Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 40

Morgunblaðið - 22.04.1992, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 1992 Krístín Skapta- dóttir — Minning Fædd 29. apríl 1906 Dáin 10. apríl 1992 Það síðasta sem amma Kristín tók sér fyrir hendur í þessu lífí var að hita súkkulaði fyrir sína nánustu. Þetta var á jóladag. Það hefur verið venja í fjölskyldunni að líta inn til hennar þennan dag, hittast og njóta jólanna. Svo varð þó ekki síðustu jól því að æðri máttarvöld gripu inn í rétt áður en gestimir mættu. Hún fékk heilablóðfall og jóladagurinn hennar endaði á sjúkrahúsi. Þetta síðasta verk hennar er. dæmigert fyrir allt hennar líf. Hús hennar stóð ávallt opið gestum og gangandi, þar var alltaf rúm fyrir þá sem þangað leituðu. Ég kaila hana Kristínu Skapta- dóttur ömmu Kristínu, þó að hún væri ekki amma mín, en undir því nafni gekk hún á mínu heimili. Hún var amma mannsins míns og lang- amma bamanna minna. Fyrir um 20 ámm hitti ég þess yndislegu konu fyrst, hún var í Reykjavík að leita sér lækninga og gisti hjá Grétu dóttur sinni. Hún kom tifandi inn með blik í auga og tók mér, verðandi tengdadóttur Grétu, eins og við hefðum alltaf þekkst, og þannig var samband okkar ætíð eftir það. Þessi lækningaferð ömmu Krist- ínar varð lengri en nokkum gmnaði, því að það er fyrst núna að hún held- ur heim til Eyja aftur og þá í sína hinstu ferð. Þó hef ég gmn um að hún hafí fundið það á sér að eitthvað ætti eftir að ganga á í Eyjum og því best fyrir hana að halda sig uppi á landi. í Vestmannaeyjum tók að gjósa og í kjölfar þess fékk Kristín búslóðina sína senda upp á land og hér hefur hún verið síðan. Ævi Kristínar var ekki alltaf dans á rósum, en aldrei heyrðist hún Minning: kvarta. Hún fæddist á Suður-Fossi í Mýrdal, en 6 ára missti hún móður sína, sem dó af barnsfömm. Þá er systkinum hennar komið fyrir á næstu bæjum, en Kristín fer til Vest- mannaeyja í fóstur til móðursystur sinnar, Kristínar Jónsdóttur í Litlabæ. Þar ólst hún upp við mikið ástríki Kristínar og eiginmanns hennar, Ólafs Ástgeirssonar báta- smiðs. Böm þeirra leit hún ávallt á sem systkini sín og var kært með þeim. Af j)eim má nefna Ástgeir Ólafsson, Ása í Bæ, sem varð þjóð- kunnur maður, en af þessum fóstur- systkinum Kristínar er Siguijón Ól- afsson skipstjóri í Vestmannaeyjum einn eftirlifandi. Kristín hafði líka mikið og gott samband við alsystkini sín og hálfsystkini, sem ætíð vom aufúsugestir á heimili hennar. Þijár systur hennar fluttust. til Eyja og settust þar að og bræður hennar dvöldu þar margar vetrarvertíðir. Kristín giftist 18 ára gömul Run- ólfí Jóhannssyni bátasmiði frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum og eignuðust fímm böm, Rebekku, Guðrúnu Grétu, Guð- laugu Kristínu, Þóm og Jóhann. Auk þess ólust upp á heimili þeirra böm Rebekku, þau Kristján og Ema 01- sen. Önnur bamaböm þeirra dvöldu löngum hjá þeim og var það sjálf- sagt mál að senda bömin til Eyja til sumardvalar, eins og aðrir krakkar vom sendir í sveit. Var þá oft líf og fjör á Hilmisgöt- unni og munaði aldrei um einn munn í viðbót að fæða á því heimili. Hefur maður heyrt margar sögur af gest- risninni á Hilmisgötunni, enda ákaf- lega gestkvæmt þar. Margir komu daglega í eldhúsið, dmkku kaffí, sötmðu úr undirskálum og ræddu málin. Ég mirtnist nafna eins og Kalla þvottakona, Guðjón í smiðj- unni, Kristinn póstur, Tóta gamla í Uppsölum, Gunna í Fjósum, Guðmundur og Jónína á Háeyri og fjölmargra annarra. Þar endur- speglaðist mannlífíð í Eyjum á tímum þegar mannfólkið þekkti hvert ann- að, fy'ölskyldu- og vináttubönd vom sterk og ekki þótti ástæða til að læsa nokkmm útidyrum. Kristín var glaðleg og hæglát með örlítinn stríðnisglampa í augum og ákaflega umtalsfróm kona. Hún var létt á fæti og létt í lund þrátt fyrir bæklun sína, sem hún bjó við frá því á öðm ári er hún lærbrotnaði. Hún var ótrúlega kríkafíx þrátt fyrir hana, svo ég noti hennar eigið orð- færi, en það var orð sem hún notaði yfir fótafími. Hún var engu að síður föst fyrir og fór eða gerði aldrei annað en það sem hún sjálf ákvað. Þannig er því einnig varið nú, hún er komin aftur heim til Eyja, eins og hún sjálf ákvað, og verður lögð til hinstu hvílu í Vestmannaeyja- kirkjugarði við hlið eiginmanns síns. Ég bið ömmu Kristínu guðs bless- unar og þakka fyrir það sem hún hefur verið fjölskyldunni minni alla tíð. Ásta R. Jóhannesdóttir. í dag er kvödd hinstu kveðju elskuleg tengdamóðir mín, Kristín Skaptadóttir. Hún andaðist í Borg- arspítalanum 10. apríl sl. eftir nær fjögurra mánaða legu þar. Eg kynntist Kristínu fyrst fyrir 11 ámm er sonur hennar kynnti mig fyrir henni sem væntanlega eigin- konu. Ég var nokkuð kvíðin því hvemig henni litist á mig þar sem um einkason hennar var að ræða, það hefur stundum verið sagt að erfítt sé að giftast einkasyni því móðirin eigi til að vera svo gagnrýn- in á tengdadótturina. Kvíði minn reyndist ástæðulaus. Kristín tók mér með opnum örmum og aldrei féll skuggi á samskipti okkar. Ég er líka þakklát henni hve vel hún reyndist syni mínum og tók honum alveg eins og sínum eigin barnabömum. Kristín var mjög fríð, bæði sem ung og fullorðin kona. Hún var lág- vaxin, dökk á brún og brá, með glettnisblik í augum. Hún var hæg væri að. Hann var listaverk skapar- ans og hver varð að skynja hann og njóta nærverunnar við hann eins og hæfíleikar leyfðu í nálægð við lista- verk. Hvaðan kom þessi merkilegi maður? Foreldrar hans voru þau Kristín Árnadóttir og Páll Árnason, lög- regluþjónn, sem bjuggu allan sinn búskap að Skólavörðustíg 8, þar sem þau 7 komu myndarlegum barnahópi sínum á legg í ástríki og öryggi. Börnin em og voru Þorbjörg (1904- 1991), Bjargey (1905-1992), Ámý (1907-1987), Ami (1908-1992), Inga (1910), Kristín (1911-1991), Páll Kristinn (1912), Auður (1914- 1966) og Sigríður (1918). Hálfsystir þeirra var Lára, fædd um aldamótin, og lést fyrir mörgum árum. Hún bjó hjá móðurfólki sínu að Syðri-Rauða- læk. Ef litið er til þess, að allt þetta fólk var alið upp á áningarstað ættingjanna úr Árnes- og Rangár- vallasýslum hér í Reykjavík, er hún Snorrabúð svo sannarlega orðin stekkur. Á Skólavörðustíg er nú gull- smiður með verslun sína, en í“borð- stofunni er blessunarlega rakarastofa, svo þar talar fólk ennþá saman, þótt umræðuefnið hafí breyst. En lifandi tónlistin er löngu horfín úr húsinu og glæsilegur garð- urinn hennar ömmu orðinn að bíla- geymslu. Á æskuáram Áma var véltæknin að ryðja sér til rúms á íslandi og hann var svo dæmalaust laginn í höndunum og hugkvæmur. Bifreiðar vora meira aðlaðandi í þá daga en hagvöxtur í dag. Aðeins 22 ára fór Ámi að ráði Brobergs hjá trygginga- félaginu Den Danske Lloyd’s til Kaupmannahafnar til að læra bif- reiðasmíðar og viðgerðir. Hann var talin of gamall til að gerast lærling- ur, en fékk þess í stað að fara á milli verksmiðja og verkstæða, þar sem hann kynntist nýjum verkfær- um, notkun þeirra og aðferðum við viðgerðarvinnu. Um skeið kynntist hann aðeins vatnskössum, en lengst af var hann á verkstæði, sem smíð- aði allt í yfírbyggingar og ytri hluta bifreiða. Fékk hann þar mikið hrós fyrir að smíða fagra bifreiðahluta. en alltaf glaðleg. Aldrei sá ég hana skipta skapi en ákveðin var hún og varð henni ekki hnikað ef hún tók eitthvað í sig. Kristín var líka ákaf- lega stolt og kunni því illa að vera upp á aðra komin. Ér mér ekki ör- grannt um að hún hafí gert hlutina oftar meira af vilja en mætti en aldr- ei kvartaði hún. Kristín hafði mjaðmagrindar- brotnað áður en ég kynntist henni og hefti það ferðafrelsi hennar vera- iega. Hún hélt sig því mest heima síðustu árin en naut heimsókna bama sinna og afkomenda þeirra. Það komu líka margir aðrir til henn- ar og kunni hún vel að meta þær heimsóknir. Kristín fræddi mig mikið um fjöl- skyldu sína, þá sem gengin var. Lærði ég að þekkja hana á myndun- um sem hún geymdi í nokkram albúmum og hafði yndi af að sýna og segja frá. Það rann fljótlega upp fyrir mér í gegnum þær frásagnir að líf henn- ar hafði ekki alltaf verið dans á rós- um. Margan missinn hafði hún upp- lifað sem olli þeim sáram er aldrei grera. Kristín bar þetta ekki utan á sér en stundum kom fjarrænt blik í augun þegar hún hvarf á vit minn- inganna. Þá hugsaði hún stundum Þarna var aðstaða betri en gerðist á Islandi og höfuðáhersla lögð á rétt- ingar og samsetningar, t.d. að sjóða saman galvanhúðaðar plötur. Eftir tveggja ára stranga en lær- dómsríka útivist hélt Árni heim á ný, enda orðinn peningalaus með öllu. Það vildi honum til happs, að íslenskur kunningi hans lánaði hon- um fyrir verkfærum og fötum, svo heimkoman var glæsilegri en efni stóðu til. Eftir að heim kom setti Árni upp verkstæði á milli Bergshúss og heim- ilis foreldra sinna. Varð það m.a. til þess, að honum var ekki boðið á stofnfund Félags ísl. bifvélavirkja, þótt hann hefði verið á undirbúnings- fundinum. Ámi var talinn verktaki. Þetta sveið honum alla ævi, J)ótt ekki færi það hátt. Þekking Áma Pálssonar skilaði sér fljótt inn í iðn- greinina, þannig að klastursviðgerðir tóku að víkja fyrir logsuðunni, holu- fyllingunni og slípuninni undir máln- ingu, svo verksummerki skemmda hurfu. Þessi háttur er hafður á enn í dag, meira en sextíu áram eftir að framherjinn í íslenskri bifreiðasmíði, •Ámi Pálsson, kom frá námi. Margar sögur fóru af Árna í fag- inu, því auk smíða þóttu réttingar hans með eindæmum góðar. Bifreið- astjórar á bílastöð einni í bænum Arni Pálsson Fæddur 7. desember 1908 en komu ungar til íslands í ævintýra- Dáinn 11. apríl 1992 leit og festu ráð sitt hér og dvöldust Laugardaginn 11. apríl sl. lést í * Borgarspítalanum Árni Pálsson fyrr- verandi verslunarstjóri og einn af eigendum Bílasmiðjunnar. Hann var alinn upp á Skólavörðu- stígnum í Reykjavík ásamt stóram systkinahópi, fjölskyldan vel þekkt í borginni enda faðirinn vinsæll lög- reglumaður á fyrri hluta aldarinnar. Það era bjartar og góðar minning- ar þegar ég rifja upp áralanga vin- áttu við fjölskyldu Áma, þó að fyrstu kynni hafí verið með allsérstæðum hætti. Ég var að aka bíl suður Snorrabraut í vonskuveðri og hríðar- byl fyrir 44 árum á Þorláksmessu, varla búinn að fá bílpróf, þegar mér varð það á að keyra á afturbretti á bíl sem ók austur Hverfísgötu. Bíl- stjóri þessa bíls var Árni Pálsson og tók hann þessu með brosi á vör og bað mig um að hafa samband við sig við tækifæri án þess að spyija mig að nafni. Síðan vildi svo skemmtilega til að ég hitti Áma og Elsu konu hans í jólaboði hjá Evu, systir Elsu, en Eva varð síðar tengda- móðir mín, og þekkti Árni mig aftur og hafði gaman af þessari tilviljun. Næstu kynni okkar munu hafa verið þegar ég mætti með Bryndísi, konuefni mínu, heima hjá Elsu og Árna á Laugavegi 5 til að passa sólargeislann á heimilinu, einkadótt- urina Kristínu. Elsa og Árni tóku mér strax eins og ég væri einn af fjölskyldunni og urðu samverastundirnar margar, einkum eftir að þau fluttu í eigið hús á Nönnugötu 7. Þar var oft hlatt á hjalla og mjög gestkvæmt, mikið sungið og Ámi spilaði undir á píanó. Einkum era mér minnisstæð systkini Áma, öll svo kát og skemmtileg. Elsa og Eva vora danskættaðar, til æviloka. Þær voru vel menntaðar og góðir fulltrúar síns lands, en urðu góðir íslendingar. Árni sýndi danska hluta ættarinnar ávallt mikla ræktar- semi og var ánægjulegt að vera með honum í heimsókn hjá ættingjum þeirra í Kaupmannahöfn, eða í ferð með dönskum gestum hér innan- lands. Hann talaði góða dönsku og naut virðingar hjá tengdafólkinu. Elsa andaðist árið 1970. og var Ámi eftir það í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar og síðustu árin að miklu leyti á Reykjalundi við góða umönnun. Kristín er gift Reimari Stefánssyni rafverktaka, Arnartanga 1, Mos- fellsbæ, og eiga þau tvö böm, Elsu og Áma, mesta myndarfólk. Eftir- tektarvert var hve Ámi var þakklát- ur fjölskyldu sinni fyrir þá miklu umhyggju sem hann naut í langvar- andi veikindum sínum og alltaf var hann jafn glaður í sinni og skemmti- legur heim að sækja. I þessar bar- áttu komu mannkostir hans vel í Ijós, æðruleysið og kjarkurinn, sem aldrei brást, þrátt fyrir endurtekin áföll. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín þakka Áma langa og góða við- kynningu og biðja Kristínu, Reimari, Elsu, Áma, eftirlifandi systkinum Árna og fjölskyldum þeirra Guðs blessunar. Guðmundur Snorrason. Þegar kærasti frændinn er fallinn í valinn er örðugt að fínna lýsingar- orðin, sem hæfa og era verðug þess að mega lýsa honum. Hann var geðprúður, góðgjarn, gefandi, glað- vær, listelskur, jafnlyndur, tryggur og ábyrgur. Þannig væri hægt að hnýta orðum við orð endalaust án þess að geta nokkum tímann lýst Áma Pálssyni á þann hátt, að sómi upphátt og ég skynjaði sársaukann sem hafði fylgt því að missa þá sem henni þótti vænt um. Sérstaklega varð henni tíðrætt um móðurmissinn og hvaða áhrif hann hafði á líf henn- ar. Kristín fæddist á Suður-Fossi í Mýrdal, dóttir hjónanna Skapta Gíslasonar og Margrétar Jónsdóttur. Margrét dó af bamsförum þegar Kristín var aðeins 6 ára gömul. Við þann sorgaratburð tvístraðist barna- hópurinn. Elstu börnin voru áfram hjá föður sínum en hin yngri fóru í fóstur. Kristín ólst upp hjá frænd- fólki í Vestmannaeyjum við gott at- Iæti. Frá 8 ára aldri fór hún á hveiju sumri að heimsækja föður sinn og systkini. Vora þær ferðir henni afar dýrmætar og ofarlega í minningunni sem og þær ferðir er hún fór í Mýr- dalinn með sín eigin börn seinna. Það var auðheyrt á Kristínu að hún unni sveitinni sinni mjög. 18 ára gömul giftist Kristín Run- ólfí Jóhannssyni skipasmið frá Gamla Hrauni á Eyrarbakka. Bjuggu þau allan sinn búskap í Eyjum. Þau eign- uðust 5 böm, 4 dætur og 1 son. Elsta dóttirin, Rebekka, lést árið 1976 og sú yngsta, Þóra, árið 1984. Eftir lifa Guðrún Gréta, Guðlaug Kristín og Jóhann. Auk bamanna 5 ólust bæði börn Rebekku, Ema og Kristján, upp á heimilinu. Hefur Kristján haldið heimili með ömmu sinni alla tíð og verið henni stuðning- ur síðustu árin. Mann sinn missti Kristin árið 1969. . Alsystkini Kristínar vora 10 en síðar eignaðist hún 3 hálfsystur. Eru nú öll systkinin frá Suður-Fossi látin nema yngsta alsystirin, Margrét, og yngsta hálfsystirin, Elísabet. Nú er Kristín mín búin að fá hvíldina sem hún var farin að þrá. Býsnaðist hún oft á því við mig hve lengi hún ætl- aði að lifa, hún sem aldrei hefði ver- ið hraust. Fannst henni skrítið að lifa flest systkini sín. Hún var ferðbúin fyrir löngu og vænti ég þess að hún hafí fengið góða heimkomu. Ég þakka Kristínu samfylgdina og votta öllum aðstand- endum samúð mína. Minning hennar lifír. Bergþóra. komu t.d. eitt sinn af stað veðmáli um, hvort frambrettið á tjónabíl eins þeirra væri endurskapað af þessum haga verkmanni, sem hér er svo fá- tæklega getið. Árið 1937 réðist Árni til Jóhanns Ólafssonar, en 1941 varð hann einn af stofnendum Bílasmiðjunnar hf. Þar gekk hann í öll störf á meðan kraftar leyfðu, s.s. kennslu, birgða- umsjón og bókhald, enda töluglögg- ur, nákvæmur og ábyggilegur svo eftir var tekið. Þegar Árni lét af störfum fyrir nokkram áram hafði hann greitt götu fjölmargra ánægðra bíleigenda og nemenda, sumra úr ljölskyldunni, á langri og gifturíkri starfsævi. í einkalífí sínu var Árni Pálsson mikill gæfumaður, því hann naut þess að elska sína nánustu og sýna þeim stöðuga umhyggju á sinn hlé- dræga en ákveðna hátt. Gæfudagur var það, þegar þau urðu hjón 7. októ- ber 1933, Else Wittendorf Hansen frá Danmörku (1913-1968) og Árni Pálsson og hápunktur ástríks hjóna- bands þeirra var, þegar dóttir þeirra Kristín önnur Árnadóttir bættist í hópinn (fædd 3. 4. 1941) og alnafna ömmu á Skólavörðustíg). Hún var augasteinn og yndi foreldra sinna alla ævi þeirra. Heimilið stóð alltaf opið þeim er þangað sóttu og gest- risnin eftir því. Árni hugðist drýgja tekjumar á meðan hann var að koma þaki yfír-höfuð fjölskyldunnar, en sennilega hefur verið nokkuð tap á þeim rekstri, því mikill tími fór í það að koma systkinabörnunum ókeypis í gegnum bílpróf. Þannig var Arni albúinn að leysa hvers manns vanda án þess að ætlast nokkurn tímann til nokkurs í staðinn. Samt tókst honum með ráðdeild og dugnaði að búa fjölskyldunni sinni góðan sama- stað. Dóttirin óx úr grasi og giftist vænum manni, Reimari Stefánssyni, rafverktaka á Mosfellsbæ og eiga þau tvö böm, Elsu og Árna, sem nú er fullvaxta. Með þeim fjölgaði auga- steinum afa þeirra. En allir fá sinn skammt af mót- læti í hérvistinni og árið 1968 lést Else Pálsson langt um aldur fram og var öllum harmdauði. Hún hafði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.