Morgunblaðið - 11.03.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.03.1993, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 Dauðinn og stúlkan frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld Höfundur hittí beint í mark - segir Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir í kvöld á litla sviði Borgar- leikhússins Dauðann og stúlkuna, eftir chileska rithöfundinn Ariel Dorfman. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi verkið, sem hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt í Chile fyrir réttum tveimur árum. Hlutverk í leikritinu eru þijú í höndum þeirra Guðrúnar Gísladóttur, Valdimars Flygenrings og Þorsteins Gunnarssonar. Þórunn S. Þorgrímsdóttir gerði leikmynd og ann- aðist búninga, Lárus Björnsson sér um lýsingu og hljóðmynd hannaði Baldur Már Arngrímsson. Leikstórí sýningarínnar er Páll Baldvin Baldvinsson og þreytir hann hér frumraun sína sem leikstjóri í Borgarleikhúsinu. Blaðamaður Morgunblaðsins leit við á einni af lokaæfingunni á Dauðanum og stúlkunni og ræddi lítil- lega við leiksljórann um verkið, innihald, skírskotun þess og boðskap. - Höfundurinn, Ariel Dorfman, var í Chile við valdarán hersins 1973. Hveija telur þú vera ástæðu þess að höfundinum tekst í þessu verki að ná fram alþjóðlegri skír- skotun, í pólitískum og siðfræði- legum skilningi, þannig að fyrir áhorfandann er þetta ekki endi- lega suður-amerískt leikrit, þegar upp er staðið, miklu fremur al- þjóðlegt? „Það er alveg rétt að verkið hefur mjög sterka alþjóðlega skír- skotun og það er einmitt þess vegna sem verið er að leika það í 26 löndum. Ég held að Ariel Dorfman hafi tekist það sem tekst mjög sjaldan, þegar svona verk er skrifað. Hann hitti beint í mark, akkúrat á réttu augnabliki. Raun- ar hitti hann heiminn frekar en heimaland sitt, Chile, með Dauð- anum og stúlkunni, því þegar það var flutt í Chile í mars 1991, hálf- um mánuði eftir að Retting- skýrslan hafði verið birt, þá fékk verkið mjög blendnar viðtökur í Chile, því það heyrðust raddir sem sögðu: Hingað og ekki lengra. Við erum búnir að viðurkenna að þessir glæpir voru framdir, en við getum ekki bætt fómarlömbum pyntinga, morða og nauðgana það sem gerðist. Leikritið hefur mjög margar og ólíkar skírskotanir. Ef við bara tökum þá, sem er svona undirtónn alls verksins, það er þjóð sem er að sleppa út úr harðstjómará- standi eins og gerðist í kjölfar þess að herforingjastjómin fór frá völdum í Chile, þá getum við litið okkur miklu nær til þess að finna hliðstæður. Við höfum Austur- Þýskaland, raunar alla austurb- lokkina sem búið hefur við alræð- isvaid í áratugi, við höfum suður- hluta Evrópu að einhveiju leyti, og þar á meðal ríki sem við töldum kannski nokkuð „stabíl“, en fólk er nú drepandi hvert annað í þess- um löndum og beitir skipulega til þess að smána andstæðinginn samskonar pyntingaraðferðum og nauðgunum og eru martröð sú sem Pálína í Dauðanum og stúlk- unni kynntist af eigin raun. Þess- ir hlutir sem gerðust í Chile, eru að gerast um allan heim,“ segir Páll Baldvin. Er eitthvað hægt að gera fyrir fórnarlömbin? - í upphafi Dauðans og stúlk- unnar er eins og það versta sé afstaðið, að fimmtán ára ógnar- stjórn lokinni, en samt sem áður verður ekki sagt að það gusti beinlínis neinu andríki réttlætisins af þeim sem við hafa tekið. Er höfundurinn að gefa til kynna að ógnartímabil sem þetta hafí dreg- ið allan mátt úr þjóðinni, þannig að nýir menn og nýir stjómar- hættir séu það máttlitlir, að þeir séu þess ekki megnugir að breyta þjóðfélaginu til hins betra á nýjan leik, og gefa þar með almenningi von um aðra og nýja framtíð? „Fyrir Chilebúa var vonin nátt- úrlega fólgin í því að rannsóknar- nefndin var skipuð og þar með viðurkennt að þessir glæpir í skjóli hervalds höfðu verið framdir gagnvart svo fjölmörgum ein- staklingum. Chilebúar gátu ekki gengið sömu braut og Argentína hafði gengið nokkmm áram áður. Þar fóru fram opinber réttarhöld og urðu að algerum skrípaieik, þegar reynt var að kalla mennina til ábyrgðar sem staðið höfðu fyr- ir pyntingunum. Það átti jafnt við um réttarhöld innan hersins, sem hjá öðram dómstólum. Því var engu réttlæti náð fram í Argent- ínu. Enda er það svo, þegar svo er komið fyrir einu samfélagi, að íviorgunoiaoio/ övernr Það er mikil spenna í átakamestu atriðunum á milli hjónanna í Dauðanum og stúlkunni, sem leikin eru af Guðrúnu Gísladóttur og Valdimar Flygenring. Þorsteinn Gunnarsson leikur lækninn, sem Pálína (Guðrun) hefur hér bundið og keflað, enda telur hún sig eiga óuppgerðar sakir við hann. það er orðið tvískipt, eins og geng- ið er út frá í leikritinu, og enginn sem vill gefa eftir, auk þess sem sá sem leitar réttlætisins getur átt yfir höfði sér hefndaraðgerðir, þá hljóta menn að verða að staldra við og athuga hvaða leiðir séu færar. Raunar er Ariel Dorfman að segja okkur það með þessu leikriti sínu, að það era ennþá hundruð þúsunda manna sem fengu aldrei neinar bætur fyrir pyntingar. Hann er að spyija hvað sé hægt að gera fyrir þetta fólk, eða þá hvort nokkuð sé yfír höfuð hægt að gera fyrir það. Erum við nokkru bættari í raun og vera, með því að taka mennina sem frömdu glæpina fyrir 20, 30, 40 eða 50 áram og hengja þá núna?“ Abyrgð stjórnvalda „Ariel knýr okkur til siðferði- legs uppgjörs, en segir okkur um leið að við verðum að horfast í augu við það sem hefur verið misgert, og viðurkenna fyrir sjálf- um okkur opinberlega að okkur tókst þetta ekki. Bara út frá vangaveltum um þessi efni getum við heimfært ýmislegt úr Dauðanum og stúlk- unni upp á íslenskt umhverfi. Tökum bara sem dæmi íslenska kjósendur og íslenskt alþýðufólk og hverslegt umræðuefni eins og ábyrgð stjórnvalda á gerðum sín- um. Era menn tilbúnir að standa upp þegar þeim hefur mistekist og segja: „Já, mér mistókst“? Verkið er því með margar skír- skotanir til okkar, bæði hvað varð- ar hugsunarhátt, siðgæði og stjómkerfi." - Spennan og átökin á milli hjónanna, raunar uppgjörið á milli hjónanna, er allt verkið samofið stærri átökum beint úr Ijótum raunveraleika pyntinga og ógnar- stjómar. Er Dorfman að segja okkur að ekkert hjónaband geti lifað undir slíkum kringumstæð- um? „Þetta er náttúrlega hrikalegt hjónabandsdrama, þar sem hjóna- bandið byggist á einhveijum tál- sýnum eða blekkingum. Hver ert þú — hver er ég? Hvemig getum við haldið áfram og hvert höldum við héðan?“ - Er leikstjórinn Páll Baldvin Baldvinsson ánægður með fram- raun sína á fjölum Borgarleik- hússins? „Ég tel þetta vera góða sýningu og sterka. Leikaramir standa sig með ágætum og mér finnst leik- myndin falleg og boðskapur verksins komast mjög vel til skila og eiga erindi til okkar allra,“ segir Páll Baldvin að lokum. Texti: Agnes Bragadóttir Kammersveit Reykjavíkur Grieg-hátíð í ís- lensku óperunni KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í íslensku óperunni þriðjudaginn 16. mars. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og bera þeir yfirskriftina „Grieg-hátíð — samtímamenn þá og nú“, en á þessu ári er þess minnst með hátíðahöldum víða um heim að liðin eru 150 ár frá fæðingu helsta tónskálds Norðmanna, Edvards Griegs. Á þessum tónleikum ákvað Kammersveitin að tefla saman Grieg og samtímamanni hans, Sveinbirni Sveinbjömssyni og síðan Leifi Þórarinssyni og helsta núlif- andi tónskáldi Norðmanna, Ame Nordheim. Á efnisskránni verða verk fyrir strengjasveit op. 53, 63 og 68 eftir Grieg, 5 lög op. 33 við ljóð eftir TlutancL Heílsuvörur nútímafólks O.A. Vinje og Den Bergtekne op. 32 eftir Grieg. Einsöngvari í þessum ljóðum verður Njal Sparbo, ungur norskur baritónsöngvari, sem er íslenskum tónlistarannendum að góðu kunnur frá því að hann söng hlutverk Jesú í flutningi Mótettu- kórs Hallgrímskirkju um síðustu páska. Eftir hlé verður flutt lítið verk eftir Sveinbjöm Sveinbjörns- son, Reverie, fyrir flautu, selló og hörpu. Eftir Leif Þórarinsson verður flutt verkið Angelus Domini, sem hann samdi fyrir Kammersveit Reykjavíkur til heiðurs Ragnari í Smára, við þýðingu Halldórs Lax- ness á Maríukveðskap frá miðöld- um. Einsöng í því verki syngur Þórann Guðmundsdóttir. Síðast á efnisskránni verður Magic Island Edvards Grieg eftir Ame Nordheim, við texta Sha- kespeares úr Ofviðrinu. í því verki koma báðir einsöngvaramir fram og einnig er raftónlist notuð með hljóðfærunum. Á tónleikunum koma fram 25 hljóðfæraleikarar og stjómandi verður Ingar Bergby. Grieg-Jubelé- et í Björgvin styrkir ferð Norð- mannanna hingað til þátttöku í þessum tónleikum Kammersveitar- innar. Tónleikarnir verða síðustu tón- leikar Kammersveitarinnar á þessu starfsári, en nú standa einnig yfir hjá sveitinni upptökur á tveimur geislaplötum sem væntanlegir eru á þessu ári. Miðasala er í íslensku óperanni og í Japis, Kringlunni. Stokkseyrarkirkja Minningartónleikar um Pál Isólfsson SelfVftsi. TÓNLEIKAR til minningar um dr. Pál ísólfsson voru haldnir í Stokks- eyrarkirkju sunnudaginn 7. mars. Á tónleikunum sungu Ingibjörg Magnúsdóttir sópransöngkona og Þorgeir J. Andrésson við undirleik Láru S. Rafnsdóttur sem einnig lék einleik á píanó. Húsfyllir var í Stokkseyrarkirkju á tónleikunum. Tónleikamir era haldnir í tilefni þess að í ár er liðin öld frá fæðingu dr. Páls ísólfssonar en hann fæddist 12. október 1893. Næstu tónleikar þessara listamanna verða 14. mars í Ámesi. Á tónleikunum voru flutt 23 söng- lög og þijú píanóstykki við mjög góðar undirtektir tónleikagesta sem kunnu vel að meta hljómmikinn söng og kraftmikla tónlistina. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Lára S. Rafnsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Ingibjörg Marteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.