrum. Sjö konungar Serbíu voru krýndir í þeirri kirkju og það þótti ekki við hæfi að nýr konungur gengi inn í kirkjuna gegnum sömu dyr og ann- ar konungur. Þess vegna voru gerð- ar nýjar dyr fyrir hvern nýjan kon- ung. Og Jesús kom í heiminn á sama hátt og við öll, gegnum móðurlíf konu — að vísu sérstakrar konu — Maríu meyjar. Á jólunum eru gefnar gjafir. Patrick Hugh Flinn gekk þvert yfir Evrópu til Konstantínópel 1933 og skrifaði um þá ferð bók sem hann nefndi „Gjafatími". í henni minntist hann allrar þeirrar gestrisni sem hann varð þá aðnjótandi, því honum var alls staðar gefið. Annar maður sem ferðaðist einn um jólin í landi þar sem islam voru einu trúarbrögð- in og kristindómurinn var bannaður vildi halda upp á jólin svo hann gaf börnum sem hann hitti sælgæti. Hann hélt jólin hátíðleg með því að gefa. Guð gaf sjálfan sig — son sinn! Um hina ríku og frægu hefur verið skrifuð bók sem nefndist „Aðeins þeir bestu“. Guð gaf okkur þann sem bestur var, hann gaf okkur sjálfan sig. Getum við gert minna? Guð biður okkar að gefa sjálf okkur — kærleika okkar til hans — sér- staklega með því að elska aðra en láta ekki nægja að biðja til hans og segja honum að við elskum hann. Á jólunum ríkir umhyggja. Mörg- um finnast tilkynningar óþolandi. Stundum eru engar tilkynningar í kirkjunni eða presturinn vísar mönnum á kirkjublaðið. í kirkjubúð- um nokkrum var sungið á þessa leið: Tilkynningar! Tilkynningar! Tilkynningar! Hversu hræðilegur er sá dauðdagi! Hveisu hræðilegur er sá dauðdagi! Hversu hræðitegur er sá dauðdagi að biða bana af málæði! Hversu hræðilegur er sá dauðdagi! En í dag minnumst við tilkynn- ingar sem fjárhirðar fögnuðu og menn hafa fagnað alla tíð síðan: „í dag er yður frelsari fæddur." Það er það sem við vonuðum, það sem við þráðum. Hjálpræði okkar var ekki aðeins orð eða áform — það var maður — Jesús Kristur. Því getum við talað um manninn sem var jólin. Hann var Jesús. Jes- ús er jólin. Jesús er frelsari okkar. Alfreð J. Jolson Fagnið! Ákveðið að lifa í tímanum sem tilheyrir Jesú, frelsara ykkar — og ákveðið það nú! Að lifa eins og Jesús — að vera Jesús. Að gefa og miðla af tíma ykkar, fjölskyldu ykk- ar og heiminum ykkar. Biðjið og syngið líka: Þií, barnið helga í Betlehem, ég bið þig, kom til mín og hreinsa mig af sök og synd svo sál mín verði þín. (Phillips Brook, T.Ó. þýddi.) Já, Linus, við getum varðveitt andrúmsloft jólanna allt árið, eins og Jesús er hjá okkur alit árið. Guð blessi ykkur á þessum jólum og alla jóladaga nýja ársins. Höfundur er biskup kaþólskra á íslandi. og skorinort að Siglfirðingum beri sambærileg kjör og Vestmannaey- ingar njóta í viðskiptum sínum við íslandsflug hf. Það er ljóst að bæjarstjóri hefur reynt á kurteisan og yfírvegaðan hátt að ná fram hagsmunum Siglfirðinga í þessu máli en það ekki dugað. Því var að mínu mati nauðsynlegt að fram kæmi afdráttarlaus skoðun bæjar- stjórnar í málinu. Því miður virðist meirihluti bæjarráðs vilja óbreytt ástand og það hlýt ég að harma.“ Valbjörn Steingrímsson. Bókun 3: „Þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um fargjöld hjá íslandsflugi, Flugfélagi Norður- lands og Flugleiðum treysti ég mér ekki til að taka afstöðirtmeð eða á móti.“ Skarphéðinn Guðmundsson. Innanlandsflugið, almennt. í ljósi þessa sem hér hefur fram komið vakna margar spurningar. Hvers vegna komast flugfélög eins og íslandsflug upp með slíka hátt- semi? Hvers vegna hefur svokölluð flugeftirlitsnefnd eða samgöngu- ráðuneytið ekki mótað einskonar samkeppnisreglur þar sem öllum flugfélögum er fljúga á einka- leyfisvernduðum flugleiðum er gert skylt að bjóða ákveðin afslátt- arfargjöld eins og t.d. Flugleiðir gera á öllum sínum leiðum óháð því hvort samkeppni er á flugleið- inni eða ekki? Hvers vegna keypti Flugtak Arnarflug hf. ef rekstrar- grundvöllurinn er svo slæmur að mismuna þarf viðskiptavinum fyr- irtækisins? Fyrst Árnarflug hf. þurfti meðmæli frá bæjarstjórn Siglufjarðar til þess að fá þessa flugleið er þá ekki rökrétt að Sigl- firðingum komi meira við en ella hvernig þjónustustigið er hjá fyrir- tækinu? Að lokum Þetta málefni sem hér hefur verið til umræðu er ekki einkamál Siglfírðinga og íslandsflugs. hf. Þetta er málefni allrar þjóðarinnar. Mikill ferðakostnaður er ein ástæða margra fyrir hinum mikla flótta landsbyggðarfólks til höfuð- borgarsvæðisins. Kerfí sem úthlut- ar sérleyfum verður að setja al- mennar reglur um viðskiptahætti þeirra sem sérleyfi fá. Því vil ég hér skora á samgönguráðherra, að hann beiti sér fyrir leiðréttingu þessara mála. Núverandi ástand er með öllu óþolandi. Þessu ástandi er etv. best lýst með því að það kostar 11.900 kr. að fljúga fram og til baka á flugleiðinni Siglu- fjörður-Reykjavík hjá íslandsflugi en 14.300 kr. Akureyri-Dublin hjá Samvinnuferðum-Landsýn, reynd- ar í leiguflugi. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði og ájafnframt sæti í bæjarráði. ♦ ♦ ♦--- Vetrarsól- stöðuferð NÁTTÚRUVERNDARFÉLAG Suðvesturlands fer í stutta nátt- úruskoðunarferð sunnudaginn 22. desember út fyrir Engey með ms Árnesi. Farið verður frá Grófarbryggju klukkan 12.30 í frétt frá félaginu segir að mikið útfiri verði klukkan 13 og því kjör- ið tækifæri að virða fyrir sér strönd- ina og mynda hana. Tekin verða sýni af botndýrum með botnsköfu og krabbagildru. Ferðin tekur hálfa aðra hlukkustund og kostar 1.200 krónur. Hálft gjald verður fyrir börn á aldrinum 8 til 14 ára. Gefi ekki á sjó er boðið í gönguferð með gömlu höfninni og lífríki hennar og saga rifjuð upp. Lagt verður af stað frá Hafnarhúsinu. Þá bendir félagið á að mánudag- inn 23. desember verður stór- straumsfjara, sem er ein stærsta fjara ársins klukkan 13,52. Gefst þá gott tækifæri til. þess að skoða fjöruna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.