Morgunblaðið - 11.03.1993, Side 12

Morgunblaðið - 11.03.1993, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1993 12 Færeyskur flautuleikari og færeyskur píanóleikari ________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Emst Sondum Dalsgarð er ný- bakaður flautuleikari, tók einleik- arapróf frá Konunglega danska tónlistarháskólanum í Kaupmanna- höfn á sl. ári og í efnisskrá er hann sagður fyrsti Færeyingurinn sem tekur einleikarapróf í flautu- leik frá Konunglega danska tónlist- arskólanum. Johannes Andreasen píanóleikari er okkur að góðu kunn- ur, en hann gisti ísland ekki fyrir löngu, lék þá með austurrískum sellóleikara í safni Sigurjóns Óiafs- sonar og sýndi þá að hann er mjög góður kammermúsíkus. Þeir félag- ar byijuðu tónleikana á Serenöðu í D-dúr, óp. 41 eftir Beethoven. Serenaðan er tæplega ein af merk- ari tónsmíðum Beethovens og ekki meira merkt honum en svo, að hún gæti þess vegna verið eftir ein- hvem samtíðarmann hans eða fyr- irrennara. í flutningi þarf því að marka hana skýmm og fjörlegum dráttum til þess að halda áheyrand- anum vel vakandi. Þeir félagar fluttu Serenöðuna látlaust og hreint, en átakalítið. Þama hefði þurft sterkari mótun og meiri skap- hita til þess að lyfta verkinu úr meðalmennskunni. Johannes lék Johannes Andreasen tvö stutt verk, Stúlkuna með hörg- ula hárið og Serenöðu, eftir De- bussy. Johannes lék þessi tvö verk smekklega, en lítið segja þau um hann sem einleikara. Síðustu „Myrkir músíkdagar" færðu okkur sönnur á því að Færeyingar eiga gó^ tónskáld og það sannaðist enn með þeim Kristian Blak og Sunleik Rasmussen sem áttu tvö verk á efnisskránni og bæði áhugaverð. í efnisskrá vantaði annars allar upp- lýsingar um höfunda og verk, í sumum tilfellum era slíkar upplýs- ingar nl. nauðsynlegar. Paul Taff- anei átti síðasta verk fýrir hlé, Andante Pastoral er Scherzettino, skemmtilegt verk og vel skrifað fyrir flautuna og hér sýndi Ernst Sondum að hann býr yfir töluverðri tækni. Taffanel var ekki ómerkur, fæddur 1844, var flautuleikari, hljómsveitarstjóri og tónskáld franskt, skólastjóri tónlistarskóla, tónlistarstjóri ópera í París og stjómandi flautudeildar Parísar- konservatórisins og kennari frægra flautuleikara. Eftir hlé kom Ib Nör- holm með Immanens fyrir sóló- flautu, verk í þrem þáttum, hröðum, hægum, hröðum. Vel skrifað verk, en án þess að þekkja það hefði ég haldið að miklu fleiri svipbreytingar hefði þurft til í flutninginn, þrátt fyrir að margt kæmi fallega út hjá Sondum, t.d. miðkaflinn. Manni hættir til að setja Fr. Kuhlau á bás með þeim mörgu tónskáldum sem skrifað hafa námsefni, ágæt, fyrir píanónemendur þ. á m. sónatínur fyrir hin ýmsu stig píanónámsins. Því kom Grande Sonate concertante í a-moll op. 85 manni algjörlega í opna skjöldu. Stór og mikið unninn fyrsti þáttur, að vísu dálítið lang- dreginn Adagio-þáttur og skemmti- legur Rondó-þáttur. Maður skyldi minnast þess að Kuhlau skrifaði margar óperar, píanókonserta og mikið magn kammerverka. Því er engin furða að Danir vilji eigna sér hann, enda undi hann sér víst vel í Danmörku, eins og fleiri. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson 90 manna sameiginlegur stórkór eldri og núverandi kórfélaga Fjölbrautaskóla Suðurlands tók lagið í Iok afmælistónleikanna. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands 10 ára Afmælistónleikar fyrir fullu húsi Selfossi. TIU ÁR eru síðan kór Fjölbrautaskóla Suðurlands var stofnaður. Veg- ur kórsins hefur farið vaxandi með ári hveiju og hann á sér djúpar rætur í félagslífi skólans og menningarlífi Sunnlendinga. Stjórnandi kórsins frá upphafi hefur verið Jón Ingi Sigurmundsson. Kórinn hélt upp á afmælið með tónleikum 20. febrúar fyrir fullu húsi í samkomusal skólans. Þar komu fram fjórir kórar og var hver og einn nefndur eftir ákveðnum tímabilum og verkefnum í sögu kórsins. A þeim tíu áram sem liðin era hefur kórinn farið í tvær söngferðir, til Danmerk- ur og Svíþjóðar og til Þýskalands. Auk þess hefur hann tekið þátt í * Islenskt landslag á Kjarvalsstöðum LAUGARDAGINN 13. mars, opnar á Kjarvalsstöðum sýningin „ís- lenskt landslag 1900-1945“. Á sýningunni eru um 120 myndir eftir 26 listamenn sem allir fengust við gerð landslagsmynda á þessu tíma- bili, frá því að fyrstu íslensku listamálararnir komu fram á sjónarsviðið í upphafi aldarinnar og þar til hilla tók undir ný og breytt viðhorf til landslags með tilkomu abstraktlistarinnar. Flest verkin á sýningunni eru í einkaeign. Að auki verða á sýning- unni nokkur öndvegisverk íslenskrar listasögu, s.s. Heklumynd Ásgríms Jónssonar og Fjallamjólk Jóhannes Kjarvals. Jafnframt hefur verið gefín út vegleg sýningarskrá eftir safnvörð Kjarvalsstaða, Kristínu G. Guðna- dóttur, og 36 litprentuðum myndum af verkunum. í fréttatilkynningu frá Kjarvals- stöðum segir að fjölbreytileiki ein- kenni sýninguna öðru fremur, og hversu ólíkum augum listamennimir hafa litið landið. Þarna megi sjá þró- unina frá hinum upphöfnu og róman- tísku myndum Þórarins B. Þorláks- sonar frá upphafi aldarinnar til raun- særra landslagsmynda Ásgríms Jónssonar, og stílfærðum landslags- formum Jóns Stefánssonar til ex- pressjónískra mynda Jóns Engil- berts. fjölda tónleika og haldið marga sjálf- stæða tónleika og ávallt fengið góða dóma. Fyrir síðustu jól gaf kórinn út geisladisk og snældu með úrvals- Iögum. Afmælistónleikarnir vora vel sóttir enda nýtur kórinn viðurkenningar meðal almennings sem ein af perlum skólans og sunnlenskrar tónlistar. Lagavalið sýndi þversnið af söng og hljóðfæraleik kórfélaga í gegnum tíð- ina. Tveir einsöngvarar komu fram á tónleikunum, Soffía Stefánsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Þær sungu með kómum þegar þær voru við nám í skólanum en leggja nú meðal annars stund á söngnám. I lok tónleikanna söng 90 manna sameiginlegur kór eldri og núverandi kórfélaga. Söngnum á tónleikunum var mjög vel tekið og stjómandanum, Jóni Inga Sigurmundssyni, og söng- fólkinu var vel fagnað. Sig. Jóns. -----♦ ♦ ♦----- Þýðendakvöld áFógetanum FJÓRÐA þýðendakvöldið á þess- um vetri verður á Háalofti Fóget- ans í kvöld, fimmtudaginn 1L mars, kl. 20.30 og er helgað þýð- andanum og skáldinu Magnúsi Ásgeirssyni. Hjörtur Pálsson segir frá Magn- úsi, ævi hans og starfi. Lesið verður úrval úr þýðingum hans. Auk Hjart- ar lesa Alda Arnardóttir, Hugrún Gunnarsdóttir og Karl Guðmunds- son. Aðgangseyrir er 300 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.