Morgunblaðið - 11.03.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.03.1993, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 58. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Prentsraiðja Morgunblaðsins Stormasamasti fundur í ítalska þinginu frá því skömmu eftir stríð Traustilýstá stjom Amatos Róm. Reuter. HÆTTAN á pólitískri upplausn á Ítalíu minnkaði nokkuð í gær þegar ríkisstjórn Giulianos Amatos forsætisráðherra vann sigur í mikilvægri atkvæðagreiðslu. Ella hefði Amato ekki komist hjá því að segja af sér með alvarlegum afleið- ingum fyrir efnahagslífið í landinu. og kenna sumir um, að sjónvarpað Mikilvægt fyrir stjórnina Atkvæðagreiðslan í gær var sú mikilvægasta fyrir stjómina síðan hneykslis- og spillingarmálaholskefl- an skall af öllu afl^á ítölsku valda- stéttinni. Amato vildi, að eigin sögn, koma í veg fyrir, að dómstólamir yrðu kaffærðir í málum með því að. milda viðurlögin í sumum. Vegna mikilla mótmæla neyddist hann þó til að breyta áætlunum sínum og um stund virtist ekki annað blasa við en afsögn. í gær var hins vegar sam- þykkt með 143 atkvæðum gegn 99, að stjómin starfaði áfram. „Nú er nóg komið - þegið þið,“ hrópaði Amato á þingfundinum í gær þegar allt ætlaði um koll að keyra vegna frammíkalla og kalla varð á þingverði til að skilja tvo áfloga- seggi. Segja fréttaskýrendur, að fundurinn í gær hafi verið sá storma- samasti síðan skömmu eftir stríðslok Áður valda- mestur, nú úthrópaður skattsvikari Tókýó. Reuter. SKATTAMÁL eru japönsk- um almenningi ofarlega í huga þessa dagana. Frestur til að skila inn skattframtali rennur út 15. þessa mánaðar og fjölmiðlar hafa í vikunni flutti fregnir af gífurlegum auði fyrrverandi valdamesta stjórnmálamanns landsins sem safnað var án vitundar skattyfirvalda. Fyrr í vikunni fundust gull- stangir, verðbréf og reiðufé, samtals rúmlega milljarður jena (560 milljónir króna), í peninga- skáp á skrifstofu Shins Kanem- arus, fyrrverandi leiðtoga Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, en hann var handtekinn á laugardaginn var. Kanemaru, sem er 78 ára gamall, var valdamesti stjóm- málamaður Japans þar til fyrir hálfu ári. Þá sagði hann af sér þingmennsku er upp komst að hann hafði þegið 500 milljón jen í mútur frá Sagawa Kyubin- vöruflutningafyrirtækinu. Japönsk yfirvöld leituðu í gær í höfuðstöðvum Okasan-verð- bréfafyrirtækisins í Tókýó að gögnum sem rennt gætu frekari stoðum undir grun um stórfelld skattsvik. Talið er að fyrirtækið hafi selt Kanemaru nafnlaus handhafaverðbréf metin á um milljarð jena. Gögn sem þar kynnu að fínnast myndu sýna hvernig Kanemaru kom undan fé sem honum áskotnaðist. var frá honum. Amato ætlar að leggja tillöguna um að tekið verði mildilega á minni- háttar spillingarmálum fyrir þingið og er talið, að hún verði samþykkt þar. Reuter Háreysti þingmanna MARGIR þingmenn risu úr sætum og hrópuðu ókvæðisorð að for- sætisráðherranum, Amato, á meðan hann flutti ræðu sína. Sá hann sig knúinn til að skipa þingmönnum að þegja. Slegist var í þingsaln- um og urðu þingverðir að skilja tvo áflogaseggi. Svissneskur kvenráðherra Reuter RUTH Dreifuss, sem starfað hefur fyrir sviss- neska alþýðusambandið, sver embættiseið í þinghúsinu í Bern eftir að hún hafði verið kosin í sjö manna ríkisstjórn landsins. Upphaf lega hafði karlmaður verið kosinn í embættið en vegna mikillar óánægju almennings var honum ekki fært að taka kosningunni. Sjá einnig: „Þing Sviss ..." á bls. 27. Finnar deila um róttækar aðgerðir Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnblaðsins. FINNAR hafa nú miklar áhyggjur af skuldastöðu þjóðarbúsins og slæmu efna- hagsástandi. Tilkynnt var í gær að ríkissjóður Finn- lands yrði að fá heimild til yfirdráttar til að borga vexti af erlendum skuldum. For- maður samtaka atvinnurek- enda varar við greiðsluþroti innan nokkurra vikna og krefst tveggja ára stöðvunar launahækkana og 15% nið- urskurðar útgjalda til fé- lagsmála. Helsta skýringin á þvi að ríkis- stjórnin var ekki búin að afla sér heimildar til yfirdráttar vegna vaxtagreiðslna með góðum fyrir- vara er talin sú hve gengið hefur fallið hratt að undanfömu. Frá því horfið var frá fastgengisstefnunni fyrir 18 mánuðum hefur gengi marksins fallið um 35%. Uppgjör í júní Tauno Matomaki, formaður sam- taka atvinnurekenda og stóriðnað- arins og forstjóri stærsta einkafyr- irtækis Finna, Repola-samsteyp- unnar, varar við greiðslusþroti ríkis- ins innan fárra vikna. Ef ekki komi til róttæks aðhalds í opinberum út- gjöldum verði þjóðarbú Finna gert upp á vegum Alþjóðabankans í síð- asta lagi í júní. Casimir Ehrnrooth, annar þekkt- ur talsmaður stóriðnaðarins og full- trúi ríkustu ættar Finnlands, vill aftur á móti lántökur ríkisins vegna atvinnuleysis. Tæp 17% vinnufærra manna em nú atvinnulaus. Ehrn- rooth segist vilja sterkari ríkisstjórn sem skapi ný störf með lánsfé dugi aðrar leiðir ekki. Jeltsín frammí fyrir „pólitískri aftökusveit“ Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, virt- ist standa höllum fæti í valdabarátt- unni við fulltrúaþingið á fundi þess sem hófst í gær. „Forsetinn stendur frammi fyrir vel skipulagðri pólitískri aftökusveit hér á þinginu,“ sagði tals- maður Jeltsíns, Vjatsjeslav Kostíkov. Greidd vom atkvæði um tillögu þess efnis að Jeltsín yrði ákærður fyrir brot á stjómarskránni en hún var felld naumlega. Líklegt þykir að til- lagan verði lögð fram aftur. Leiðtogar afturhaldsaflanna og miðjumanna á þinginu neituðu að veita forsetanum aukin völd. í ályktunartillögu frá nefnd á þinginu var þess krafist að fallið yrði frá þjóðaratkvæða- greiðslu, sem Jeltsín hefur boðað, um hvort for- setinn eða þingið ættu að stjórna Rússlandi. Hún fékkst þó ekki samþykkt við fyrstu umræðu og henni var vísað aftur til nefndarinnar. Svar Jeltsíns Jeltsín svaraði þessari árás með því að leggja fram aðra tillögu þar sem þess var krafist að þingið afsalaði sér völdum yfir seðlabankanum, utanríkisviðskiptabankanum og fleiri stofnunum. Talið er næsta ömggt að þingið hafni þessu algjörlega þegar það kemur saman aftur í dag. Rúslan Khasbúlatov, forseti þingsins og helsti andstæðingur Jeltsíns, lét svo um mælt á fund- inum að Jeltsín væri að reyna að grafa undan stjórnarskránni og draga herinn inn í valdabar- áttuna. Jeltsín talaði í síðustu viku um hugsan- lega „úrslitakosti“ ef þingið gæfi ekki eftir og gaf í skyn að hann væri reiðubúinn að afnema stjórnarskrána og leysa þingið upp ef það hindr- aði umbótastefnu hans. Svo virtist hins vegar í gær sem Jeltsín hefði lítið svigrúm til að sigra í valdabaráttunni án stuðnings hersins, að sögn heimildarmanna The Daily Telegraph. Sjá „Framtíð umbótastefnu ...“ á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.