Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 69

Morgunblaðið - 21.12.1991, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991 Spádómarnir rætast Metsölublad á hverjum degi! Jólasöngvar fjölskyld unnar í Neskirkju SUNNUDAGINN 22. desember, síðasta sunnudag fyrir jól, er helgihaldið í kirkjunni með óhefðbundnu sniði. Barnastarf- ið er að vísu á sínum stað að morgninum, en klukkan tvö byrjar samverustund, þar sem ungt fólk setur svip á efnis- flutning í tónum og tali. Kór Melaskóla syngur, Skóla- hljómsveit Kóþavogs flytur jólalög og fluttur verður helgileikur, er unglingar úr kirkjustarfinu sjá um. Auk þess verður hugleiðing, al- mennur,söngur og orgelleikur. Guðmundur Óskar Ólafsson Jólasöngvar fjölskyldunnar verða í Neskirkju á sunnudaginn og hefjast klukkan 14. Ætlar þu að tilbiðja dýrið? Bústaðakirkja Helgihald í Bústaða- kirkju um jól og áramót AÐ VANDA verður fjölbreytt tónlist samfara helgihaldi í Bú- staðakirkju um jól og áramót. Á aðfangadag verður aftan- söngur klukkan 18.00. Frá klukk- an 17.15 verður tónlist í kirkj- unni. Einsöngvarar verða Ingi- björg Marteinsdóttir og Guðlaugur Viktorsson. Hljóðfæraleikarar verða Elísabet Waage á hörpu, Inga Dóra Hrólfsdóttir á flautu, Guðrún Másdóttir á óbo og Hann- es Helgason á hljómborð. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta klukkan 14.00. Fyrir guðsþjónustuna verður leikin tónl- ist. Einsöngvari verður Kristín Sigtryggsdóttir. Skírnarguðsþjónusta verður klukkan 15.30. Á annan dag jóla verður fjöl- skylduguðsþjónustu klukkan 14.00. Hátíðarhljómsveit, barna- kór og bjöllukór. Einsöngvarar verða Elín Huld Árnadóttir, Magnea Tómasdóttir og Ólöf Ás- björnsdóttir. Skírnarguðsþjónusta verður klukkan 15.30. Sunnudaginn 28. desember verður jólastund í kirkjunni og síð- an jólatrésfagnaður bamanna í safnaðarheimilinu klukkan 14.00. Á gamlársdag verður aftan- söngur kl. 18.00. Einsöngvarar verða Stefanía Valgeirsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Á nýársdag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 14.00. Ræðumaður verður Árni Sigfússon, borgarfull- trúi. Einsöngvarar verða bræðurn- ir Sigmundur og Gunnar Jónssyn- ir. Sunnudaginn 5. janúar verður barnamessa klukkan 11.00 og guðsþjónusta klukkan 14.00. Organisti og söngstjóri er Guðni Þ. Guðmundsson. Stjórnandi barnakórs Ema Guðmundsdóttir. Bústaðakirkja hefur alla tíð ver- ið fjölsótt og ekki hvað síst á helgri hátíð. Von mín er að svo megi enn vera. Með þessum línum fylgja einlægar jóla og nýárskveðjur. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.