Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 65

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 65 SPÁDÓMARNIR RÆTAST eftir Guðmund Örn Ragnarsson ísafold hefur gefið út bókina Spádómarnir rætast eftir Gunn- ar Þorsteinsson. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna þá fjallar hún um spá- dóma sem rætast. Hér er átt við spádóma Heilagrar ritningar. Efn- inu er kornið til skila á skýran, einfaldan, hátt, sem allir geta skil- ið, enda þótt um sé að ræða úr- lausnir á mjög flóknum þrautum. Höfundinum tekst að byggja upp spennandi söguþráð, sem knýr le- sandann til að halda áfram allt til enda, en þar hittir hann fyrir nýtt upphaf. I fyrstu köflum bókarinnar skoðar Gunnar pólitísk og efna- hagsleg málefni, sem efst eru á baugi í heiminum í dag. Hann gerir úttekt á Evrópubandalaginu, nýrri heimsskipan í kjölfar falls kommúnismans, þýðingu olíunnar fyrir hagkerfí Vesturlanda, gyð- ingum sem þjóð og Ísraelsríki. Allt í ljósi spádóma Biblíunnar. Síðan varpar hann fram áleitnum spurningum um hinstu rök tilver- unnar (í bókstaflegri merkingu) og gefur í skyn að svörin finnist í næstu köflum á eftir. Þar lítur hann á ýimsa spádómstexta ritn- ingarinnar og þeytist þá með le- sandann fram og aftur, frá nútíð til fortíðar og frá fortíð til framtíð- ar. Gunnar kemst að þeirri öruggu niðurstöðu, að endurkoma Jesús Krists, með mætti og mikilli dýrð, Gunnar Þorsteinsson sé á næsta leiti. Undanfari komu hans verði þrengingatími á jörð- inni í þijú og hálft ár, þar sem Antí-Kristur fari með öll völd í heiminum. En hver sá sem lifir sigrandi lífi í trú á Jesú þarf ekk- ert að óttast. Það er fagnaðarer- indið, gleðitíðindin. Jesús hvetur okkur til að vaka, vera viðbúin og spá í tákn tímanna. „Þegar þér sjáið allt þetta, skuluð þér vita að hann (mannsonurinn) er í nánd, fyrir dyrum.“ (Matt. 24:33). Gunn- ar Þorsteinsson sér allt þetta og á sér ekki heitari ósk en þá að allir menn sjái allt þetta með hon- um og frelsist. Höfundur er prestur. Allt þetta... tt SfíNMfíRCO - skíði - skíðaskór mm - skíðaáburður SW1NS ALLSPORT 5ER4C - skíðagleraugu - púðapeysur og -b - skíðagallar - rúllukragabolir húfur - skíðaf atnaður Dreifing: ALSPORT HE^LDVERSLUN SIMI: 68 80 75 FAX: 67 81 28 KRINGLU BORGARKRINGLUNNI SIMI: 67 99 55

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.